Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Síða 17
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 17 I>V DV-MYND BRINK Orn Magnússon píanóleikari Þaö er ekki oft sem virma viö tónverk stækkar þau, en verk Jóns þenjast út í höndunum á manni. um árangri. Mörg laganna voru frumflutt við það tækifæri. Nær anda skáldanna - En á diskinum eru flmm í við- bót. Af hverju voru þau ekki flutt á tónleikunum? „Þrjú reyndust of stór fyrir tón- leikana - þau eru alveg koiossal, og tvö fann ég of seint í handritum Jóns,“ segir Öm, „annað þeirra er síöasta sönglagið sem Jón samdi, það er við texta Jónasar Hallgríms- sonar. En nú eru allir söngvar hans saman komnir á einum staö, eða að minnsta kosti allt sem vitað er um. Tek ég þó undir með Ara og vil hafa það heldur sem sannara reynist, ef einhver veit betur.“ - Hvernig söngvasmiður var Jón Leifs? „Hann var afar frjór. Þetta eru Tnargvísleg lög, fjölbreytt tónlist, enda var hann að semja söngva sina smám saman allan ferilinn. Hann gerir sína sögusöngva við foma texta, Hávamál og Skírnismál og kvæði úr Njálu, Eglu og Fóstbræðra sögu, skapar tónmál úr hinum fornu bragarháttum og það er áþekkur og sterkur blær á þeim öllum. Svo tón- setur hann kvæði eftir Hallgrím Pét- ursson, Jóhann Jónsson, Halldór Laxness, Einar Benediktson og fleiri og það er allt afar haganlega gert. Örn Magnússon og Finnur Bjarnason gefa út alla söngva Jóns Leifs á hljómdiski: Jón Leifs er alltaf Jón Leifs Örn Magnússon píanóleikari og Finnur Bjarnason óperusöngvari komu mörgum mann- inum á óvart í ársbyrjun 1999 þegar þeir fluttu sönglög Jóns Leifs - eða „söngva“ hans eins og hann kallaöi þau sjálfur - á tónleikum. Ekki var það aðeins framtakið sem kom á óvart - að œfa og flytja alls 27 sönglög tónskáldsins - held- ur þaó hve áheyrileg ogfjölbreytt þessi lög voru. Hér í DV lauk Arndís Björk Ásgeirsdóttir lofs- orði á hvert lagiö aföóru og endaði umsögn sína á þessum orðum: „Jón er trúr sínu tónmáli og þó verkin séu ólík fer ekki á milli mála hver er á ferð. Ómetanlegt er að hafa fengið heilsteypta mynd af sönglögum hans á einum tónleikum, tónlistarviðburði sem líóur seint úr minni. “ Nú er að koma út hljómdiskur með þessum lögum og fimm í viðbót í flutningi þeirra fé- laga. Örn Magnússon hóf rannsókn sína og markvissa leit að sönglögum Jóns Leifs haust- ið 1998. Hann fékk nótur af öllu sem til var hjá Tónverkamiðstöðinni og lagðist svo í handrit Jóns í Þjóðarbókhlöðunni. Þegar aldarafmæli Jóns stóð fyrir dyrum hringdi hann til Finns i London og spurði hvort hann væri til i að halda með sér afmælistónleika Jóns Leifs fá- einum mánuðum seinna og flytja 30 lög eftir hann. „Þrjátíu lög - ekkert mál!“ sagði Finnur. Þeir unnu í skorpum haustið 1998 og í jólaleyf- inu og héldu svo tónleika á Myrkum músíkdög- um í Salnum þann 13. janúar - með ofangreind- Hann samsamar sig skáldunum og nær anda þeirra. Þó að Jón Leifs sé alltaf Jón Leifs!“ Örn byrjaði að stúdera píanóverk Jóns Leifs um 1990 og gaf þau út hjá BIS árið 1994. Sambúð þeirra hefur því staðið í yfir áratug. - Hvernig hefur hún gengið? „Hún hefur verið góð,“ fullyrðir Örn, „ég hef mikið álit á tónlist Jóns. Það er ekki oft sem vinna við tónverk stækkar þau, en verk Jóns þenjast út í höndunum á manni. Þau sýnast kannski sakleysisleg en hefjast upp í æðri stærðir þegar maður vinnur í þeim.“ Smekkleysa gefur út. Diskinum verður dreift bæði hér heima og erlendis, en viða er mikill áhugi á verkum Jóns Leifs. Bókmenntír Geðþekk stjarna Bókin heitir einfaldlega Diddú enda er Sigrún Hjálmtýs- dóttir heimsfræg á íslandi undir því gælunafni. Fyrir vikið finnst okkur öllum hún vera í fjölskyldunni; i versta falli fjar- skyld frænka. Hún hefur lengi verið elskuð og dáð á íslandi enda svo glaðlynd í fasi að allir hljóta að hrífast með nema mestu fýlupokar. Diddú hefur verið mjög vinsæl mjög lengi. Við höfum öll séð hana mörgum sinnum í viðtölum og eitthvað við hana veldur því að þó að viðtölin séu ekki merkileg horfir maður samt. Ævisaga henn- ar eftir Súsönnu Svavarsdóttur er dálítið eins og langt viðtal. Þjóðin mun öll kaupa hana og lesa hana í gegn en kannski ekki kynnast Diddú svo fjarska miklu betur við það. Fyrsti hluti bókarinnar snýst um æsku Diddúar og fjölskyldu og hann er jafnframt sá áhugaverðasti. Diddú elst upp í níu manna fjöl- skyldu, sem er næstum því eins og úr bók eftir Astrid Lindgren, við mikla lífsgleði, fjör og söng- list. Hún lýsir fjölskyldu sinni af lagni svo að les- endur fá sterka tilfmningu fyrir henni. Best er þó lýsingin á foðurnum, í senn hlý og ögn blendin. Siðan verður Diddú fræg. Hún leikur í Brekku- kotsannál, er í Spilverki þjóðanna og fer síðan með aðalhlutverk í Silfurtunglinu. Þessu er öllu lýst fjörlega og sögur af Hrafni Gunnlaugssyni eru kostulegar, en gaman hefði verið að fá að heyra aðeins meira um Spilverkið. Á þessum árum stendur Diddú frammi fyrir ákveðnu vali en síðan kynnist hún eiginmanninum og heldur utan í söngnám. Þá er sagan hálfnuð en um leið fer krafturinn úr henni. Yfir námsárin er skautað hratt, og skyndilega er Diddú orðin sú sem hún er nú, móðir og óperusöngkona. Það er ávallt vanda- samt að lýsa því lífi sem er í gangi einmitt núna. Við heyrum undan og ofan af helstu verkefnum og eftirminnilegum atvikum, í anda hinna fjöl- Diddú í hlutverki Violettu í La Traviata 1995 Hún hefur aldrei veriö ein þeirra sem telja sér ekkert ofviöa. mörgu „hvaö ertu að gera núna?“-viðtala. Eins er vandmeðfarið að lýsa tækniatriðum í sönglist eða uppfærslum á óperum á spennandi hátt þar sem tónlistin kemst ekki með á síðumar. Hættan er að þessi einstæðu ævintýri hljómi hvert öðru líkt, ekki síst þegar verið er að eyða plássi í að greina frá lofsamlegum blaðadómum - eins og það þurfi að segja okkur að Diddú er frábær! í ævi Diddúar hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá okkur hinum en hún heldur áfram að vera jákvæð og glaðvær. Hún virðist einnig fremur hlédræg, eins og margir sem eyða ævinni á sviði. Fyrir vikið er stundum farið ansi hratt yfir erfið- leika í lífí hennar og bók- in geldur fyrir það, eink- um eftir miðju. Á köflum fmnst lesanda frásögnin vera nánast á hlaupum. Þannig er vikiö tiltölulega lauslega að hádramatísku heymarleysi Diddúar sem er þó afar mikilvægt fyrir líf og feril söngkonu. Eins er sagt eins og í framhjáhlaupi frá erfiðum augnablikum í ævi henn- ar haustið 1995 og álíka mikið pláss fer í sögur um týnda eyrnalokka. Hér vantar heildarsýn í sög- una. Víða glittir þó í áhugaverða fleti á skap- gerð Diddúar. Þannig kemur fram að hún hefur aldrei verið ein þeirra sem telja sér ekkert ofviða. Það er eitt af því sem gerir hana óvenjugeðþekka stjörnu. Ármann Jakobsson Súsanna Svavarsdóttir: Diddú. Vaka-Helgafell 2001. DV-MYND POK ___________Meniúng Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Fyrir austan mána og vestan sól 4Klassískar hafa gefið út geisla- diskinn Fyrir aust- an mána og vestan sól. í hópnum eru þrjár söngkonur, Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir, og píanistinn Aðal- heiður Þorsteinsdóttir. Á diskinum er fjölbreytt lagaval, m.a. lög eftir Odd- geir Kristjánsson, Sigfús Halldórsson, Franz Lehár, Jerome Kern og Andrew Lloyd Webber. 4Klassískar standa sjálfar að útgáfunni en diskurinn verður til sölu hjá 12 tónum á Skóla- vörðustíg. Kynning verður á nýja geisladisknum í verslun Sævars Karls í Bankastræti á morgun milli 14 og 17 og þangað eru allir velkomnir. Fræðibækur handa ungu fólki Barna- og unglingabækur frá Newton eru flokkur nýstárlegra fræði- bóka sem henta ungu fólki á öllum aldri. í ár gefur Skjaldborg út sex bækur úr þessum flokki um fjölbreytt viðfangsefni. Allar eru bækurnar rikulega myndskreyttar með aðgengi- legum texta. Miklihvellur - og svo kom lífið flallar um það hvernig al- heimurinn varð til og hugmyndir manna um það í gegnum ald- irnar, tilurð sólkerfis- ins og einstakar reiki- stjörnur, og síðan uppruna lífs á jörð- inni og þróunarsögu lífveranna. Bók- in er óvenju glæsilega myndskreytt. Frá risaeðlum til manna segir frá risaeðlunum, hvernig þær þróuðust og ríktu i heiminum i óratíma, hinum ýmsu tegundum þeirra, samskiptum og lífsháttum. Þá segir frá þróun apanna og síðan tilkomu mannsins og lífsháttum og menningu á forsöguleg- um tíma. _________ Hin mennska vél segir á skipulegan og aðgengilegan hátt frá mannslíkamanum og kerfum hans. Sam- starf líffæranna er al- gert og fullkomið - enda væri þessi sér- stæðasta vél sögunnar ógangfær og óstarfhæf ella. Sérstaklega er rætt um hvern þátt líkamsstarfseminnar, hvað heldur henni gangandi og hvað getur truflað hana. Síðasti hluti heitir „Stjómandinn mikli" og tjallar um heúann og starfsemi hans. Fornmenning og frægar þjóðir segir á ljósan og lifandi hátt frá menningarþjóðum í fornöld allt frá Súm- erum til Rómverja. Áhersla er lögð á menningarsöguna, hvernig fólk liföi, starfaði og hugsaði um sig og sína, með samanburði við nútímann. Heimur vélanna segir á greinargóð- an og aðgengilegan hátt frá þróun tækni og véla á fjölmörgum sviðum sem snerta líf okkar á hverjum ein- asta degi, samgöngum, heimilistækj- um, boðskiptum og miðlun og tölvu- tækni, svo að nokkuð sé nefnt. Langt út í geim segir frá fyrstu hug- myndum manna um geimferðir, fyrstu geimferöimar og þróun þeirra, að búa í geimnum, geimrannsóknir og framtíð mannkynsins úti í geimnum. Þýðendur eru Björn Jónsson, Atli Magnússon og Jón Daníelsson en sér- fræðingar hafa lesið textann yfir. Númi Númi eftir Quentin Greban segir frá hin- um geðþekka apa Núma sem vinnur hug og hjörtu allra sem honum kynnast. Númi fer i fyrsta skipti einn á veiðar og hans bíða ótal hættur sem hann verður að sigrast á. Við ána bíða hættuleg dýr og varasamir staðir. En Núma berst hjálp úr óvæntri átt þeg- ar á reynir. Snæbjörn Arngrímsson þýðir og Bjartur gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.