Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2001, Blaðsíða 24
44 FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001 Tilvera iy%r ífiö Anna Pálína í Salnum Hjónin Anna Pálina Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, ásamt nokkrum félögum sínum, halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Sérstakur gestur er Kristinn Árnason gítarleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Þar verður flutt brot af því besta! Tonlist ¦ MUUNN I kvöld leika í Húsi mál- arans þeir Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson, kontrabassi, Davíö Þór Jónsson, píanó, Elrikur Orri Ólafsson, trompet, Hlynur Aöils Vílmarsson, tölva, o.fl. Þeir hefja leik kl. 21. ¦ layyAMBi k vídalín Trióið Jazzandi leikur á Vidalín í kvöld. Þaö skipa Slgurjón Alexanderson, Sigurdór Guömundsson og Gestur Pálmason ¦ SINFÓNÍAN í HÁSKÓLABÍÓI Píanókonsert nr. 2 og sinfónía nr. 6 eftir Pjotr Tsjajkovskíj. veröa fluttir á sinfóníutónleikum i Háskólabíói í kvöld sem hefjast kl. 19.30. Hljóm- sveitarstjóri er Alexander Anissimov og einleikari Borís Berezovskíj. ¦ ÚTÓPÍA OG NORÐANPILTAR Hljómsveitin Utópía er í tónleikaferð og spilar í Verkmenntaskólanum, Akureyri í kvöld með Norðanpiltum. Leikhus ¦ MEÐ VIFH) I LUKUNUM A stóra sviði Borgarleikhússins verður í kvöld leikritið Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Coone og hefst kl. 20. ¦ PÍKUSÖGUR Þrjár leikkonur flytja verkið Píkusögur á þriðju hæð Borg- arieikhússins kl. 20 í kvöld. ¦ SYNGJANDI í RIGNINGUNN Syngjandi í rigningunni verður sýnt í Þjóbleikhúsinu í kvöld, kl. 20. ¦ VERÖLDIN ER VASAKLÚTUR The lcelandic Take Away Theatre sýnir í kvöld, kl. 21, í Kafflleikhús- inu verkiö Veröldin er vasaklútur. Kabarett ¦ O. BORG MIN BORG Sýningin O, borg mín borg með þeim Magnúsi Eiríkssyni og Kristjáni Kristjánssyni verður flutt í kvöld á Hótel Borg. Fyrir börnin n KOTTUR I NORRÆNA HÚSINU Sýn- ingin Köttur úti í mýri verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Þar er að fmna fjölda fallegra verka eftir norræna listamenn. Fundir og fyririestrar ¦ TIL MOTS VIÐ NYJA KYNUFSSHDFRÆÐI Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir mun flytja fyrirlestur í dag kl. 17. Hann heitir „Til móts við nýja kynlífs-siðfræði" og verður í V stofu aðalbyggingar HÍ. ¦ GILFÉLAGH) TIL FRAMTÍÐAR Opinn félagsfundur í Deiglunni i kvöld um umsýslu Gilfélagsins og undirbúning listasumars 2002. ¦ SKARTGRIPASÝNING Fríða gullsmiöur opnar skartgripasýningu í versluninni Spaksmannsspjörum Bankastræti 11, kl. 20- 22 í kvöld. ¦ RABBKVÖLP MEÐ MEGASI Rabbkvöld verður með Megasi í Nýló í kvöld. Þar ræðir hann um landsins gögn og nauðsynjar. ¦ KRISTINN E HRAFNSSON í SLUNKARIKI Svning Kristins E. Hrafnssonar,- Síðasta stund og nokkur önnur verk er i Slunkaríki á Isafirði þessa dagana en lýkur þann íslendingar á maraþonflutning á óperum Wagners: Heppin að fá úthlutað miðum - segir Selma Guðmundsdóttir, formaður Wagnerfélagsins Tónlist Richards Wagners mun hljóma nær samfellt í hálfan mánuð í Staatsoper unter den Linden í Berlín um páskaleytið næsta ár er öll stærstu verk þessa mesta óperu- skálds sögunnar verða flutt. Hljóm- sveitarstjóri allra sýninganna verö- ur Daniel Barenboim og leikstjóri Harry Kupfer. Nokkrir íslendingar verða meðal þeirra sem verma munu sæti óperunnar meðan á þess- um maraþonflutningi stendur því Selma Guðmundsdóttir, píanóleik- ari og formaður Wagnerfélagsins á íslandi, gat útvegað sínum félags- mönnum fáeina miða. Að hennar sögn varð mikill fögnuður í hópnum og níu miðar af þeim tíu sem henni stóðu til boða runnu út. „Mér skilst að það sé þræluppselt á þetta allt saman og ég veit að þeir sem eru búnir að tryggja sér miða hlakka mikið til," segir hún. Sjálf kveðst hún ekki fara að þessu sinni enda hafi hún bæði farið í óperuferð til Berlínar og á hina árlegu Wagnerhátíð í Bayreuth á síðasta sumri. „Ég ætla að sitja þetta af mér núna þótt ég geri það með viss- um trega," segir hún. „Berlín er stórkostleg borg og það er heilt æv- intýri að geta verið þar í tvær vikur og séð all- an Wagner." Mikið efni að innbyrða Sehna segir að hver ópera taki 4-5 klukkutíma í flutningi, nema Hollendinginn fljúgandi sem er ívið styttri. Niflungahringurinn er í fjór- um óperum sem heita Rínargullið, Valkyrjan, Siegfried og Ragnarök. Hinar eru Tannháuser, Lohengrin, Hollendingurinn, Meistarsöngvarn- ir frá Ntirnberg, Tristan og Isold og Parsifal. Sú siðastnefnda var síðasta óperan sem Wagner samdi. Selma viðurkennir að svona sýningar kalli á langar setur og sumum finnist þetta lika einum of mikið efni að innbyrða á jafn skömmum tíma og tveimur vikum. „í Bayreuth sl. sum- ar sá ég allan Niflungahringinn og Lohengrin á sex dögum. Það var stórkostlegt en mátti ekki vera mik- ið meira. Þetta er svo mikið að hugsa um. Ég býst við að fiestir sem fari á þessa Wagnerhátíð í Berlín þekki allar óp- erurnar og komi að þeim sem góð- um kunningjum. Reyndar eru upp- setningar nú til dags, einkum í Þýskalandi, oft ögrandi og það kall- ar á mikla úrvinnslu og umhugsun. Þegar maður er farinn að þekkja textann skynjar maður þegar leik- stjórinn er að gera eitthvað sem stangast á við þann skilning sem maður hefur sett i verkið. Þá veltir maður þvi lika fyrir sér hvað Wagner hafi í raun verið að meina. Það eru til svo margs konar túlkan- ir. Eflaust verða margir forvitnir um það hvernig Lars von Trier muni takast upp, en hann hefur tek- ið að sé að leikstýra nýrri upp- færslu á Nifiungahringnum í Bayreuth árið 2006." Sætin fín Nú beinist talið að nytsömum hlutum eins og þvi hvernig sætin séu í Staatsoper í Berlin og hvað svona 10 sýninga pakki kosti. Selma segir óperuhúsið afar glæsilegt í alla staði, með fínum sætum og afar Formaður Wagnerfélagsins með óperuskáldið sér við liliö Selma Guömundsdóttir píanóleikari stofnaöi félagiö ásamt fleirum eftir aö brot út Nifl- ungahringnum var sýnt hér á landi. um hljóm- burði. Miðar á hverja sýningu geti kostað frá 6-15 þús- und, eftir því hvar setið er. „Ég held þetta séu svona 130 þúsund krónur sem hver og einn úr okkar hópi þarf að leggja út fyrir miða, því við fengum frekar Maður Irfandi Hvar er bíllinn? „Er billinn langt í burtu?" spurði afgreiðslustúlkan þegar ég var komin með svo voldugan að- ventukrans í fangið að ég sýndist fremur smá í samanburði við hann. „Ég á ekki bíl" sagði ég um leið og ég gekk út úr búðinni. Síð- an dröslaðist ég með kransinn minn niður Laugaveginn. Þetta gekk ágætlega hjá okkur, enda hef ég náð talsverðri leikni í burði. Það sem aðrir setja i bílinn sinn ber ég í fanginu. Ég á ekki bíl og mig langar ekki í bíl. Ég verð ekki fyrir tilfinnan- legu tapi af þessu eignarleysi. Eina sem ég finn fyrir er að ég fæ ekki lengur nýja símaskrá árlega. Áður fyrr sótti maður hana á pósthúsið. Nú á maður að sækja hana á bens- ínstöðvar. Þar hef ég aldrei við- komu. Þess vegna er símaskrá heimilisins tveggja ára gömul. Trufiar mig lítið. Ég hef aldrei ver- ið sérlega sólgin í spjall við ókunn- uga. Ég á sennilega eftir að komast í gegnum lífið án þess að taka bíl- próf. Mér finnst það þægileg til- finning þótt mér þyki reyndar yfir- leitt ágætt að fá far með vinunum. Ég skil reyndar ekki að til sé eitt- „Ég á sennilega eftir að komast ígegnum lífið án þess að taka bílpróf. Mér finnst það þœgileg tilfinning þótt mér þyki reyndar yfirleitt ágætt að fá far með vinun- um. Ég skil reyndar ekki að til sé eitthvað sem heitir fallegur bíll. Og mig hefur aldrei langað til að setjast við stýrí og keyra. Svo held ég bara að ég gæti það ekki." góð sæti. Svo er auðvitað flug og gisting þar fyrir utan. Fólk annast það hver fyrir sig." Wagner sótti efni til Islands Wagnerfélagið á íslandi var stofrt- að 1995 og í því eru um 150 manns. Selma rekur aðdraganda stofnunar- innar: „Ég sat i stjórn Listahátíðar árið 1994 og þar sem ég og maður- inn minn, Árni Tómas Ragnarsson, læknir, vorum orðin smituð af Wagneráhuga eftir að hafa farið á Wagnerhátíðina í Bayreuth þá leit- uðum við til yfirmanna við óperuna þar um aðstoð við að koma Wagner á svið á íslandi. Sonarsonur tón- skáldsins, Wolfgang Wagner, lagði það til að við tækjum Niflunga- hringinn og sýndum brot úr honum. Tengsl Niflungahringsins við ísland eru mjög sterk. Tónskáldið sækir söguefni óperanna í íslenskar forn- bókmenntir, einkum Eddukvæðin, Snorra Eddu og Völsungasögu auk þess sem textinn og tónmálið eru undir sterkum áhrifum af íslensk- um kveðskaparháttum. Við gerðum eina kvöldsýningu þar sem brot úr Niflungahringnum voru flutt og at- riðin^Jengd saman með töluðum textaSþannig að úr varð samfelld sýning' sem gaf góða mynd af þessu stórbrotna verki og augljósum tengslum þess við bókmenntaarf okkar. Þessi sýning þjappaði saman áhugamönnum um Wagner hér heima og félagið var stofnað. Það hefur síðan staðið fyrir myndbands- sýningum, tónleikahaldi og fyrir- lestrum en það sem merkast er telst án efa útkoma bókarinnar Wagner og Völsungar sem Árni Björnsspn þjöðháttafræðingur skrifaði um þessi tengsl Wagners við ísland og út kom hjá Máli og menningu í fyrra." Mikil forréttindi Selma segir margt skemmtilegt fólk vera í Wagnerfélaginu og sakir kunningsskapar við yfirmenn Bayreuth-óperuhússins sem sýni eingöngu Wagner, hafi félagið ár- lega fengið nokkra miða á hátíðina þar. „Fyrir almenning um allan heim er yfirleitt svona 7-8 ára bið- tími eftir miðum. Svo þetta eru mik- il forréttindi," segir hún að lokum. -Gun. Kolbrúii Bergþórsdóttir skrifar. hvað sem heitir fallegur bíll. Og mig hefur aldrei langað til að setj- ast við stýri og keyra. Svo held ég bara að ég gæti það ekki. Ég er of utan við mig. Dæmigert fyrir mig að keyra niður næsta mann. í því vil ég sannarlega ekki lenda. Ég á lika i nógu miklum vandræðum i umferðinni. Tvisvar í viku kemst ég nálægt því að ganga fyrir strætó. Stundum hugsar maður svo mikið að maður sér bara hugs- anir. Vont hvað þessar hugsanir skila sér illa í raunveruleikanum. En það er náttúrlega allt annað mál. Ég þarf ekki á bil að halda frem- ur en kettlingi eða gullfiskum. I fjarlægðum mælt takmarkast heimur minn við Hjarðarhaga - Þverholt - Þverholt - Hjarðarhaga. Um daginn rambaði ég upp í stræt- isvagn sem bar mig í aðra átt en ég ætlaði. Hann keyrði að því mér fannst endalaust og ég sá bæði Breiðholtið og Grafarvoginn. Reyndar ekki í fyrsta sinn, en i fyrsta sinn í langan tima. Það var mikil ævintýraferð. Samt varð ég mikið fegin þegar ég komst aftur niður í minn bæ. Sennilega er ég bara lítið fyrir langferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.