Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2001, Qupperneq 20
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 24 ^Tté éi 15 S I ■ itfliiiua tölvui takni og vísinda Seinkun - og GameCube í Bandaríkjunum á Xbox Orðrómur um galla í vélbúnaði Xbox hefur verið á sveimi í nokkurn tíma og svo virðist sem hann sé ekki alveg úr lausu lofti gripinn. Microsoft höfðu fyrr í sumar svarið að engin seinkun myndi verða á út- gáfu Xbox. Einnig mun verða seink- un á útgáfu Xbox í Japan en engar dagsetningar eru komnar fyrir Evr- ópumarkað. Engar haldbærar skýringar Sérfræðingar í tölvubransanum höfðu sumir verið með getgátur um að Microsoft ætti í vandræðum með vélbúnað leikjatölvunnar sem myndi valda seinkun. Þessu hefur Microsoft neitað og gerir enn. Að sögn Johns O’Rourke, yfirmanns sölu- og markaðsmála í kringum Xbox, fannst honum og samstarfs- mönnum 15. nóvember vera rétta dagsetningin eftir að hafa skoðað málið frá öllum hliðum. Þessi yfir- lýsing verður að teljast í meira lagi óskýr og gerir lítið til að draga úr efasemdum um vandræði við fram- leiðslu. Auk seinkunarinnar hafa áætlan- ir um fjölda véla sem koma eiga á markað verið dregnar til baka. í upphafi áttu á milli 600.000 og 800.000 tölv- ur að vera tilbúnar en þær tölur eiga ekki lengur við samkvæmt fréttum frá Microsoft. Engar tölur hafa komið í staðinn sem gefur til kynna að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Það er þó vonandi að ekki verði alltof löng bið því marga er far- ið að klæja i puttana. Vandræöi meö 2. kynslóð Það er ekki bara Microsoft sem á í vandræðum. Nintendo hefur einnig tilkynnt seinkun á útkomu sinnar leikjatölvu, GameCube, á Bandaríkjamarkað og kemur hún ekki út fyrr en 18. nóvember. Líkt og með Xboxið þá hefur orðrómur um galla í vélbúnaði verið á sveimi. Forsvarsmenn Nintendo hafa neitað því og segja aðalástæðuna fyrir seinkuninni vera þá að þeir vilji eiga nóg af vélum á lager áður en tölvan fer í sölu í Banda- ríkjunum. GameCube er þegar komin í sölu í Japan. Það virðist ekki vera heiglum hent að koma leikjatölvum á mark- að. Sjálfsagt eru unnendum leikja- tölva enn í fersku minni vandræðin sem Sony lenti í þegar fyrirtækið setti PlayStation 2 á markað í Bandaríkj- unum og Evrópu á seinasta ári. Afar tak- markað magn véla kom á markað og var skýringin sú að skortur á vélbúnaðarpörtum hefti framleiðsluna. Það er vonandi að máltækið fall er faraheill eigi við hér þar sem allar leikjatölvurnar þrjár eru fyrstu eintök leikjatölva af annarri kynslóð. Með annarri kyn- slóð er átt við að auk hefðbundinn- ar leikjatölvu er búið að bæta nokkrum eiginleikum heimilistölva inn, s.s. nettengingu og takmörkuð- um forritunarmöguleikum. Microsoft til- kynnti í sein- ustu viku að komu leikjatölv- unnar Xbox á markað i Banda- ríkjunum hefði verið frestað og kemur hún á mark- aö 15. nóvember í stað þess 8. Þótt ekki sé um langan tíma að ræða, eða eina viku, þá er þetta allstór frétt þar sem forsvarsmenn Sérfræðingar f tölvu- bransanum höfðu sumir verið með get- gátur um að Microsoft ætti í vandræðum með vélbúnað leikjatölv- unnar sem myndi valda seinkun. Þessu hefur Microsoft neitað og gerir enn. JuJl/'P JmJúj' Lítill áhugi á MP3 gegn greiðslu - samkvæmt könnunum á Netinu Samkvæmt könnunum sem gerðar hafa ver- ið á Netinu virð- ist lítill áhugi meðal ungs fólks á aö greiða fyrir aðgang að tónlist á MP3 formi í gegnum Netið. Allt að 62% þátttakenda hafa sagt að þeir hafi ekki áhuga á slíku heldur ætla þeir áfram að verða sér úti um tónlistina endurgjaldslaust enda nóg af skjalaskiptaforritum sem til slíks eru brúkleg, s.s. Aimster og Gnutella. Þetta eru slæmar fréttir fyrir út- gáfufyrirtæki sem bundist hafa böndum um að opna þjónustu á Net- inu þar sem boðið verður upp á tón- list gegn gjaldi. MusicNet, sem EMI og Warner Music standa m.a. að, og Pressplay, rekið af Sony og Univer- sal, opna bæði sínar þjónustusíður eftir nokkrar vikur. Pressplay mun bjóða upp á tónlist gegn gjaldi beint til netverja á meðan MusicNet fram- selja tónlist og tækni til annarra Allt að 62% þátttak- enda hafa sagt að þeir hafi ekki áhuga á slíku heldur ætla þeir áfram að verða sér úti um tónlistina endurgjalds- laust enda nóg af skjalaskiptaforritum sem tíl slíks eru brúk- leg, s.s. Aimster og Gnutella. fyrirtækja. Fyrirmyndin er tekin frá Napster sem útgáfufyrirtækin þvinguðu sameiginlega í gegnum dómstóla til að loka fyrir þjónustu sína þar sem boðið var upp á ókeyp- is tónlist. Sérfræðingar hjá fyrirtækinu Webnoize segja að útgáfufyrirtækin verði að bjóða upp á eitthvað bita- stæðara en bara tónlist gegn greiðslu ef þjónusta þeirra á að borga sig. Ökeypis tónlist er að þeirra mati komm til að vera á Net- inu og svo lengi sem svo er þá sæki fólk frekar í þá áttina. Webnoize hefur m.a. annars bent á að einkatónleikar yfir Netið, afsláttur af geisladiskum, aðgangur að óút- gefnu efni og fyrirganga með miða á tónleika gæti sannfært fólk um að borga fyrir tónlist á MP3 formi á Netinu. Ef fólk getur valið um að borga eða borga ekki fyrir sama hlutinn þá borgar þaö ekki. Fleira verður að koma til ef greiðslan á að borga sig. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opinberar hér nýjung frá Landmælingum íslands í Iðnó síðastliöinn fimmtudag. Um er að ræða geisladisk meö þrívíddarlíkani af íslandi í eðlilegum litum. Hægt er að fljúga yfir landið og skoða þaö og kennileiti þess frá mismunandi sjónarhornum. Upplausnin er afar fullkomin og er m.a. tíu sinnum meiri en sést í flugherminum MS Flight Simulator. Allir grunn- og framhaldsskólar fengu eintak af disknum og veitti Ingibjörg Ás- geirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, þeim viðtöku. Breytt netumferð - í kjölfar hryöju- verka Netiö Áhrif hryðju- verkanna í Bandaríkjunum fyrir tveim vik- um hafa áhrif viða í samfélagi mannanna og þ.á m. á Netinu. Fyrirtæki sem bjóða upp á netleit hafa tilkynnt verulega breytingu á því sem net- verjar leita eftir. Netfyrirtækið Google er eitt þessara fyrirtækja. Samkvæmt tölum frá Google voru fyrirspurnir um mál sem tengdust hryöjuverkunum um 80% af efstu 500 atriðunum sem leitað var eftir fyrstu dagana eftir ódæðisverkin. Þ.á m. voru Osama bin Laden og Pentagon auk spámannsins svokall- aða, Nostradamusar, á topp tíu list- anum. Atriði sem virðast hafa átt hug netverja að mestu hafa fallið veru- Britney Spears hefur orðið aö láta í minni pokann fyrir bin Laden og Nostradamusi. lega. Þar er kynlíf og allt tengt dott- ið út af flestum topp tíu-listum eftir að hafa setið þar þindarlaust í nokk- ur ár. Auk þess var tónlist vinsælt hugðarefni netverja, sem og Britney Spears. Búast má þó við því að alla- vega kynlíf og tónlist endurheimti sinn sess enda erfitt að þurrka kyn- og taktþörf mannkyns út. Öðru máli gegnir þó um Britney Spears og sjálfsagt einhverjum sem finnst kominn tími til að hún taki sér fri úr sviðsljósinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.