Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraidsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjérn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.ls. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Þrjú markmið samninga Þegar kemur að endurskoöunarákvæðum kjarasamninga þá er ekkert sem bendir til að annars en að opnunarákvæð- ið verði virkt, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, í fréttablaði félagsins. Takist ekki að lækka verðbólguna og endurskoði ríkisstjórnin ekki efnahagsstefnu sína gæti verkalýðshreyfingin lent í því, segir hann, að þurfa að segja upp launalið samninga í febrúar. Verkalýðshreyfingin beinir gagnrýni sinni að meintu að- gerðarleysi stjómvalda. Sigurður segir það hafa sett Seðla- bankann í þá stöðu að þurfa einn að sporna við ofþenslu í þjóðfélaginu með þvi að reyna að hafa áhrif á fjárfestingar og neyslu fyrirtækja og heimila með vaxtahækkunum sem síðan hafi farið úr böndunum með margvíslegum afleiðing- um. Staðan í efnahags- og kjaramálum og undirbúningur vegna endurskoðunar á launalið kjarasamninga verður við- fangsefni fundar formanna aðildarfélaga ASÍ á mánudaginn. Haékkun verðbólgu hefur sett launalið samninga í uppnám. Hreyfingin mun meta stöðuna og væntanlega kalla eftir að- gerðum til þess að viðhalda þeim markmiðum sem laun- þegahreyfingin jafnt sem Samtök atvinnulífsins settu sér við gerð síðustu kjarasamninga. Það er sameiginlegt hags- munamál þeirra, jafnt sem stjórnvalda, að tök náist á verð- bólgunni svo komist verði hjá uppsögn launaliðarins. Við núverandi aðstæður hagnast enginn á átökum á vinnu- markaði. Nauðsynlegur niðurskurður ríkisútgjalda er í sviösljós- inu. Forystumenn ASÍ hafa beðiö sundurliðunar hans til þess að sjá hvort réttlætanlegt sé að notá ekki uppsagnará- kvæði kjarasamninganna þótt veröbólguforsendur hafi brostið. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir yfirbragð tillagna ríkisstjórnarinnar annað en sambandið vildi, frestun verkefna og gjaldskrárhækkanir sem helst bitni á félögum þess. Fremur hafi verið vonast eftir meira aðhaldi í rekstri ríkissjóðs. Því má þó ekki gíeyma, um leið og launþegasamtökin leggja línur fyrir ákvörðun vegna launaliðar kjarasamning- anna, að tvö af þremur meginmarkmiðum þeirra hafa geng- ið eftir, almenn kaupmáttaraukning og sérstök hækkun lægstu launa. Formaður Eflingar undirstrikar að markmið- ið um sérstaka hækkun lægstu launa hafi náöst og ekki megi líta fram hjá því að framan af hafi samningarnir skil- að almennri kaupmáttaraukningu. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ, hefur kann- að kaupmátt verkafólks á höfuðborgarsvæðinu á árabilinu 1999-2001. Markmið samninganna voru í fyrsta lagi almenn- ar launabreytingar sem tryggðu hækkun kaupmáttar, í öðru lagi sérstök hækkun lægstu launa og í þriðja lagi hjöönun veröbólgu til þess að tryggja stöðugleika og verja umsamdar kaupmáttarbreytingar. Frá ársbyrjun 2000 til fyrsta árfjórðungs þessa árs jókst kaupmáttur en aukin verðbólga frá miðju ári er farin aö saxa í hann. Þetta er at- hyglisverð niðurstaða, segir hagfræðingurinn, því þrátt fyr- ir meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir hefur kaupmáttur vaxið nokkuð meira en forsendur samninga gerðu ráð fyr- ir. Hagfræðingurinn nefnir einnig að markmið samninga um. sérstaka hækkun lægstu launa hafi gengið vel eftir. Það að tvö af þremur meginmarkmiðum kjarasamning- anna hafa náðst hlýtur að vega þungt þegar kemur að ákvörðun verkalýðsforystunnar um uppsagnarákvæði launaliðar kjarasamninganna um leiö og forystan ýtir á stjórnvöld og leggst á árar með þeim og Samtökum atvinnu- lífsins um það meginmarkmið að ná verðbólgunni niður, til að ná því þriðja. Jónas Haraldsson + FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 23 DV Skoðun / Otakmörkuð tækifæri Þaö hefur löngum verið sagt að íslenskar landbún- aðarafurðir séu þær bestu sem um getur. Ég er alger- lega sammála þessu. Sem betur fer höfum við ekki þurft að taka út sömu þjáningar og nágrannar okkar vegna dýrasjúk- dóma. Við njótum ein- angrunarinnar og við verðum að gæta þess að halda búfjárstofnum okk- ar eins hreinum og ósýkt- um sem viö mögulega get- um. Kiallari Karl V. Matthíasson þingmaöur Samfylkingarinar í norövesturkjördæmi Hreinleíkinn er tækifæri Eitt mesta tækifæri íslensks land- búnaðar er hreinleiki hans, ef svo má að orði komast. Víða um heim eru neytendur famir að athugaÝÝ- hvaðan vörurnar eru upprunnar sem koma í verslanimar.Ý Ef við ætlum okkur aukinn hlut í markaössetn- ingu landbúnaðarafurða erlendis ættum viðÝað róa í mið hreinleika og heilbrigðis. Sú þróun sem hefur verið að eiga sér stað, að sláturhúsum hefur fækk- að til muna, er ekki góð. Það hlýtur að vera okkur öllum umhugsunarefni þegar aka þarf sláturfénaði mörg hund- ruð kílómetra leiðir í staö þess að slátrað sé á þeim svæðum þar sem féð er alið. Aðgæsla í meðferð matvæla Á þeim tímum sem við töl- um um strangari og meiri að- gæslu í meðferð matvæla og vinnslu þeirra hljótum við að vilja draga úr líkum á hugs- anlegu sjúkdómasmiti og sýk- ingum. Við ættum líka að stunda meiri umræðu um það hvernig sam- gangur er á milli bæja, sem jafnvel eru hvor á sínu svæðinu. Auðvitað verður að loka svæðunum betur en nú er gert, kannske hafa þau verið að opnast of mikið og kannske er of mikil óaðgæsla í samgangi á milli svæðanna. Hún hefur alla vega stór- aukist með allan þennan flutning sláturfénaðarins sem ég gat um áðan. Lambakjötið af Ströndum Þaö hefur verið ánægjulegt að sjá „Auðvitað getur fullkomið hreinlœti verið stundað í litlu sláturhúsi sem stóru, það sést best i þeim litlu sláturhús- um sem eru í rekstri. Það má vel sjá það fyrir sér að nokkr- ir bœndur taki sig saman og annist slátrunina sjálfir og verði þannig ábyrgir fyrir vörunni sem þeir framleiða.“ Prófessorinn og kirkjan Það virðist deginum ljósara að Hjalti Hugason guðfræðiprófessor skilur ekki umræöuna um aðskilnað ríkis og kirkju. Eingöngu það getur útskýrt sérkennilega kjallaragrein hans í DV sl. þriðjudag. Fræðileg hugsun virðist hafa verið víðs fjarri þegar Hjalti raðaði upp rökum sínum, því miður. Mér þykir það leitt, því ég ber virðingu fyrir trú og hef áhyggjur af andlegri velferð fólks. „Þjóðkirkjuskipanin er tæpast þymir í augum annarra en frjáls- hyggjufólks," segir prófessorinn blákalt. Einu sinni voru það komm- amir sem voru á móti trúarbrögðum en nú eru það frjálshyggjumenn sem eru á móti stjórnarskrárbundnum forréttindum eins trúarfélags á kostn- að annarra. Mig langar til að upplýsa prófessorinn um það, að i Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) er fólk með alls konar stjórnmála- skoðanir. Þar ber, ef eitthvað er, einna minnst á svokölluðu frjáls- hyggjufólki og bið ég prófessorinn að setja mig ekki ógrátandi í þann flokk. Hygg ég að mest sé um jafnaðarmenn og frjálslynda sjáifstæðismenn. Þess utan hafa skoðanakannanir Gallups ár eftir ár staðfest að á milli 60 og 65 prósent landsmanna aðhyll- ast aðskilnað ríkis og kirkju. Þjóð- kirkjuskipanin, í merkingunni ríkis- kirkjuskipan, er því þymir í augum ákaflega margra annarra en frjáls- hyggjufólks. Þetta skyldi fræðimaður- inn hafa sterklega í huga næst þegar hann raðar upp rökum sínum. Mannréttindamál en ekki trúmál Að öðru leyti er prófessorinn upp- tekinn af því hversu miklar skyldur hvíla á herðum trúfélags 87% lands- „Hvaða skyldur eru það sem ríkiskirkjan ber, sem ekki er hægt að inna af hendi eftir aðskilnað ríkis og kirkju? Þær eru engar. Þær má allar framkvæma eftir aðskilnað. Það er hægt að messa, skíra, ferma, gifta og greftra eftir sem áður. “ manna. Hið evangelísk-lút- erska trúfélag er vissulega iangstærsta trúfélag lands- ins. En þessi staða virðist hafa spillt sumum tals- mönnum trúfélagsins og prófessorinn virðist llta á það sem sjálfsagðan hlut að afskrifa önnur trúfélög sem ómerkileg sökum þess að ekki eru tugþúsundir í þeim. Hvaða skyldur eru það sem ríkiskirkjan ber, sem ekki er hægt aö inna af hendi eftir aðskUnað ríkis og kirkju? Þær eru engar. Þær má aUar framkvæma eft- ir aðskilnað. Það er hægt að messa, skíra, ferma, gifta og greftra eftir sem áður. Allt getur þetta áfram ver- ið endurgjaldslaust og ríkið, en ekki ríkiskirkjan, ábyrgist þjónustuna. Aðskilnaður ríkis og kirkju er mannréttindamál, ekki trúmál sem slíkt eða óvild í garð trúfélags eða trúarbragða. Aðskilnaður getur átt sér stað án þess að króna sé tekin af evangelísk-lúterska trúfélaginu. Að- skilnaður gerir ekki ráð fyrir afnámi fjárstreymis úr ríkissjóði tU trúfé- laga eða trúarbragðafræðslu, svo fremi sem það er gert á jafnréttis- grundveUi. Evangelísk-lúterska trú- félagið fengi þá 87% af fjárstreym- inu. Með einfóldum lögum má að- skilja ríki og kirkju, afnema bein framlög tU evangelísk-lúterska trúfé- lagsins á fjárlögum en bæta það upp með hækkun „sóknar“gjalda, sem um leið þýddi væna búbót fyrir aðra. Hvað þarf trúfélag að vera stórt til að það ofmetnast svo að það hleður á sig öUum mögulegum skyldum sam- félagsins? Hvað þarf það að dragast Friörik Guömundsson oddviti Samtaka um aöskilnaö ríkis og kirkju mikið saman til að þessar skyldur verði af því teknar? Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer eina stundina í 60% - eigum við þá að gera hann að ríkis- flokki íslands? Kemur tU greina að gera KR að ríkisí- þróttafélagi íslands? Fyrir marga er „átrúnaður" á þessa tilteknu aðUa mun heitari en trúarbrögðin! Dýrustu jarðakaup mannkynssögunnar Aðskilnaður ríkis og kirkju mun gerast. Ég von- ast tU að það gerist ekki síðar en árið 2007, en þá verður öld liðin frá því að evangelísk-lúterska trúfélagið og ríkið gerðu með sér samning; að ríkið borgaði laun presta en fengi kirkjujarðir í staðinn. Það eru ein- hver dýrustu jarðakaup mannkyns- sögunnar og það verður að fara að stöðva afborganimar. Prófessorinn ætti að hætta um stund að vera upptekinn af „praktískum" skyldum og fara í stað- inn að íhuga að leggja fræðUegt mat á þann möguleika, að aðskUnaður rfkis og kirkju muni einmitt styrkja hið evangelísk-lúterska trúfélag hans. Það hafa margir guðfræðingar og prestar gert og aðhyUast enda að- skilnað. Er pröfessorinn virkUega svo fá- tækur í anda að hann sjái fyrir sér að eftir aðskilnað ráfi fólk um óbless- að, óskírt, ófermt og ógift - og liggi eftir andlát á víðavangi ógrafið? Er ríkiskirkjuskipanin virkilega eina ástæðan fyrir því að slik ósvinna á sér ekki stað? Friðrik Guðmundsson Spurt og svarað Hvaða jólabókum finnst þér mestur fengur í Sr. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Búðardal: Kjörgripur og biskupsbók „Mér líst vel á bókina Um landið hér eftir herra Sigurbjöm Einars- son biskup, bæði er bókin efalaust spennandi og einnig hefur höfundurinn aUtaf frá miklu aö segja. Sigurbjöm er biskupsímynd þess hluta þjóðarinnar sem kominn er til vits og ára - og hefur náð þannig til fólks að hlustað er á orð hans. Bréf Vest- ur-íslendinga, sem Böðvar Guðmundsson hefur safnað í eina bók, ætti að opna fyrir mér og öðrum nýjan heim, enda er höfundurinn góður og hefur skemmtileg efnistök. Tvær aðrar bækur heilla mig einnig: Sóknar- lýsingar í Múlasýslum, sem safnað var fyrir hundrað árum rúmum, og Kirkjur íslands, sem er mikill kjör- gripur og án efa áhugaverð lesning og fróðleg." Sigurbjörg Þrastardóttir skáld: Eldstöðvar og sólskinsrúta „Fyrir þessi jól sýnist mér nánast yfimáttúrlegt úrval af spennandi bók- um. Af skáldsögum hlakka ég til að lesa Jón Kalman, Vigdísi Grímsdóttur, Braga Ólafsson og Hallgrím Helgason, svo aðeins fáir séu nefndir. Ferðabók Sigfúsar Bjartmarssonar, Sólskinsrútan er sein í kvöld, er einnig áhugaverð. Af ljóðum finnst mér einna mestur feng- ur í bók Steinars Braga, Ljúgðu Gosi, ljúgðu - auk Ljóð- tímaleitar Sigurðar Pálssonar. Síðan em það tvær sam- tímareynslusögur; það em Leila - bosnísk stúlka, sem er sönn frásögn stúlku sem lifði af tveggja ára vist í nauðgun- arbúðum. Hin bókin er Konan í köflótta stólnum eftir Þór- unni Stefánsdóttur. Svo langar mig líka talsvert að leggjast yfir stórvirkið íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta." Hólmfríður Andersdóttir, Amtsbókasafninu á Akureyri: Jöklaleikhús og œvisögur „Mér finnst óvenjumargt gott vera að fmna í þessu jólabókaflóði. Þar nefni ég fyrst bækumar Hótel Kali- fomía eftir Stefán Mána og Jöklaleikhúsið eftir Stein- unni Sigurðardóttur er einnig skemmtileg. Einnig er Björg eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur góð, fróðleg og skemmtileg aflestrar. Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefándóttur, þar sem hún segir frá reynslu sinni af þunglyndi, - og nota má sömu orð um bókina Drengur - kallaður þetta eftir David Pelzer. Allir veröa að lesa þá bók þótt engin skemmtilesning sé. Ég er lítið farin að lesa af ævisögum en hlakka til að lesa sögur Úlfars Þórðarson augnlæknis og Evlynar Stefánsson, konu Vilhjálms landkönnuðar. Þá er fátt eitt nefnt.“ hvernig lítil sláturhús geta staðið undir sér sjálf ogÝ er ég þess fullviss að byggja megi upp nokkur minni sláturhús 1 sveitum þar sem bændur sjálfir komi í auknum mæli að slátr- uninni og hafi beinni tengsl við markaðinn. Þeir gætu jafnvel orðið ábyrgir fyrir sölunni á eigin kjöti bæði beint tH neytenda og verslana og vinnslu. Þetta myndi verða tilÝ þess að neytendur viti hvaðan varan er sem þeir eru að kaupa. Og fólk ætti auð- veldara með að nálgast vöru af þeim svæðum sem það telur gefa best. Hvar getum við með fullri vissu keypt hið rómaða lambakjöt af Ströndum? Það hefur verið sagt að ekki sé hægt að byggja upp ný sláturhús, hreinlætiskröfumar séu svo miklar. Auðvitað getur fuUkomið hreinlæti verið stundað í litlu sláturhúsi sem stóru, það sést best í þeim litlu slát- urhúsum sem eru í rekstri, Það má vel sjá það fyrir sér að nokkrir bændur taki sig saman og annist slátranina sjélfir og verði þannig ábyrgir fyrir vörunni sem þeir fram- leiða. Karl V. Matthíasson Átök aðventunnar „Nú standa jólaannimar sem hæst hjá þjóðinni. Á þessum tima er aUtaf gott að staldra við og skoða hug sinn. Áreitið er gríðarlegt, jólaaug- lýsingar dynja í eyrum okkar daginn út og inn, svo ekki sé minnst á blessuð jólalögin ... Mér frnnst að- ventan ágæt þó að mér finnist stund- um fuUmikið um að vera. Ekki eru sjálf jóUn síðri þrátt fyrir að þau séu orðin hálfgerð hvUdarhátíð eftir átök aðventunnar. Eftir jólin taka við langir tUbreytingarlitlir vetrarmán- uðir. Þess vegna langar mig að leggja tU að blessaðri aðventunni verði dreift örlítið jafnar yfir árið og er gríðarlega ánægð með þá viðleitni borgaryfirvalda að taka ekki niður jólaskreytingarnar fyrr en á þorran- um og jafnvel síðar.“ Steinunn Stefánsdóttir í Fréttablaöinu. Ógn viö heimsfriðinn „Það er alvarleg ógn við heimsfriðinn ef mönnum eins og Sharon og Benjamin Netanyahu tekst það ætlunarverk sitt að stökkva upp á stríðsvagn Georges W. Bush og Colins PoweU. Þangað hafa þeir reynt að komast aUar götur síðan 11. september og síðustu dag- ana hafa þeir varla getað leynt því hvað þeir eru glaðhlakkalegir. Draumur þeirra er að Bandarikja- stjórn liðsinni þeim við að veita Palestínumönnum sömu yfirhalningu og talibönum í Afganistan.... Palest- ínumenn þurfa að eignast ríki sem stendur undir sér og þeir geta verið stoltir af. Þá fyrst finna þeir raun- verulegan hvata tU að kveða niður hreyfmgar ofstækismanna." Egill Helgason í pistli á Strik.is jafnrétti kynjanna Hrannar B. Amarsson borgarfulltrúi: Aldábók og Tyrkja-Gudda „Sjálfur hef ég mestan áhuga á sögulegum fróðleik og ævisögum og því eru bækur feðra minna, Óskars Guðmundssonar, ðldin fjórtánda, og Böðvars Guð- mundssonar, sem er bréfasafn Vestur-íslendinga, ofar- lega á óskalistanum. Saga Steinunnar Jóhannesdóttur, Reisubók Guðríðar Sínonardóttur, Tyrkja-Guddu, vekur einnig forvitni mína. Þó ég sé yfírleitt ekki mikið í skáldsögunum þá kippist skáldsagnahjarta mitt aðeins til þegar Vigdís Grímsdóttir sendir frá sér skáldsögur. Nýjasta bók hennar, Frá ljósi til ljóss, er ábyggilega áhugaverð. Þá fann ég í Eymundsson í vikunni ytirgrips- mikla bók um sögu og menningu Indíána í Norður-Am- eríku sem ég vonast tU að eignast þótt síðar verði.“ Elns og brim að strönd skellur jólabókaflóðið nú á landsmönnum - með hundruðum bóka af ýmsum toga. th Oddur Ólafsson fer mikinn á Háa- loftinu 1. desember sl. og talar um flottræfilsköst þingmanna, kunnáttu- snauða galdrakarla og agnúast út í fæðingarorlofið og sérstaklega skUur hann ekki stuöning minn við þá lagasetningu. Er mér ljúft að upplýsa hann sem og nokkra unga sjálfstæð- ismenn lengst til hægri hvers vegna ég studdi þetta þjóðþrifamál og styð enn. Bæöi kynin jafn „dýr“ Jómfrúræða mín á Alþingi 1995 fjallaði einmitt um áhrif fæðingaror- lofs þess tíma á launamun karla og kvenna. Það borgaði sig fyrir fyrir- tæki að greiða ungum manni hærri laun en jafnhæfri ungri konu vegna þess að hún færi mjög líklega í 6 mánaða fæðingarorlof og kostaði fyr- irtækið mikla fjármuni og umstang en hann ekki. Einhliða fæðingaror- lof til kvenna gerði konur einfald- lega dýrari fyrir fyrirtækin en karla og átti auk annarra þátta sök á launamun karla og kvenna. Ef vUji væri fyrir þvi að jafna laun karla og kvenna þyrfti m.a. að gera bæði kyn- in jafn „dýr“ að þessu leyti með jafnri þátttöku beggja kynja í fæð- ingarorlofi. Auk þess koma til mörg önnur sjónarmið svo sem verðmæti þess fyrir karla að taka þátt í uppeldi barna sinna og mynda betri tengsl við þau og gUdi lengra fæð- ingarorlofs fyrir bömin. Hvers vegna viljum við jafnrétti kynjanna? Jafn- rétti allra felst í því að ávaUt er ráðinn sá hæfasti til að gegna hverju starfi. Fólk fær starf eingöngu á grundvelli hæfileika en ekki á grundveUi kyns, ætternis, flokksaðildar eða annarra annarlegra sjónarmiða. Afleiðing slíks jafnréttis, ef næðist, væri að hvert starf þjóöfé- lagsins væri ætíð skipað hæfasta fólkinu sem eyk- ur hagkvæmni atvinnu- lífsins. Jafnrétti fólks, jafnrétti kynjanna er þannig spurning um aukna hagsæld sem kem- ur öUum til góða. Nýja fæðingarorlofiö gerir bæði kynin jafn „dýr“ fyr- ir atvinnulífið og stuðlar þannig að auknu launa- jafnrétti karla og kvenna sem eykur jafnrétti fólks sem aftur eykur velsæld þjóðfélagsins. Þess vegna studdi ég fæðingarorlofið og geri enn. Nákvæmlega eins og tekjutengda kerfiö Fólk hefur séð ofsjónum yfir háum greiðslum til há- tekjufeðra, t.d. 480 þ.kr. á mánuði til fóður sem er með 600 þ.kr. í mánaðar- laun. Oddur talar um ójafn- aðarlög sem veita feðraorlof að bróðurparti til hátekjumanna fyr- ir að gera ekki neitt. Fyrir utan fyr- irlitninguna á uppeldisstarfinu, sem felst í þessum orðum, gleymist í þessu sambandi að fæðingarorlofið er fjármagnað með hluta trygginga- gjalds af tekjum allra landsmanna. Ofangreindur hátekjumaður greiðir 6-falt meira til fæðingarorlofsins en faðir með 100 þ.kr. á mánuði og fær 6-falt meira til baka. Nákvæmlega eins og lífeyrissjóðakerfiö sem veitir tekjutengdan lífeyri. Þar fá hátekju- menn mjög háan lífeyri miðað við þá sem greiða iðgjald af lágum launum. Vissulega er fæðingaorlofið aukn- ing á ríkisútgjöldum og slæmt sem slíkt en þegar veginn er á móti sá Pétur H. Biöndal alþingismaOur skaði sem launamisrétti kynjanna og misrétti fólks almennt tU stöðuveitinga veldur þjóðfélaginu er ekki spurning í mínum huga hvorir hagsmunir vega þyngra. Svo sparar fæðing- arorlofið kostnað foreldra og sveitarfélaga við umönn- un yngstu borgaranna. Það má jafnvel setja upp dæmi þar sem atvinnulíf, foreldrar og sveitarfélög ________ gætu sett upp blöndu af fæðingarorlofi, foreldraor- lofi og hálfsdagsstörfum þannig að yngstu borgararnir þyrftu ekki að fara út í heim fyrr en þriggja ára og gætu notið samvista við foreldra sína á eigin heimili og foreldrarnir væru nærri jafnsettir fjárhagslega. Svo mætti Oddur á háaloftinu gleðj- ast yfir því að atvinnuleysi er nánast horfið, en atvinnuleysi kostar ríkis- sjóð margfalt meira og er bölvun hinum atvinnulausa. Það er svo annað mál að orðið hafi sú þjóðfélagsbylting að litlu krílinn okkar fara að heiman aUt niður í 6 mánaða gömul. - Bylting, sem Maó formaður barðist fyrir austur í Kína í eina tíð. Pétur H. Blöndal 1 Það má jafnvel setja upp dœmi þar sem atvinnulíf, foreldrar og sveitarfélög gœtu sett upp blöndu af fœðingarorlofi, foreldraor- lofi og hálfsdagsstörfum þannig að yngstu borgaramir þyrftu ekki að fara út í heim fyrr en þriggja ára og gœtu notið sam- vista við foreldra sína á eigin heimili... “ - Á leikskólanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.