Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Qupperneq 4
4 Fréttir FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 DV Skoðanakönnun DV um afstöðu borgarbúa til nektardansstaða: Alþingi: Meirihluti vill bann á nektardansstaðina - lconur einarðari talsmenn banns Bann við nektardansstöðum í Reykjavík S Fylgjandi Andvig 58.3% 41.7% Karlar ÍFylgjandi 40.4% ISAndvig 59.6% Konur Fylgjandi 75.4% S Andvig 24.6% Meirihluti borgarbúa er fylgjandi þvi að nektardansstaðir í Reykjavík verði bannaðir. Meðal kvenna er öflug andstaða en ríflega 7 af hverju 10 konum vilja banna þá. Hins veg- ar eru sex af hverjum tíu körlum andvígir slíku banni. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnun- ar DV sem gerð var meðal kjósenda í Reykjavik sl. þriðjudagskvöld. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli kynja. Spurt var: Ertu fylgj- andi eða andvíg(ur) því að nektar- dansstaðir verði bannaðir í Reykja- vík. Alls tóku 92,4 prósent aðspuröra afstöðu í könnuninni en 5,8 prósent voru óákveðin og 1,8 prósent neit- uðu að svara. Af öllu úrtakinu sögð- ust 53,8 prósent vera fylgjandi banni á nektardansstaði en 38,5 prósent andvíg slíku banni. Sé einungis lit- ið til þeirra sem afstöðu tóku voru 58,3 prósent fylgjandi því að nektar- dansstaðir verði bannaðir en 41,7 prósent andvíg. Athyglisvert er að skoða niður- stöðurnar þegar þær hafa verið greindar eftir kynjum. Karlar eru á móti því að nektardansstaðir verði bannaðir. 59,6 prósent karla eru andvig banni en 40,4 prósent fylgj- andi. Hjá konunum snýst dæmið við og gott betur. 75,4 prósent reyk- vískra kvenna eru fylgjandi því að nektardansstaðir í Reykjavík verði bannaðir en 24,6 á móti banni. Konur eru einarðar í afstöðu sinni að þessu sinni en einungis 5,3 prósent kvenna eru óákveðnar eða svara ekki spurningunni á móti 10 prósentum karla. -hlh Bann er mál löggjafans „Miðað við umræðuna sem verið hefur um þetta hefði ég jafnvel talið að það væru fleiri fylgjandi banni en þessi tæpu 60% sem þessi könn- un sýnir. Hins vegar eru vitaskuld margir sem ekki eru hrifnir af þess- um stöðum þó þeir séu kannski ekki tilbúnir að ganga svo langt að banna þá,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, aðspurð um viðbrögð við könnun DV um nektarstaði. Hún segir enn fremur að það komi ekki á óvart að fleiri konur skuli vera á móti þessum stöðum en karlar. Ingibjörg bendir á að borgar- yfirvöld hafi heldur verið að þrengja að þess- um stöðum i skipulagi sínu en hins vegar sé málið nokkuð flókið. Þegar staðirnir settu sig niður í borg- inni á sínum tíma hafi það ver- ið gert með full- komlega lögleg- um hætti, enda sé þetta starfsemi sem er lögleg og því í fullum rétti. „Það er hins vegar hægt að sporna við fjölgun þeirra og það höfum við verið að gera með tilteknum skipu- lagsaðgerðum, en það er enginn sem getur í sjálfu sér bannað þessa starf- semi nema löggjafinn," segir borg- arstjóri. -BG Kemur ekki á óvart „Þessi niðurstaða staðfestir þá til- finningu sem ég hef fyrir málinu, en ég hef verið talsmaður þess að grípa til aðgerða varðandi þessa staði. Af- staða fólks hefur verið að breytast, það töldu margir í upphafi að þess- ir staðir gætu þrifist hér en svo hafa komið upp mál varðandi konurnar sem þarna starfa sem sýna okkur annað. Sjálf var ég ekki andvíg þess- um stöðum í upphafi en hef breytt um skoðun" segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi R-list- ans um niðurstöðuna. „Mér finnst þetta merkileg niður- staða en hún kemur reyndar ekki á Steinunn Valdís Kjartan Óskarsdóttir. Magnússon. óvart. Ég man ekki betur en hafa séð svipaða niðurstöðu úr skoðana- könnun um þetta efni áður“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. DV bar niður- stöðurnar einnig undir tvo aðra bogarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en þeir vildu ekki tjá sig um málið. -gk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Björn Grétar gagnrýnir verkalýðsforustuna - segir ekki gott að veifa spjöldum þegar menn hafa gleypt flautuna DV-MYND BRINK Óskaö til hamingju Sverrir Jakobsson afhendir Jóni Karli Helgasyni viöurkenningu Hagþenkis. Höfundar Njálu: Nýstárlegt fræðirit Jón Karl Helgason, bókmenntafræð- ingur og rithöfúndur, hlaut í gær við- urkenningu Hagþenkis, félags höíúnda fræðirita og kennslugagna, fyrir bók sína Höfúndar Njálu. Viðurkenningin var veitt í 15. sinn og felst í innrömm- uðu skjali og ávísun á kr. 500.000. Höfundar Njálu kom út hjá Máli og menningu í fyrra og fylgdi henni margmiðlunardiskur, Vefúr Darraðar, með texta Njálu og öllu því í bók- menntum og myndlist síðari tima sem tengist þeirri miklu sögu. Jón Karl er í'bók sinni ekki að leita að höfundi Njálu heldur skoðar hann þar hvemig ýmsir rithöfundar hafa nýtt sér efni úr Njálu í eigin bókmenntaverk og gerst eins konar „höfúndar Njálu“. Felur skilningur og nálgun Jóns Karls í sér „að hver túlkun sögunnar, hvort held- ur í mynd eða orðum, sé í raun endur- sköpun hennar út frá nýjum forsend- um. Hver lesandi, hver tími, skapar sér nýja Njálu,“ segir í niðurstöðu við- urkenningarráös Hagþenkis. -SA „Mér finnst það ekki hafa komið nægjanlega vel fram að þegar samið var um það að fresta ákvörðun um uppsögn launaliðar kjarasamninga á almennum markaði í síðasta mánuði var þegar kominn grandvöllur til upp- sagnar samninganna og auðvitað áttu menn að halda sig við það og gefa verkafólkinu kost á að sækja rétt sinn. Mér líst hreint ekkert á þessa þróun mála,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson, fyrrverandi formaður Verkamanna- sambands Islands, en um tvö ár era nú liðin síðan gerður var við hann starfs- lokasamningur og honum gert að draga sig í hlé frá verkalýðsbarátt- unni. Síðan hefur Bjöm Grétar ekki tjáð sig opinberlega um málefni verka- lýðshreyflngarinnar. „Ég hef alltaf litið svo á að verka- lýðsbarátta snúist um skiptingu á þjóð- Vart hefur orðið við talsvert af dauðum svartfugli í Skagafirði. Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki bárust í vikunni fregn- ir af óvenjulega miklu magni af dauðum svartfugli í Garðsfjöru. Þorsteinn Sæmundsson, forstöðu- maður Náttúrustofunnar, fór á fjör- una og fann þar 40-50 fugla, flesta nýdauða. Þorsteinn sendi þá suður arauði og mér þyk- ir það mjög miður að verkafólki, sem er á lægstu laun- unum af öllum í þjóðfélaginu, skuli ekki hafa verið gert kleift að fá leiðréttingu á sín- um málum þegar það átti rétt á því, Á undanförnum árum hef ég hins vegar séð það gerast að þau verkalýðsfélög og samtök sem hafa haft í forastu fólk sem hefur hvatt til baráttu hafa borið mest úr býtum og sums staðar hefur orðið gríðarlegur árangur, eins og hjá kennuram. Verka- lýðsforastan hefur hins vegar kosið að halda aftur af mönnum í stað þess að sækja fram,“ segir Bjöm Gétar. til rannsóknar á Náttúrufræðistofn- un íslands. í fréttum að undanfomu hefur verið mikið fjallað um dauðan svartfugl á Norðausturlandi. Eins var ástatt með fuglinn á Garðsfjöru og þann eystra, hann er ákaflega magur, ekki nema um hálft kíló, en í venjulegu ástandi eru þeir um eitt kiló að þyngd. Hann segir það sitt mat að verka- lýðsforustan hafl, með fáum undan- tekningum, ekki staðið sig vel. „Því miður hefur barátta forastunnar oftar en ekki snúist um það að halda aftur af fólki í stað þess að sækja fram og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Núna koma forustumennimir svo fram, til að mynda Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambandsins, og segja að þeir hafl gul spjöld til að veifa og síðan rauð spjöld til að sýna í haust fari verðlagshækkanir á skrið eftir 1. maí. En það er bara ekki gott að veifa spjöldum þegar menn hafa gleypt flaut- una. Því miður líst mér ekkert á það ástand sem uppi er og aðferðirnar sem menn vilja nota í verkalýðsbaráttunni í dag era ekki þær réttu að mínu mati,“ segir Björn Grétar. -gk Þorsteinn Sæmundsson segir að fréttir berist einnig af dauðum fugli á VestQörðum og þetta sé mikið áhyggjuefni ef fugladauðinn sé að færast vestar en ekki sé vitaö t.d. um ástandið á Skaganum eða við Húnaflóann. Þorsteinn vill koma þeirri ábendingu til fólks að ef það verði vart við dauðan svartfugl að láta Náttúrufræðistofuna vita. -ÞÁ. Dauður svartfugl í Skagafirði Björn Grétar Svelnsson. Nudd verði viðurkennt Rannveig Guð- mundsdóttir al- þingismaður hef- ur beint fyrir- spurn til Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, um skottulækningar. Rannveig spyr hvort ráðherra hafi einhverjar áætlanir um endur- skoðun á ákvæðum læknalaga um skottulækningar og hvort endurskoð- un á lögununum komi til greina. Þar vill Rannveig sérstaklega vita hvort óhefðbundnar lækningaaðferðir, svo sem nálastungumeðferð, smá- skammtalækningar, hnykklækning- ar og nudd, gætu hlotið viðurkenn- ingu að uppfylltum skilyrðum. -BÞ Akureyri: Inga Þöll bæjar- lögmaður Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu frá bæjar- stjóra þess efnis að Inga Þöll Þór- gnýsdóttir, lögmaður á Akureyri, verði ráðin næsti bæjarlögmaður. Ráðningin verður staðfest á bæjar- stjómarfundi í næstu viku. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru Björn Jónsson, Reykjavík, Brynjólfur Hjartarson, Reykjavík, Erlingur Óskarsson, Reykjavík, Sig- urður Eiriksson, Akureyri, Sigurð- ur Georgsson, Reykjavík, og Svavar Pálsson, Reykjavík. -gk Rannveig Guó- mundsdóttir. Kveikt í bifreið Brotist var inn í bifreið við íra- bakka í Breiðholti um miðnætti og eld- ur síðan borinn að bifreiðinni. Að sögn lögreglu var hljómflutn- ingstækjum stolið úr bifreiðinni. Slökkviliðið kom á vettvang til að slökkva eldinn en bifreiðin er mikið skemmd og hugsanlega ónýt. Þá var brotist inn í sölutum í Breið- holti í nótt um klukkan fjögur. íbúi á efri hæö í sama húsi varð innbrotsins var og lét lögreglu vita en þjófúrinn komst undan með feng sinn en ekki lá fyrir í morgun hversu miklu hafði ver- ið stolið. -gk Heilbrigðisnefndir: Gjaldskrár hækkaðar Þrátt fyrir að ráðherrar keppist við að lýsa því yfir að kaupmenn eigi að hemja sig í verðhækkunum, þá hefur hver hækkunin af annarri dunið yfir á síðustu vikum. Þar er bæði um að ræða stofnanir ríkis og sveitarfélaga. Samtök atvinnulífsins hafa t.d. bent á að nær allar heilbrigðis- nefndir sveitarfélaga hækkuðu gjaldskrár sinar árið 2001. Þessar nefndir hafa m.a. eftirlit með heil- brigðismálum í fyrirtækjum lands- ins. Mest var hækkunin á Kjósar- svæði, 33,3%, 20% á Norðurlandi vestra og 10% í Reykjavík. Þessar hækkanir urðu allar í desember, sem og 5,7% hækkun heilbrigðis- nefndar Hafnarfjarðar og Kópavogs. Tiu svæðisbundnar heilbrigðis- nefndir hafa með á höndum lög- bundið heilbrigðis- og mengunar- varnaeftirlit á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Aðrar hækkanir slíkra nefnda urðu fyrr á árinu, nema á Suðurlandi þar sem gjaldskráin var ekki hækkuð árið 2001 en það mun nú vera í bígerð. Tímagjald er mismunandi á milli einstakra heilbrigöisnefnda. Fyrir hækkanir síðasta árs var gjaldið lægst á Kjósarsvæði en er nú lægst á Norðurlandi eystra, 5.200 kr/klst. Hæst er gjaldið á Suðumesjum, 5.800 kr/klst„ en þar var gjaldskrá- in reyndar lækkuð um 0,5% á síð- asta ári. -HKr. J '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.