Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Síða 15
1- 15 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001___________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Síöustu meginvígi talibana í Afganistan fallin: Uppgjöf í Kandahar og Tora Bora einnig á valdi Noröurbandalagsins Hersveitir talibana í Kandahar, síð- asta höfuðvígi talibanahreyfingarinn- ar í Afganistan, byrjuðu í morgun að afhenda vopn sín samkvæmt uppgjaf- arskilmálum sem samþykktir voru af foringum hersveita andstæðinga þeirra í gær, þar sem gert var ráð fyr- ir að talibanar gæfust skilyrðislaust upp og hermenn þeirra afhentu sér- skipuðu ráði samansettu af ættbálka- foringjum, íslömskum fræöimönnum og fyrrum foringjum mujaheddin- hreyfingarinnar öU vopn sín. Það var nýskipaður leiðtogi nýrrar bráðabirgðaríkisstjórnar Afganistans, Hamid Karzai, sem fundaði með for- ingjum talibana í Kandahar í gær, en engar fréttir voru af afskiptum MuUah Mohammad Omars, trúarleið- toga talibana eða nánustu aðstoðar- manna hans af samningunum, en hingað til hefur Omar skipað mönn- um sinum að berjast tU síðasta blóð- dropa. Talibönsku samningamenn- irnir höfðu þó farið fram á sakarupp- gjöf til handa trúarleiðtoganum, sem Bandaríkjamenn hafa aftur á móti al- Bandarískur sérsveitarmaður í fullum skrúöa Bandarískar sérsveitir hafa veriö hersveitum andstæðinga taiibana til trausts og haids í Kandahar og Tora Bora, en bæöi svæöin eru nú á valdi hersveita Noröurbandaiagsins. gjörlega hafnað, en Karzai sagði í gær að auðvitað yrðu æðstu foringjar tali- bana að sæta ábyrgð. „Verði þeir fundnir sekir verða þeir afhentir al- þjóðlegum dómstólum," sagði Karzai. Donald Rumsfeld, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að foringjar talibana og al-Qaeda-samtak- anna þyrftu ekki endUega að koma fyrir bandaríska dómstóla, heldur væri aðalatriðið að færa þá réttvís- inni og dæma í málum þeirra. Samkvæmt nýjustu fréttum mun vígi talibana í Tora Bora einnig faUið, eftir viku-umsátur og stöðugar sprengjuárásir Bandaríkjamánna. Að sögn Mohammad Habeels, talsmanns Norðurbandalagsins, náðu hersveitir þeirra aðalbækistöð al-Qaeda-samtak- anna á sitt vald seint í gærkvöldi og þar með aðalheUasvæðinu. „MestaUt Tora Bora-hérað er á okkar valdi, en ekkert hefur enn sést tU bin Ladens. Hann hefur ekki sést á svæðinu síð- ustu daga og ef hann hefur verið hér þá er hann eflaust flúinn til Pakist- ans,“ sagði Habeel. REUTER-MYND Á vakt við moröstaöinn Lögregla gætir innkeyrstunnar aö plastverksmiðjunni í indiana i Bandaríkjunum þar sem óánægður starfsmaður drap vinnufélaga sinn áöur en hann svipti sig lífi. Drap vinnufélaga og sjálfan sig Óánægður starfsmaður í plast- verksmiðju í Indiana í Bandaríkjun- um skaut samstarfsmann sinn til bana í gær og særði sex aðra áður en hann svipti sig lífi. Vopnaðir lögregluþjónar sátu um verksmiðjuna í tvær klukkustundir í gær eftir að skothríðin hófst. Fyrstu fréttir hermdu að 35 manns hefðu orðið fyrir skotum. Dagblað í Indiana sagði að byssu- maðurinn hefði lent í rifrildi við samstarfsmann sinn og verið send- ur heim til að róa sig í nokkra daga. Hann hafði þá í hótunum og kom aftur um þremur stundum síðar vopnaður haglabyssu. REUTER-MYND Hraust kona í Pétursborg Hin 72 ára gamla Ljúdmíla Túmasova lætur sig ekki muna um aö bregöa sér út í ískalda ána Nevu í miðborg Pétursborgar í Rússlandi til aö fá sér baö. Hitastigið var mínus tíu gráöur þegar þessi mynd var tekin i gær. Ljúdmíla ku víst stunda það aö henda sér út í ískalt vatniö þar sem hún fær sér sundsprett. REUTER-MYND Utanlegsfóstur Sophie, eiginkona Játvarös prins á Englandi, gekkst undir aögerö vegna utanlegsfósturs í gær. Kona Játvarðs missti fóstrið Sophie, eiginkona Játvarðs prins á Englandi, liggur nú á sjúkrahúsi í London þar sem hún er að jafna sig eftir að hafa misst utanlegsfóstur. Sophie, sem er 36 ára, var flutt i skyndi með þyrlu frá sveitasetri sínu á sjúkrahús i London í gær þar sem hún gekkst undir aðgerð eftir að uppgötvaðist hvers kyns var. „Hún var flutt á sjúkrahús þar sem henni hafði ekki liðið vel nótt- ina áður. Búist er við að hún verði þar í nokkra daga,“ sagði talskona drottningar í Buckinghamhöll. Ját- varður prins er við hliö konu sinn- ar á sjúkrahúsinu. Utanlegsfóstur getur verið hættu- legt og þarf alltaf að fjarlægjast. Það getur einnig leitt til minni frjósemi. Brahimi gerir lít- ið úr ágreiningi Lakhdar Brahimi, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, reyndi í gær að gera lít- ið út þeim ágreiningi sem virðist kominn upp um nýgert samkomu- lag um framtíðarskipan mála í Afganistan. Stríðsherrann Abdul Rashid Dost- um, af ættflokki úsbeka, sagði í gær að þjóðarbrot hans fengi ekki nægi- lega marga fulltrúa í nýju stjórninni og Gailani, andlegur leiðtogi pashtúna, sagði að ráðherraembætt- unum væri misskipt. „Ég hef ekki allt of miklar áhyggj- ur af þessu,“ sagði Brahimi. „Sér- hverju þjóðarbroti finnst það stærra en öðrum finnst." r og kók • Kjúklingur og kók • KJúklingur og kólc •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.