Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 15
14 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrit viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nauðsyníeg herför Loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á hernaðarleg skot- mörk í Afganistan, sem hófust síðdegis í gær, eru ekki ein- asta óhjákvæmilegar heldur og nauðsynlegar. Þær beinast að stærstu ógn síðari tíma; ógn sem hefur birst saklausu fólki í eins ömurlegri mynd og hugsast getur. Aldrei varð hjá því komist að láta til skarar skríða gegn þeim illvirkj- um sem stóðu að baki fjöldamorðunum í New York og Washington fyrir 28 dögum. Baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum mun hér eftir ekki linna. Aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta eru ekki flausturs- legar. Það mega þessi gömlu og mikilvirku herveldi eiga að þau hafa undirbúið árásir sínar vandlega og leitað samstöðu á meðal þjóða heims sem á ekki sinn líka í alþjóðasamstarfi. Þau hafa ekki anað að neinu í aðgerðum sinum og í reynd sýnt undraverða stillingu á síðustu dögum sem hafa verið margar og langar og erfiðar vikur í pólitík. Sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur Bandaríkjaforseti vaxið jafn hratt og örugglega í áliti og gerst hefur síðustu daga. Ekki er hægt að gera mikinn mun á hryðjuverkamönnum og þeim þjóðum sem skjóta yfir þá skjólshúsi. Þessu hefur talibanastjórnin í Kabúl kynnst á síðustu dögum. Eftir því sem sannanir hafa styrkst um beina aðild sádi-arabíska ill- virkjans Osama bin Ladens að voðaverkunum í Bandaríkj- unum í september hefur klerkastjórnin í Kabúl herst í af- stöðu sinni og neitað þráfaldlega að framselja þennan mesta myrkraverkamann seinni tíma. Talibanastjórnin hefur kall- að aðgerðirnar yfir sig, hástöfum. Osama bin Laden sendi í gær frá sér tilkynningu sem verður ekki skilin öðruvísi en klár sönnun þess að hann hafi staðið að baki árásunum á Bandaríkin í fyrra mánuði. Hann var vígreifur í tali sínu og herhvöt hans var án allrar tæpitungu. Lykilorðið í málflutningi þessa manns er „ógn- in“. Hann hvetur trúbræður sína um heim allan til að sam- einast í hryðjuverkum gegn óvininum vestra, hann skuli fá að finna til sama óöryggis á komandi tímum og arabar fyr- ir botni Miðjarðarhafs hafa þurft að búa við á síðustu árum. Ljóst er að bin Laden og A1 Qaeda-klíka hans ætla sér enn frekari blóðsúthellingar á Vesturlöndum. Þessum mönnum virðist skemmt á meðan saklausu fólki blæðir. Þeir hugsa um það eitt að drepa sem flesta óbreytta borgara. Þessar bleyður þyrðu aldrei að standa andspænis jafnokum sínum. Þeir velja leið heigulsins og telja sig mega það í nafni trúar sinnar. Trú þessara heigla er ekki íslam. Þeir eru ekki málsvarar araba. Og þeir gera málstað Palestínumanna illt. Þeir eru ótíndir fjöldamorðingjar og illmenni. Frjálsar þjóðir hófu í gærdag árásir sem munu taka lang- an tíma. Þessar árásir eru til að verja gildi og samfélags- gerð. Þær eru til verndar lýðræði og mannréttindum. Þær beinast að mestu illmennum okkar daga, ómennum sem líta á það sem heilaga skyldu sína að sprengja í loft upp allt sem heitir vestræn gildi. Bandaríkjamenn og Bretar og aðrar þjóðir í Atlantshafsbandalaginu eiga ekkert val. Þjóðarleið- togar þeirra voru kosnir til þeirrar ábyrgðar að verja borg- ara sína. Það er frumskylda þeirra. Ógnartímar fara í hönd. Ekki er að efa að næstu dagar og vikur verða tímar ótta og hræðslu. Þeirrar hræðslu varð strax vart á götum stórborga í Bandaríkjunum í gær þegar fréttir spurðust um að árásir væru hafnar á Afganistan. Og hræðslan verður viða - ekki síst á strætum borga í Afganist- an. Þar mega saklausir borgarar sín lítils þessa dagana. Það er nú á ábyrgð vesturvelda að koma því fólki til hjálpar og losa það undan harðræði harðstjóranna sem létu sér ekki segjast. Sigmundur Ernir mmm"mmmmmmmmmm^^^m^mmmmmm^^mm"mm"^^mmmm DV Skoðun „Allt þetta ofbeldi á náttúru Guðjón Jensson bókasafnsfræöingur og leiösögumaöur. I einni afburðaskáld- sögu sem rituð var fyrir nokkrum árum segir: „Allt þetta ofbeldi manns á náttúru: Sjá ég er herra sköpunarverks- ins, vötnin skulu ekki ná að frjósa gegn vilja mín- um, sjálfur skal ég ráða hvar skógar vaxa og akr- ar spretta, vilji dýrin fá hlutdeild í þeirri veröld sem ég ræð, þá skal það allt á mínum forsendum, standi fjöllin í vegi mín- um ryð ég þeim burt, streymi fljótin móti þörf minni sný ég þeim aftur að uppsprettunum." Og við skulum lesa áfram í þessari góðu bók : „Flestir kalla þetta framfarir. Ég kalla það ofbeldi. Ofbeldi manns á náttúru. Það er náskylt ofbeldi manns á manni og situr til borðs með sorginni". Það eru tiltölulega fáar jafn kröft- ugar hugrenningar um áráttu mannsins að spilla náttúrunni sem þessi en hún er fengin úr upphafs- katla Lífsins trés, síðara bindis skáldsögu borgfirska skáldsins Bööv- ars Guðmundssonar um vest- urfarana. Þessi varnaðarorð þessa merka rithöfundar hrifu mig undirritaðan mjög. Það er eins og málflutningur þeirra sem vilja ráðast í mjög umdeildar virkjanaframkvæmdir á Aust- urlandi sé hjóm eitt á móti þessum mögnuðu setningum skáldsins úr Hvítársíðu í Borgarfirði. Mikið vill meira Ótrúlega margt hefur verið dregið fram varðandi málefni há- lendisins á undanfórnum misserum. Tiltölulega fá efnahagsleg rök mæla með því að fara jafn hratt í þessar stórfelldu framkvæmdir. En með bjartsýnina að vopni er engu til spar- að, hvorki sameiginlegum fjármun- um landsmanna í ýmsum sjóðum, opinberum eða hálfopinberum, mik- ið er rannsakað jafnvel enn er meira framkvæmt án þess að hugur alþjóð- ar sé kannaður. Hins vegar er gjama visað til, að samfélagið þarfnist þessara fram- kvæmda rétt eins og lítið sem ekkert annað þarfara sé framkvæmt i land- ... _________i_________ Engu má þyrma, öllu má fóma jafnvel fyrir einhvern ávinning sem kannski kemur aldrei. inu. Kröfurnar til lífsins verða stöðugt meiri undir kjörorðinu: mik- ið vill meira. Nú er svo komið, að framkvæmdir uppi á hálendinu hafa þrengt nokkuð að fogrum stöðum og athyglisverð- um. Má þar nefna, að merkum land- svæðum hefur verið sökkt undir vatn með stiflum. Má t.d. nefna Há- göngumiðlunarlón og austasta hluta Þjórsárvera sem þó má ekki spilla í samræmi við áætlun um friðun ver- anna. Fagrir fossar á borð við Dynk í Þjórsá eru í hættu. Og nú á að spilla stórlega með mestu fram- kvæmdum íslandssögunnar öræfum norðaustan Vatnajökuls og veita stórfljótum langar leiðir milli dala. Hver er ávinningurinn? Ekki er ljóst hver fjárhagslegur ávinningur þessa mikla virkjanaæv- 14-2 fyrir LÍÚ Útkoman á Idrætsparken var 14-2, en skiptihlutfóll endurskoðunar- 17. 4rg. - Fimmtudngur 24. flgúst 1WI7. 192. tbl. LandsÍGÍkurinrt i gærkveldi: ^Aesta hneyksli ís- I lenzkrar íþróttasögu i * segír BjÖrgvin Schram, formaður KSI ? • : ¥ela cr um artr.aft talnð i hefur fensið á si* U miirk i fyrri • '*’*■ m reiðít/slag Þaft, sem is- hálfleik, hefur ekki leyfi til að • Mgir ffnpu í fandsk-iknum fá á -sig 8 í Þeim hiöari. — Með J B*ni « Idrwtsparken í pter- Jieirti varnartaktik. sem þekkt • T Vislr haíði i morjttm er nú hjá fúlrnn knattspymu- • rftusd við Bl.jrgvtn Schram, þjóðum. ó að vera unnt að komn J {*m*an linattspymusRinhamH f veg fyrir silka útreiA. • ^etds, vn hann aal ekkl farlft Mér er alj'frleýja öski!j«nk-gi. * |i «eí lJftlnu vegna anna hér hvemig Isk-ndingamir hafa lát- * ftaa. Vfcir spurftí hann um íð danska lifttð brjöta sig niftur, • ® I«t« £ leiknum or úrslU- — Hvaft *k»l þá gera, Björg- J ' a. Björgvirt sagfti: vm? • , er juestum. orftlaus. Leikur - Ja, hvaft gcrir maftur við • SagSst mjftg if!a f mig krakka, aem hafa fallift á prófi? J x i hjTjaa. og ftg bjosi vift Sendir pá heim og Ut iur þá Uera • S Qanir sieruðu meft 4—5 betur. L* held. aft hftr sé um J mnn aft þeir skoruöu eitthvaft ócðlilegt aft nrfta. Að • fefeir öt yfir ailan vísu vis*í maftur, að Danirr.ir • ! myndi vep.ja. að va*ru fretnri istenzka liðinu. en J nesta hntyksli b- að munurinn varri tó!f mörk, j litasftgo. Llft, tem }«tð tr eitthvaö ðeðliífcgt. • nefndarinnar eru 92,5 á móti 7,5. Það gerir 24 fyrir útgerðina á móti 2 fyr- ir þjóðina, eftir að út- gerðin fær fyrst yfrið fyrir heildarkostnaði og arði. Gamla metið hef- ur því verið slegið svo um munar. Hinar fjór- klofnu sáttatillögur um kvótann sæta tíðindum, einkum meirihlutaálit- ið, sem verður trúlega að lögum fyrir jól. Þótt það sé ónýtt til sátta og skrökvi því að útgerð- inni sé gert að borga kostnað ríkisins af sjáv- arútvegi - þriðjungur er nær lagi - er þar eitt af viti. Nefndin flnnur sniðuga formúlu til að skilgreina auðlinda- rentu eða umframhagn- að, þótt hún noti ekki orðin. Það er ekki fyrr en kemur að því að skipta rentunni sem meirihlutinn fer virki- lega á kostum. Formúla meirihlutans Formúlan er svona: Köllum rekstrargjöld minus rekstrartekjur „Þeir sem þarf að rannsaka eru þessir framiegð. Tökum síðan sem áttu að verja hagsmuni íslensku hæfilegamiklðafhenm þjóðarinnar, þeir sem voru í vörn fyrir okkur. Það eru Ámi í markinu, Hall- dór sweeper og Davíð fyrirliði. “ te - fwutt frá fyrir fjármagni, þ.e. 1) endurnýjun húsa, véla og skipa, 2) vöxt- um af lánsfé og 3) hæfl- legum arði af eiginfé. Það sem eftir er er eðlilegt að líta á sem auðlindarentu eða umframhagnað. Meiri- hlutinn vill taka frá 20% af tekjum sjávarútvegs fyrir Qármagnið. 20% virðist vel í lagt og 15% er sennilega nær lagi ef gerð er krafa um borðleggjandi hagræðingu. En þá er samt eftir rúsínan í pylsuendanum. Nefndin ætlar að skipta auðlind- arentunni þannig að útgerð- in fái 92,5% en þjóðin 7,5%. Hlutur þjóðarinnar Arður er venjulega greiddur sam- kvæmt eignarhlut, svo ljóst er hvernig nefndin ætlar að skipta auð- lindinni. Ákvæðið um sameign þjóð- arinnar á að lesast þannig að útgerð- in eigi 92,5% og þjóðin 7,5%. At- vinnufrelsi má því aðeins skerða að almannahagsmunir krefji og meiri- hlutinn telur að þá kröfu sé hæfilegt að meta upp á 7,5%! Og þessi meiri- hluti starfaði ekki í tómarúmi. Það er á hreinu að sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra og utanríkisráð- herra voru með puttana á vigtinni allan tímann. Versta útreið í lýðveldissögunni Herfilegasta útreið íslendinga frá lýðveldisstofnun hefur löngum verið talin ósigurinn á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 23. ágúst 1967. Úr- slitin þar voru 14-2, en skiptihlutföll endurskoðunarnefndarinnar 92,5 á móti 7,5. Það samsvarar 24 fyrir út- gerðina á móti 2 fyrir þjóðina, eftir Markús Möller hagfræöingur að útgerðin fær fyrst yfrið fyrir heildarkostnaði og arði. Gamla metið hefur því verið slegið svo um munar. Hvað á að gera eftir svona útreið? Hvern á að taka á teppið? Hverjum á að skipta út? Eru kannski málsbætur? í Kaupmánna- höfn voru menn sammála um að markmaðurinn hefði staðið sig eins og hetja, en eftir því sem frá líður magnast sögurnar um að kvöldið fyrir leik hafi ís- lenska landsliðið gert fullnákvæmar rannsóknir á starfsemi Carlsberg og Tuborg. Því hafi Danir náð að hefna fyrir útreiðartúrinn fræga 1917. Hverjir klikkuðu nú? Vörnin sem brást Það á ekki að skamma útgerðar- menn fyrir nefndarálitið. Það er eins og að úthúða dönsku sókninni fyrir afhroðið í Köben. Það má vel vera að forkólfar LÍÚ hafi vælt og sífrað í nefndinni, en það var þeirra hlut- verk. Það var í þágu þeirra hags- muna sem þeim er trúað fyrir. Það á heldur ekki að skamma embættis- mennina sem voru settir í nefndina af ráðhprrum sinum. Þeirra hlutverk var að gera eins og þeim var sagt. Þeir sem þarf að rannsaka eru þess- ir sem áttu að verja hagsmuni ís- lensku þjóðarinnar, þeir sem voru í vörn fyrir okkur. Það eru Árni í markinu, Halldór sweeper og Davíð fyrirliði. Markús Möller Spurt og svaraö Er rétt ákvörðun að leggja Náttúruvemdarráð niður? "... Í" ; .; : 1 Katrin Fjeldsted, þingmaður Sjálfstœðisflokks. Tryggja verður samráð „f mínum huga skiptir mestu að stjómvöld leiti til fagfólks á sviði umhverfismála - og sé raunar skylt að gera það. En ekki síður verði leitað til áhuga- mannafélaga og almennings í umhverfismálum sem eru í eðli sínu viðkvæm og snerta alla. Um slíkt sam- ráð stjómvalda við frjáls félagasamtök á þessu sviði hef ég lagt fram þingsályktunartillögu, enda hafa fs- lendingar undirritað svokallaðan Árósasáttmála fyrir rúmum þremur áram. Samningurinn hefur þó enn ekki verið staðfestur á Alþingi. Náttúruverndarráð hefur veriö sameiginlegur vettvangur margra aðila á sviði umhverfismála en sjá má fyrir að hlutverki ráðs- ins megi komi fyrir með öðrum hætti en er í dag.“ Stefán Gíslason, umhverfisfr. Samb. ísl. sveitarfél. Boðar engin straumhvörf „Þessi ákvörðun boðar í mínum huga engin meiri háttar straum- hvörf. Á síðustu árum hefur Náttúru- vemd ríkisins að veralegu leyti tekið við því hlutverki sem Náttúruvemdarráð hafði áöur, það er að vera æðstu stjórnvöldum til ráðuneytis í umhverfismálum. Með þetta í huga má segja að eftir standi lítið af upphaf- legu hlutverki Náttúruverndarráðs. Á síðustu árum hafa ýmis félagasamtök á sviöi umhverfismála eflst mjög og má þar til dæmis nefna Landvemd og Náttúru- vemdarsamtök íslands. Ég tel að málflutningur þeirra samtaka hafi verið málefnalegur. Samtök þessi gegna mikilsverðu hlutverki í aliri þjóðfélagsumræðu um um- hverfismálin sem verður æ fyrirferðarmeiri." Steingrímur J. Sigfilsson, formaður VG. Nœr vœri að styrkja ráðið „Ákvörðunin er fráleit og síst má núverandi ríkisstjórn, með sinn svarta feril t umhverfismálum, við þvi aö missa það aðhald sem fólgið er í sjálfstæðu Nátt- úruvemdarráði. Jafnvel þó hlutverk þess og staða hafi að sumu leyti veikst á undanfórnum árum. Nær væri að styrkja ráðið og hlutverk þess, þannig að það væri öflugur og sjálfstæður vettvangur fyrir umhverfismál. Hlutverk Náttúruvemdarráðs má ekki hverfa alfarið inn í stofnanir sem heyra undir umhverfisráðherra í ljósi þess að núverandi rikisstjórn leggur þær stofnan- ir og einstaka embættismenn i einelti sem hafa sjálf- stæðar skoðamir, þora að gagnrýna stjórnvöld eða að komast að niðurstöðum sem eru þeim ekki að skapi.“ intýris er. Engin skynsamleg rök mæla með því að fara I framkvæmdir sem ekki standast einu sinni skyn- samlegt arðsemismat hvað þá, hvern- ig eigi að fjármagna öll þessi ósköp. En svo virðist sem ýmiskonar braskhugsunarháttur hafl verið að gerjast meðal margra fjáraflamanna um allt land sem æstir eru í að hefj- ast handa að framkvæma. Engu má þyrma, öllu má fórna jafnvel fyrir einhvern ávinning sem kannski kemur aldrei. Kannski þessar fram- kvæmdir verði aðeins til vandræða. Fyrir um það bil hálfri öld kvað skáldið Steinn Steinarr hið fræga ljóð sitt um Hallgrímskirkju. Þar lýs- ir hann á myndrænan hátt þegar húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir. Og Hallgrímur gamli seg- ir á sinn eftirminnilegan hátt I kvæð- inu: Húsameistari ríkisins: ekki meir, ekki meir. Mætti biðja virkjunarmeistara rík- isins að fara ögn sparlegar með leir- inn þegar þeir eru að gera líkön af virkjunum sínum. Það er ekki útséð hvað kemur út úr þessum áætlunum sem eru kannski ágætar vangaveltur - en þá fyrir skúffumar. Guðjón Jensson Ummæli Bubbi kóngur á síðasta orðið „Ég renndi yfir helstu atriði í álykt- unardrögum Lands- fundar Sjálfstæðis- flokksins. Þau eru vtst unnin að nokkru leyti í samvinnu við þau ráðuneyti sem flokkurinn stjórnar og ýmsa áhrifa- menn þar á bæ.... í sjávarútvegsmál- um er hamrað á að ná sátt í mála- flokknum. Sáttin er víðsfjarri og ekki í sjónmáli. Það vekur athygli mína hversu mörg léttvæg mál eru sett inn í þessi drög og stóru óþægi- legu málin varla sett á dagskrá. Þessi drög eru líka pöntuð af ráð- herrum flokksins, hent til fjölmiðla og kynnt. Hinn almenni flokksmaður hefur því ekkert um málin að segja. Svona virðist lýðræðið í Sjálfstæðis- flokknum vera. Bubbi kóngur ræður og á alltaf síðasta orðið.“ Vigdís Hauksdóttir I grein á Hriflan.is Skynsamlegar skattalækkanir „Skattalækkanir þær sem ríkisstjórnin hefur nú boðaö eru að mörgu leyti skynsam- lega hugsaðar. Tekju- skatturinn er lækkað- ur og það á að hvetja fyrirtæki til þess að bretta upp ermar og reyna að skila sem allra mestum hagnaði. Mjög ólík- legt virðist að skattprósentan verði lægri einhvern tíma í framtíðinni og fyrirtæki ættu því að koma sem mestu af „dulinni" eign í verð og hækka þannig skattstofninn." Benedikt Jóhannesson í grein i Vísbendingu. inras&TSK ÞCRNMSKI PRiÓ&LBQ-T R 5EM E&K\CCl MEE>RL *=?NINlf=?P?S> TVBIMlII? OKWI? LTPTi? \ETNNI •serN'f FWSlx* 'u±RX vesTUFS i K=7l_lr»f?N±Q Pðul vMson.Sea íhépMend bm B.Q? Ný hugsun - gamal- dags gjaldþrot Loksins þegar komið er fram á 21. öld skýtur þeirri hugsun upp í kolli borgaryf- irvalda að íbúarnir þurfi þak yflr höfuðið án þess að axla drápsklyflar sem fylgja einkaeignarstefnunni 1 hús- næðismálum, eða verða að borga okurleigu fyrir að standa ekki úti á berangrin- um. Þegar allt er siglt t strand í vanhugsuðu hverfl í Grafarholtinu kemur upp hugmynd um að bjarga klúðrinu með því að leyfa byggingar á fjölbýlishúsum með litl- um Sbúðum og mælst til að bygginga- fyrirtæki eða aðrir taki að sér að reisa þar leiguhúsnæði. Sem vænta má segja skipulagsyfir- völd þvert nei, enda neita burgeis- arnir þar staðfastlega að byggt sé yfir annað fólk en milljónamæringa sem geta montað sig af flottheitun- um á slðum gljápressunnar sem er leiðandi í islenskri húsagerðarlist. Liðið er á áttunda áratuginn síðan vitræn hugsun Héðins Valdimars- sonar varð að veruleika í verka- mannabústöðunum í Reykjavík og síðar Hafnarfirði. Þá skildu sveitar- stjórnarmenn sitt hlutverk og liðk- uðu fyrir þeim góðu framkvæmdum. En síðan ekki söguna meir. Framkvæmdanefnd byggingaáætl- unar festi sig strax I einkabraskinu með íbúðir og þá tók fyrst steininn úr þegar pólitíkusar, sem ekki ná því máli að vera kallaðir misvitrir, fundu upp félagslega íbúðakerfið sem er að knésetja sveitarfélög og Oddur Olafsson skrifar: hefur yfirleitt orðið öllum þeim sem nálægt þeim hús- um koma til skaða. Skyldur við íbúa Á 21. öld er því allt í einu hreyft á íslandi að S borgar- samfélögum séu leiguíbúð- ir reistar og reknar af öfl- ugum félögum. Búsetakerf- in eru skipulögð af sveitar- félögum og oftast leggja þau til stofiikostnað en síð- an eru þau rekin sem fjár- hagslega sjálfstæðar ein- ingar. En íleiri útfærslur eru á þess- um kerfum sem öðrum. Undirritaður heimsótti fyrir nokkru eina háborgaralegustu höf- uðborg Mið-Evrópu. Þar er íburður og glæsileiki nær yfirþyrmandi. Meðal þess sem vakti athygli út- nesjamannsins voru sambýlishús hér og hvar um borgina sem skört- uðu áberandi ártölum, allt frá fyrri hluta stðustu aldar fram að nútíma. Við eftirgrennslan kom í ljós að í húsunum voru leiguíbúðir sem reist- ar eru og reknar af sveitarfélaginu. Vínarborg á 80 af hundraði alls leiguhúsnæðis í borginni. Stjórnend- umir álíta það nefnilega eina af skyldum sínum að sjá borgarbúum fyrir sæmilegu og viðunandi hús- næði. Raunin er sú að margt efnahags- lega sjálfstætt fólk kýs heldur að leigja í tryggu húsnæði en að liggja með alla fjármuni sína í steinsteypu. Aílafé er síðan hægt að áxaxta á margan annan hátt eða njóta lífsins án kvíða fyrir næstu afhorgunum af^- húsbákninu. Sjálfgefið er aö leiguíbúðir í eigu borga, búsetasamtaka eða hlutafé- laga eru reknar eins og hver önnur fyrirtæki sem þurfa að standa undir sér. Það borgar enginn leiguna niður í gustukaskyni. Það er enginn vandi að reikna út hver er sanngjörn leiga svo að hvorki leigusali né leigutaki beri neinn skaða af. Að hinu leytinu er okurkörlum ekki sleppt lausum á fátækt fólk sem ekki hefur ráð á að eignast eigin íbúðir, eins og sjálfsagt þykir hér á landi. Stórhuga hégómi Væri einhver dugur í borgaryfir- völdum mundu þau láta náttröll stór- íbúða- og séreignastefnunnar daga* uppi í Grafarholtinu og kasta úreltri byggingasamþykkt og leggja fram nýja sem svarar kröfum markaðar. Ný hugsun á nýbyrjaðri öld er nauð- synleg ef koma á í veg fyrir frekari atgervisflótta. Skynsamleg húsnæð- isstefna er þýðingarmikil I því sam- bandi. í Reykjavík, sem víðar í þéttbýli, er nóg landrými innan bæjarmarka til að reisa mannvæn hús sem verða eftirsótt til að búa í án þess að tefla fjárhagslegu sjálfstæði einstaklinga í voða. Svo geta sprenglærð skipulagsséní og hugumstórir byggingameistarar vælt I holtaþokunni ofan byggðalínu og kyrjað þjóðsönginn sinn: ;,íslend-«. ingar vilja búa veglega", og haldið áfram að gera sjálfa sig og aðra gjald- þrota af stórhuga hégómagirnd. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fv. form. Náttúruvemdarráðs. Ákvörðunin röng „I Náttúruverndarráði sitja margir sérfræðingar með víð- tæka reynslu og þekkingu á sviði umhverfismála og ég hef talið það feng fyrir um- hverfisráðherra að hafa slíkt ráðgjafaráð sér til fulltingis. Ég hef aðallega heyrt þá skoðun hjá ráð- herranum sjálfum að ráðið sé óþarft þar sem hún geti leitað til undirstofnana í málaflokknum. Starf- semi Náttúruverndarráðs er öðruvísi en stofnana ráðuneytisins og tel ég að náin samvinna milli um- hverfisráðherra og ráðsins ætti að geta auðveldað henni að sinna þessum málum svo vel sé. Því tel ég þá ákvörðun að stefna að því að leggja Náttúru- vemdarráð niður vera ranga.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur gert heyrinkunnugt aö hún ætli aö leggja fram frumvarp á Alþingi í þá veru á næstunni? • H i i i 1 . : i i H i í I í I! i! i i í i Sí í H i i í t i , . í i ■ : , : : .; t; i i 11 ‘ _j_ ■ ' 1 1 Vceri einhver dugur í borgaryfirvöldum mundu þau láta nátttröll stóríbúða- og sér- eignastefnunnar daga uppi á Grafarholtinu og kasta úreltri byggingasamþykkt og ~ leggja fram nýja sem svarar kröfum markaðar. íiiiliii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.