Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 28
 'Tnt- '4. v >■ Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______ Barist í afgönskum landamærabæ: Þrisvar ráð- MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 * / / Þetta er upphafið að endalokunum - segir Guðmundur Franklín Jónsson sem búsettur er í New York „Fólk hér í Bandaríkjunum telur flest aö það sé 100% öruggt að þess- um árásum verði svarað í sömu mynt. Almenningur er viðbúinn hverju sem er en samstaðan er mik- il og það hefur ekki gripið um sig nein mikil hræðsla meðal fólksins," segir Guðmundur Franklín Jónsson sem er búsettur í New York. „Ég tel að þetta sé byrjunin á þriðju heimsstyrjöldinni og mér eins og mörgum Bandaríkjamönn- um finnst að stjórnvöld séu að gera mistök með þessum aðgerðum. Vissulega er litið á Osama bin Laden sem eins konar antikrist vegna þessarar „Jesúmyndar" sem alltaf er birt af honum en fólk telur engu að síð- ur að það sé von- laust að hafa uppi á honum,“ segir Guðmundur. Hann segir enn fremur að Osama bin Laden sé bú- inn að senda 20 tvífara um allt í Afganistan til þess að villa um fyrir Bandarikjamönnum. „Það er líka mikið rætt um hvaða tilgangi það Guðmundur Franklín Jónsson. þjóni að varpa sprengjum sem kosta kannski margar milljónir dala á tjöld og hella í Afganistan." Sjálfur telur Guðmundur að þetta stríð eigi eftir að standa mjög lengi og hafa gífurlegar afleiðingar í för með sér. „Fólk gerir sér líka grein fyrir því að þó svo að bin Laden hverfi af sjónarsviðinu þá muni það ekki leysa neinn vanda. Hann er dýrkaður sem guð af mörgum múslímum og margir munu reyna að feta i fótspor hans,“ segir Guð- mundur og bætir við: „Þetta er upp- hafið að endalokunum." -ÁB FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ist á Kabúl Bardagar brutust út milli her- sveita talibanastjórnarinnar og íbúa borgarinnar Zaranj, sem er við landamærin að íran, í kjölfar hernaðaraðgerða Bandaríkja- manna og Breta í gærkvöld, að því er íranska fréttastofan IRNA greindi frá. Fréttastofan hafði eftir afgönsk- um heimildamönnum sínum að um 150 Afganar hefðu ákveðið að hrifsa borgina úr höndum talibana. Frétta- menn íransmegin landamæranna sögðu hins vegar að ekki hefði heyrst skothríð. Loftvarnabyssur í afgönsku höf- uðborginni Kabúl geltu þriðja sinni snemma í morgun að staðartíma og íbúar borgarinnar heyrðu í flugvél- um yfir höfðum sér. „Maður gat heyrt í flugvél eða flugvélum og byssur svöruðu. Ekki er ljóst hvort sprengjum var varpað en það var að heyra að einhverjar hefðu sprungið fyrir utan borgina," sagði einn sjónarvottur í samtali við fréttastofu Reuters. Lögregla 1 pakistönsku landamæraborginni Peshawar tvístraði nokkrum hópum reiðra námsmanna sem mótmæltu hemað- araðgerðum Bandaríkjamanna og Breta í Afganistan. Sjónarvottar sögðu að lögreglan hefði beitt táragasi til að tvístra námsmönnum sem höfðu komið upp vegartálma skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans. Bandaríska alríkislögreglan FBI bað löggæslumenn um öll Bandarík- in að sýna meiri árvekni en nokkru sinni vegna hugsanlegra hryðju- verkaárása á bandarískri grund í kjölfar hernaðaraðgerðanna gegn talibönum og sádi-arabiska hryðju- verkamanninum Osama bin Laden og sveitum hans. -gb Sjá nánar á bls. 10-11 REUTER-MYND Fylgst meö loftárásum í sjónvarpinu Afganskir karlar fylgjast meö sjónvarpsfréttum af loftárásum Bandaríkjamanna á Kabúl og Kandahar í gærkvöld. Bandaríkjamenn létu toks til skarar skríða gegn talibanastjórninni og hryöjuverkasamtökum Osama bin Ladens. i i Varð að bregðast hart við | nánar á bls. 10-11 Bandaríkjamenn létu loks til skarar skríöa gegn talibanastjórninni og hryðjuverkasamtökum Osam< Davíð Oddsson segir ríkisstjórnina styðja aðgerðirnar í Afganistan: Finn til með af- gönsku þjóðinni „Það er ekki annað hægt en aö fmna til með HP fólki sem er að flýja Pf . - j kúlnaregn og ég finn til inni,“ segir Salman jjtói Tamini, formaður fé- lags múslíma á Islandi. í félaginu eru 168 Salman Tamini. manns. „Ég held að það heíði verið skynsamlegra að leysa vanda- málið á annan hátt en að varpa sprengj- um og búa til fleiri fómarlömb. Það er nóg komið.“ Hann segir að yfirlýsing Osama bin Ladens um að skollið sé á stríð milli múslíma og kristinna manna sé skoðun bin Ladens en ekki múslíma í heild. „Hann vann sér inn stig meöal múslíma með því að tala um vandamálið í Palestínu og að múslímar ættu aö hætta stuöningi við harðstjórana í Sádi-Arabíu og Kúveit. Til skamms tíma var Osama bin Laden þekktari á Vesturlöndum en í löndum múslíma. Hann er að miklu leyti tilbúningur CIA. Það er alltaf veriö að fmna nýja sökudólga. Einu sinni var það Carlos svo Saddam Hussein og núna bin Laden. -Kip Kona hætt komin Slökkvilið i Reykjavik var kallað að Bláhömrum um tíuleytið í gærkvöld. Eldur var laus á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi og var eldri kona flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. „íslenska ríkis- stjómin styður það að aðgerðir séu hafðar uppi gegn þjóðum sem halda hlífiskildi yfir hermdarverka- mönnum. Það er al- veg ljóst að ekki er hægt að elta uppi þessa hermdar- verkamenn ef ríkis- Davíð Oddsson. stjómir veita þeim skjól. Það væri ekki nokkur leið að ná þeim öðruvísi en að láta höggin dynja á viðkomandi ríkis- stjóm líka,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra i gærkvöld. Hann fer með utanríkismál landsins meðan Halldór Ásgrímsson dvelur erlendis. „Þessi árás á Afganistan þurfti ekki að koma neinum í opna skjöldu. Það var búið að draga saman mikið lið, flugvél- ar, flugmóðurskip, kafbáta og annað, á undanfórnum vikum. Og til viðbótar því hefur talibanastjóminni 1 Afganistan verið sagt að ef hún myndi ekki hafa samstarf við þjóðir heims um að stemma stigu við hryðjuverkum þá væru talibanar taldir hluti terrorist- anna,“ sagði Davíð. Davið Oddsson kvaðst ekki geta sagt um hver árangur innrásarinnar í Afganistan yrði. „Þetta er fyrsti hluti aðgerða. Með þeim er talibanastjórninni sagt að þetta hafi ekki verið innantóm- ar hótanir," sagði forsætisráðherra. En gætu hryðjuverk dunið á íslend- ingum? „Ekki vitum við til þess en auðvitað er enginn hundrað prósent öruggur. Við vonum þó það besta. Vestrænar þjóðir hafa þó sagt að þessi hryðjuverkasam- bönd hafl sofandi moldvörpur í mörgum löndum sem hægt sé að kaila til lifs með skömmum fyrirvara. Ég held að íslend- ingar viti að það er enginn kostur til annar en sá að bregðast hart við.,“ sagði Davíð. Davíð sagði ljóst að hér væri ekki um eins dags aðgerð að ræða heldur fyrsta kaflann í lengra ferli. Nú þyrfti varla að efast um hver sökudólgurinn er. Bin Laden hafi opinberað sig í’sjónvarps- ávarpi í gærdag. Þrátt fyrir að bein játn- ing lægi ekki fyrir hefði bin Laden bætt við hótunum og hlakkað yfír að Banda- ríkjamenn væru óöruggir - og að fram undan væru fleiri árásir. Ossur Skarphébinsson. Obreyttir bíði ekki tjón „Enginn fagnar styrjöld," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- ar, í samtali við DV í gærkvöld. „Menn eiga þá ósk heitasta að óbreyttir borgar- ar bíði ekki tjón af árásunum en í þeirri stöðu sem upp var komin voru þær vísast óhjákvæmilegar. Osama bin Laden hefur lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum og heimurinn vill sjá hann dreginn fyrir dóm til að gjalda þeirra. Árásirnar virð- ast sem betur fer miðast að þvt að lama stjómsýslu og hemaðarmaskínu tali- bana - og sem betur fer höfum við á þessari stundu engar fréttir af falii óbreyttra borgara. Styrjöldin er ekki háð gegn afgönsku þjóðinni heldur þeim sem veita ódæðismanninum skjólið. Það er aftur á móti ljóst að aðdragandi átak- anna hefúr leitt til þess að það er mikill flótti kominn á almenna borgara í land- inu. Það eitt mun leiða yflr þá miklar hörmungar sem Vesturlöndum er skylt að reyna að lina eftir mætti.“ Steingrímur J. Sigfússon. vonbrigði. Þetta er dapur dagur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG. „Eng- inn veit hvað þess- ar árásir geta kost- að marga óbreytta borgara líflð, auk hermanna úr báð- um liðum. Það sem vekur þó kannski Dapur dagur „Mín viðbrögð em fyrst og fremst helst athygli er að farið er í þessar að- gerðir án lokaviðvöranar og án um- ræðu í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna.“ Steingrímur kvaðst hafa litlar for- sendur til þess að meta framhald þess- ara stríðsaðgerða. „Afganistan er stríðs- hrjáð land og maður veit ekki hvert mótstöðuafl þjóðarinnar er. Nema ef vera kynni að þessar aðgerðir þjöppuðu Afgönum saman til mótaðgerða. Loft- árásimar era einnig sagðar vera fyrstu aðgerðir og í þvi sambandi velti ég því fyrir mér hvort þetta sé aðeins upphafið að þvi að Bandaríkin og bandalagsþjóð- ir ætli í framhaldinu að reyna að ná öll- um tökum í landinu. Þeirri spurningu og öðrum getur þróun málsins ein svar- að.“ -sbs/JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.