Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaðið Siglum í núll í hagvexti Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, segir útgjaldaaukn- ingu ríkissjóðs umfram áætlanir skýrast af liðum sem ekki voru á fjárhagsáætlun. Hann nefnir kjarasamninga, ör- yrkjadóm, hækkun lífeyrisbóta og gengislækkun krónunnar sem dæmi. Kostnað vegna kjarasamn- inga metur BoUi á 3 til 4 milljarða en gengislækkun krónunnar segir hann koma fram víða, t.a.m. í auknum kostnaði vegna ferðalaga tU útlanda. „Svo kemur hún þungt fram hjá sendiráðunum en öll útgjöld til þeirra eru í krónum talin. Þá kem- ur gengislækkunin fram í vaxta- kostnaði af erlendum lánum. Af þessum 4,7 milljörðum, sem eru frávik frá áætlun, eru tveir millj- arðar bara í vöxtum," sagði hann og bætti við að gengislækkunin kæmi einnig óbeint fram í hærra verðlagi. Ástæðu þess að ekki var að fullu gert ráð fyrir áhrifum kjarasamn- inga í áætlanagerð ríkisins segir Bolli vera að þeir hafi færst yfir áramót. „Sl. haust, þegar samning- ar voru lausir, var gert ráð fyrir ákveðnum hækkunum en vegna þess að þeir færðust yfir áramót kemur í raun inn tvöfóld áfanga- hækkun sem ekki var gert ráð fyr- ir í fjárlagafrumvarpinu." Bolli segir það mat ráðuneytisins að frekar sé ástæða til að óttast sam- drátt í hagkerfinu en þenslu. Hann vill þó fara varlega í að spá fyrir um hvenær viðsnúnings sé að vænta í efnahagslífinu því hag- fræðingar spáðu hvað oftast vit- laust fyrir um tímasetningu við- snúnings. „Tilfinningin eftir að hafa horft á þessar tölur er að við séum mjög nálægt botninum,“ sagði hann en tiltók að nokkur óvissa væri um framhaldið, m.a. vegna hryðjuverkanna i Bandarikj- unum. Bolli segist vongóður um að skattalækkunaráform ríkisstjórn- arinnar hafi góð áhrif á væntingar í efnahagslífinu gangi þau eftir. „Svo eru menn almennt sammála um að tímapunktur vaxtalækkun- ar, sé hann er ekki þegar kominn, nálgist mjög hratt. Eina vísbend- ingin sem ekki styður vaxtalækkun er staðan á vinnumarkaði." Bolli sagði þó varhugavert að einblína á atvinnuleysisskráningu sem mælikvarða á þenslu því fólki væri ekki sagt upp fyrr en allt ann- að þryti. „Það dregur mjög hratt úr eftirspurn og við túlkum þetta þannig að við séum jafnvel að sigla niður í núll í hagvextinum, og þá fer nú að nálgast tímabil vaxta- lækkunar," sagði hann. Ishug fjar- festir í Maskina - sérhæfir sig í þróunar- og umsýslulausnum íslenski hugbúnaðar- sjóðurinn hefur íjárfest , / í fyrirtækinu Maskina r' sem sérhæfir sig í gerð þróunar- og umsýslu lausna fyrir endanotend- ur farsíma. Búnaðarbanki íslands hf. og Bunadarbank- inn International S.A. einnig þátt í fjármögnuninni ásamt öðrum áhættufjárfestum, stofnendum og stjórnendum fyrir- tækisins. íslenski hugbúnaðar- sjóðurinn mun eiga um 20,3% hlut í Maskina og taka virkan þátt í uppbyggingu fyrir- tækisins með stjórnar- þátttöku, almennri ráð- gjöf við uppbyggingu er- Farsímalausnir Maskina hefur þróað umsýslulausnir fyrir endanotendur farsíma. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háö á þelm sjálf- um sem hér segir: Álfhólsvegur 26, þingl. eig. Ragnhildur Ólafsdóttir og Guðmundur Ólafur Heið- arsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf., Hekla hf., íbúðalánasjóður, Kaupþing hf., Sameinaði lífeyrissjóður- inn og Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., föstudaginn 28. september 2001, kl. 15.00.______________________________ Efstaland v/Smiðjuveg 5, þingl. eig. Birg- ir Georgsson og María Hreinsdóttir, gerð- arbeiðendur Ibúðalánasjóður og sýslu- maðurinn í Kópavogi, föstudaginn 28. september 2001, kl. 10.30. Kjarrhólmi 30, 3. hæð A, þingl. eig. Sig- urlína Bjamadóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Kjarrhólmi 30, húsfé- lag, og Kópavogsbær, föstudaginn 28. september 2001 kl. 13.00. Smiðjuvegur 24, norðurendi 2. hæðar, þingl. eig. Borðinn ehf., gerðarbeiðendur Islandsbanki-FBA hf., Kópavogsbær, Sparisjóður Kópavogs og Tryggingamið- stöðin hf., föstudaginn 28. september 2001, kl. 09.30.____________________ SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI lends sölunets og aðkomu er- lendra fjárfesta að fyrirtækinu. Maskina hefur þróað vöru sem gerir farsímanotendum kleift að hanna, dreifa og nota einfaldar en verð- \ mætar virðisaukandi gagnaþjónustur án nokkurrar sérstakrar þekkingar á forritun eða hugbúnaði. Notendur greiða ekkert fyrir að hanna þjónustuna, ein- ungis fyrir dreif- ingu og notkun. Hugbúnaðurinn byggist á tækni sem hefur þegar verið tekin upp hjá fjölda farsíma- fyrirtækja og gerir mjög litlar kröfur til umsýslu og viðhalds af hálfu þeirra. Tekjur af notkun vörunnar eru í samræmi við að- sókn notenda í að dreifa og nota þær virðisaukandi þjónustur sem gerðar eru í umhverfinu. Vinsæl- ar gagnaþjónustur sem notendur hafa hannað eru m.a. ýmsar stað- setningartengdar upplýsingar, brandarasöfn, spurningaleikir, samkvæmisleikir, smáauglýsing- ar, stjörnugjöf fyrir nýjustu mynd- böndin, greindarpróf og persónu- leikapróf. Vinsælustu þjónusturn- ar í þessum hópi hafa fengið nokk- ur þúsund heimsóknir en heildar- fjöldi þeirra gagnaþjónusta sem hannaðar hafa verið er nú þegar á fjóröa hundrað. Maskina hefur gert samstarfs-, sölu- og dreifingarsamninga við tvö erlend markaðsráðandi fyrir- tæki. Þessi fyrirtæki eru saman- lagt i viðskiptum við yfir 100 fyr- irtæki sem veita farsímaþjónustu og hafa þrír þjónustuaðilar á Norðurlöndunum þegar tekið vör- una í notkun. Stærstu hluthafar i Maskina eftir hlutafjáraukning- una, auk stofnenda og stjórnenda fyrirtækisins, eru íslenski hug- búnaðarsjóðurinn ásamt Búnaðar- banka íslands hf. og Bunadar- bankinn International S.A. Höfuöstöövar RÚV Brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði mundi þýöa að mun dýrara yrði fyrir auglýsendur að ná til markhóþa sinna. Auglýsendur vilja RÚV áfram á aug- lýsingamarkaði Stjórn Samtaka auglýsenda hef- ur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að auglýsendur vilji alls ekki að RÚV hverfi af auglýsinga- markaði en allnokkrar umræður hafa verið þess efnis undanfarnar vikur í fjölmiðlum. í ályktuninni segir að tvær meginástæður liggi til grundvall- ar afstöðu Samtakanna: „í fyrsta lagi hefur RÚV langmesta viku- lega dekkun allra sjónvarpsmiðl- anna. Þetta þýðir að mun erfiðara getur orðið fyrir auglýsendur að nálgast markhópa sína ef RÚV nyti ekki við. í öðru lagi myndi brotthvarf RÚV þýða að mun dýr- ara yrði fyrir auglýsendur að ná til markhópa sinna. Þetta skapast bæði af því að meiri eftirspurn yrði eftir auglýsingatímum ann- arra stöðva og vegna þess að erf- iðara yrði að ná æskilegri dekkun nema með meiri tíðni. Hvort tveggja myndi síðan leiða til þess að verð á vöru og þjónustu til neytenda myndi hækka. Brott- hvarf RÚV af auglýsingamarkaði væri þvi hvorki í þágu aug- lýsenda né neytenda og aug- lýsendur því algerlega mótfalln- ir.“ Smáauglýsingar bílar, bátar, jeppar, húsbílar, sendibílar, pallbílar, hópferðabílar, fornbílar, kerrur, fjórhjól, mótorhjól, hjólhýsi, vélsleðar, varahlutir, viðgerðir, fiug, lyftarar, tjaldvagnar, vörubílar... bílar og farartæki |Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍC.ÍS 550 5000 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI U-liH 3000 m.kr. : - Hlutabréf 300 m.kr. i - Ríkisbréf 1900 m.kr. MEST VIÐSKIPTI i © Eimskip 63 m.kr. i Q Islandsbanki 35 m.kr. i © Össur 34 m.kr. MESTA HÆKKUN | ©íshug 23,6 % © Marel 12,2 % i © síf 8,8 % MESTA LÆKKUN © Flugleiöir 5% i © Kaupþing 0,9 % i ©íslandsbanki 0,3 % ÚRVALSVÍSITALAN 1017 stig - Breyting O 2,19 % Stáltak óskar eftir greiðslu- stóðvun Stáltak hf. lagði í gær fram beiðni um heimild til greiðslustöðvunar. í frétt frá félaginu segir að reksturinn hafi ekki gengið sem skyldi og að þrátt fyrir aðgerðir til að rétta reksturinn af virðist vera að skila árangri þá sé greiðslustaða félags- ins þannig að nauðsynlegt sé að fá svigrúm til að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins. Stáltak var stofnað árið 1999 við samruna Slippstöðvarinnar á Akur- eyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík og varð við það stærsta fyrirtæki landsins í málmiðnaði. Hjá fyrir- tækinu starfa nú um 180 manns en þegar flest var störfuðu um 260 manns hjá félaginu. Olíuverð fell- ur í níu mán- aða lágmark Olíuverð á heimsmarkaði féll nið- ur í lægsta gildi sitt í níu mánuði í London í gær vegna ótta um að heimskreppa muni draga úr eftir- spurn eftir vörum, unnum úr olíu. Verð á Brent-olíu, sem afhendast á í nóvember, féll um meira en 3 dollara fatið áður en verðið náði sér aðeins á strik og var um 22,94 doll- arar, eða um 2,5 dollurum lægra en við lokun markaða á fóstudaginn sem er um leið lægsta verðið síðan í desember á siðasta ári. Olía hækkaði um 4 dollara á tunnu strax eftir atburðina í Banda- rikjunum 11. september vegna ótta um að stríð í Mið-Austurlöndum gæti leitt til oliuskorts. Verðið síðan þá hefur fallið um meira en fjórð- ung úr dollar. 25.09.2001 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 101,230 101,750 SElPund 148,080 148,840. 1*1 Kan. dollar 64,430 64,830 ESiPönsk kr. 12,4750 12,5440 EB Norsk kr 11,5230 11,5860 ELSSænskkr. 9,4310 9,4830 HHn. mark 15,6002 15,6939 B B Fra. frankl 14,1403 14,2253 B BBelg. franki 2,2993 2,3131 Q Sviss. franki 63,6100 63,9600 ESHoll. gyiiini 42,0901 42,3430 ^Þýskt mark 47,4245 47,7095 L0ít. lira 0,04790 0,04819 □QAust. sch. 6,7407 6,7812 f Port. escudo 0,4627 0,4654 JSpá. peseti 0,5575 0,5608 1 * jjap. yen 0,86380 0,86900 B lírskt pund 117,773 118,481 SDR 130,6000 131,3900 EUecu 92,7543 93,3117

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.