Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 8
8 Landið MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 x>v Notaðir bílar rosalegt úrval vorum að fá mikið úrval notaðra bílaleigubíla lítið keyrða - góð greiðslukjör Viltu spara? Viltu græða? Þú kemur og semur 1. greiðsla 1. mars 2002 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 Egilsstaðir: Mannatennur á skólalóðinni DV, EGILSSTOÐUM: Mannatennur hafa fundist i nokkru magni við Grunnskólann á Egilsstöð- um undanfama daga. Eftir að nemend- ur höföu haft á orði að þau væm við fomleifauppgröft fóra starfsmenn skól- ans að athuga málið. Svo virðist sem af einhveijum or- sökum sé töluvert um tennur á ákveðnu svæði á skólalóðinni. Engar skýringar era fundnar á þessu, en starfsmenn skólans fengu staðfest á Tannlæknastofunni á Egilsstöðum að um mannatennur væri að ræða, enda margar með fyllingum. Þau svör feng- ust einnig að svo virtist sem tennum- ar væru nokkuð fagmannlega fjarlægð- ar og því gæti verið um „tannarusla- haug“ að ræða. Ekkert hefur frekar verið aðhafst í þessu undarlega máli, en að sögn Sig- DV-MYND FJÖLNIR BJORN HLYNSSON Mannatennurnar sem fundust Hér er árangur „fornleifauppgraftar" grunnskólakrakkanna á Egilsstööum. urlaugar Jónasdóttur aðstoðarskóla- stjóra hafa nemendur í þriðja til fjórða bekk að mestu séð um rannsókn máls- ins. Krakkarnir taka rannsóknina mjög alvarlega og eiga orðið gott safn aftönnum. -FBH Nýr fjárflutningavagn kominn í héraðið: Með 400 „farþega" til slátrunar Útigangshrútar fundust í göngum - höfðu gengið á fjalli allan síðasta vetur DV, SKAGAFIRDI:_____________________ I göngum í Austurdal i Skagafirði nýlega fundu gangnamenn tvo vet- urgamla hrúta sem greinilega höfðu gengið á íjalli allan síðasta vetur. Hrútamir, sem fundust í svokölluð- um Tinnárdal austanverðum, rétt fram við Ábæ, voru vel á sig komn- ir og höfðu ekki gengið úr ull. Þeir voru feitir og pattaralegir og fremur tregrækir af þeim sökum. Stefán Hrólfsson, bóndi á Keldu- landi, sagði að það hefði gengið brösótt að reka þá niður dalinn, í áttina að Ábæ, en þaðan ók hann þeim á bíl. „Þetta eru stærðar bolt- ar, annar þeirra vó í lífvigt 91 kíló og hinn 93,“ sagði Stefán. Hrútarnir reyndust í eigu Eiríks Skarphéðins- sonar, bónda í Djúpadal, og munu ekki hafa komið fram í göngum á síðasta hausti, en eins og menn muna var síðasti vetur snjóléttur og hreint ekki illviðrasamur þannig að kannski þarf engan að undra að stórir og sterkir hrútar hafi lifað hann af, enda íslenska sauðkindin talin fremur hörð af sér. -ÞÁ Ferlíki Eins og sjá má er þessi nýi flutningavagn engin smásmíöi og rúmfrekur á þjóövegunum. DV, SKAGAFIRDI:______________________ I síðustu viku tók Ingólfur Helga- son á Dýrfinnustöðum í Skagafirði í notkun nýjan gripaflutningavagn sem tekur um 400 lömb. Ingólfur hefur í nokkur ár séð um fjárflutn- inga að sláturhúsinu á Sauðárkróki Subaru Forester 4WD Nissan Almera Nissan Terrano II og þegar ljóst varð nú síðla sumars að verulegur fjöldi fjár yrði fluttur hingað til slátrunar af Vestfjörðum var farið að huga að stórvirkari flutningatækjum en áður hafa þekkst hér um slóðir. Niðurstaðan varð að kaupa vagn frá Austurríki, smíðaðan á Ítalíu. Ingólfur sýndi fréttamanni vagninn á dögunum og lét þess getið að fyrsta vikan hefði farið í að læra á tækið. Hann hefði farið fjórar ferðir vestur á Strandir og ísafjarðarsýslur og ekki hefðu komið upp nein sérstök vandamál. Vagninn er um 14 metrar á lengd- ina, 2,55 á breidd, hæðin er 4 metr- ar og þyngdin um 10 tonn. Hann er á þremur hæðum og er tveimur efri hæðunum lyft upp eða slakað niður eftir þörfum með vökvalyftukerfi vagnsins. Hver hæð tekur liðlega 130 lömb og þá er þar vel rúmt, seg- ir Ingólfur. Öll yfirbygging á vagn- inum er úr áli, brynningaraðstaða er í öllum stíum og hægt er að kom- ast inn í öll hólf utan frá. Hásingar eru þrjár og fjaðrabúnaður er svo- kallaðir loftpúðar. Bæði vökva- og rafkerfi vagnsins eru sjálfstæð og ekkert háð bílnum og hægt að nota bæði kerfin án þess að vagninn sé tengdur við bíl. Má segja að hönnun Ingólfur Helgason í nýja gripafiutn- ingavagninum sem rúmar um 400 lömb sem flutt eru í státurhúsiö. þessa flutningatækis miði að því aö gripum geti liðið vel á ferðalaginu sem er nauðsynlegt þegar flutt er um langan veg. -ÖÞ blár, ek. 76 þ. km, ssk., cd, ABS, krókur. V. 1.190 þ. MMC Pajero Sport 2,5 DTI, 5 d., skr. 5/00, hvítur/beis, ek. 36 þ. km, 33“ breyttur o.fl. V. 3.100 þ. Merc. Benz 230E, 4 d., árg. 1993, blár, ek. 189 þ. km, ssk., ABS, sóll., álf. V. 1.050 þ. Góður bRI. MMC Lancer GLX11300 Royale, 4 d., skr. 8/00, rauður, ek. 30 þ. km, bsk., 16" áif., spoiler, cd o.fl. V. 1.290 þ. VANTAR BÍLA Á SKRÁ OG A STAÐINN. MIKIL SALA. ALLT AÐ GERAST! OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRA KL.10-18. LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Viðmiðunarverð á notuðum bílum er hægt að reikna út á bgs.is VW Polo 1400, 5 d„ skr. 4/00, silfurl., ek.18 þ. km, bsk., cd, ABS. V. 1.150 þ. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 Toyota Hilux D/C, 2,4 dísil, 4 d„ árg. 1994, hvitur, ek.141 þ. km, bsk. 33“ breyttur, m/húsi, brk„ stigbr. o.fl V. 1.190 þ. Toyota Land Cruiser GX 3,0 DT, skr.7/99, gullsans., ek. 67 þ. km, ssk„ ABS, cd, álf. o.fl. V .3.150 þ. Áhv. lán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.