Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2001, Page 27
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2001 31 I»V Tilvera Bíófrumsýningar: Billy Bob í vafasömum málum Bandlts Bruce Willis, Billy Bob Thornton og Cate Blancett leika aðalhlutverkin. burðarrásjn tekur síðan óvænta stefnu þegar óhamingjusöm eigin- kona (Cate Blanchett), ansi tæp á geði, verður á vegi þeirra og slæst í för með útlögunum. Bandits er blanda af gamni og alvöru. Barry Levinson hefur reynsu af hvoryt- veggja, leikstýrði meðal annars Robin Williams . í Goodmorning Vietnam og gerði síðast hina bráð- skemmtilegu Wag The Dog. Bandits er sýnd í Smárabiói, Regnboganum og Borgarbíói, Akur- eyri The Man Who Wasn’t Here Joel og Ethan Coen eiga að baki glæsilegan feril í kvikmyndaheim- inum. Þeir hófu ferð sína með Blood Simple sem þegar er orðin klassísk og hápunktinum hingað til náðu þeir með Fargo. The Man Who Wasn’t Here er nýjasta kvikmynd þeirra og hefur eins og fyrri mynd- ir þeirra fengið góðar viðtökur hjá gagnrýnendum sem og almenningi. Myndin fjallar um rakarann Ed Crane, sem starfar í smábæ í Kali- forníu. Hann er óánægður með líf sitt og gefur fljótt eftir þegar eigin- kona hans freistar hans með tillögu að fjárkúgun. Ed sér tækifæri til að sleppa frá leiðinlegu lífi en þegar lít- ið afbrot fer að snúa upp á sig lend- ir hann fljótt í vandræöum. Með helstu hlutverk fara Billy Bob Thornton, Frances McDormand, James Gandolfini og Michael Badalucco. The Man Who Wasn't Here er sýnd í Stjörnubíói. The Hole The Hole er bresk kvikmynd leik- stýrt af Nick Hamm, sem gerði með- al annars Martha Meet Frank, Dani- el and Laurence sem naut nokkurra vinsælda. í The Hole segir frá því þegar fjórir unglingar í breskum einkaskóla komast að því að í kjall- ara skólans er að flnna „holu“ sem fyrir mörgum áratugum var notuð sem byrgi þegar gerðar voru loft- árásir á England. En það er ekki víst að allir þeir sem fóru niður í holuna komist aftur upp. I aðalhlut- verki er bandaríska unglingastjarn- an Thora Birch. Auk hennar leika í myndinni Desmond Harrington, Daniel Brocklebank og Embeth Dav- idtz. The Hole er sýnd í Sam-bíóunum. Þrjá kvikmyndir verða frumsýnd- ar í kvikmyndahúsum í dag, Bandits, The Man Who Wasn’t Here og The Hole. Tvær þeirra fyrst- nefndu eiga það sameiginlegt að Billy Bob Thomton leikur aðalhlut- verkið i þeim báðum. Sjálfsagt eru æstustu aðdáendur Coen bræðra, Joels og Ethens búnir að sjá The Man Who Wasn’t Here þar sem tvær sýningar voru á myndinni á nýliðinni kvikmyndahátíð. Bandits Bandits er nýjasta kvikmynd hins kunna leikstjóra Barry Levinsons. í henni leika Bruce Willis og Billy Bob Thornton tvo undarlega vini sem strjúka úr fangelsi til þess eins að ræna eins marga banka og þeir geta en aðferðir þeirra eru ekki hefðbundnar. Kvöldið fyrir ránið ræna þeir bankastjóranum, gista heima hjá honum og íjölskyldu hans og daginn eftir ræna þeir bankann í fylgd hans! Ótrúleg at- The Man Who Wasn’t Here Billy Bob Thornton leikur rakara sem beitir fjárkúgun. Uppáhaldsmyndin Galdrakarlinn í OZ er listaverk - Kristlaug Siguröardóttir, rithöfundur í Keflavík „Veistu hvað klukkan er,“ spyr Kristlaug María Sigurðardóttir, rit- höfundur í Keflavik, þegar hringt er í hana snemma á fimmtudags- morgni og hún spurð um uppáhalds- myndina sína. „Ég hugsa aldrei um bíómyndir fyrir hádegi." Kikka segist vera aö bíða eftir þvi að fá eplaskífupönnu frá Danmörku og að hún eigi hug sinn allan. „Steiktar eplaskifur eru það eina sem fjölskyldan saknar frá Köben og vinkona mín ætlar að senda mér sérstaka pönnu til að redda því.“ Skide-smart Þegar Kikka er búin að jafna sig tekur hún til máls og viðurkennir að hún hafi mjög gaman af bíó- myndum. „Ég fer reyndar ekki oft í bíó eftir að ég eignaðist börnin en ef ég fer þá fer ég á barnamyndir. Ég á nokkrar uppáhaldsmyndir sem erfitt er að velja á milli og sú fyrsta sem kemur upp í hugann er Fifth Element eftir Luc Besson. Eft- ir aö ég sá hana fékk ég hugmynd- ina að graskerinu í Ávaxtakörfunni. Divan í Fifth Element bjargar heim- inum og graskerið er dívan í Ávaxtakörfunni. Það fannst mér „skide-smart“. Ætli Forrest Gump sé ekki i öðru sæti, sagan er skemmtileg og ég er alltaf veik fyr- ir fólki sem er öðruvísi. Gestaboð Babettu er líka í miklu uppáhaldi eins og margar danskar myndir." Mary Poppins Kikka segist eiga DVD-tæki og gott safn af myndum sem hún horfi á reglulega. „Síðasta mynd- in sem ég horfði á var Mary Poppins og svo hef ég alltaf jafn gaman af Galdrakarlinum í OZ, hún er listaverk. Það eiga allir að eiga þessar tvær myndir og horfa á þær að minnsta kosti einu sinni á ári; þær eru mannbætandi. Síðasta mynd sem ég sá í bíó var Nýi stíllinn keisarans. Mér fannst hún ósköp skemmtileg en yfirleitt horfi ég meira á bömin en myndina þegar ég fer með þeim í bíó þannig að ég er kannski ekki dómbær." Að lokum segir Kikka að um þessar mundir langi hana mest til að sjá Mávahlátur en viti ekki hvenær hún hefur tíma. „Ég verð örugglega upptekin við að steikja epla- skífur allan desem- ber.“ -Kip Danskar myndir í uppáhaldi Kristlaug María Siguröardóttir, rithöfundur í Keflavík, segist horfa reglulega á Mary Poppins. The Testimony of Taliesin Jones ★★★ (0*S2!'s í eigin hugarheimi Hinn tólf ára gamli Taliesen Jones er kominn í sálar- kreppu. Eftir að móð- ir hans yfirgaf fjöl- skylduna verður hann mjög ráðvilltur og á erfitt með að flnna sér stað í sam- félaginu. Faðir hans og bróðir sætta sig betur við hvernig komið er þó faðirinn geri sér enn vonir um að eiginkonan snúi aftur þegar hún hefur fengið nóg af borgarlífinu. Heimilislífið er þvingað og Jones fær frið í sálinni með því að vera í nánu sambandi við píanókennara sinn, eldri mann, sem einnig er heil- ari. Sá segist muni kenna Jones heilun verði hann duglegur að læra á píanó. Þroski Jones er samt ekki meiri en svo að hann telur að gegn- um heilun og nógu sterka trú geti hann læknað fólk af hverju sem er. Gerir hann tilraun á skólafélaga sinum með miður góðum árangri. The Testimony of Taliesen Jones er einstaklega ljúf og gefandi, kvik- mynd sem heldur á lofti sterkri barnstrú sem verður fyrir miklu áfalli. Jones skapar sér heim með hjálp trúarinnar. Þannig getur hann verið í góðu sambandi við föður sinn og móður. Eins og oft vill verða með góðan leik hjá börnum þá lifir John Paul MacLeod sig inn í hlut- verkið. Nær hann auðveldlega að bera myndina uppi meö stuðningi hinna reynslumiklu leikara, Jon- athan Pryce, Ian Bannen og Geraldi- ne James. -HK Útgefandi: Skífan. Lelkstjóri: Martin Duf- fy, Bretland, 2000. Lengd: 93 mín. Leik- arar: John Paul Macleod, Geraldine James og Jonathan Price. Leyfö öllum aldurshópum. Bait ★★ Sjón er sögu ríkari Það er ótrúlegt hvað eðlilegt það virðist að blanda teiknimynd og leikna mynd. Ekki eru nema nokkur ár síðan Who Framed Roger Rabbit? þótti stórkostlegt tækni- afrek. Með aukinni tölvutækninni virðist þetta ekki vera neitt til- tökumál eins og sjá má i Monkey- bone, en aðal myndarinnar er hversu eðlilegt það er fyrir Brend- an Fraser að leika á móti teikni- fígúrum og hvernig í raun hægt er að fella þetta saman án nokkurs misræmis. Fraser leikur teiknimyndasögu- höfundinn Stu Miley, höfund Mon- keybone, sem er mjög vinsæl teiknimyndasaga. Þegar við hefj- um leikinn er verið að tilkynna að Monkeybone verði sjónvarpssería. Allir eru upphafnir af hrifningu nema Stu sem er með hugann við annaö. hann ætlar nefnilega að biðja sér kvonfangs um kvöldið. Áður en að því veröur lendir hann í bílslysi og fellur í dauðadá eða svo halda allir. Þetta er samt ekki alls kostar rétt. Stu er kominn á fulla ferð í sína eigin teiknimynda- sögu og er alls ekki ánægður með dvölina í furðuheimi sem hann hefur skapað. Monkeybone er kvikmynd sem hefur myndmálið fram yfir texta. Sagan er aukaatriði og rómantíkin í myndinni hverfur alveg fyrir ærslaganginum í teiknimynda- flgúrunum svo maður tali ekki um þegar teiknimyndahetjan Monkey- bone bregður sér í líkama skapara síns. Gallinn er að í öllum hama- gangnum nær myndin ekki al- mennilegu flugi, lyftist af og tO upp en dettur jafnóðum niður aft- ur. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Henry Selick. Bandaríkin, 2001. Lengd: 97 mín. Leikarar: Brendan Fraser, Bridget Fonda, Chris Kattan og Whoopi Goldberg. Ekki viö hæfi ungra barna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.