Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Bírgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, biaöaafgreiðsla, áskrift: Þvcrholti 11,105 Rvik, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Árinni kennir illur rceðari Sturla Böðvarsson samgönguráðherra er á villigötum þegar hann reynir að koma sökinni á Búnaðarbankann vegna þess hvernig til tókst með sölu á hlutabréfum í Landssímanum. Eitt aðgreinir góðan og styrkan stjórnmálamann frá meðalmennum: Hann er tilbúinn að axla ábyrgð á því sem miður fer en um leið að draga lærdóm af mistökunum. Allra síst reynir stjórnmálamaður sem vill marka spor í söguna að leita að sökudólgum og kenna öðrum um þegar ekki næst sá árangur sem að var stefnt. Sala á hlutabréfum í Landssímanum tókst ekki sem skyldi og eru ástæður þess margvíslegar. Verð hlutábréf- anna var of hátt og tímasetningin var röng. Hvorugt var á valdi Búnaðarbankans. Þetta veit samgönguráðherra bet- ur en flestir aðrir. Ásakanir Sturlu Böðvarssonar á hendur stjórnenda líf- eyrissjóðanna eru jafnvel enn alvarlegri en ótrúverðug brigsl ráðherrans í garð Búnaðarbankans. Enn hefur ráð- herrann ekki fært nein haldbær rök fyrir ásökunum sín- um um að lífeyrissjóðirnir hafi haft samráð um að snið- ganga einkavæðingu Landssímans. Komi Sturla Böðvars- son ekki fram með handbærar sannanir fyrir ásökunum sínum er honum ekki stætt á öðru en biðja forráðamenn lífeyrissjóðanna sérstakrar afsökunar. Sturla Böðvarsson hefur því miður fallið í þá gryfju að beita gamalkunnum en ekki stórmannlegum ráðum að láta menn neita því sem þeir eru sakaðir um. Viðbrögð Sturlu Böðvarssonar við niðurstöðum í hluta- fjárútboði Landssímans eru lýsandi dæmi um ráðþrota mann. Árinni kennir illur ræðari. Furðulegar yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingarinnar, í DV síðastliðinn laugardag um söluna á Landssímanum sýna í hnotskurn vandamál hans sem stjórnmálamanns og varpa skýru ljósi á eyði- merkurgöngu Samfylkingarinnar. Innantómar upphróp- anir, tilefnislausar ásakanir og gáleysisleg ummæli hitta Össur Skarphéðinsson sjálfan fyrir og dæma hann létt- vægan. Furðulegar staðhæfingar um pólitíska spillingu vegna þess að einkavæðingu Landssímans var frestað á liðnu vori benda ekki til mikils skilnings á eðli hluta- bréfamarkaða. En eftir stendur að einkavæðing Landssímans er hafin og yfir því ber að gleðjast. Fyrstu skrefin hefðu mátt verða gæfulegri en eru á engan hátt dómur yfir einkavæðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Auðvitað gleðjast þeir sem ann- aðhvort eru á móti einkarekstri eða standa gegn ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Gleði þeirra kann að verða skammvinnari en þeir halda. Mestu skipir að réttur lærdómur verði dreginn af því sem úr- skeiðis fór en um leið að haldið verði áfram með sölu rík- isfyrirtækja. Landssíminn stendur eftir sem áður sem stórt og sterkt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Til framtíðar verður það eftirsóknarvert að eignast hlut í félaginu sem hefur alla möguleika til að verða með þeim arðbærustu hér á landi. „Það sem mér finnst skipta meginmáli núna er að einka- væðing Símans er komin af stað og fyrirtækið er ekki leng- ur að öllu leyti í eigu ríkisins. Verkefni næstu vikna og mánaða er svo að halda einkavæðingarferlinu áfram,“ sagði Friðrik Pálsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í viðtali við DV siðastliðinn laugardag. Þetta eru einu réttu viðbrögðin við fyrsta áfanga í sölu Landssímans. Óli Björn Kárason DV Skoðun Ógnir kvennakúgunar Mánudaginn 10. septem- ber sýndi Ríkissjónvarpið óhugnanlega mynd um kvennakúgun eins og hún gerist verst í veröldinni. Myndin Qallaði um líf kvenna í Afganistan undir ógnarstjórn talibana. Eftir útsendinguna fylltist ég ör- væntingarfullri reiði fyrir hönd þessara kynsystra minna, sem eru lokaðar inni á heimilum sínum eins og fangar og fari þær út fyr- ir hússins dyr verða þær að hylja sig bláum sekkjum frá hvirfli til ilja. Sýni þær eiginmönnum sín- um eða öðrum yfirvöldum óhlýðni eru þær réttdræpar og margar tekn- ar af lífi með viðbjóðslegum hætti. Og ég hugsaði: hvernig getur veröld- in látið eins og hún viti ekki hvað er að gerast þarna? Hvers vegna grípur enginn í taumana og stöðvar þá glæpi gegn kvenkyni sem framdir eru í Afganistan? Um hádegi næsta dag náðu þeir of- stækisfullu ódámar sem stjóma Afganistan að ógna heimsfriðnum svokallaða öllum með óbeinni aðild að árásinni á höfuðstöðvar auðs og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur valds i Bandaríkjunum. Og ekki þarf lengur að bíða þess að allra augu beinist að kvennakúgurunum hryllilegu í fjöllum Himala- ya. Þeim verður væntan- lega ekki sleppt úr sjónmáli á næstunni, né sýnd nein linkind. Ég mun ekki harma að ráðin verði af þeim tekin. Spurningin er aftur á móti hvernig það verður gert. Afganar á flótta Þegar þetta er skrifað er rúm vika liðin frá árásunum á World Trade Center og Pentagon þar sem tæp sex þúsund óbreyttra borgara létu lífið. Sjónvarpið hefur frætt okkur um leiðtogann í liði arabískra hryðju- verkamanna, Osama bin Laden, og endursýnt myndina um afgönsku konurnar ofsóttu. Og þar sem tali- banar hafa veitt Osama bin Laden og liðsmönnum hans skjól um árabil búast Afganar við öllu illu. Þeir hlut- ar þjóðarinnar sem ekki voru þegar á flótta undan ógnarstjórninni streyma nú til næstu landamæra í örvæntingarfullum tilraunum til að bjarga lífinu. Ég sá í Herald Tribune að meðalaldur karla í þessu stríðshrjáða landi er 42 ár en konur geta búist við að verða fertugar. Þær hug- rökkustu og seigustu meðal þeirra hafa myndað neðan- jarðarsamtök, RTWA, sem starfa bæði í Afganistan og Pakistan og berjast gegn stjórn talibana. Nú senda þær út ákall um að þjóðinni verði þyrmt þótt stjórnarherrunum verði steypt. Háskaleg kvennakúgun En málið er ekki svo ein- falt að ríkustu þjóðir heims eigi í höggi við nokkur þús- und hryðjuverkamenn sem hafa hreiðrað um sig í fátæk- ustu löndunum. Að baki þeim standa milljónir manna sem mæna hungruðum augum á ofgnóttarborð kapítalistanna í „Veröld múslíma er mörkuð skelfilegri öf- ugþróun harðstjómar og kúgunar. Þar kraumar hatrið og reiðin í þegnum fom- frœgra menningarþjóða og stórvelda og ófrelsis. Innri átök í arabaheiminum standa um það hvort velja beri verald- lega stjórnarhætti, lýðræði, kapítalisma og kvenfrelsi sem leið út úr ógöngunum eða snúa aftur til miðalda og byggja samfélag á Sharía, hinum helgu lögum, sem setja lífi konunnar afar þröngar skorður. Talibanar í Afganistan byggja ofsóknir sínar gegn konum á Sharía og islamistamir 1 Alsir og aðrar hreyfingar heittrúaðra múslíma berjast fyrir gildis- töku sömu laga. Byltingin í Iran setti allar konur í svarta poka. Kvennakúgunin í löndum múslíma er háskaleg og á ríkan þátt í efnahagslegri og samfélagslegri hnignun í arabaheiminum. Hún leiðir til mannfjöldasprengingar og Ameríku, Evrópu, Ástralíu vegna auðmýkjandi fátœktar Og Ófrelsis. “ fátæktar. Þau ríki eiga sér og Austur-Asíu og vilja sinn skerf. Mannfjöldi og örbirgð er efni í sprengju. Herská hugmyndafræði kveikir i tundrinu. Veröld múslima er mörkuð skelfilegri öfugþróun harðstjórnar og kúgunar. Þar kraumar hatrið og reiðin í þegnum fornfrægra menningarþjóða og stór- velda vegna auðmýkjandi fátæktar seint viðreisnar von sem halda konum föngnum í krafti trúar- ofstækis og samfélagshugmynda frá miðöldum. Steinunn Jóhannesdóttir I essinu Eg heyrði því haldið fram í fréttum á Rás 2 að sum fyrirtæki vildu helst ekki ráða fólk í vinnu sem væri kom- ið yfir 45 ára aldur og alls ekki eldra en rúmlega fimmtugt. Það verður nú varla sagt að bamaskapurinn riði við einteyming á íslandi. Páll postuli seg- ir m.a. í óði sínum um kærleikann: „Þegar ég var bam, talaði ég eins og bam, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn." Þessa dagana er mikið rætt um fordóma og nauðsyn þess að vinna gegn slíku. Ofangreind frétt virðist spegla mikla fordóma hjá stjórnendum fyr- irtækja, fordóma ungra gegn hinum eldri. Ef unga fólkinu þykir starfs- fólk yfir 45 ára vera óþægilega aldr- að og skerða ímynd fyrirtækja má spyrja hvort ekki þurfi að skipta út öldungunum í ríkisstjórninni, á al- þingi, prestunum, stjórnendum opin- berra stofnana? Eða stjórnendum fyrirtækja eins og Flugleiða, Eim- skips, SÍF, LÍU? Hættulegir fordómar Fordómar eru hættulegir og for- dómar haldast ávallt í hendur við fá- fræði. Fordómar gegn eldra fólki eru slæmir og fordómar eru víða í þjóð- félaginu. „Þjóðfélag sem nýtir sköpunarkraft hinna ungu og yf- irvegun þeirra eldri œtti að vera nœr því að vera í ess- inu sínu en það samfélag sem er þröngsýnt og fordóma- fullt í garð annarra. “ Það eru t.d. fordómar í garð ungs fólks og þeir eru jafn slæmir. Ég heyrði mann segja að unga fólkið væri upp til hópa illa talandi á íslensku. Hefurðu ekki heyrt vaðal- inn í unga útvarpsfólkinu sem talar lélegt mál og étur hvert upp eftir öðru? sagði hann og hélt áfram. Og hvað með unglingana sem stjórna verðbréfamarkaðinum og rembast við að vera ábúðar- fullir og fullorðinslegir þeg- ar þeir fimbulfamba um fjárfestinga- kosti og segja fólki að kaupa og kaupa en alls ekki selja? Nú eru þeir nánast horfnir úr fjölmiðlum enda töluðu þeir nær eintóma vitleysu, bætti hann við og dæsti. Of ung, of gömul? Hvað er réttur aldur? Hvenær er maður best til þess fallinn að ná árangri? Uppskeruárin Mér verður oft hugsað til manns sem sagði að bestu árin sín í starfi hefðu verið eftir fimmtugt. Þá gengu í garð uppskeruárin, þroskaárin, árin sem hann gat talað af yfirvegun vegna þess að hann var búinn að safna í sjóð og átti innistæðu. Þá var hann búinn að mennta sig, byggja, koma börnum á legg, orðinn afi. Og síðast en ekki sist var hann kominn með rétt mat á sjálfum sér, eigin getu og möguleikum, kominn i gegn- um miðaldrakrísuna og búinn að átta sig á þvi hver hann er í raun og veru. Tekur það ekki annars alla æv- ina að þroskast? Maður sem er vel heima í myndlist sagði við mig að Orn Bárður Jónsson, prestur hann teldi Kristján Davíðs- son, rúmlega áttræðan, aldrei hafa verið betri. Og svo má ég til með að bæta því við að Olsen-bræður gáfu mörgum miðaldra körlum byr undir báða vængi með sigri sínum í söngvakeppninni þar sem þeir voru virkilega í essinu sínu. Mér er sagt að essið í orðatiltækinu hér að fram- an sé komið af latneska orð- inu ESSE sem merkir VERA eða EÐLI. Þegar við erum í essinu okkar erum við eins og okkur er ætl- að að vera - í því ástandi sem skapar- inn hefur fyrirbúið okkur. Ungt fólk er ungt - það er þeirra ESSE og því fylgir sköpunarkraftur, skjót við- brögð, snerpa en oft líka fljótfærni, grunnhyggni, skammsýni. Eldra fólk sem aflagt hefur bamaskapinn er líka í essinu sínu. Það er ekki alltaf eins skapandi og fljótt i snúningum, en það er oftar hyggið, sér hlutina í sam- hengi, þekkir liðna tíð og getur þvi oftar tekið yfirvegaðri ákvarðanir, þekkir mannlegt eðli, er búið að sigr- ast á ýmsum kvillum sem fylgja vaxt- arverkjum þroskans. Þjóðfélag sem nýtir sköpunarkraft hinna ungu og yfirvegun þeirra eldri ætti að vera nær því að vera í essinu sínu en það samfélag sem er þröng- sýnt og fordómafullt í garð annarra. Erum við ekki rík að eiga margar kynslóðir? Er það ekki dásamlegt að börnin halda áfram að koma í heim- inn, unga fólkið menntar sig og eldra fólkið ber þroskaðan ávöxt? Örn Bárður Jónsson Fyrstu skref í samkeppnisátt „Breyting á rekstrar- formi Orkuveitu Reykja- víkur er nauðsynleg. Nú liggur fyrir að nýir eign- araðilar eru að koma inn í fyrirtækið. Ákveð- ið hefur verið að Akra- neskaupstaður verði eignaraðili og sömuleiðis liggja fyrir drög að samn- ingum við Garðabæ og Hafnarfiörð um aðild þeirra að fyrirtækinu. Eftir það verður eignarhlutur Reykjavíkur 90%. Ljóst er að verið er að stíga fyrstu skrefin í samkeppnisátt í raforkumál- um. Mikilvægt er að stíga varlega til jarðar og standa vel að verki. Sjálf- stæðismenn leggja þvi áherslu á að á meðan þessi þróun er i gangi verði fyr- irtækið i eigu Reykvíkinga og þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli.“ Inga Jóna Þórðardóttir á Reykjavik2002.is Atvinnulífið að stjórn skólanna „Ábyrgðinni um hvort unga fólkið fái vinnu er skellt á atvinnulífið og ábyrgðinni á launakjörum er skellt á verkalýðsfélögin. Þessu þurfum við að breyta, við eigum að hleypa atvinnu- lífinu í auknum mæli að stjóm fram- haldsskólanna. Því miður er það svo að unga fólkið velur oft þann skóla sem mest fjörið er í og þvælist svo á milli áfanga stefnulaust og kemur út á vinnumarkaðinn oft á tíðum án ein- hvers lokaprófs. Ef það hefur lokapróf reynist það oft vera lítils virði. Vegna þess að skólinn hefur beint því inn á námsbraut sem búin var til án for- könnunar á hvort einhver þörf væri á fólki með þess konar menntun og án samráðs við vinnumarkaðinn." Guömundur Gunnarsson á vefsíöu Rafiönaðarsambandsins. Spurt og svaraö Hefitr einkavœðingarstefna stjómvalda beðið skipbrot? Haraldur Haraldsson athafnamadur: Markaðir í limbói „Nei, að mínum dómi er Landssímasalan ekkert skip- brot. Við verðum að hafa í huga að eins og sakir standa eru allir markaðir i lim- bói, til að mynda vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum á dögunum. Hlutirnir munu hins vegar á einhverjum tíma leita sama jafn- vægis aftur, á einum mánuði eða svo. Hér inn- anlands vænti ég þess einnig að menn fari von bráðar að ná sér út úr þeim hristingi sem nú einkennir efnahagslífið og að líf muni von bráð- ar færast aftur í verslun og viðskipti, til dæmis þegar Smáralindin verður opnuð fljótlega eftir næstu mánaðamót.“ Gunnar Ragnars, í stjóm Landssímans: Gljáfœgt ekki á brunaútsölu „Það er mín persónulega skoð- un að einum of djúpt í árinni sé tekið að tala um skipbrot. Þegar vara fer á markað er hún aldrei í upphafi verðlögð eins og á brunaútsölu, allra síst þegar hún er jafn gljáfægð og Landssíminn er. Framgangsmátinn við sölu hlutaíjár i fyrirtækinu hefur verið mjög rétt- ur að mínum dómi. Meginskýringin á dræmri þátt- töku í sölu hlutafjár núna er að mínum dómi sú að fólk er ekki í hlutabréfahugleiðingum núna. Þar valda meðal annars hrollvekjufréttir í öllum fjöl- miðlum um aö allt sé að fara til fjandans. Ég hef lif- að það lengi að ég man slíkan fréttaflutning langt aftur - en allt blómstrar nú sem fyrr.“ Einar Már Sigurðarson, þingmadur Samfylkingar: Hver er á línunni? „Mér finnst fullbratt að tala um skipbrot en hins vegar hef- ur mönnum orðið fótaskortur í þessum fyrstu skrefum að einkavæðingu Lands- símans. Tvennt hygg ég að valdi því; annars vegar umræða um of hátt gengi bréfa i fyrirtæk- inu og hins vegar tímasetningin, en þessir tveir þættir eru þó í öllu falli mjög samhangandi. I áframhaldandi einkavæðingarferli mun miklu ráða hverjir verða kjölfestufjárfestar og það mun ráða mestu um framhald málsins. Hverjir þessir dularfullu fjárfestar eru hefur hins vegar enn ekki verið gefið upp þannig að ég hlýt að spyrja; hver er á linunni?" Bjami Harðarson blaöamaöur: Ekki litið til veðurs „Ég ætla að vona að svo sé ekki. Aftur á móti get ég ekki tekið undir með forsætisráð- herra að utanaðkomandi þættir, eins og hörm- ungarnar í Bandaríkjunum, hafi ekki haft áhrif á dræma þátttöku í þessu útboði. Að halda því fram að svo sé ekki er fráleitt. Hér virðast stjórnvöld vera í fílabeinsturni og það er eins og Davíð telji það ekki vera sér sam- boðið að líta til veðurs. Að gera slíkt ekki kann ekki 'góðri lukku að stýra. Almennt talað eigum við að einkavæða sem flest og næst eigum við að taka skólakerf- ið.“ Af dekk- og kjöl- f estuf j árf estasölu (Mun dræmari þátttaka var í sölu hlutafjár í Símanum en vænst var. Samgönguráðherra segir Búnaðarbankann ekki hafa ráðið við verkefnið.) Sumir sérfræðingar segja að verðið hafi verið allt of hátt. En „ýmsir hafa viður- kennt að verðmatið hafi verið nærri lagi en margir hafa hins vegar kallað eftir verðlækkun vegna að- stæðna á markaði," eins og haft er eftir Hreini Lofts- syni, formanni fram- kvæmdanefndar um einka- væðingu, sem einnig bendir á að nú eigi eftir að koma i ljós hverjir vilja taka þátt í „kjölfestufjárfestasölunni", eins og Hreinn orðar það, væntanlega í anda hreintungustefn- unnar. Útsölukórinn Þórarinn Vaff, forstjóri Landssím- ans, segir að þó að verðmæti fyrir- tækisins sé mikið sé verðlagning hlutabréfa ekki endilega i samræmi við það. Sem væntanlega merkir að verðmætamat sé stundum óháð raunverulegu verðmæti og er auðvit- að ný kenning. Sturla samgönguráðherra kann ýmsar skýringar á sölutregðunni. Hann segir að Búnaðarbankinn hafi ekki ráðið við útboðið og ekki ráðið við „þennan sterka kór sem reyndi að tala verðið niður og tala gegn söl- unni“. Enn fremur segir Sturla að allt bendi til þess að stóru lífeyris- sjóðirnir hafi haft samráð um að sniðganga þetta útboð. Það þarf auðvitað ekki að taka fram að Búnaðarbankamenn og talsmenn stóru lifeyrissjóöanna hafa móðgast sáran vegna ummæla ráðherra. Davíð Oddsson hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið og m.a. sagt að ef markmiðið hafi verið að selja öll þessi bréf þá hafi það mistekist. En það hafi engin áhrif því varan sé fyr- ir hendi áfram. Enn fremur hefur hann minnst á „útsölukórinn" og þá fjárfesta sem þekkja Landssímann og vita því hvað fyrirtækið er gott en kjósa þó að fjárfesta í erlendum fyr- irtækjum sem þeir þekkja hvorki haus né sporð á og þeir hafi enda tapað á slíku. Samráð niðurtalsmanna Af framansögðum ummælum mætti ætla að óvenju margir af- glapar hafi komiö nálægt og haft af- skipti af sölumálum Landssímans og munu þeir flestir vera sérfræðingar með einum eða öðrum hætti. Þarna Jóhannes Sigurjónsson skrifar: ber mest á háværum limum í áðurnefndum niðurtals- og útsölukórum en einnig samráðsmönnum lífeyris- sjóðanna, en eins og fram hefur komið, m.a. í stóra paprikumálinu, þá er sam- ráð einhver voðalegasti glæpur sem þekkist í his- ness. Fyrir sauðsvartan almúg- ann virðist þetta mál raun- ar ekki svo flókið. I við- skiptum reyna söluaðilar að selja á hæsta verði en kaupendur að kaupa á lægsta verði og stundum gengur illa að sætta sjónarmið beggja. Fátítt er hins vegar að menn séu sammála um rétta verðið i viðskiptum. Ef menn vilja ekki kaupa papriku eða síma þá er verðið annaðhvort of hátt eða var- an ekki girnileg, að mati kaupenda. Þeir kunna auðvitað að hafa á röngu að standa en það er þeirra mál og þeirra réttur. Og kannski er það bara að renna upp fyrir fólki að það er ekki hægt að eyða bróðurparti ævinnar í að tala í síma eða stunda önnur fjar- skipti, eins og trúboðið hefur gengið út á síðustu árin. Það er eitthvert ógurlegt ergelsi í gangi vegna sölu- tregðunnar á hlutabréfum í Landssímanum. Dekkfjár- festar (þeir sem kaupa hlut í dekki símaskipsins, ekki kjölfestunni) höfðu sem sé takmarkaðri áhuga á kaup- um en seljendur vonuðust eftir. Virtir viðskiptafor- kólfar eru komnir í hár saman við viðskiptaráðherra, bankamenn rífa hár sitt og skegg, ásakanir og gagná- sakanir um hver beri ábyrgð á að svona fór fljúga milli borða og í góðsemi vegur þar hver annan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.