Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Blaðsíða 26
»»30 Tilvera FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2001 Sjónvarpsbíó Meöan þú svafst ★★* I Meöan þú rsvafst (While You Were Sleeping) frá árinu 1995 segir frá ungri og einmana konu í Chicago sem fyrir tilviljun lendir í því aö bjarga drauma- prinsinum sínum úr klóm ræningja. Hann liggur lengi meðvitundarlaus eftir árásina og á While You Were Sleeping Sandra Bullock nær í drauma- prinsinn sinn. meðan lætur hún í veöri vaka að ^ hún sé kærastan hans. Gamanið kámar heldur hjá dömunni þegar hún kynnist fjölskyldu mannsins. Lauflétt gamanmynd með róman- tísku ívafi með Söndru Bullock og Bill Pullman í aöalhlutverkum. Myndin naut mikilla vinsælda um allan heim Sýnd í Sjónvarpinu í kvöld kl. 23.15 Ferö Feliciu ★★★ Felicia er ung, írsk stúlka og ófrísk sem kemur til Englands til að hafa uppi á bamsfoður sínum í Birmingham þar sem hún heldur unnusta sinn vera. Á vegi hennar verður Hilditch miöaldra maður •*sem hún treystir á þegar allt er komið í óefni. Hann er þó ekki all- ur þar sem hann er séður og Felicia gerir sér alls ekki grein fyr- ir því að það er hann sem ræður ferðinni frá því hann lítur hana auga. Eins og i fyrri myndum sín- um flakkar Atoms Egoyan fram og aftur í atburðarásinni, oft að því er virðist á sundurlausan hátt en samt rökrétt þegar á heildina er lit- ið. Innihaldsrík og sjokkerandi kvikmynd. Sýnd á Stöð 2 í kvöld kl. 22.30 Vesalingarnir ★★★ í hinni frægu skáldsögu, Vesal- ingunum, segir frá Jean Valjean, sem kemur sér áfram í þjóðfélag- inu eftir að hafa afplánaö langa fangelsisvist, og lögregluforingjan- um Javert sem mun ekki láta staðar numið fyrr en hann hefur komið Valjean aft- >ur í steininn. Bille August er á heimavelli en honum lætur vel að kvikmynda miklar skáldsögur. Leikaravalið er gott. Liam Neeson gerir hlutverki sínu góð skil og hatursþrungin spennan milli hans og Geoffrey Rush skilar sér ágæt- lega. Hér er á ferðinni ágætis skemmtun og saga sem svíkur eng- Vesalingarnir Liam Neeson leikur hinn þjáöa JeanValje- an. Sýnd á Stöö 2 sunnudagskvöld kl. 23.25 Die Hard ★★★ Die Hard er fyrsta myndin um lögreglumanninn John McClane sem _ Bruce Willis hefur ** túlkað í þremur myndum. í mynd- inni er McClane fyrir tilviljun staddur í skýja- kljúfi þegar hryðju- verkamenn leggja tO atlögu. Glæpa- mennimir eru þaulskipulagðir og miskunnarlausir en þeir gera sér ekki grein fyrir hvað þeir kalla yfir sig þegar þeir taka eiginkonu Johns sem gisl. John er vanur ýmsu á götum New * York borgar og kallar ekki allt ömmu sina. Die Hard er spennandi afþreyingarmynd eins og þær ger- ast bestar. Mikill hraöi, góðar hasarsenur og smáskammtur af húmor. Sýnd á Sýn i kvöld kl. 23.00 _____________i Die Hard Bruce Willis hefur leikið John McClane í þremur kvik- myndum. IVIae West Hún þótti einstaklega orðheppin kona. Meðal frægra setninga hennar er: „Þegar ég er góð er ég mjög góð en þegar ég er slæm er ég enn þetri. “ Rómeó og Júlía.“ West yppti öxlum og sagði: „Shakespeare hafði sinn stíl, ég hef minn.“ Hún var fertug í upphafi Hollywoodferils síns og var fimm- tug þegar honum lauk. Þá var hún orðin feit og gömul og á vissan hátt aumkunarverö. En það var stað- reynd sem hún neitaði að viður- kenna. Hún leiddi hjá sér aldurinn alveg eins og hún leiddi hjá sér öll óþæg- indi og fimmtíu og niu ára gömul skemmti hún í kabarett með níu vöövabúntum sem klæddust engu nema sundskýlu. í tæp þrjátíu ár, þar til hún lést, bjó hún með manni sem var áratugum yngri en hún. Paul Novak var blíðlynt vöðvabúnt sem sagði: „Ég trúi því að ég hafi komið í heiminn til að sjá um fröken West.“ Tálkvendi fram í andlátið Sjötíu og sjö ára lék hún í mynd- inni Myra Beckinridge og mætti til leiks stríðsmáluð og með hárkollu. Einn gagnrýnandinn sagði: „Mae West er með Mae West-andlit málað framan á sig og hreyfist til og frá eins og Imperial-hótelið í Tokyo í jarðskjálftanum mikla árið 1923.“ Hún var áttatíu og fjögurra ára þegar hún lék í myndinni Sextette, þremur árum fyrir dauða sinn. Minnið var farið að gefa sig og hún hlustaði á textann sem hún átti að fara með í gegnum heyrnartól sem falið var i hárkollu hennar. Enn var hún að leika ómótstæöilegt tál- kvendi. Gagnrýnendur féllu ekki fyrir henni og lýstu henni sem skrímsli og klæðskiptingi sem hefði misst vitið. „Hún er eins og eitthvað sem þeir fundu í kjallara píramída," sagði gagnrýnandinn Rex Reed. Árið 1980, viku fyrir 87. afmælis- dag sinn, fékk hún hjartaáfall sem hún jafnaði sig ekki af og lést fjór- um mánuðum síðar á heimili sínu. Mae West fæddist í Brooklyn árið 1893 og ólst upp í einu alræmdasta úthverfi i Brooklyn. Skólagöngu hennar lauk svo að segja um leið og hún hófst en hún hvarf úr skóla sjö ára gömul og fór að leika á sviði. Lé- leg lestrarkunnátta háði henni alla ævi en hún átti oft í mesta basli með að lesa sig í gegnum handrit á Hollywood-árunum. Sautján ára giftist hún tuttugu og eins árs dansara, Frank Wallace, en þau skemmtu í sama leikflokki. Nokkru eftir hjónavígsluna flutti Mae aftur til foreldra sinna. Þegar móðir hennar bar það á hana að hún væri gift kona harðneitaði Mae að svo væri. Wallace sneri til sins heima og sagði engum frá hjóna- bandinu fyrr en 25 árum seinna. Hneyksli á Broadway Eftir að hafa yfirgefið Wallace skemmti Mae á sviði með ögrandi dansi og söng. Gagnrýnendur leyndu ekki þeirri skoðun sinni að hún væri óhefluð. Hún vakti enga sérstaka athygli fyrr en hún var orðin þrjátiu og þriggja ára gömul. Þá setti hún upp leikrit sem hún skrifaði, leikstýrði og framleiddi og gaf hiö einfalda nafn „Sex“. Aðal- persóna leikritsins var vændiskona sem fann mikla lífsfyllingu í starfi sínu. Þegar einn af fjárfestum sagði West að hann hefði efasemdir um leikritið svaraði hún: „Leikhúsgest- ir á Broadway vilja skít og ég ætla að gefa þeim hann.“ West lék vita- skuld aðalhlutverkið og leikur hennar þótti vægast sagt ögrandi. „Það hefur aldrei verið til manneskja eins og ég, “ sagði Mae West eitt sinn. Hún var vissulega óvenjuleg kona og með sjálfstraustið í lagi. Hún var eitt frœgasta kyn- tákn 20. aldar. Gagnrýnendur rifu leikritið í sig, sögðu það klám, og sumir hvöttu til lögregluafskipta. Einn gagnrýnand- inn sagði: „Þessi sýning er ekki fyr- ir lögregluna. Hún fellur fremur undir afskipti heilbrigðisráðuneyt- isins. Hún er svartur blettur á fag- urri borg okkar og þennan blett þarf að afmá.“ Dómar eins og þessi urðu til að vekja forvitni almennra borg- ara og leikritið gekk fyrir fullu húsi í tæpt ár og hefði gengið lengur ef lögregluyfirvöld heföu ekki talið ástæðu til að hafa afskipti af sýning- um. Mae setti annað leikrit á svið áður en gripið var í taumana. Það leikrit hét The Drag og fjallaði um klæðskiptinginn Rolly sem er kvæntur og er undir lok leikritsins myrtur af elskhuga sínum. Kvöldið eftir frumsýningu á The Drag biðu lögreglumenn eftir því að sýningu á Sex lyki. Þegar tjaldið féll voru Mae West, leikarar og aðrir að- standendur sýningarinnar dregin upp í lögreglubíla og ekið á lög- reglustöð. Sýningum á Sex var hætt og skömmu eftir handtöku Mae voru sett lög sem bönnuðu að sýna samkynhneigð á sviði a Broadway og Mae neyddist til að taka The Drag af dagskrá. Hún lét þó ekki deigan síga og næsta Broadway-leikrit um gleði- konuna Diamond Lil sló rækilega í gegn. Síðan kom Pleasure Man þar sem aðalleikendur voru flestir hommar sem spókuðu sig á sviðinu í kvenmannsklæðum. Þetta var um- deildasta leikritið sem Mae skrifaði á ferlinum og tveimur dögum eftir frumsýningu var hún handtekin en réttarhöld í máli hennar fóru ekki fram fyrr en átján mánuöum seinna. Þá stóð Mae með pálmann i höndunum. Hún hélt því óhikað fram að hún hefði aldrei skrifað handrit að leikritinu og þar sem enginn skrifaður texti var til átti saksóknari erfitt með að sanna að leikritið væri siðlaust. Og leikar- arnir, hommarnir, voru ekki við- staddir réttarhöldin. Það tókst ekki að hafa uppi á þeim. Mae sagði að þeir hefðu allir gengið í sjóherinn. Eftir þessar upplýsingar var West sýknuð. Áratugur í Hollywood Hún fékk tilboð frá Hollywood og varð árið 1933 stærsta stjarnan í Hollywood eftir leik sinn sem vænd- iskona í myndinni She Done Him Wrong, sem gerð var eftir leikriti hennar, Diamond Lil. Myndin bjarg- aði kvikmyndaverinu Paramount frá gjaldþroti. Mótleikari Mae var Cary Grant en hún valdi hann eftir að hafa séð hann og sagt: „Ef hann getur talað þá tek ég hann.“ Cary Grant sagði um hana: „Hún lifði í draumaveröld. All- ur þessi gífurlegi andlitsfarði var merki um óöryggi hennar. Við vorum á verði gagnvart henni." Mae West var aldrei tilbúin að deila sviðsljósinu með öðrum og þeg- ar hún skrifaöi samtöl í myndum sínum sá hún til þess að hún fengi að mæla allar snjöllu setningar myndarinnar. Leikstjórinn Ernst Lubitsch spurði hana eitt sinn: „Af hverju geturðu ekki skrifað hand- rit með tveimur aðalpersónum? Gleymdu ekki að Shakespeare skrif- aði leikrit sem hét Ung og metnaöarfull Mae West eins og hún leit út í upphafi ferils síns. Með vöövabúnti Á efri árum lét Mae West iöulega sjá sig með vöðvamiklum karlmönn- um. Hollywoodstjarna Mae Wesí á hátindi kvikmyndaferils síns í Klondike Annie áriö 1936. Kyntáknið Mae West

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.