Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 14
14 Útlönd FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 I>V REUTER-MYND John Ashcroft Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna finnst í lagi að draga útlendinga fyrir leynilega herdómstóla. Ashcroft ver leynidómstólana John Ashcroft, dómsmálaráö- herra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að landið ætti í stríði og hélt uppi vömum fyrir leynilega her- dómstóla og aðrar nýjar aðferðir sem stjórnvöld beita til að verja landið fyrir árásum erlendra hryðjuverkamanna. „Við gætum þess mjög vel að brjóta ekki stjórnarskrárvarin rétt- indi á sama tíma og við björgum lífi Bandaríkjamanna,“ sagði Ashcroft við yfirheyrslur í Bandaríkjaþingi. Yfirheyrslunum var ætlað að skoða hvort eitthvert vit væri í að- gerðum stjómvalda og hvort þær stæðust lög. Mörg hundruð útlend- ingar hafa verið handteknir i kjöl- far hryðjuverkaárásanna í septem- ber og samtöl sumra hinna grunuðu og lögmanna þeirra hafa verið hleruð. Skoðanakannanir sýna víö- tækan stuðning almennings við að- gerðir sem þessar. Ríki heita aöstoö við endurreisnina Tveggja daga ráðstefnu um aöstoð við endurreisnarstarfið i Afganistan lauk í Berlín í gær með því að Vest- urlönd hétu að leggja sitt af mörk- um. Þá voru leiðtogar Afgana hvatt- ir til að gera sitt til að tryggja frið- samlega framtíð í landinu. „Afganar munu gegna lykilhlut- verki í endurreisn og þróun Afganistans,“ sagði í yfirlýsingu frá þýska utanríkisráöuneytinu sem hélt ráðstefnuna. Háttsettur embættismaður Sam- einuðu þjóðanna sagði fréttamanni Reuters að frá marsmánuði á næsta ári þyrfti að minnsta kosti 600 millj- ónir dollara til hjálparstarfsins. Þær milljónir bætast ofan á 660 milljónir dollara sem þjóðir heims höfðu lofað að veita i aðstoð sex mánuðina þar á undan. Embættismaðurinn, Kenzo Os- hima, sagði að sex milljónir manna innan Afganistans þyrftu á aðstoð að halda, auk mikils fjölda flótta- manna í bæði íran og Pakistan. Um fimmtungur Afgana hefur farið á vergang vegna óaldar. ísraelar héldu áfram loftárásum í morgun eftir tveggja daga hlé: Átján særðust í árás á lögreglustöð ísraelskar orrustuþotur gerðu árla í morgun loftárásir á aðalbækistöðvar palestínsku lögreglunnar í borginni Gaza með þeim afleiðingum að átján manns slösuðust og tvær fjögurra hæða byggingar gjöreyðilögðust. Þeir sem slösuöust voru flestir óbreyttir borgarar og voru björgunarsveitir enn að leita í rústunum þegar síðast fréttist. Árásin var gerð eftir tveggja daga hlé á loftárásum, sem helst hefur ver- ið beint að bækistöðvum lögreglu- og öryggissveita Palestínumanna í kjöl- far sjálfsmorðsárásanna um síðustu helgi. Verður árásin að teljast nokkuð óvænt þar sem fyrirhugaður var fund- ur með fulltrúum stríðandi fylkinga og bandaríska samningamanninum Anthony Zinni seinna í dag og helst talið að tilgangurinn hafi verið að auka þrýstinginn á Yasser Arafat. t kjölfar árásarinnar sótti ísraelsk skriðdrekasveit inn i suðurhluta Gaza-svæðisins, þar sem tveir Palest- Stuðningsmenn Arafats ísraelar gera Yasser Arafat erfitt fyrir í baráttunni gegn hryðjuverkunum, með áframhaidandi loftárásum. ínumenn voru handteknir, en að sögn palestínskra yfirvalda mun annar þeirra hafa verið starfsmaður palest- ínsku leyniþjónustunnar en hinn palestínskur blaðamaður sem her- mennirnir handtóku eftir að þeim hafði mistekist að hafa hendur í hári bróður hans, sem mun vera meðlimur Hamas-samtakanna. Engar upplýsingar fengust um til- gang árásarinnar hjá ísraelskum hemaðaryfirvöldum, en talsmaður hersins sagði þó að þeim hefði verið beint gegn lögregluyfirvöldum sem grunuð væru um að veita hryðju- verkamönnum aðstoð og skjól. Að sögn fulltrúa palestínsku örygg- issveitanna í Gaza kemur þessi árás ísraelsmanna á versta tíma eftir að palestínska lögreglann frá sömu lög- reglustöð hefur þurft að berjast gegn vopnuðum stuðningsmönnum Hamas- samtakanna í gær. „Þetta á aðeins eft- ir að auka á ofbeldið og veikja stöðu lögreglunnar," sagði fulltrúinn. REUTER-MYND Leikiö viö gæludýr heimilisins Þaö fer greinilega vel á með þessari ungu stúlku frá Bangladess og heimilisapanum hennar þar sem þau iéku sér saman í höfuðborginni Dhaka í morgun. Atvinnulaus faðir stúikunnar aflar fjár til matarkaupa með því að leika sér við apann úti á götum höfuðborgarinnar. Með því tekst honum að aura saman um tvö hundruö krónum á dag. Thule ekki endurskoðað Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerk- ur, sagði í danska þinginu í gær að ekki væri ástæða til að endurskoða samning- inn sem gerður var við Bandaríkjamenn um herstöðina í Thule. Fulltrúar Grænlands á danska þinginu töldu að svo væri. Miltisbrandur í bréfi Bandaríski seðlabankinn til- kynnti í gær að fundist hefði bréf, sem líklegast inniheldur miltis- brand, í sérstakri póststöð þangað sem grunsamleg bréf voru flutt. Vernda ekki Mladic Yfirmaður júgóslavneska her- ráðsins neitaði því i viðtali í gær að júgóslavneski herinn héldi hlífi- skildi yfir Ratko Mladic, fyrrum hershöfðingja Bosníu-Serba og ákærðum stríðsglæpamanni. Sak- sóknari stríðsglæpadómstóls SÞ hafði haldið því fram. Róstur á Sri Lanka Stjórnvöld á Sri Lanka hafa sett á útgöngubann í miðhluta landsins eftir að róstur brutust út í kjölfar morða á tólf stuðningsmönnum stjórnarandstöðuflokks múslíma í kosningunum í vikunni. Skipa bin Ladens leitað Bandaríski sjóherinn leitar nú 23 kaupskipa, sem talin eru i eigu al- Qaeda-hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, um öll heimsins höf og í höfnum víða. Páfi fagnar evrunni Jóhannes Páll páfi fagnaði því í gær að hinn nýi gjaldmiðill, evran, skyldi verða tekinn í notkun í tólf lönd- um Evrópusam- bandsins um ára- mótin. Páfi sagði að það væri mikilvægt skref i átt til þess að stofna raunverulegt samfé- lag þjóðanna. Evran verður meðal annars tekin upp á Ítalíu. Prinsessan skirð Aiko Nýfædd dóttir japanska krón- prinsins var skírð í morgun og var gefið nafnið Aiko, sem þýðir „mann- eskja sem elskar aðra“. Það var Aki- hito keisari, afi litlu stúlkunnar, sem gaf henni nafnið. Stúlkan gæti orðið fyrsta konan til að fá keisara- tign ef lögum verður breytt. • Kjúlclincjijr og lcólc • Kjúlclingur og lcólc • Kjúlclingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.