Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2001, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2001 Tilvera I>'V 1 í f í Ö Ást á íslandi Vera Sörensen hefur opnað málverkasýningu í Gallerí Reykjavik, Skólavörðustíg 16. Um er að ræða olíumálverk. Vera tileinkar sýninguna ást sinni á íslandi og yrkisefnið er landslag sjór og kyrralif. Sýningin er opin á virkum dögum frá 13-18 og á laugardögum frá 11-16. Krár__________________________ ■ FÍDEL Á Gauknum í kvöíd verður hljómsveitin Fidel með tónleika. Strákarnir munu fljótlega senda frá sér sína fyrstu breiðskífu þannig að allir unnendur góörar tónlistar eru hvattir til að mæta. Bíó B FILMUNDUR SÝNÍR BLÁÁN ÉFT- IR KIESLOWSKI I kvöld sýnir Fil- mundur fyrstu myndina í þrfleik pólska leikstjórans Krzysztofs Kieslowskis sem er kenndur við liti franska fánans. Myndin sem um ræðir heitir Blár en á næstu mánuð- um verða Hvítur og Rauöur einnig á dagskrá Rlmundar. Litir franska fán- ans tákna frelsi, jafnrétti og bræðra- lag og í Bláum er frelsi einstaklings- ins skoöaö á einkar áleitinn og nær- göngulan hátt. Miöaverð er kr. 500 fyrir Filmundarfélaga og kr. 800 fyrir aðra. Sýningin hefst klukkan 22.30. Sýningar B B GARÐAR JÖKULSSON í DALBREKKU 16 Garðar Jökulsson heldur málverkasýningu í Dalbrekku 16, Kópavogi, í tilefni þess að hann hefur nýlega flutt vinnustofu sína þangaö. Húsnæðið er í vesturenda nýs húss, gegnt verslun 10-11 við Hjallabrekku. Sýningin er opin öll kvöld frá 18-22. Þetta er 32. einkasýning Garöars ogjafnframt sölusýning. ■ GUNNAR í LÓUHREIÐRI Óður tll lífsins er yfirskrift sýningar Gunnars 1. Guöjónssonar í veitingahúsinu Lóuhreiðri, Kjörgarði, Laugavegi 59, 2. hæð. Sýningin er haldin í tilefni af 60 ára afmæli listamannsins og 16 ára afmæli Lóuhreiðurs. Opið er frá 9-18. ■ FRÍÐA í LISTASAL MAN Fríða S. Kristinsdóttir vefari hefur opnað sýningu í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Þar eru ofin verk úr hör, pappír og vír og verk unnin meö blandaöri tækni, til dæmis handgerðum pappír, kókóstrefjum og geitarskinni. Sýningin er opin frá 6.-20. október. Mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. ■ GÍSLI SIGURÐSSON Í USTASAFNI KOPAVOGS Rætur í landi og list er heiti sýningar Gísla Sigurðssonar í Llstasafni Kópavogs. Verk hans eru unnin með blandaöri tækni. Þarna eru olíumálverk ásamt brotum úr svarthvítum Ijósmyndum, leturskrift og útskurði. Sumt er unnið á léreft, annað á pappír og nokkrar myndir á plexígler og krossviö. Innan í og saman viö er fléttað dagbókarbrotum, minnispunktum, latínutextum úr Crymogaeu Arngríms lærða, Eldritum séra Jons Steingrímssonar og Ijóö koma þar einnig fyrir. Fundir og fyrirlestrar m LISTAKLÚBBUR ÞJOÐLEIKHUSSINS Fyrsta dagskrá Listaklúbbs Þjóðleikhússins á þessum vetri er í kvöld. Hún er helguð breska leikskáldinu David Hare. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið opnar kl. 19.30. Öllum er heimill aðgangur. SJá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is Bíógagnrýni Melkorka Tekla Ólafsdóttir Fjallar um feril David Hare. Listaklúbburinn: David Sambíóin - Smali Time Crooks: ★ ★^ Misfyndnir smákrimmar Hare og leikrit hans Listaklúbbur Leikhúskjallarans hefur vetrardagskrá sína í kvöld og verður helguð breska leikskáldinu David Hare. Hann er af mörgum tal- inn einn fremsti leikritahöfundur Breta í dag. Fjögur leikrita hans hafa verið sett upp hér á landi, og hafa konur leikstýrt þeim öllum. Á dagskránni í kvöld mun Mel- korka Tekla Ólafsdóttir fjalla um David Hare og feril hans. Arnar Jónsson ljær skáldinu rödd og ílyt- ur valin brot úr viðtölum sem varpa ljósi á persónu hans og skoðanir. Kristín Jóhannesdóttir deilir reynslu sinni af sviðsetningunni á Ofanljósi og leikkonurnar Krist- björg Kjeld og Elva Ósk Ólafsdóttir sýna atriði úr sýningu Þjóðleikhúss- ins. Eftir hlé verða pallborðsumræð- ur, þar sem leikstjórarnir Vigdís Jakobsdóttir og Kristín Jóhannes- dóttir sitja fyrir svörum ásamt leikkonunum Kristbjörgu og Elvu Ósk, Mörtu Nordal sem lék i Bláa herberginu og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem lék í Ofanljósi. Dagskráin hefst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. DV-MYNDIR EINAR J. Framkaliiö Fjölmargir teikarar á öllum aldri taka þátt í sýningunni og var þeim aö sjálfsögðu vel fagnað i lokin. Verðlaunaleikrit frumsýnt: Vatn lífsins í P j óðleikhúsinu Starf leikhúsanna i borginni er nú komið á fullan skrið eftir sumar- leyfi og rekur hver frumsýningin aðra. Á fostudaginn var Vatn lifs- ins, verðlaunaleikrit Benónýs Ægis- sonar, frumsýnt á stóra sviði Þjóð- leikhússins en það fjallar um líf og störf íslenskrar alþýðu sem og betri borgara við upphaf síðustu aldar. Fjöldi fólks kemur fram í verkinu en með aðalhlutverkin fara hinir ungu og stórgóðu leikarar, Stefán Karl Stefánsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Höfundi óskað til hamingju Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri óskar höfundinum, Benóný Ægissyni, til hamingju að tjaldabaki. Nanna Kristín Nanna Kristín Magnúsdóttir, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í verkinu, hneigir sig fyrir áhorfendum. Glatt á hjalla Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri verksins, Stefán Karl Stefánsson sem fer með eitt aðalhlutverkanna og Benóný Ægisson, höfundur leikritsins, brostu út að eyrum að lokinni vel heþþnaðri frumsýningu. Small Time Crooks fjallar, eins og nafnið bendir til, um smákrimma. Sá smæsti er Ray (Allen), fyrrver- andi tugthúslimur, sem nú vaskar upp og dreymir stóra drauma um hið fullkomna bankarán. Konunni hans, Frenchy (Ullman), líst ekki á planið en félögum hans í vitgrönnu deildinni finnst hann snillingur. Planið er að félagarnir leigja - ekki húsnæði við hlið banka af því það gæti verið grunsamlegt - við hlið húss sem er við hliðina á banka. Þar setja þeir upp smákökubúð sem kona Rays rekur á meðan strákarn- ir grafa göng í kjallaranum 1 átt að bankanum. í stuttu máli fer ekkert á þann veg sem búist var við enda er erfítt að lesa uppdrætti á hvolfi. En þrátt fyrir óvænt óhöpp eru Ray og Frenchy ári síðar rikari en þau hafði nokkurn tíma dreymt um og þá vandast málin fyrst verulega. Frenchy vill verða klassadama með stil en kemst að því að það er ekki nóg að eiga fullt af peningum ef maður kaupir vitlausa hluti fyrir þá. Sem betur fer hittir hún sjarm- erandi listaverkasala, David (Grant), og ræður hann til að kenna sér góða siði. Á meðan þau flækjast um söfn og á tónleika og borða snigla og froskalappir saknar Ray gömlu góðu daganna og ostborgar- anna. Small Time Crooks byrjar afskap- lega vel, aðdragandinn að bankaráninu og atriðin í smáköku- búðinni og í kjallaranum þar undir eru mörg hver óborganleg. En miðj- an, sem að mestu leyti snýst um þau Frenchy og David (smákrimmavinir Rays hverfa alveg eftir fyrsta hálf- tímann), er ansi flöt og leiðinleg. Sagan nánast stoppar og grínið hverfur. Hugh Grant er alveg eins og venjulega, vandræðalegur og sætur og strýkur hárið frá enninu í tíma og ótíma (væri ekki gaman að sjá hann burstaklipptan!). Tracy Ullman er ágæt þegar hún leikur á móti Allen sjálfum, enda eiga þau nokkrar prýðilegar samræður („ef þú segir að ég sé gift snillingi þá hlýt ég að eiga fleiri en einn mann ...“) en á móti Grant er hún bara há- vær. Allen er sjálfum sér líkur þótt hann sé ekki í hlutverki hins móð- ursjúka menntamanns. Hann er pervisinn og ómögulegur og kvart- andi og kveinandi yflr hverju sem er. Sem betur fer tekur myndin kipp upp á við undir það siðasta þegar Ray planar nýtt rán með hjálp rugl- aðrar frænku, Frenchy (Elaine May). Þau atriði eru stórskemmti- leg, ekki síst vegna frábærs leiks Elaine May sem alltof sjaldan sést á tjaldinu. Allen ræður jafn vel við gaman- myndir og heimspekilega dramatík. Þegar Small Time Crooks er best er hún bráðfyndin og það var hlegið dátt í bíó annað veifið en inn á milli nær hún aðeins að vera miðlungs- góð. Eins mikið og ég dáist að Allen vildi ég að ég gæti mælt meira með myndinni en dyggir aðdáendur verða að bíða aðeins lengur eftir meistaraverki frá honum. Leikstjóri: Woody Allen. Handrit: Woody Allen. Framleiöandi: Jean Doumanian. Kvikmyndataka: Fei Zhao. Aöalleikarar: Woody Allen, Tony Darrow, Hugh Grant, George Grizzard, Jon Lovitz, Elaine May, Michael Rapaport, Elaine Stritch, Tracey Ullman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.