Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Qupperneq 25
29 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 DV Tilvera Þriðji tortímandinn Flest bendir nú til þess að þriðja Termiator-myndin með stórstjömunni Arnold Schwarzen- egger í aðalhlutverki sé að verða að veruleika, ef marka má nýj- ustu fréttir frá kvikmyndaborg- inni Hollywood. Áætlanir gera ráð fyrir að hún verði ein dýrasta mynd allra tíma og herma fréttir að verið sé að semja við Schwarzenegger um litlar 20 millj- ónir punda. Kappanum veitir reyndar ekkert af tekjunum og því er talið nokkuð víst að hann taki boðinu. Handritið mun þegar klárt og mun ofurmennið þar fá það hlutverk að kljást við kventortímanda sem býr yfir ofur- kröftum.. Ekki er enn vitað hvaða leikkonu er ætlað það hlutverk, en tökur á myndinni munu hefjast í apríl af allt gengur samkvæmt áætlun. Bono maður ársins Bono, söngvari poppgrúppunnar U2, var á dögunum valinn Evrópu- maður ársins af lesendum belgiska vikublaðsins „Europian Voice“. Les- endur völdu úr 50 nöfnum sem til- nefnd höfðu verið af hópi blaða- manna og mun Bono hafa verið til- nefndur vegna framlags síns til verkefnisins „Fellum niður skuldim- ar“ sem samnefnd samtök, sem beita sér fyrir hjálp fyrir fátækar þjóðir, standa fyrir. Auk Evrópumanns árs- ins var valið um niu aðra stórtitla og þar á meðal um stjórnmálaleiö- toga ársins í Evrópu og erlendan stjórnmálaleiðtoga ársins en þar urðu þeir Tony Blair og George W. Bush fyrir valinu. Öllum titlunum tiu fylgdu 5000 dollara verðlaun sem viðkomandi titilhöfum var ætlaö að gefa til einhvers hjálparstarfs Carey til Kosovo Poppstjaman Mariah Carey heillaði hundruð bandarískra her- manna þegar hún kom fram á nokkrum skemmtunum sem haldnar voru til að lifga upp á andann hjá bandarísku friðar- gæslusveitunum á Balkanskaga í síðustu viku. „Við vildum færa þeim svolitinn glans,“ sagði Carey sem kom fram í tilheyrandi her- mannabúningi. Hún flaug til Skopje með leiguflugvél frá London og þaðan með herþyrlu til bækistöðvanna í Kosovo. „Við er- um að kynna nýja diskinn minn í Evrópu og því tilvalið að skeila sér í heimsókn til strákanna í Kosovo. Þeir fá lítið fri og mér fannst þeir eiga þetta skilið," sagði Carey sem átt hefur erfitt að undanfomu eftir að hafa fengið taugaáfall fyrr í haust. Erfið ferð hennar til Kosovo kom því vem- lega á óvart. Dagur hjá Mæðrastyrksnefnd: Þorláksmessuös í byrjun desember Það er þvaga fyrir utan Sólvalla- götu 48 þar sem Mæðrastyrksnefnd er til húsa. Þetta er einn þeirra daga sem opið er bæði fyrir móttöku og af- greiðslu, auk þess sem tekið er við umsóknum um jólamatargjafir. í fata- afgreiðslunni er sannkölluð Þorláks- messuös. Fatnaðurinn er á slám og í hillum, körfum og kössum. Sumt er nýtt, annað notað en allt vel útlítandi. Fjöldi kvenna er að leita að einhverju sem hentar á fjölskylduna og spyrjast fyrir um vissar stærðir. Eina vantar jólaföt á fjögurra ára dreng, aðra peysu á ellefu ára strák, stóran. Af- greiðslukonurnar leiðbeina eftir mætti. Þær þekkja suma skjólstæðing- ana og vita nákvæmlega hvað best hentar. Þrengslin eru mikil. Það er rótað og leitað. Þeir heppnustu fara út með akkúrat það sem þá vantaði, aðr- ir ætla að koma seinna og athuga hvað þá verður á boðstólum en flestir finna eitthvað nýtilegt fyrir sig og sína, sumt á lágu verði, annað ókeyp- is. Treysta á kranavatnið í eldhúsinu eru konur í óðaönn að pakka brauðum, þykkmjólk og kókó- mjólk í poka. Mjólkursamsalan og Ný- brauð, Ömmubakstur og Myllan gefa í viku hverri matvæli til nefndarinnar og það væri synd að segja að þau rynnu ekki út. í eldhúsdyrnar koma þær, yngri og eldri konur, rétta fram miða með tölu yfir fjölda barnanna sem þær þurfa að seðja. Þær eru bún- ar að gefa skýrslu í næsta herbergi. Það er hringt. Lögreglan er á leiðinni. Hafði hitt á konu og barn sem ekki höfðu fengið að borða í marga daga. DV-MYND GUN. Formaðurinn og varaformaðurinn Þær Ásgerður Jóna Flosadóttir og Bryndís Guðmundsdóttir huga að innpökkun á gjöfum. Á fatalagernum Magnea og Guðrún taka upp föt og sortéra. DV-MYND E.ÖL. starfinu uppi og hafa gert í áraraðir, endurgjaldslaust. Kassar og svartir pokar með fatnaði og fleiru hrúgast inn. Þetta er varningur sem fólk er að gefa. Vonar að hann komi að notum. Sumt af fatnaðinum er vel útlítandi, annað er slitið, jafnvel með málning- arblettum. Það fer i sérstaka poka. Flest fer beint fram í afgreiðslu, ann- að á slá á lagernum. Það koma skór, gardínur, húfur, alls konar fót og for- kunnarfallegir jóladúkar. Magnea Tómasdóttir er að taka í sundur pappakassa svo þeir taki minna pláss því öðru hvoru er gangurinn alveg að stíílast. Inn kemur poki, ansi þungur. Þegar farið er að skoða í hann reynist innihaldið rök föt og hálffrosin. Næsta sending er notalegri. Það er fullur poki af af smábarnafotum, sam- anbrotnum og straujuðum. Þau fara í bunka í barnafatarekkanum og stuttu seinna sé ég að hann hefur minnkað verulega. „Eigið þið nokkur leikfóng sem hægt er að setja í jólapakka?" spyr ein ung kona hæversklega? Hún heldur á lítilli stúlku í fanginu." Jú, falleg dúkka finnst á lagernum. Kon- an verður himinlifandi og flýtir sér að stinga henni í poka svo litla daman reki ekki augun í hana. Margir leggja liö Nú þarf að rýma til því væn send- ing er komin frá Ora. Það fer í jólamatarpakkana þegar að þeim kem- ur. Gleðitíðindi berast um fjárstuðn- ing frá Blómaváli, Samtökum verslun- arinnar og Velferðarsjóði barna, til viðbótar við myndarlegan styrk frá Rydenskaffi. Allt mun þetta koma í góðar þarfír því auk um 1000 jólamat- arpakka gefur Mæðrastyrksnefnd matarmiða í Bónus. f fyrra nam sú upphæð fimm milljónum. Konurnar í Mæðrastyrksnefnd segja neyðina enn meiri nú. -Gun. Það er pakkað í væna poka handa þeim. Fimmtíu matarpokar renna út þennan daginn og dugar ekki til. Ás- gerður Flosadóttir, forstöðukona Mæðrastyrksnefndar, segir þennan dag ekki sérstaklega annasaman. Oft sé neyðin mun meiri þegar líði að mánaðamótum, enda séu sumar kon- ur þá farnar að treysta á kranavatnið. „Það er staðreynd að til eru konur sem þurfa að svelta sig til að eiga fyr- ir mat handa börnunum sínum,“ seg- ir hún og telur einstæðar mæður sem orðið hafi öryrkjar ungar að árum vera hvað verst settar. Annars er ekki auðhlaupiö að því að ná Ásgerði í við- tal. Hún er á fullu að taka við um- sóknum um jólamat og meta þörf hvers og eins. Það er biðröð út úr dyr- um. Allir þurfa að gefa nákvæmar upplýsingar um sínar aðstæður, heilsufar, laun og fjölskyldustærð og Ásgerður fær að heyra margar rauna- sögur. Rök föt og hálffrosin Leiðin liggur inn á lager. Þar eru þær Guðrún Magnúsdóttir og Kristín Halldórsdóttir að handleika fót. Þess- ar konur og nokkrar aðrar halda Hljómsveitin SNILLINGARNIR HLJOMAR Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. LAUGARDAGSKVOLD FOSTUDAGSKVOLD f beinni iaugardag kl. 15.00: Liverpool - Middiesborough og Man. Utd - West Ham

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.