Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Menning Algjö Ein af myndum Þórarins Leifssonar við sögu Auöar Jónsdóttur Tinna trassi er þybbin stelpa sem er að byrja í sumarfríi. Hún er löt og er þess vegna kölluð trassi en henni finnst það viðurnefni glæsilegt og minna helst á nafn ítalskrar greifynju. En þessi fyrsti dagur sumar- frísins á eftir að verða við- burðaríkur. Mamma Tinnu er nefnilega búin að setja hana í nammibindindi og þar sem sælgætisþörf- in er alveg að drepa Tinnu fer hún að leita að pabba sínum til að fá hann til að gefa sér sæl- gæti. Með henni í för eru afi hennar, sem geng- inn er í unglingdóm, og hundurinn Lubbi sem talar ekki aðeins mannamál heldur i anda forn- bókmennta. En pabbi Tinnu reynist vandfund- inn og segir sagan frá ævintýralegum leiðangri þessa skrautlega tríós. Tinna, afi unglingur og Lubbi eru vel heppn- aðar persónur. Lubbi talar ekki aðeins fallegt mál, hann hefur einstaklega þroskaðar skoðan- ir, telur börnum hollt að læra og er sammála mömmu Tinnu um að Tinna þurfi að fara í sæl- gætisbindindi. Afi unglingur er hins vegar í uppreisn gegn samfélaginu, gengur í nýjustu unglingatískunni og upp úr honum vella slettur og slangur:...hann líktist einna helst þrettán ára unglingi með öldrunarsjúkdóm." (9) í per- sónusköpun þeirra er því öllu snúið á hvolf í anda karnivalsins; hundurinn hegðar sér eins og gamall afi, afinn eins og hann sé illa haldinn af unglingaveiki. Tinna sjálf er nokkurs konar stuðpúði á milli afa og Lubba (sem semur að sjálfsögðu ekki), viðkunnanleg og afslöppuð týpa, fullkomlega laus við stöðluð stelpusér- kenni. Þær persónur sem félagarnar þrír rekast á í leit sinni að pabba Tinnu eru hver annarri skemmtilegri og áhugaverðari. Þar sem pabbi Tinnu er fluttur þarf hún að leita uppi alla al- nafna hans í Reykjavík (hann heitir Guðjón ís- leifsson). Þessir Guðjónar eru hver öðrum skrýtnari, t.d. má nefna blaðamanninn sem þjá- ist af undarlegri áráttu til að gera skrýtnar inn- sláttarvillur. Til dæmis varð fyrirsögnin Ragna í Hornbúðinni er sæt og fin óvart Ragna í Hor- búðinni er svín (78) og hefur þessi árátta eðli- lega 'bakað honum nokkrar óvinsældir! Ekki má gleyma leigubílstjóranum geðþekka sem bjargar félögunum hvað eftir annað og svo hinni óðu tískulöggu sem eltir þau um allt og vill gera margs konar fegrunaraðgerðir á þeim. Tískulöggan er vel heppnað illmenni og höfundi tekst að sýna fram á fáránleika fegurðariðnaðar- ins án þess að detta inn í móralskan predikun- artón. Auði Jónsdóttur hefur tekist vel upp. Algjört frelsi er frábærlega fyndin bók, persónurnar bráðskemmtilegar og sagan spennandi og hug- myndarík. Katrín Jakobsdóttir Auður Jónsdóttir: Algjört frelsi. Þórarinn Leifsson teikn- aöi myndir. Mál og menning. Bókmenntir_____________________________________________ , Málsvari mannlífsins Á meðan upplýsinga- og sam- skiptabyltingunni fleygir fram með ljóshraða, samskiptin verða hraðari, tæknilegri, fjölbreyttari og alþjóðlegri og fréttum fjölgar frá öllum heimshomum, dregur úr venjulegum mannlegum sam- skiptum. Þetta er ein af mótsögn- um nútímans. Tæknin er að breyta manninum í einstakling í nýjum og ógnvænlegum skiln- ingi. Einstakling, án mannlífs. Með fulltingi einkatölvu, einka- síma og einkabanka lifa menn aðskildir i einkaheimum i far- símum og á Netinu. Mannlífið heyrir brátt sögunni til og sagan skiptir sífellt minna máli. Á slíkum tímum eru sagna- þættir á borð við þá sem Pétur Pétursson þulur sendir frá sér í bókinni Úr fórum þular, hrein himnasending. Pétur er hvort tveggja í senn, málsvari mannlífsins í gamla skilningnum og Bókmenntir meistari i því að tilreiða bráð- skemmtilegt lesefni úr fortíð þess. Margt gerir frásögn Péturs fá- gæta. Hann er einn af fáum sagn- fræðingum Reykjavíkur, á borð við Ámi Óla, Pál Líndal og Guðjón Friðriksson. Slíkir eru gulls ígildi því fortið höfuðborgarinnar hefur lengst af verið lítils metin, hvort heldur er í skólum landsins eða á teikniborðum skipulagsyfirvalda. íslendingar hafa verið iðnir við að taka saman mannlífsþætti úr sveit- inni síðustu tvær aldirnar en þétt- býlið hefur setið á hakanum. Slík- ir þættir úr bæjarlífi Reykjavíkur á 19. og 20. öld eru því dýrmæt arf- leifð fyrir komandi kynslóðir. Pétur var alinn upp á Bráðræð- isholtinu og við Framnesveginn á þeim tíma er flestir vissu deili á þorra bæjarbúa, störfum þeirra og fjölskyldum. Hann er mannglöggur og mannblendinn, margfróður um ættir og sögu, einstakur íslenskumaður og afbragðs stílisti. Hann hefur lengst af verið pólitískur hugsjóna- maður, næmur á tíðarandann hverju sinni og kann að koma honum til skila. En þó hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar er hann jafnan sanngjarn og laus við fordóma. Hann er auk þess kostulegur húmoristi, með næmt auga fyr- ir öllum þeim skringilegheitum sem krydda mannlífið, s.s. broslegum atvikum, sérkenni- legri skaphöfn eða hnyttnum tilsvörum. Þættir Péturs í þessari bók eru frá ýmsum tímum, allt frá upphafi 19. aldar og fram á miðja 20. Sumir þeirra greina frá atburðum sem ekki yrði fjölyrt um í almennum sagnfræðiritum. En þeir eiga það allir sameiginlegt að vera skemmtilegir og athyglisverðir og gera fortíðina ljóslifandi. Mættum við fá meira að heyra! Kjartan Gunnar Kjartansson Pétur Pétursson: Úr fórum þular. Pétur Pétursson gægist í handraöann. Hólar 2001. DB FÖBDM ÞULAfi ttm ?niisiios ma l mumi Þessa heims og annars Skáldsaga Ingibjargar Hjartadóttur, Upp til sigur- hæða, er tilraun til að nota þjóðsagnaminni í nútimaum- hverfi. Vissulega sjást þess merki að tilraunin sé ekki sjálfsprottin í huga höfundar því hún ber skýr einkenni töfraraunsæisins sem fyrir nokkrum áratugum var eink- um kennt við latín-ameríska höfunda. í þessu tilfelli kemur eitt nafn upp í hugann, nafn Isabel Allende, en áhrif hennar eru auðsæ í þessari sögu. Síst ber að amast við því að höfundar móttaki áhrif annars staðar frá, sé það þeim til nokkurs framdráttar; öllu verra þegar áhrifin hengslast um söguna sem illa sniðinn kjóll. Og svo fer því miður í þessari sögu. Sem dæmi mætti nefna ástarréttina sem framreiddir eru í sögunni, þeir verða ærið hjárænulegir í þessu samhengi. Nokkuð hið sama mætti segja um þjóðsagnaminnin. Gildi þjóðsagna felst einkum í því að þær eru sprottnar úr nánasta umhverfi og hversdagslegu amstri þess fólks sem þær semur og segir, en hér eru þær sem eins konar aukabúgrein sagðar ferða- mönnum til afþreyingar. Og þar sem þær verða aldrei trú- verðugar eru áhrif þeirra á söguframvinduna í senn fjar- stæðukennd og afkáraleg. Að nokkru stafar þetta af frásagnarmáta sögunnar. Hún er sögð af einyrkja sem áður var þekkt blaðakona en söðl- aöi um, hvarf á vit náttúrunn- ar og hóf vistvænan búskap. Kona þessi rekur sögu sina í löngu bréfx til dóttur sinnar og skiptist bréfið í kafla sam- nefnda mánuðum ársins. Kon- an hefur engin tengsl haft við þessa dóttur slna lengi og hef- ur því frá mörgu að segja, svo mörgu að mörgum sögum fer fram í senn. Er þar komin saga hennar sjálfrar og þess fólks sem hún Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur Sagan er sögð afeinyrkja sem áöur var þekkt blaðakona. hefur kynnst á þessu síðara ævi- skeiði sínu. En brátt verður les- andinn áttavilltur, þvi farið er úr einni sögu í aðra án þess að tök- um sé náð á neinni. Og þó frá- sögnin sé hæg og staglsöm fram- an af þá er slegið harkalega í fák- inn undir lokin og ægir þar öllu saman: verum þessa heims og annars, voveiflegum atburðum og skyndilausnum. En því miður var áhugi umdirritaðs á þessu liði löngu gufaður upp og skipti litlu hver var úr mannheimum og hver úr dularheimum. Það verður því ekki sagt að til- raunin hafi heppnast en upp- skriftin á bls. 89 er girnileg, þó ekki verði dásemdanna neytt nema fjarri mannabyggðum. Geirlaugur Magnússon Ingibjörg Hjartardóttir: Upp til sigurhæða. Mál og menning 2001. Molloy í vikunni kom út í fyrsta sinn á íslandi skáldsagan Molloy eftir skáldjöfurinn Samuel Beckett. Beckett er eflaust þekktastur fyrir leikritið Beðið eftir Godot, sem sýnt er við miklar vin- sældir á fjölum Borgar- leikhússins um þessar mundir, en flestir sem hafa fjallaö um höfundinn og verk hans telja að skáldskapur hans rísi hæst í Molloy, snilldarlegri frásögn af manni sem ferðast um á hjóli, með stífan fót og hækjur, í leit að móður sinni meðan staurfóturinn styttist og betri fóturinn stífnar. Sagan er draumkennd leiðsla gegnum tíma og rúm þar sem framvind- an hverfist um bið, leit, minningar og mirmisleysi - fánýti tilverunnar. Trausti Steinsson íslenskaði og Sig- urður A. Magnússon ritar eftirmála. Molloy er þriðja bókin í flokki Prýðis- bóka frá Ormstungu. Áður hafa komið út Vörnin eftir Vladimir Nabokov, í þýð- ingu Illuga Jökulssonar, og Kjallarar Vatíkansins eftir André Gide, í þýðingu Þorvarðar Helgasonar. Skáldkvennakvöld Skáldkvennakvöld verður á sunnudags- kvöldið 9. des. á Næsta bar við Ingólfsstræti, gegnt íslensku óper- unni. Dagskráin hefst kl. 21 stundvíslega. Þar lesa úr verkum sínum Rakel Pálsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Steinunn Jóhann- esdóttir, Oddný Sen og Valgerður Bene- diktsdóttir. Kynning og umsjón er í höndum Hjalta Rögnvaldssonar og Aristótelesar. Heimsleikar hesta Myndband frá heims- leikum íslenska hestsins í Stadl Paura í Austurríki er komið út. Það er um 110 mínútur að lengd og eru öllum þáttum mótsins gerð góð skil. Mikil stemning var á áhorf- endapöllunum eins og sést á myndbandinu. Myndataka er sérlega góð þannig að hin- ir glæsilegu gæðingar sem þátt tóku í mótinu fá notið sín til fulls. Margir góðir hestar koma fram, svo sem Dökkvi frá Mosfelli, Stefnir frá Sandhólaferju, Hrönn frá Godemoor, Bragi frá Allenbach og Laxnes frá Stör- tal. Framleiðandi myndbandsins er Plús film/Sveinn M Sveinsson, sem er einn reyndasti kvikmyndagerðarmaður landsins í gerð hestamynda. Þulur er Samúel Örn Erlingsson. Hægt er að nálgast myndbandið í öll- um hestavöruverslunum landsins og hjá Eiðfaxa sem sér einnig um dreifingu þess. Partíbókin í Evu & Adam, partíbókinni, frá Æskunni er fullt af góðum hugmyndum handa þeim sem ætla að halda veislu: Upp- skriftir að bragðgóð- um réttum og svör við ýmsum spurningum: hverjum á að bjóða, hvað á að borða, hvað kostar þetta, hvernig fáum við alla (= lika strákana) til að dansa, hvemig undirbýr maður grímuball, hvað er „þemaveisla", hvaða fólk spillir gleðinni, á að hafa leiki - og er góð hugmynd að halda FL (=foreldra- laust partí)? Textinn er eftir Máns Gahrton, eins og bókanna sem allir þekkja um Adam og Evu, og litríkar teikningamar eru eft- ir Johan Unenge. Guðni Kolbeinsson ís- lenskaði. rmmm I PARTÍBÓKIM Er dans framandi? Á mánudaginn, kl. 11.45, verður há- degisseminar í fundarherbergi Reykja- vikur-Akademínunnar á 3. hæðinni að Hringbraut 121. Þá mun Sesselja G. Magnúsdóttir, sagn- og dansfræðingur, ræða um dans í íslenskri menningu og nefnir hún innlegg sitt „Er dans fram- andi á íslandi? Hugleiðing um stöðu dansins í íslenskri menningu; dans í menntakerfinu, dans sem tómstunda- iöja, dans sem þáttur í félagslífi fólks“. Allir velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.