Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 Skoðun DV Spurning dagsíns Hvar myndirðu vilja búa ef ekki í Reykjavík? Róbert Guðnason, atvinnulaus: í Vestmannaeyjum, hef búiö þar og þaö er mjög gott. Kristín Eva Sigurðardóttir, 11 ára: Akureyri, þaö er svo gaman aö koma þangaö. Theresa Borisiav Petkova, 10 ára: Akureyri, þeir eiga svo fallegt jólasveinaland. Kristrún Ingadóttir, nemi: Á Akureyri, ég bjó þar þegar ég var yngri og þaö er mjög gott aö búa þar. Guðrún Jóna Stefánsdóttir, nemi: í Vestmannaeyjum, þaö er gaman aö vera þar og þar býr svo gott fólk. Rakel Sölvadóttir, nemi: Ég myndi vilja búa á Akureyri, þaö er gaman aö vera þar og Akureyringar eru svo skemmtilegt fólk. Skammast mín ekki að standa við Þjófafoss Leiðrétting í frétt hér á síðunni á mánuclag var sagt frá ferðafólki sem gckk á Þrihymíng ofan Fljótshllöar Var frá þvl greint að leiðsðgttmaður hópsins hefði sóð ástœðu til að geta þess að Þjófafoss væri ekki kenndur við þingmenn kjördæmisins. Vegna mistaka birtist með fréttinni mynd af isólfi Gylfa Pálmasyni alþingis- manni þar sem vera áttí mynd af Eggerti Haukdai. Er ísólfur Gyifi txiðinn afsökunar á mistök- unum um leið og birt erréttmynd afEgg- ertí Haukdal. pjoíafoss Svo bar við i gönguferð úti- vistárfólks á Þrf- hyrning ofan Fljótshífðar að leiðsöguniaður fann sig knúinn til að taka það fram aö vatnsfóll sein vont tii skoðunar ó leið- inni vœri ekki nefnd í höfttðið á þlngntönnutn kjördæmisins. Var fölkið þá statt við Þjófa- foss. Leiörétting á fyrrl frétt þykir Eggerti Haukdal koma spánskt fyrir sjónir. Eggert Haukdal skrifar:________________________ Hinn 17. september sl. birtist frétt í DV undir fyrirsögninni Þjófafoss. Tveimur dögum síðar birtist ný frétt um sama efni undir fyrirsögninni Leiðrétting. Af þessu tilefni þykir mér ástæða til að biðja DV að endur- birta myndir af þessum tveimur fréttum ásamt athugasemd minni. Af fréttunum sést aö þaö muni hafa verið ætlan höfunda að fá lesendur til að brosa og væntan- lega hefur honum tekist það. Hins vegar kemur leiðrétting á fyrri frétt spánskt fyrir sjónir og varpar kastljósi á höfund. Ég skammast mín hins vegar ekkert fyrir að standa við Þjófa- foss í hugskoti blaðamannsins, nú þegar sannleikurinn er að upplýsast í því moldviðri ofsókna sem staðið hafa yfir gegn mér. Mér finnst hins vegar ástæða til að vorkenna höfundi, úr þvi að hann fór í gang með þetta hugverk sitt, að hann skyldi láta einhvern kippa í spottann, biðjast afsökunar og skipta um nafn og mynd. Hefur ekki einmitt fjölgað við Þjófafoss í ljósi nýliðinna atburða? Ég hef ekki alltaf sætt sanngirni í DV. Á Þorláksmessu 1998 mátti lesa á útsíðu að ég væri kominn meö hátt í 5 milljóna króna misferli og fjárdrátt hjá sveitarsjóði. Eftir að endurskoðun KPMG haföi gert skýrslu um málið, en skýrsluna vann Einar Sveinbjörnsson, löggilt- ur endurskoðandi, voru mér birtar af ákæruvaldinu ákærur um fjár- drátt upp á milljónir byggðar á skýrslu KPMG, Ég var síðan dæmur í Héraðs- „Ogfram úr þessu gerðist það að Héraðsdómur Suður- lands (ekki fyrri dómari) og Hœstiréttur hafa sýknað mig af kröfum um fjárdrátt. “ dómi Suðurlands og fékk 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Svo vel vildi til fyrir Einar end- urskoðanda og KPMG að dómarinn var nátengdur fyrirtækinu og dóm- urinn því ekki annað en uppskrift úr skýrslu KPMG. Eftir þetta fékk ég mæta menn og bókhaldsfróða til hjálpar og hafa þeir ómerkt vinnubrögð endurskoð- endanna sem höfðu blátt áfram log- ið upp á mig sökum. Og fram úr þessu gerðist það að Héraðsdómur Suðurlands (ekki fyrri dómari) og Hæstiréttur hafa sýknað mig af kröfum um fjárdrátt. Eftir stendur dómur um 1/2 milljónar króna fjár- drátt sem er handvömm fyrrverandi endurskoðanda. í því máli liggja fyrir nýjar upplýsingar sem koma fram við væntanlega endurupptöku málsins í Hæstarétti. Aö lokum. Ég hef ekki staðið fyr- ir sjálftöku á fjármunum frá öðum. Ég hef hins vegar orðið fyrir því að aðrir, til dæmis KPMG og fleiri, hafi staðið fyrir sjálftöku á mínum eigin fjármunum. Ég skammast mín því ekki fyrir að láta mynda mig við Þjófafoss ásamt öðrum sjálftökumönnum úr núverandi og fyrrverandi þing- mannaliði Suðurlands í framhaldi af fréttum DV tengdum Þjófafossi. Framboð eldri borgara Sigursteinn Ólafsson é Selfossi skrifar: Talsmenn okkar eldri borgara, þar á meðal fyrrverandi landlæknir, hafa í fjölmiðlum að undanfórnu ýjað að þeim möguleika aö eldra fólk myndi í næstu þingkosningum bjóða fram sérstakan framboðslista. Takmarkið væri þá væntanlega að við fengjum fulltrúa kjörna á Al- þingi sem þar myndi berjast fyrir bættum og leiðréttum kjörum okk- ar. Ég tel að svona framboð myndi ekki skila okkur neinu og höfum við dæmi sem mér virðast geta sannað það. Rækasta dæmið er efa- lítið Frjálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar sem gagngert var „Ég tel að svona framboð myndi ekki skila okkur neinu og höfum við dœmi sem mér virðast geta sann- að það. Rœkasta dœmið er efalítið Frjálslyndi flokkur Sverris Hermannssonar..." stofnaður í þeim tilgangi að hnekkja kvótakerfinu. Flokkurinn fékk tvo menn kjöma á þing en árangur flokksins er enginn. Kerfið sem kennt er viö kvótann er aldrei tryggara í sessi en einmitt nú og sí- fellt fleiri tegundir fiskjar eru settar undir kvóta. Að þessu sögðu má spyrja sig hvort fulltrúar eldri borg- ará á Alþingi næöu þeim árangri sem vænta mætti í að bæta lifskjör okkar. Vöndurinn slær betur en stráið segir máltækið. Því hefði ég talið að affarasælast væri að við eldri borg- arar myndum binda trúss okkar við einhvern íjórflokkanna sem svo eru nefndir ef þeir vUdu afdráttarlaust taka það upp á sína arma að koma í framkvæmd þeim loforöum um bætt lífskjör okkár sem gefm hafa verið. Þann flokk sem slíkt myndi gera að stefnumáli sínu myndi ég kjósa í næstu kosningum. Um miðaftansbil! Garri verður að játa að hann hafði ekki áttað sig á því að það stóð aldrei tU að selja aUt það hlutafé í Símanum sem boðið var til kaups í síð- ustu viku. Að vísu heföu menn látið sig hafa það ef rífandi eftirspum hefði verið eftir bréfunum hjá almenningi og fagfjárfestum, en þetta var hins vegar aldrei neitt sérstakt atriði af hálfu stjómvalda. Þetta kemur í ljós nú eftir að útboð- inu lauk með því að einungis brot af þeim bréf- um sem tU sölu vom seldust. En þó svo að al- þýðufjárfestarnir væru allir týndir og sýndu Símanum lítinn sem engan áhuga þá kyrja bæði Davíð Oddsson og Sturla Böðvarsson glaðbeittir og hvergi bangnir einum rómi hendingar úr gömlu vísunni: Það gerir ekkert tU, það gerir ekkert tU - þeir koma um miðaftansbU. Mlsskilnlngur Það virðist semsé hafa verið útbreiddur mis- skUningur að í einkavæðingarstefnu ríkisstjóm- arinnar hafi falist að selja öU þessi bréf í Síman- um. Þegar stjómarandstaðan er að gagnrýna einkavæðingarstefnuna og tala'um að hún hafi beðiö skipbrot í þessu útboði, þá kannast forsæt- isráðherra auðvitað ekkert við slíkt, enda er gagnrýnin öU á misskilningi byggð. Þetta á jafnt við um gagnrýni þeirra fóstbræðra, össurar Skarphéðinssonar og Steingrims J Sigfússonar. Össur hefur verið að muldra eitthvað um tímasetningar sölunnar á meðan Steingrímur J. er vitaskuld staðfastur í ríkiseignartrú sinni og hefði helst vUjað að menn væra ekkert að „fikta þetta í Síman- um“. Hvorugur skilur - ekki frekar en leiðarahöfundur Morgunblaðsins - að þaö var aldrei neitt aðalatriði að selja mikiö eða fyrir háar upphæðir - það var í raun bara verið að bjóða fólki þetta svona að gamni og sjá hvort það vUdi ekki kaupa í þessu fína fyrirtæki. „Eignin fyrlr hendi" Kjarni málsins er sá að „eignin er áfram fyrir hendi“ eins og Davið Oddsson hefur bent mönn- um á í viðtölum aUa helgina. Úr því ekki var selt núna þá gerist það bara einhvern tima seinna. Hann kemur um miðaftansbU! Og Garri er viss um að það er líka alröng túlkun á viö- brögðum ráðherra, þegar þeir fóm að skamma Búnaöarbankann og lífeyrissjóðina fyrir hinar dræmu undirtektir, að telja að þær skammir séu tU komnar vegna þess að ríkisstjómin telji söl- una hafa mistekist og að þessi uppákoma sé áfall. Þvert á móti eru ráðherrar einfaldlega hneykslaðir á því að lífeyrissjóðir skuli láta þetta framhjá sér fara - af því að Síminn er sko svo góður fjárfestingarkostur. Sjóðirnir máttu heinlega ekki við því að missa af þessu. Skamm- ir ráðherranna spmttu því af umhyggju fyrir líf- eyrisþegum, en ekki af pirringi vegna bakslags í einkavæðingarstefnu sinni. Það er því kominn tími tU að menn átti sig almennt á því að það stóð aldrei til að selja mörg hlutabréf í Símanum - svona ekkert frekar! Garri Sahari Jakobsson - fólk vill að hann ráöi hvar hann býr. Styður Sahari Jakobsson Hafdís Hallgrimsdóttir skrifar: Mig langar að lýsa stuðningi mín- um við Sahari Jakobsson. Mér finnst eindregið að Hæstiréttur eigi að endurskoða afstöðu sina í þessu máli. Mér skilst að fjórir geðlæknar og tveir sálfræðingar, íslenskir og fríuiskir, hafi tekið afstöðu með Sa- hari og talið að hann skaðist af veru sinni úti. Þessi ákvörðun er mér því óskUjanleg. Ég er sjálf móðir og veit hversu móðurrétturinn er mikiU en þegar það er farið að skaða barnið þarf að grípa til ráða. Þegar maður hlustar á viðtöl við drenginn og föð- ur hans getur maður ekki annað en fundið innilega til með þeim og séð hversu óréttlát niðurstaðan var. Ég hvet aUa til aö skrifa og styðja feðgana í þessu máli. Golfleysi í sjónvarpi Einar Lyng skrifar: í gær, 20. september, var ég að fylgjast með fjórum íslendingum sem eru að spila á einu stærsta úr- tökumóti Evrópu í golfi. Ég kom heim eftir vinnu og settist fyrir framan imbann (RÚV) í von um að sjá hvað væri að gerast hjá þessum strákum. Þar eð Björgvin Sigur- bergsson spilaði 3 undir pari átti maður nú von á léttum upplýsing- um en þær skiluðu sér aldrei. Þrír af fjórum kylfingum eru komnir áfram á lokastigið og þætti mér vænt um að fjölmiðlar gerðu þessu skU. Golf er að verða með aUra vin- sælustu íþróttum í heiminum en góðs árangurs okkar manna er í engu getið í fréttum hér. Smáhnupl Jón Jóhannsson skrifar í DV þann 13. september um siðferðisskerta þingmenn og legg- ur til að slíkir víki sæti á þingi. Sá sem hér skrifar er honum sam- mála en hvað á að miða við? Á að miða við smá- hnupl þingmanna eins og t.d. þegar þingmaður lætur rikissjóö greiða fyrir sig uppihald í opinberum ferðum erlendis þrátt fyrir að hafa fengið til þess greidda dagpeninga sem voru hugsaðir tU greiðslu á ferðakostnaði? Dagpen- ingunum stingur þingmaðurinn í eigin vasa og notar í eigin þágu. Eða á að miða við eitthvað annað, til dæmis úttekt á byggingarefni eða óeðlUeg jarðarkaup? Þingseta þarf að miðast við að viðkomandi hafi mikið siðferðisþrek en það virðist vera skortur á slíkum einstakling- um í þjóðfélaginu. Ef horft er tU þess sem þingmenn gerðu í eigin þágu í lífeyrismálum þyrfti að end- urnýja þingliðið. miK. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, ÞverhoKi 11,105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. ■*__JT J.Z..---- Brynjólfur Brynjólfsson skrifar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.