Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 20
■e 24 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 Skoðun I>V ipurning dagsins Er smákökubakstur byrjaður á þínu heimili? Ingibjörg Eva Arnardóttir tannlæknir: Eg er ekkert farin aö baka, en ég stefni á fimm tegundir. Jenný Guömundsdóttir bókasafnsvöröur: Já, ég er búin aö baka fimm smákökutegundir. Ólöf Elíasdóttir: Ég ætla aö byrja í vikunni. Ég stefni á aö baka fjórar smákökutegundir og svo lagtertur. Davíö Haröarson: Ég held ekki. Snorri Jóhannesson verslunarmaöur: Nei, mamma er yfirleitt aö baka bara rétt fyrir jót. Hjördís Hjörleifsdóttir, 10 ára: Já, ég og mamma erum búnar aö baka eina tegund og ætium aö gera fleiri. Kæti á Ólafsfirði Hauknr Ágústsson sendi þennan pistii: Víða á starfsemi áhugamanna um leiklist sér langa sögu. Á því ferli verða merkisár sem i annarri starf- semi. Slík tímamót eru á þessu ári í starfi Leikfélags Ólafsfjarðar, en það er 40 ára á þessu starfsári. í tilefni þessara timamóta hefur félagið ráð- ist í það að setja upp frumsaminn gamanleik. Verkið heitir „Barið í brestina", og er höfundur þess Ólafs- firðingurinn Guðmundur Ólafsson, en hann er einnig leikstjóri og hönn- uður leikmyndar, sem hann líka smíðaði í samvinnu við Anton Kon- ráðsson. í leikritinu er slegið á létta strengi. Atburðarásin gerist á einum degi á sambyggðri heilsugæslustöð og elliheimili. í ferli verksins koma fyrir vistmenn elliheimilisins og leika mjög stórt hlutverk en einnig ýmsir sem leita læknisaðstoðar. Auk þessara er svo starfslið stofnunar- innar og gestir, svo sem bæjarstjór- inn og heilbrigðisráðherrann. Alls eru þrettán skilgreindar per- „Barið í brestina“ gceti vel átt erindi á svið annarra leikfélaga, öðrum áhorfend- um til upplyftingar. Það var að minnsta kosti ekki vafi á því að kæti ríkti í Fjarðarborg, félagsheimili Ólafsfjarðar, á frum- sýningarkvöldið. sónur í verkinu. í gerð allra þeirra er skopið i fyrirrúmi; á stundum nokkuð harmkímið, svo sem þegar hrumleiki vistmanna elliheimilisins er efnið, en yfirleitt byggt að framrás verksins, kringumstæðum, sem koma upp, orðaleikjum, sem verða í framrásinni, og i nokkrum tilfellum á vel lukkuðum ferilatriðum sem minna á „slap-stik“. Uppbygging verksins sækir nokkuð fyrirmyndir úr löngu liðinni tíð. Það hefst til dæmis á kímilegum formála sem „kór ellibelgja“ flytur en hann kem- ur síðan fyrir á nokkrum stöðum til þess að lipra framrásina og fylla í tímabil í ferli dagsins sem leikurinn gerist á. Víst koma fyrir atriði sem eru nokkuð deyfðarleg, en þau eru fá og án efa unnt að lagfæra þau með nokkurri endurgerð verksins. Einnig er ekki því að neita að ekki eru allir flytjendur svo liprir í hlut- verkum sínum sem best yrði á kosið. Almennt er þó vel gert. Þvi heldur verkið í heild spennu og hraða allt tO loka og fellur ekki hið minnsta eftir hlé, heldur miklu fremur rís, svo sem vera ber. „Barið í brestina" gæti vel átt er- indi á svið annarra leikfélaga öðrum áhorfendum til upplyftingar. Það var að minnsta kosti ekki vafi á þvi að kæti ríkti í Fjarðarborg, félagsheim- ili Ólafsfjarðar, á frumsýningar- kvöldinu. Hún var ekki bara byggð á því að heimamenn voru á sviðinu í kátlegum hlutverkum, þótt það vissulega hefði áhrif, heldur var hún líka vakin í brjóstum annarra, sem lítt þekkja til flytjendanna í hinu daglega lífi þeirra. Frá Olafsfiröi. Merkisár í leiklist staöarins. Biðlistar fatlaðra - blettur á þjóðfélaginu Upplýst hefur verið að fatlaðir á biðlista fyrir hús- næði á Reykjanesi og í Reykjavík séu yfir 200 manns. Á hverju ári bætast á þennan lista 20-30 einstaklingar. í byggingu eru sam- býli eða íbúðir sem leysa vanda 12 ein- staklinga. Samkvæmt fjárlagafrum- varpi sem lagt var fram í haust er það fjármagn sem ætlað er til rekst- urs þessara sambýla svo litiö að það dugir aðeins til reksturs þeirra i þrjá mánuði. Hvað þá verður gert er óvíst, hugsanlega verða þeir sem eru svo heppnir að fá inni í þessum sambýlum bara sendir heim aftur. „Þingmenn; þið eruð kjörnir fulltrúar fólksins til að setja lög og gœta þess að við þau sé staðið. Það er hart að horfa upp á það að ekki er hœgt að reikna með að stað- ið sé við gefin fyrirheit. “ Félagsmálaráðherra hefur látið vinna nokkrar skýrslur um húsnæð- isþörf og hvernig eyða skuli biðlist- um. Þær skýrslur hljóta að gefa rétta mynd af stöðunni og samkvæmt þvi ætti að vera hægt að skipuleggja og deila verkefnum niður á þann tíma sem áætlaður er til að eyða biðlist- um og því þarf að koma til þess fjár- magn á hverju ári sem því miður virðist ekki raunin nú. Ráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að húsnæði fyrir fatlaðra sé mjög dýrt í byggingu, það kosti tugi milljóna að koma upp húsnæði fyr- ir hvern einstakling. Það mun rétt vera að þau sambýli sem nú eru í byggingu - og hafa reyndar verið nokkuð lengi - eru dýr, enda er gert ráð fyrir að þar búi einstaklingar sem hafa þörf fyrir mikla og sér- hæfða þjónustu. En þannig er því bara ekki farið með alla fatlaða. Margir þeirra sem eru á biðlistum geta búið í „venjulegu" húsnæði og þurfa bara þjónstu og aðstoð við daglegt líf. - Þingmenn; þið eruð kjörnir fulltrúar fólksins til að setja lög og gæta þess að við þau sé stað- ið. Það er hart að horfa upp á það að ekki er hægt aö reikna með að stað- ið sé við gefin fyrirheit. \ Þuríður Einarsdóttir s krifar: Spilling upprætt Garri er talsmaður niðurskurðar í ríkisíjár- málum. Hann er þó enginn ofstækismaður eins og Heimdellingarnir sem vilja skera nánast allt niður og kynntu tillögur sínar í vikunni. Nei, Garri er raunsær og sanngjarn maður og því fylgdist hann spenntur með þvi þegar niður- skurðartillögur ríkisstjórnarinnar og bandorm- urinn var kynntur. Þar er víða höggviö eins og gengur og satt að segja þótti Garra nú nóg um, ekki síst hve hart er vegið að ýmissi menningar- starfsemi, s.s. Vestnorrænu menningarhúsi í Köben sem fær niðurskurð upp á 50 milljónir og friðargæslu sem fær annað eins. En það var líka margt sem gladdi augað og Garra sýnist að ráð- herramir séu á réttri leið undir dyggri og vin- sælli forystu Geirs H. Haarde sem nú er vinsælli en sjálfur Davíð. Ekkl sjúkrahús! Eitt af því sem gladdi Garra óumræðilega er að nú skuli ríkisstjómin hafa tekið á málum sjúkrahótela með því að hætta að skilgreina þau sem sjúkrahús og hefja þar gjaldtöku. Ljóst er að sjúkrahótel eru náttúrlega engin sjúkrahús þótt það séu fyrst og fremst sjúklingar sem á þeim þurfi að halda. Það hefur alltaf truflað Garra að vita til þess að einstaklingar sem í raun eru ekki nægjanlega veikir til að liggja inni á spitala skuli hafa getað far- ið og lystað sig í praktugheitum á hágæðahótelum undir því yfir- skini að þetta væm einhver sjúkrahótel!! Hótel er náttúrlega hótel og Garri getur t.d. ekki feng- ið ríkið eða stóra bróður til að borga fyrir sig hótelkostnað hafi hann fallið til. Það á heldur ekki við um aðra landsmenn, nema náttúrlega ráðherra, þingmenn og embættismenn rikisins sem þurfa að feröast. Þeir fá greiddan hótel- kostnað auk dagpeninga - en það er náttúrlega annaö mál eins og allir hljóta að skilja. Utanbæjarfólk Það var því svo sannarlega kominn tími til að taka á þessu botnlausa sukki sem felst í því að nánast heilbrigt fólk - eða fólk sem er ekki borðleggjandi spítalamatur - geti legið frítt á einhverjum sjúkrahótelum. Oft er þetta líka fólk sem þarf til lækninga í höfuðborg- ina utan af landi og er þvi í raun í hálfgerðri skemmtiferð í Reykjavík. Slíkt fólk er ekki of gott til að gista heima hjá ætt- ingjum eða kunningjum meðan það er að jafna sig - það er hreint ekki of gott til að liggja í flatsæng hjá einhverjum sem er nýfluttur suð- ur. Það gera jú margir þessara utanbæjar- manna, hefur Garra skilist. Það sýnir þess vegna kjark og stefnufestu stjórnvalda að taka á þessu mikla spillingar- máli, og ekki sakar að þetta mun skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum, eða 10 milljón krónum upp í þann 3000 milljóna tekjuafgang sem áformað er að verði! CyXffi Valdimar í stól sjávarútvegsráðherra Vilhjálmur Alfreösson skrifar: í umræðunni um sjávarútvegs- mál birtist í Mbl. þann 13. nóv. sl. úrdráttur úr grein Valdimars Jóhann- essonar undir heit- inu „Gallar kvóta- stýröra fiskveiða". Greinin var afar fróðleg og að mínu mati i raun kennslustund fyrir þá sem enn eru þrælar kvótadellunnar. Það kerfi jaðrar við landráð. Ef ég þyrfti að mynda ríkisstjórn á íslandi þá væri Valdimar sjávarútvegsráð- herra minn. Fréttir sniðgengnar Karl Sigurðsson hringdi: Fyrir marga fréttafíkla, líkt og margir íslendingar eru, þá eru fréttir Sjónvarpsins eitthvað það allra aumasta sem hægt er að hugsa sér. Það er eins og fréttastofa Sjónvarps- ins geri í þvi að sniðganga fréttir, einkum þær innlendu, og sérstaklega ef þær má flokka sem „viðkvæmar" eða spennandi fréttir. Svona hefur þetta t.d. verið þessa vikuna. Það er jú klifað á atburðunum í Miðaustur- löndum, jafnvel tvisvar i sama frétta- tíma eins og það séu einhverjar frétt- ir lengur! Síðan Afganistan, og þá fé- lagsmálapakkinn, allt frá niður- skurði fjárlaga til feðraorlofs. Ekkert innlent snert sem aðrir ljósvakamiðl- ar telja sér skylt að fjalla um. Og svo koma seinni „fréttir" sem eru algjör- lega geldar og þar horft svo að segja inn í augnatóftir fréttamanna. Jólakortin burt líka Sveinn Árnason skrifar: Talsvert er rætt um sparn- að og nauðsyn- legan samdrátt eftir alla þensl- una. En geta ís- lendingar spar- að? Eru þeir móttækilegir fyrir sam- drætti þótt þeir eigi lítið sem ekkert eftir í buddunni? Ég tek samt ein- dregið undir sparnaðarradd- irnar, um færri jólagjafir og ódýrari en áður, sleppa óhófinu í mat og drykk, o.s.frv. - Ég vil bæta jólakortunum í þessa upp- talningu. Hvers vegna að senda kort til kunningja í næsta húsi, eða svo gott sem? Til vina og ættingja erlend- is og ýtrasta dreifbýlis, en engra um- fram það. Helst kortlaus jól. Fúskarar í iönaöar- mannastétt HAG. skjfar: í mikilli þenslu í þjóðfélaginu og um leið og iðnaðarmenn sjá ekki fram úr verkefnum, virðist sem alls konar fúskarar og svindlarar vaði uppi. Ég kynntist því heldur betur á dögunum og blöskraði hvað slikum aðilum líðst vegna vanmáttar húseig- enda og annarra verkkaupa. Ég (sem er smiður) hafði ráöið mig sem húsa- viðgerðarmann hjá einum slíkum en komst fjlótlega að því að mottóið hjá honum var að fúska, og gerði ég at- hugasemdir var viðkvæðið að fyrir „þennan pening" (frá húseiganda) yrðu vinnubrögðin svona! Eftir að þessi aðili reyndi að fá mig til múr- vinnu (sem ég hafði ekki ráðið mig til) gafst ég upp og hætti. En það þýddi að vonlaust var að fá greidd umsamin laun, ofan á allt annað. Ég vona bara að fólk forðist slíka fúskara í iðnaðarmannastétt. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Jólakort til vinanna ... - /' fjarska, ekki í næsta húsi. Valdimar Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.