Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Side 22
34 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 75 ára Guðmundur Magnússon, Víkurbakka 34, Reykjavík. Haukur Sigurjónsson, Þinghólsbraut 1, Kópavogi. Gunnar Sigurðsson, Tjarnarbrú 16, Höfn í Hornafiröi. 70 ára Jóhanna Gunnarsdóttir, Furugrund 36, Kópavogi. Gunnar Bjartmarz, Merkjateigi 6, Mosfellsbæ. 60 ára Guðrún Garðarsdóttir, Langagerði 7, Reykjavík. Þorsteinn Valgeir Konráðsson, Fannafold 100, Reykjavík. Árný Arnþórsdóttir, Faxatúni 18, Garöabæ. Hulda Magnúsdóttir, Smyrlahrauni 43, Hafnarfirði. Sigríður J. Waage, Fögrusíðu 9c, Akureyri. Gunnar Sigurjónsson, Austurmýri 6, Selfossi. Aðalbjörg Jónsdóttir, Úlfljótsskála, Selfossi. Sigfús Guðmundsson, Vestra-Geldingaholti, Selfossi. 50 ára Bryndís Arnfinnsdóttir, Engjaseli 21, Reykjavík. Þórir Dan Jónsson, Starengi 116, Reykjavík. Sveinn Arason, Staðarhrauni 6, Grindavík. Betty Alexandra Joensen, Sunnubraut 24, Akranesi. Hólmfríður Jónsdóttir, Víðimýrarseli, Varmahlíð. Örn Grétarsson, Þóristúni 24, Selfossi. 40 ára Þórir Brynjúlfsson, Rekagranda 8, Reykjavík. Margrét Snorradóttir, Jörundarholti 141, Akranesi. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson útfararstjóri Bryndís Valbjamardóttir útfararstjórl Útfararstofa íslands Suöurhlíö35- Sími 581 3300 ailan sólarhrlnginn. www.Utforin.ÍS Smáauglýsingar DV 550 5000 Eiríkur Tómasson Jónsson, Gröf, Skil- mannahreppi, lést fimmtud. 18.10. að dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Ingveldur Lilja Sigurjónsdóttir, Mávahlíð 46, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtud. 11.10. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún Lovísa Sigurðardóttir, Vesturhól- um 1, lést á heimili sínu fimmtud. 18.10. Fólk í fréttum hH Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri Ágúst Guðmundsson kvikmynda- leikstjóri frumsýndi á laugardaginn mynd sína Mávahlátur í Háskóla- bíói við mjög góðar undirtektir. Starfsferill Ágúst fæddist í Reykjavík 29.6. 1947 og ólst þar upp. Hann útskrif- aðist frá Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins 1972, lauk BA-prófum í ís- lensku og frönsku við HÍ 1973 og út- skrifaðist í nám í kvikmyndagerð frá National Film & TV School, Beaconsfield, Bucks., Englandi 1977. Kvikmyndir Ágústs í fullri lengd eru Land og synir, 1980; Útlaginn, 1981; Með allt á hreinu, 1982; Gull- sandur, 1984; Dansinn, 1998 og Mávahlátur, 2001. Ágúst hlaut Silfurverðlaun í Ta- orima 1981 fyrir Land og syni; Menningarverðlaun DV 1982 fyrir Útlagann, og 1999 fyrir Dansinn, áhorfendaverðlaunin Lubeck-lins- una fyrir Gullsand 1984, verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku í Troia, Portúgal 1999 og fyrir bestu leik- stjórn í Moskvu 1999 fyrir Dansinn og fyrstu verðlaun á Kvikmyndahá- tíð í Reykjavík 1980 fyrir Litla þúfu. Leiknar sjónvarpsmyndir Ágústs eru Það var strið í heiminum, 1976; Skólaferð, 1978; Lítil þúfa, 1979; Flæðarmál, 1981; Gullna hliðið, 1984; Ást í kjörbúð, 1986; Litbrigði jarðarinnar, 1991; Tveir á báti - Jóla- dagatalið, 1992; Áramótaskaup, 1991, 1995 og 1996; Blöðruveldið, gaman- þættir, 1997; Herbergi 106, leiknir sjónvarpsþættir, 2000, og sjónvarps- myndir á ensku, Nonni og Manna, 1988 og Sædrekinn, 1990. Hann er höfundur og var leik- stjóri Tviskinnungsóperunnar sem sýnd var í Borgarleikhúsinu 1995. Fjölskylda Eiginkona Ágústs er Kristín Atla- dóttir, f. 9.7. 1961, kvikmyndafram- leiðandi. Dóttir Ágústs og Kristínar er Ið- unn Snædís, f. 23.9. 1995. Sonur Ágústs frá því áður var Guðmundur ísar, f. 16.10. 1985, d. 27.12. 1998. Sonur Kristínar frá því áður er Atli Hilmar Skúlason, f. 4.5. 1986. Alsystir Ágústs er Edda Vilborg Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1943, leik- kona í Reykjavík. Hálfsystir Ágústs, samfeðra, er Anna Katrín Guðmundsdóttir, f. 23.6. 1965, dagskrárgerðarmaður við Stöð 2. Hálfsystur Ágústs, sammæðra, eru Elísabet Waage, f. 12.6. 1960, hörpuleikari í Hollandi; Kristín Waage, f. 11.12. 1962, útgefandi í Hollandi. Foreldrar Ágústs eru Guðmundur Ágústsson, f. 2.9. 1918, fyrrv. fram- kvæmdastjóri kexverksmiðjunnar Frón, og Magnea Guðlaug Waage Hannesdóttir, f. 21.12.1922, húsmóð- ir. Ætt Guðmundur er sonur Ágústs, út- vegsb. og fiskmatsmanns í Birting- arholti í Vestmannaeyjum, Guð- mundssonar, útvegsb. á Þorkötlu- stöðum við Grindavík, Jónssonar, b. á Járngerðarstöðum, Gíslasonar. Móðir Guðmundar útvegsb. var Fimmtug Fimmtug Lovísa Guðrún Jóhannsdóttir starfsstúlka við dvalarheimilið Hlévang í Keflavík Lovísa Guðrún Jó- hannsdóttir, starfsstúlka við dvalarheimilið Hlé- vang i Keflavík, Heiðar- vegi 21 A, Keflavík, er fimmtug í dag. Fjölskylda Lovísa fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hún gift- ist 31.12. 1973 Erni Inólfssyni, f. 7.8. 1945, verslunarmanni við Húsa- smiðjuna í Keflavík. Hann er sonur Ingólfs Þórarinssonar sem lést 22.10. 2000, póstmanns, og Signýjar Ólafs- dóttur verslunarmanns. Stjúpbörn Lovísu: Ingólfur Arnar- son, f. 22.3. 1965, fiskeldisfræðingur í Ásgarði eystri en kona hans er Erna Rós Hafsteinsdóttir og eiga þau þrjú böm; Linda Margrét Arn- ardóttir, f. 10.10. 1967, verslunar- maður í Reykjavík. Sonur Lovísu er Pétur Reynir Jónsson, f. 12.4. 1972, húsasmiður í Keílavík, kvæntur Jóhönnu Björk Pálmadóttur og eiga þau eitt barn. Börn Lovísu og Arnar eru Signý Dröfn Arnardóttir, f. 8.7. 1973, hús- móðir í Kópavogi en maður hennar er Sigurður Heinisson og eiga þau tvö börn; Elín Arnardóttir, f. 17.11. 1975, húsmóðir i Keflavík. Merkir Islendingar Systkini Lovísu eru Unnsteinn Guðni, f. 12.1. 1947, tækjastjóri á Vogum á Vatnsleysuströnd; Sig- urður Gunnar, f. 10.3. 1948, bílsfjóri á Húsavík; Jón Pétur, f. 17.4. 1950, verslunarmaður á Akur- eyri; Regina Gunnhildur, f. 22.10. 1951, starfsstúlka hjá Heimilisþjónustu Kópavogsbæj- ar; Skarphéðinn Frímann, f. 8.6. 1953, húsvörður í Reykjavík; Jóna Arnbjörg, f. 1.8. 1954, sjúkraliði á Kjalarnesi; Anna Rósa, f. 24.11.1958, verkakona á Akureyri; Anna Ása, f. 24.11.1956, d. 11.8. 1957; María Krist- ín Kristjánsdóttir, f. 22.8. 1955, bóndi að Auðnum i Laxárdal; Guð- mundur Aðalsteinn Sigurðsson, f. 6.12. 1963, sjómaður á Dalvík; Krist- ín Sigurðardóttir, f. 23.12. 1964, leik- skólakennari á Akureyri; óskírð stúlka, f. 22.10. 1967, d. 23.10. 1967. Foreldrar Lovísu: Jóhann Ferdinad Gunnlaugsson, f. 30.11. 1920, d. 20.11. 1980, kaupmaður, og Hildur Pétursdóttir, f. 22.2. 1926, húsmóðir. Lovísa og Regína, tvíburasystir hennar, verða á bernskuslóðum á afmælisdaginn. Helga, systir Katrínar, langömmu Ólafar, móður Páls Bjarnasonar arkitekts. Helga var dóttir Þórðar, b. á Járngerðar- stöðum Einars- sonar, og Gróu Jónsdóttur, ætt- föður Járnagerð- isstaðaættar, Jónssonar. Móðir Ágústs í Birting- arholti var Guð- laug, dóttir Ein- ars, b. i Stóra- Nýjabæ, Sæ- mundssonar, og Guðlaugar Þórar- insdóttur. Móðir Guð- mundar var Ing- veldur, systir Ingibjargar, ömmu Einars Más Guð- mundssonar rithöfundar. Ingveldur var dóttir Gísla, b. á Syðri-Brúna- völlum á Skeiðum Vigfússonar, b. á Reykjum, bróður Ingunnar, langömmu Grétars Fells rithöfund- ar og Þorgeirs, afa Péturs Gunnars- sonar rithöfundar. Vigfús var sonur Eiríks, ættfóður Reykjaættar, Vig- fússonar. Móðir Ingveldar var Vil- borg Jónsdóttir, b. í Hellukoti i Stokkseyrarhreppi, Jónssonar, b. á Ásgautsstöðum, Jónssonar, b. á Leiðólfsstöðum, bróður Bergsteins, langafa Helgu, langömmu Játvarðs Jökuls Júlíussonar rithöfundar. Bergsteinn var einnig langafi Sig- ríðar, langömmu Júlíu, móður Sveinbjörns I. Baldvinssonar rithöf- undar. Jón var sonur Ingimundar, b. á Hólum Bergssonar, ættfóður Bergsættar Sturlaugssonar. Magnea er systir Ástu, móður Margrétar Rúnar Guðmundsdóttur, kvikmyndagerðarmanns í Þýska- landi. Magnea er dóttir Hannesar, fiskmatsmanns Hreinssonar, b. á Bryggjum í Landeyjum Skúlasonar. Móðir Hannesar er Þórunn Guð- mundsdóttir. Móðir Magneu var Vilborg Guð- laugsdóttir, b. í Hallgeirsey Gísla- sonar, b. þar Jónssonar. Regína G. Jóhannsdóttir starfsstúlka við Heimilisþjónustu Kópavogsbæjar Regína Gunnhildur Jó- hannsdóttir, starfsstúlka við Heimilisþjónustu Kópavogsbæjar, Digra- nesvegi 14, Kópavogi, er flmmtug i dag. Starfsferill Regína fæddist á Dal- vík og ólst þar upp. Hún giftist 20.5. 1972 Sævari Má Ólafssyni, f. 16.12. 1949, starfs- manni hjá Kerfóðrun. Hann er son- ur Ólafs Jónssonar og Iðunnar Kristjánsdóttur sem bæði eru látin. Börn Regínu og Sævars eru Ólaf- ur Már Sævarsson, f. 18.10.1971 og á hann eitt barn; Jón Gunnlaugur Sævarsscm, f. 16.7. 1972 en kona hans er Helga Guðmundsdóttir og eiga þau eitt barn; Hildur Ása Sæv- arsdóttir, f. 7.8.1974 en maður henn- ar er Kjartan Þór Þorvaldsson og eiga þau eitt barn. Stjúpdóttir Regínu er Vilborg Ása, f. 10.7. 1971 en maður hennar er Valur Sæþór Valgeirsson og eiga þau þrjú börn. Systkini Regínu eru Unnsteinn Guðni Jóhannsson, f. 12.1. 1947, tækjastjóri á Vogum á Vatnsleysu- strönd; Sigurður Gunnar Jóhanns- son, f. 10.3.1948, bílstjóri á Húsavík; Jón Pétur Jóhannsson, f. 17.4. 1950, verslunarmað- ur á Akureyri; Lovísa Guðrún Jóhannsdóttir, f. 22.10. 1951, starfsstúlka við dvalarheimilið Hlé- vang í Keflavík; Skarp- héðinn Frímann Jó- hannsson, f. 8.6.1953, hús- vörður í Reykjavík; Jóna Arnbjörg Jóhannsdóttir, f. 1.8. 1954, sjúkraliði á Kjalarnesi; Anna Rósa Jóhannsdóttir, f. 24.11. 1958, verkakona á Akmeyri; Anna Ása Jóhannsdóttir, f. 24.11. 1956, d. 11.8. 1957; María Kristín Kristjáns- dóttir, f. 22.8. 1955, bóndi að Auðn- um í Laxárdal; Guðmundur Aðal- steinn Sigurðsson, f. 6.12. 1963, sjó- maður á Dalvík; Kristín Sigurðar- dóttir, f. 23.12. 1964, leikskólakenn- ari á Akureyri; óskírð stúlka, f. 22.10. 1967, d. 23.10. 1967. Foreldrar Regínu: . Jóhann Ferdinad Gunnlaugsson, f. 30.11. 1920, d. 20.11. 1980, kaupmaður, og Hildur Pétursdóttir, f. 22.2. 1926, húsmóðir. Regína og Lovísa, tvíburasystir hennar, verða á bernskuslóðum á afmælisdaginn. Kristmann Guðmundsson rithöfundur fæddist á Þverfelli i Lundarreykjadal í Borgarfirði 23. október 1901. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar skipstjóra, sem bjó á Helgastöðum í Reykjavík, og Sigríðar Björnsdóttur. Kristmann stundaði nám viö Sam- vinnuskólann í Reykjavík, var við nám í Voss, Lofthus og Árnes í Noregi og sótti tungumálanámskeið í Ósló, Vínarborg, London og Kaupmanna- höfn. Kristmann fór til Noregs 1924 og var þar búsettur til 1939 en var auk þess í Danmörku og Vínarborg. Hann skrifaði fjölda skáldsagna á norsku, s.s. ættar- og ást- arsögumar Livets morgen, 1929, Den blá kyst, Kristmann Guðmundsson 1931, og Gudinden og oksen, 1938, sem allar voru þýddar á íslensku, (Morgun lífsins, 1932, Ströndin blá, 1940, og Gyöjan og ux- inn, 1954.) Á íslensku samdi hann m.a. skáldsögumar Félaga konu, 1947, og Þokuna rauðu, 1950, auk smásagna, leikrita og endurminninga, s.s. ísold hina svörtu. Eftir að Kristmann kom aftur til ís- lands bjó hann lengi í Hveragerði og síðan í Reykjavik. Kristmanni var ást- in mjög hugleikin. Hann naut tölu- verðra vinsælda en var engu að síður mjög umdeildur höfundur og að margra dómi reyfarakenndur. Steinn Steinarr skrifaði t.d. afar óvæginn dóm um Félaga konu. Kristmann lést 1983. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.