Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁN JDAGUR 8. OKTÓBER 2001 DV Loftárásir hafn- ar á Afganistan Bin Laden vígreifur Bandaríkin bara aö súpa seyöið af utanríkisstefnu sinni. Friður ef Palest- ína er frelsuð Osama bin Laden sendi frá sér myndbandsupptöku í gærdag þar sem hann segir Bandaríkin ekki lifa í friöi fyrr en Palestína verði frelsuð og íbúar landsins fái lika að lifa í friði. Hann segir hryðjuverkaárás- ina i New York vera fávísri utanrík- isstefnu Bandaríkjanna að kenna. Ef Bandaríkin hugsi ekki sinn gang þá muni synir íslams ekki stöðva baráttu slna. Annað sem bin Laden sagði í yfir- lýsingunni var að Bandaríkin lifðu nú í ótta. Sá ótti og mannfallið í hryðjuverkum í New York sé hins vegar aðeins brot af því sem múslímar um heim allan hafi mátt þola seinustu áttatíu árin. Þetta er fyrsta yfirlýsing bin Ladens í eigin persónu frá 11. september. Japanar herða ör- yggisráðstafanir Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, lýsti í nótt yfir stuðn- ingi sínum við loftárásirnar á Afganistan og fyrirskipaði jafn- framt aukinn viðbúnað um allt land vegna þeirra. „Japan styður aðgerðir Banda- ríkjanna og Bretlands einarðlega," sagði Koizumi í embættisbústað sín- um í nótt að japönskum tíma. Hann sagði að Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefði upplýst hann um aðgerðimar. Japanar hafa tiltölulega náið samband viö arabaþjóðirnar og þvi eru taldar litlar líkur á að hugsan- legar hefndaraðgerðir vegna loft- árásanna muni bitna á þeim. Japan- ir sendu flugvél með hjálpargögn fyrir Afgana til Pakistans í gær. Shimon Peres Segir ísraelsku þjóðina biöja fyrir bandaríska hernum. Bush hugdjarfur Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, sagði í ávarpi til ísraelsku þjóðarinnar að ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta hefði sýnt vott um hugrekki. Hann sagði einnig að ísraelar bæðu fyrir vel- ferð bandariska hersins og herjum bandamanna Bandaríkjanna. ísraelskir fjölmiölar sögðu frá því i gær að ísraelsk stjórnvöld hefðu verið vöruð við nokkrum klukku- tímum áður en árásin hófst. Peres segir Bush hafa hringt í Ariel Shar- on forsætisráðherra klukkutíma fyrir árásina. Klukkan 16.30 að islenskum tíma í gær hófu herir Bandaríkjanna og Breta loftárásir á valin skotmörk í Afganistan. í yfirlýsingu sem sjónvarpað var beint frá Hvíta húsinu lýsti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, því yfir að íslamskir leiðtogar sem styddu hryðjuverkamenn fengju nú „að borga fyrir það“. Bush sagði að megintilgangur loftárásanna væri að koma í veg fyrir að hægt væri að nota Afganistan sem bækistöð til skipulagningar hryðjuverka, sem og aö draga úr hernaðarmætti stjórnar talibana. Langtímamarkmiðið með árásunum er, að sögn Bush, að svæla út hryðjuverkamennina og draga þá fyrir dóm. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í svipaðan streng og Bush og tók fram aö baráttunni yrði ekki lokið fyrr en markmiðum Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra væri náð. Hann sagði talibönum hafa verið gefnir úrslitakostir fyrir tveim vikum um að afhenda bin Laden eða á þá yrði ráðist. Andlegur leiðtogi talibanahreyf- ingarinnar í Afganistan, Mo- hammad Omar, er svo laumulegur að það er ekki einu sinni til af hon- um ljósmynd. Fáir fylgismanna hans hafa nokkru sinni barið hann augum og aðeins er talið að tveir menn, sem ekki eru múslímar, hafi séð hann. Annar þeirra er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sem hitti Omar í október 1998. Hinn var kínverski sendiherrann í Pakistan sem hitti leiðtogann seint á síöasta ári. Þótt Omar kjósi að halda sig í skugganum hefur það ekki komið í veg fyrir að hann hafl á undra- skömmum tíma náð gífurlegum völdum í Afganistan. Hversu lengi hann muni halda völdunum er hins vegar allsendis óvíst nú þegar Bandarikjamenn og Betar hafa haf- Langdrægum eldflaugum, sprengjuflugvélum og árásarflug- vélum er beitt í loftárásunum. Ráðist var á þrjár borgir, sem og búðir hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens. Á meðal borganna var Kandahar, sem er eitt helsta vígi talibana í Afganistan, og Mullah Mohammad Omar, hinn dularfulli leiðtogi talibana og aðalverndari bin Ladens, hefur þar höfuðstöðvar sinar. Sjónarvottar segja að mikil skelfing hafi gripið um sig í borginni og fólk hafi í örvæntingu reynt að forða sér þaðan. Einnig var sprengjum varpað á og við höfuðborg Afganistans, Kabúl. Fréttamaður Reuters, Sayed Salahuddin, heyrði a.m.k. fjórar stórar sprengingar, auk þess sem aðrir sjónarvottar sögðu að tvær sprengjuárásir hefðu verið gerðar á herstöð við flugvöllinn í Kabúl. Sprengja sprakk nálægt varnar- málaráðuneytinu og útvarpssendir var sprengdur upp. Allt rafmagn fór af borginni. Sendiherra Afganistans í Pakistan sagði á fréttamannafundi ið hernaðaraðgerðir sínar gegn tali- bönum og hryöjuverkaneti Osama bin Ladens, sem hefur verið gestur talibana mörg undanfarin ár. Omar og talibanar hafa hafnað öllum kröfum Bandaríkjamanna um að framselja bin Laden sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkin í New York og Washington i síðasta mánuði. Bin Laden er gestur tali- bana og hjá pastún-ættflokknum hefur það verið hefð í margar aldir að skjóta skjólshúsi yfir þá sem þess óska. Og þeir, eins og talibanar, verða að vemda gest sinn þótt það kosti þá lífið. Mohammad Omar er 42 ára, son- ur fátæks bónda. Hann þurfti ungur að sjá fjölskyldunni farborða eftir að faðír hans lést. Omar er þrekvaxinn, með sítt dökkt skegg. Hann gerðist þorps- að bæði Osama bin Laden og Mullah Mohammad Omar hefðu lifað af árásirnar. Stjórn talibana hefur fordæmt árásir Banda- ríkjanna og Bretlands sem hryðjuverk gagnvart afgönsku þjóðinni. Þeir segjast ekki ætla að beygja sig gagnvart Bandaríkjunum og munu berjast til síðasta manns. Þeir segjast hafa sent 8000 manna lið að átakasvæðum í norðurhluta landsins, þar sem Norðurbandalag andstæðinga þeirra hefur sótt fram undanfarna daga. Eftir að loftárásimar hófust fréttist að Norðurbandalagið hefði hafið stórskotaárás að hernaðarlegum skotmörkum við höfuðborgina Kabúl. Einnig brutust út átök milli óbreyttra borgara og hermanna talibana í landamærabænum Zaranj, við landamsferi írans. Engar fréttir hafa fengist af mannfalli. Talibanar segjast hafa skotið niður óþekkta flugvél í suðurhluta Afganistans. Talsmenn bandaríska flughersins könnuðust ekki við að hafa tapað flugvél. klerkur og opnaði trúarlegan skóla áður en hann gekk í lið í með skæruliðum sem börðust gegn ríkis- stjórninni sem naut stuðnings Sov- étríkjanna. Mohammad Omar særðist fjórum sinnum í baráttunni við stjórnar- liða og missti hægra augað. Einn þeirra örfáu sem hafa séð Omar sagði hann minna á kristna meinlætamenn fyrri alda sem neit- uðu sér um nánast allt til að vera nær guði. Omar og talibanar hafa sett Af- gönum afar strangar lífsreglur. Kon- um er til dæmis meinað að mennta sig og þær mega heldur ekki vinna utan heimilisins. Þá verða þær að vera huldar klæðum frá toppi til tá- ar þegar þær sýna sig á almanna- færi. Sjónvarp er bannað og tónlist og meira að segja flugdrekar. I | ...Il"l 11 111 íhaldið styöur loftárásir Iain Duncan Smith, nýkjörinn leiðtogi breska íhaldsflokksins, hvatti síðdegis í gær til þess að boð- að yrði til neyðar- fundar í breska þinginu. Hann hafði áður lýst stuðningi sínum við hernaðaraðgerðir Breta og Banda- ríkjanna í Afganistan. Tony Blair forsætisráðherra hefur fallist á að kalla þing saman í kvöld. Fjölskyldan fordæmir enn Abdullah Mohammed Binladin, einn yngsti bróðir Osama bin Ladens, ítrekaði fordæmingu fjöl- skyldunnar á hryðjuverkamannin- um alræmda í viðtali sem birtist í dagblaðinu Boston Globe í gær. Ótti við landamærin Ibúar borgarinnar Termez í Ús- bekistan, sem er við landamærin að Afganistan, óttast nú mjög að hem- aðaraðgerðimar leiði til hefndarað- gerða af hálfu talibanastjórnarinnar í Kabúl. Kúrsk á leið af hafsbotni Áætlað var að hefja flutning rúss- neska kjarnorkukafbátsins Kúrsk af botni Barentshafs upp á yfirborðið skömmu eftir miðnætti í nótt. Sjálfsmorðsárás Palestínumaður sprengdi sjálfan sig og ísraela í loft upp í gær á samyrkjubúi skammt frá Jórdan- dalnum á Vesturbakkanum. Sharon leiður Ariel Sharon, for- sætisráðherra Isra- els, sagði við banda- riska blaðið New York Times í gær að hann væri leiður yfir misskilningn- um sem kom upp á milli ísraels og Bandaríkjanna í kjölfar orða hans um aö Bandaríkin mættu ekki frið- mælast við araba á kostnað ísraels. 15 drepnir á Filippseyjum Hermenn á Filippseyjum drápu fimmtán íslamska skæruliða og særðu marga í hörðum bardögum í gær. Skæruliðarnir tilheyra hópi sem tengist Osama bin Laden. árásir Romano Prodi, framkvæmdastjóri Evrópusambands- ins, sagði í gær að ESB styddi banda- risk stjómvöld í baráttu þeirra gegn hryðjuverkamönn- um. Prodi sagðist jafnframt hafa falið utanríkismála- stjóra sambandsins, Chris Patten, að samhæfa mannúðaraöstoð fram- kvæmdastjórnar ESB. Hert öryggi í London Breska lögreglan hefur hert ör- yggisgæslu á viðkvæmum stöðum í London vegna árásanna sem hófust á Afganistan í gær. Kanadamenn verða með Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, staðfesti við Bush Banda- ríkjaforseta í gærkvöld að kanadísk- ar hersveitir myndu taka þátt í hernaðinum í Afganistan. REUTER-MYND Hlustaö á fréttir af hernaöaraðgerðum Afganskir ftóttamenn í pakistönsku hafnarborginni Karachi htusta á útvarpsfréttir af loftárásunum á Kabúl, höfuöborg Afganistans, og Kandahar í gærkvöld. Skip og flugvélar frá Bandaríkjunum og Bretlandi vörpuöu sprengjum og skutu flugskeytum á skotmörk i Afganistan til aö eyöileggja búöir hryöjuverkamanna og til aö lama her taiibanastjórnarinnar. Eineygður bóndasonur býður forseta Bandaríkjanna birginn ESB styður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.