Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 11 I>V Útlönd Sádi-arabar slíta öll tengsl við talibana í Afganistan: Bush ætlar að frysta allar eigur bin Ladens George W. Bush Bandaríkjafor- seti greip i gær til ráðstafana til að frysta allar eigur Osama bin Ladens, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir hryðjuverkunum í New York og Washington fyrir hálfum mánuði. Bandaríkjamenn undirbúa nú af kappi hernaðaraðgerðir gegn tali- banastjórninni í Afganistan sem hefur skotið skjólshúsi yfir bin Laden og neitar að verða við kröf- um um að framselja hann. Rússar buðust í gær til að leggja Banda- ríkjamönnum lið í yfirvofandi hern- aðaraðgerðum með því að koma vopnum til stjórnarandstæðinga í Afganistan. Einangrun talibana á alþjóðavett- vangi jókst enn í gær þegar stjórn- völd í Sádi-Arabíu slitu formlega öll tengsl við þá. Þau höfðu þó nánast engin verið i raun frá 1998. Áður höfðu Sameinuðu arabísku furstá- REUTER-MYND Tilbúnir í heilagt stríð Trúarfræöinemendur í Balúkistan í Pakistan rétta upp hönd til aö sýna að þeir eru tilbúnir til aö heyja heilagt stríö gegn Bandaríkjunum. dæmin slitið stjórnmálasambandi við ráðamenn í Afganistan. Pakistan er nú eina landið sem viðurkennir stjórn talibana. Sendi- menn landsins í afgönsku höfuð- borginni Kabúl voru hins vegar kallaðir heim í gær af öryggisástæð- um. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í skyn í gær að Pakistanar myndu slíta stjórnmála- sambandi við talibanana. Innan eigin landamæra eiga tali- banar í höggi við hersveitir stjórn- arandstæðinga sem hafa hert árásir sínar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og hótana ráða- manna vestra um hefndaraðgerðir. Osama bin Laden hét því í yfir- lýsingu sem barst til sjónvarps- stöðvar í Qatar að blása til heilags stríðs gegn öllum þeim sem ráðast gegn honum og þeim sem leggja árásarmönnunum lið. Sefer Halilovic Sefer Halilovic gefur sig fram viö stríösglæpadómstólinn í Haag. Foringi Bosníu- múslíma fyrir rétt í Haag Sefer Halilovic, fyrrum foringi í her Bosníumanna, sem að mestu er skipaður múslímum, hefur sam- þykkt að gefa sig fram við stríðs- glæpadómstólinn í Haag, en þar er hann ákærður fyrir þátttöku í morðum á fjölda króatískra borgara i Bosníustríðinu árið 1993. Halilovic, sem nú gegnir embætti flótta- og félagsmálaráðherra í ríkis- stjórn Bosniu, er einn 15 ákærðra úr hópi múslímskra Bosníumanna. Rússnesk kiipping við landamæri Afganistans Rússneski herinn er nú í viöbragsstööu í herstöövum sínum viö landamæri Tadsjikistans og Afganistans, um 300 kílómetra frá höfuöborginni Dushanbe. Rússar hafa ákveðiö aö veita andstæöingum talibanastjórnarinnar í Afganistan hernaöaraöstoö komi til innrásar Bandaríkjahers í Afganistan og munu opna flugvelli sína til aö koma á birgöaflutningum vegna hjálparstarfs. Hér á myndinni sjáum viö rússneskan hermann snyrta félaga sinn meöan beöiö er frekari aögerða. ■--------------------------- Kværner I gjaldþrot? Kværner, sem er þriðja stærsta fyrírtæki Noregs, næst á eftir Stat Oil og Norsk Hydro, rambar þessa dagana á barmi gjaldþrots. Síð- ustu daga hefur stjórn Kværner róið lífróður til þess að bjarga fyr- irtækinu sem hefur rúmlega 40 þúsund starfsmenn á launaskrá víðs vegar um heiminn, en án sýnilegs árangurs. Á nokkrum mánuðum hefur verð á hlutabréf- um þess fallið um meira en 70 pró- sent, úr 70 norskum krónum nið- ur í 5 krónur og þarf stjórnin að ná inn að minnsta kosti 20 millj- örðum íslenskra króna á næstu dögum til að greiða skammtíma- skuldir. Rekstrargrundvöllur fyrirtækis- ins var þegar orðinn mjög slæmur fyrir tveimur árum, en þá var Kjell Almskog, sem verið hafði við stjórnvölinn hjá sænska fyrirtæk- inu ABB, ráðinn forstjóri Kværn- er og honum ætlað að rétta rekst- urinn við. Undir hans stjórn fór hins vegar allt á verri veg, m.a. vegna mikillar valdabaráttu inn- an stjórnar og sagði forstjórinn starfi sínu lausu í síðustu viku. Almskog fer ekki alveg tómhentur frá Kværner því hann hafði um 440 þúsund krónur í laun á dag auk þess sem starfslokasamning- urinn tryggir honum sem næst 167 milljónir íslenskra króna, auk ríflegra eftirlauna. -GÞÖ Blaöberar óskast: - Espigerði Furugerði - - Skipholt Stangarholt Stórholt - - Álfaland Árland Búland - Upplýsingar í síma 421 3466 „ALL.T HEFUR VERiÐ FUNDiÐ UPP SEM HÆET ER AÐ F5NNA CHARL.es H. OUELL, STJÓRNARFQRMAOUR BANDARÍSKU EINKALEYFISSKRIFSTOFUNNAR Er ekki full A5TÆÐA TiL. ÞESS AÐ FYLGJAST MEÐ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.