Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 Fréttir DV Búum við lögskip- aða fjárhagsneyð - segir Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, og segir mikla reiði ríkja í garð stjómvalda „Við verðum að fá skýringar frá stjórnvöldum hvort og þá hvemig fólk á að lifa á þessum bótum. Okk- ur er það gjörsamlega hulin ráð- gáta,“ sagði Garðar Sverrisson, for- maður Öryrkjabandalags íslands, í samtali við DV í gær. Á aðalfundi Öryrkjasambands íslands fyrir helg- ina kom fram mikil reiði í garð stjórnvalda og þar ríkti mikill bar- áttuhugur. „Það gengur ekki lengur að horfa fram hjá þeirri fátækt sem öryrkj- um er gert að búa við, lögskipaðri fjárhagsneyð, hún á sér rætur í póli- tískri afstöðu ráðamanna. Þeir bera persónulega ábyrgð," sagði Garðar. Hann segir það skýrt dæmi að fæstir geta klárað kvöldmatinn sinn fyrir hring- ingum trygginga- félaga sem bjóða fólki að draga ríkið að landi þar sem opinber tryggingavernd náði yfir áður. Garðar segir að hæstu bætur ör- yrkja fari í 80 þúsund krónur, þar af greiði þeir 6% í skatta. Það fé er fljótt að hverfa ef leigja þarf hús- næði. „Þetta er ávisun á fátækt og Garöar Sverrisson. einangrun og allt sem því fylgir,“ sagði Garðar Sverrisson. „Hér er verið að búa til breskt ástand, litla minnihluta- hópa með þeim vandamálum sem því fylgja. „Mér finnst ör- yrkjar stórorðir í yfirlýsingum sínum. Það voru aldrei gefin fyrirheit um að auka við málaflokkinn 800 milljónum á einu ári. Aukningin milli ára er upp á 590 milljónir króna, þar af er Páll Pétursson. raunhækkun um alla vega 80 millj- ónir króna,“ sagði Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra i gærkvöld. Hann sagði að efst á óskalistanum væri að koma af stað einni skammtímavist- un í Reykjavík, heimili þar sem fatl- aðir geta komið og dvalið stuttan tíma. „Sérhæfðar byggingar fyrir fatl- aða eru orðnar ofboðslega dýrar. Við vorum að ganga frá sambýli fyr- ir fimm einstaklinga í Jöklaseli og það kemur til með að kosta 100 milljónir króna - 20 miUjónir á hvern einstakling," sagði PáU Pét- ursson. -JBP Féll 50 metra Bandarísk kona féll um 50 metra í ÞverárgUi i Þórsmörk í gær. Atvikið átti sér stað um hádegisbUið þegar konan var ásamt hópi fólks á gangi í Þverár- : gUi. Konan mun vera talsvert slösuð en hún mun hafa fót- og ökklabrotnað, auk þess sem hún hruUaðist á líkama og andliti. Hún var flutt með sjúkrabO á Landspítala - háskólasjúkrahús þar sem að hlúð var að henni. -ÁB Tveir I gæslu- varðhald Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði tvo menn í sjö daga gæsluvarðhald síð- asUiðinn miðvUiudag, að kröfu lögregl- unnar á Selfossi, vegna gruns um flkni- efnasmygl. Málavextir voru á þá leið að : lögreglan lagði hald á póstsendingu frá Danmörku sem reyndist innihalda 700 grömm af hassi en í framhaldi af því j voru mennimir tveir handteknir. Tveir lögreglumenn frá embætti lögreglunnar | á Selfossi héldu síðan til Danmerkur þar sem þeir handtóku þriðja manninn : með aðstoð lögregluyfirvalda þar i landi. Öðrum manninum var svo sleppt úr haldi seint á laugardag. Samkvæmt fréttum frá lögreglunni á Selfossi er rannsóknin vel á veg komin og máiið nær upplýst. -ÁB Áfram deilt um skipan prests á Siglufiröi: Sigurður með forskot í menntun og reynslu - segja valnefndarmaður og prófastur - aðrir vefengja það „Samkvæmt öllum starfsreglum um val á prestum er Sigurður Ægis- son hæfasti umsækjandinn, hvort heldur litið er til menntunar hans eða starfsreynslu," segir Sigurður Hlöðversson sem á sæti i valnefnd á Siglufirði. Þegar nýr Siglufjarðarprestur var valinn á dögunum sat Sigurður hjá en eins og fram kom í DV á fóstudag studdu fjórir af öðrum heimamönn- um í nefndinni Stefán Má Gunn- laugsson guðfræðing. Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur Skagfirðinga, og séra Sigurður Sig- urðarson, vígslubiskup í Skálholti, áttu einnig sæti í valnefndinni og voru þau á bandi Sigurðar Ægisson- ar, sem og sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands. Þegar hann fékk málið í sínar hendur gerði hann til- lögu til kirkjumálaráðherra um að skipa séra Sigurð í embættið Séra Dalla tekur í sama streng og Sigurður Hlöðversson, segir séra Sigurð hafa haft forskot á aðra um- Sigurður Dalla Hlöðversson. Þórðardóttir. sækjendur, bæði hvað varðar menntun og starfsreynslu. Það séu grundvallaratriði sem prófastur og vígslubiskup hafi að leiðarljósi þeg- ar þeir sitja i valnefnd. Þegar Dalla er spurð hvort ekki séð erfítt fyrir nýjan prest að koma til starfa í prestakalli þegar fjórir af fimm heimamönnum i valnefnd hafa greitt öðrum umsækjenda atkvæði segir hún að svo megi vel vera. „En við slíkar aðstæður verða allir að sýna á sér sínar bestu hliðar," segir prófasturinn. Umdeilt er þó að Sigurður Ægis- son hafi mesta menntun umsækj- enda því bent er á af viðmælendum blaðsins að Stefán Már hafi umfram hann eins árs framhaldsnám í guð- fræði við háskólann í Kiel í Þýska- landi. „Ég tel að allir umsækjendurnir hafi verið prýðilega hæfir,“ segir Sigurður. „Nafni minn hefur langa starfsreynslu og gott orð á sér sem prestur. Hann hefur þjónað bæði í Bolungarvík, á Djúpavogi og á Grenjaðarstað í Aðaldal og fólk í þessum prestaköllum hefur haft samband við mig og gefur prests- störfum hans góða einkunn. Nú vona ég að sátt verði um hvern þann umsækjanda sem ráðherra skipar og reyndar eru ýmsir hér á Siglufirði undrandi á því upphlaupi sem orðið hefur eftir að biskup gerði tillögu til ráðherra um að skipa séra Sigurð Ægisson," segir Sigurður Hlöðversson. -sbs Veöriö í kvöld áf.-r (• íír Hlýtt sunnanlands Skúraveður verður allra austast á landinu en þurrt að kalla noröanlands. Þykknar upp vestan til og skýjað verður meö köflum suövestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Atlt eftii Rigningartíö Mikil úrkoma hefurverið ríkjandi norðan og austan til undanfarna daga. Á Akureyri rigndi látlaust í tólf stundir og varð aö loka miöbænum fyrir umferö um tíma vegna vatnselgs. Úrkoman nyrðra mældist rúmir 50 mm en íslandsmetið í úrkomu er frá 30. sept. 1979 þegar úrkoma á einum sólarhring mældist 243 mm við Kvísker. ..................■■■■-» SM REYKJAVlK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.32 18.25 Sólarupprás á morgun 08.00 07.45 Síödegisflóö 21.54 02.27 Ardeglsflóö á morgun 10.28 15.01 Sftýtingar á waáurfalmuitt VINDÁTT *— HITI .10° > ViNDSTYRKUR i metrum á sekúndu FROST HEIÐSKiRT O C> O UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAO w Wí ií? © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOIÁA w ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEDUR RENNiNGUR Úrkoma Veöurstofan spáir sunnanátt, 15 til 20 m/s og rigningu á morgun, einkum vestan til. Vindur mun síðan snúast í suövestan 8 til 13 m/s með skúrum vestanlands síðdegis. Hiti verður á bilinu 8 til 13 stig. Vindun J 8-13 mj Hiti 5“ til 9° Rmrrrtu Vindur: 8-13 Hiti 5° til 9° Vindur; í 8-13 m/») Hiti 4° tii 7° Veöurstofan gerlr ráö fyrlr skúraveöri á Suöur- og Vesturlandl. Léttskýjaö veröur noröaustanlands. Suövestanátt og skúrlr veröa ríkjandi sunnan og vestan til. Á Noröausturlandi veröur léttskýjaö. Sunnan- og suövestanáttir veröa rikjandi á Suöur- og Vesturlandi. Skýjað veröur meö köflum noröaustan til Þórarinn V. Þórarinsson. Friörík Pálsson. Landssíminn: Forstjóra- staðan í uppnámi - stjórn ákveður framtíð Þórarins á næstu dögum Nokkur spenna hefur skapast um stöðu Þórarins V. Þórarins- sonar, forstjóra Landssímans. Snýst málið um mögulega hags- munaárekstra forstjórans vegna tengsla við Opin kerfi sem er eitt margra fyrirtækja sem sýnt hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu sem kjölfestufjárfest- ir. Mikill persónulegur kunnings- skapur er með Þórarni Viðari og Frosta Bergssyni, stjórnarfor- manni Opinna kerfa. Þá er Þórar- inn formaður Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sem er einn sá stærsti í landinu, og varaformaður Þróun- arfélagsins. Þróunarfélagið er aft- ur einn af stærri eigendum í Opn- um kerfum. Þetta gerir það að verkum að Þórarinn sæti að óbreyttu beggja vegna borðs varð- andi hugsanlegt val á Opnum kerfum sem kjölfestufjárfesti í Landssímanum. Málið hefur kom- ið til umræðu innan stjórnar Landssímans. Hefur þar bæði komið til álita að Þórarinn léti af stjórnarsetu í félögum sem tengj- ast Opnum kerfum eða láti tíma- bundið af forstjórastöðu í Lands- símanum. Friðrik Pálsson, stjómarfor- maður Símans, sagði í samtali við DV í gærkvöld að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um málefni Þórarins. Hann sagði að menn væru að velta fyrir sér hvað rétt- ast væri að gera. „Það verður þó örugglega tekin ákvörðun tiltölu- lega fljótlega. Það eru í sjálfu sér ekki margir dagar til stefnu. Til- vonandi kjölfestufjárfestar eiga að skila inn gögnum 22. október. Fyr- ir þann tíma þarf að vera kominn botn í málið,“ sagði Friðrik Páls- son. -HKr. Veftriö W. 12 : j *bj‘ AKUREYRI rigning 8 BERGSSTAÐIR skýjaö 8 B0LUNGARVÍK rigning og súld 5 EGILSSTAÐIR alskýjaö 8 KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjaö 11 KEFLAVÍK súld 9 RAUFARHÖFN þokumóöa 7 REYKJAVÍK rigning 9 STÓRHÖFÐI skýjaö BERGEN skýjaö 15 HELSINKI alskýjað 10 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 13 ÓSLÓ rigning 12 STOKKHÓLMUR 11 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR rigning 13 ALGARVE léttskýjaö 21 AMSTERDAM skýjaö 16 BARCELONA BERLÍN rigning 17 CHICAGO léttskýjaö -1 DUBLIN skýjað 13 HALIFAX skýjaö 9 FRANKFURT skýjaö 17 HAMBORG alskýjaö 17 JAN MAYEN skýjaö 5 LONDON alskýjaö 15 LÚXEMBORG skýjaö 15 MALLORCA skýjaö 26 MONTREAL alskýjaö 6 NARSSARSSUAQ skýjað 1 NEW YORK léttskýjaö 9 0RLAND0 skýjaö 24 PARÍS skýjaö 17 VÍN léttskýjaö 22 WASHINGTON léttskýjað 6 WINNIPEG heiöskírt *3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.