Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 7
r Mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar - ■ ;'t: Opnar brautir til framtíðar Mánudaginn 8. október verða mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar tekin formlega í notkun. Þá verða allar akreinar ásamt að- og fráreinum opnar fyrir umferð bifreiða. Ætla má að 50 þúsund bifreiðar fari um gatnamótin á hverjum sólarhring og er gert ráð fyrir að þeim fjölgi í 100 þúsund innan þriggja áratuga. Nýju gatnamótin stuðla að greiðri og öruggri umferð og markar opnun þeirra tímamót í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Öryggi gangandi vegfarenda verður einnig tryggt á gatnamótunum. Lagðir verða göngustígar um svæðið og halda framkvæmdir því áfram í vetur en öllum frágangi lýkur næsta sumar. Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær standa saman að framkvæmdunum. Aðstandendur óska verktökum til hamingju með mannvirkið og vegfarendum heilla í umferðinni. Kort af gatnamótunum meö framtíðarskipulagi göngustiga er að finna á upplýsingavefnum gatnamotis )- bixí taEr cnouru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.