Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Blaðsíða 10
d 10 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 I>V Utlönd REUTER-MYND Leitaö í rústunum Björgunarmenn aö störfum í rústum verksmiöjunnar í Toulouse í Frakk- landi sem sprakk á föstudag. Hryðjuverk úti- lokað í Toulouse Saksóknari í Frakklandi útilok- aði formlega í gær að hryðjuverk hefði valdið sprengingunni i áburð- arverksmiðjunni í Toulouse i Frakklandi á. föstudag. Tuttugu og níu manns létu lífið í sprengingunni og þúsundir slösuðust, þar af marg- ir lífshættulega. Daniel Vaillant, innanríkisráð- herra Frakklands, sagði að spreng- ingin hefði væntanlega verið slys en að rannsóknin héldi áfram. Gifurlegar skemmdir urðu á hús- um í næsta nágrenni verksmiðjunn- ar þegar tvö til þrjú hundruð tonn af hættulegum efnum sprungu. Rúmlega fimm hundruð heimili eru óíbúðarhæf og ellefu þúsund nem- endur sitja heima vegna skemmda á 85 skólahúsum. Makedóníuþing féllst með sem- ingi á breytingar Þing Makedóníu féllst í gær með semingi á fimmtán breytingar á stjórnarskrá landsins til að renna styrkari stoðum undir friðarsam- komulag það við albanska skæru- liða sem Vesturveldin höfðu milli- göngu um. Nokkrum klukkustundum áður en þingheimur greiddi atkvæði skutu öryggissveitir albanskan mann til bana við varðstöð, sem þykir til marks um að enn ríki mik- il spenna við vopnahléslínuna í norðurhluta landsins. Stjómarskrárbreytingarnar eiga að tryggja albanska minnihlutanum í Makedóníu aukin mannréttindi. Jiang Zemin, forseti Kína Dregur sig í hlé á næsta ári. Miðstjórnin ræðir framtíð Kína Miðstjórn kínverska kommúnista- flokksins situr þessa dagana á þriggja daga fundi í Peking þar sem línurnar um framtíðarforystu flokksins verða mjög líklega lagðar. Þetta er síðasti fundur miðstjórnarinnar fyrir þing flokksins sem fram fer í upphafi næsta árs, en þar munu fimm af sjö meðlimum framkvæmdastjórnarinnar ganga úr stjóm. Þar á meðal eru for- setinn Jiang Zemin, forsætisráðherr- ann Zhu Rongji og Li Peng, forseti þingsins. Það er því ljóst að mikil upp- stokkun verður i forystunni en veðjað er á að Hu Jintao varaforseti muni taka við af Jiang og að hann fái það erfiða hlutverk að stýra frekari markaðsvæðingu Kínverja á næstu ámm. Hungursneyð yfirvofandi í Afganistan: Talibanar hafa lokað á allt hjálparstarf REUTER-MYND Nunnur hvetja til friöar Á annaö hundraö nunnur og prestar tóku þátt í fundi viö bandaríska sendiráöiö í Róm í gær þar sem voldugasta ríki heims var hvatt til aö stuöla aö friöi en leita ekki hefndar í kjölfar hryöjuverkaárásanna fyrir tveimur vikum. Á spjald- inu á myndinni er hvatt til aö leitaö veröi réttlætis og friöar án þess aö grípa til hefnda. ísraelsk kona skotin til bana á Vesturbakkanum: Shimon Peres ætlar að hitta Yasser Arafat síðar í vikunni Talsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu í gær við „hræðilegu ástandi" í Afganistan eftir að stjórn talibana stöðvaði þar allt hjálpar- starf. „Við viljum biðja alþjóðasamfé- lagið í harmi sínum yfir hörmungum hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin, að gleyma ekki hryllilegu ástandi mála í Afganistan og minnum á laga- lega mannúðarskyldu okkar um að fólkinu verði hjálpað, ekki síst sak- lausum konum og börnum sem í dag lifa við algjöra örbirgð í kjölfar ástandsins sem magnast hefur í land- inu eftir hryðjuverkin. Ástandið er algjörlega óviðunandi og gripa verð- ur til aðgerða strax ef ekki á illa að fara,“ segir í yfirlýsingu hóps hjálp- arliða sem skipuleggur hjálparstarf á vegum Sameinuðu þjóðanna þar í landi. Þeir fullyrða að afkoma meira en fimm milljóna manna af 26 millj- ónum íbúa landsins, aðallega kvenna og barna, sé algjörlega háð utanað- komandi hjálp og ef ekkert verði að Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði í gær að hann ætlaöi að hitta Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, að máli síðar í vik- unni, eftir að hann kemur úr heim- sókn til Sýrlands. Peres sagði í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina að Arafat yrði að leggja sig meira fram um að sýna vald sitt og binda enda á ofbeldis- verk í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Arafat sagði áður en hann lagði upp í ferð til Amman í Jórdaníu í gær að hann hefði fallist á fund með Peres og Miguel Moratinos, sendi- manni Evrópusambandsins, þegar hann snýr aftur heim úr ferðalögum sínum. Til stóð að þeir Arafat og Peres hittust á sunnudag en Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sló þann Áburðarvélar ekki á loft Flugi lítilla áburðarflugvéla hefur verið hætt í kjölfar hryðjuverkanna 11. september, af ótta við frekari ódæði. Að sögn sérfræðinga gæti bannið komið sér afar illa fyrir þá sem reka síkar flugvélar. gert bíði þeirra ekkert annað en hungurdauði. Hópurinn birti yfirlýsingu sína eft- ir að stjórn talibana, sem óttast mjög innrás Bandaríkjamanna í landið eft- ir hryðjuverkaárásirnar, lokaði á allt hjálparstarf SÞ í landinu og yfirtók höfuðstöðvar þess í Kabúl, þar sem um 1400 tonn af matvælum biðu dreifmgár í birgðastöðvum SÞ. Hjálparliðarnir telja að þrátt fyrir að allir erlendir hjálparliðar hafi yf- irgefið landið í síðustu viku af örygg- isástæðum, sé enn mögulegt að koma fólkinu til hjálpar með samvinnu við innlenda aðila, sem reyna eftir bestu getu að halda hjálparstafinu gang- andi við erfiðar aðstæður. En eins og ástandið er í dag mun ekkert hægt að senda af matvælum inn í landið, þannig að ástandið á eftir að versna tfl muna næstu daga þegar birgðir ganga til þurrðar og ekki er talið líklegt að talibanar leyfi á næstu dögum flutning matvæla inn í landið. JUSTICE and PEACE REUTER-MYND Skotin á Vesturbakkanum ísraelar virða fyrir sér lík konu sem Palestínumenn skutu til bana í gær. fund af vegna þess sem hann kallaði endurtekinna árása Palestínu- manna. Palestínskir byssumenn skutu ísraelska konu til bana á Vestur- bakkanum í gær. Konan var ásamt eiginmanni sínum á ferð í bíl í Jórdandalnum. Til að auka enn á spennuna til- kynnti ísraelski herinn að hann hefði afmarkað sérstök lokuð hern- aðarsvæði á norðurhluta Vestur- bakkans til aö reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn kæmust ólöglega inn í ísrael. Palestinumenn sögðu ráðstafanir þessar bera vott um kynþáttafordóma. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, fordæmdi þessar aðgerðir ísraelska hersins harðlega og sagði þær setja enn frekari hömlur á ferðafrelsi Palestínumanna. Páfi tii Armeníu Jóhannes Páll páfi fór í morgun til Armeníu frá Kasak- stan. Eins og á fyrri áfangastöðum í ferð sinni mun páfi hvetja áheyrendur sína og aðra til að sýna öðrum trúar- hópum en sínum umburðarlyndi. Skuggi átaka í Mið-Asíu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkj- unum hvílir yfir ferðalagi Jóhann- esar Páls páfa. Geitungafár í Þórshöfn Geitungafaraldur gerir frændum okkar Færeyingum lífið leitt um þessar mundir. Einkum eru það íbúar höfuðstaðarins Þórshafnar sem verða fyrir barðinu á ófögnuð- inum. Mildir vetur og löng og góð sumur hafa stuðlað að landnámi geitunganna. Straw til írans Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, er kominn til írans í op- inbera heimsókn til að ræða svar þjóða heims við hryðjuverkaárásun- um vestan hafs. OPEC gat ekkert gert OPEC, samtök olíuframleiðenda, gátu ekkert gert i gær til að koma í veg fyrir mikla lækkun olíu á heimsmarkaði. Olíuverð lækkaði um 13 til 15 prósent. Flugfélög hækka í verði Gengi bréfa í flugfélögum hækk- aði í verði i gær eftir að ríkisstjórn- ir um alla Evrópu gáfu út ábyrgðir fyrir stríðs- og hryðjuverkatrygg- ingar flugvéla. Tiiraunir til klofnings Colin Powell, utan- rikisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að reynt yrði að kljúfa talibanahreyf- inguna sem ræður ríkjum í Afganistan og þannig reynt að leysa upp samtök hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens, sem grunaður er um hryðjuverkin fyrir tveimur vikum. Drápum ekki Arkan Yfirmaður leynilögreglu Slobod- ans Milosevics, fyrrum Júgóslavíu- forseta, neitaði í gær að hafa staðið fyrir morðinu á stríðsherranum Arkan í Belgrad. Giuliani segir ekki orð Rudy Giuliani, borgarstjóri í New York, neitaði í gær að segja nokkuð um hvort hann hygðist reyna að fá að gegna embættinu eitt kjörtímabil enn. Samkvæmt lögum verður Giuliani að láta af embætti við lok yfirstandandi kjör- tímabils. Giuliani þykir hafa staðið sig frábærlega í kjölfar hryðjuverk- anna og nýtur mikilla vinsælda. Hungur í Afganistan Taliö er aö um fimm milljónir manna séu nú háöa utanaökomandi hjálp í Afganistan, aöallega konur og börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.