Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Qupperneq 20
24 ________________________FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 Tilvera X>V Sýningar Odd-Vitinn • pub-skemmtistaöur • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069 Sýning myndhöggvara Þau Níels Haf- stein og Sólveig Aðalsteinsdóttir opna sýningu á verkum sínum í miðrými Kjar- valsstaða á morgun, laugar- dag. Það er Myndhöggvara- félagið í Reykjavík sem að sýning- unni stendur og er hún ein af þrem- ur sem félagið stendur fyrir á næstu vikum og mánuðum. Fyrirkomulag- ið er þannig að tveir og tveir lista- menn sýna saman á þeim öllum og þau Níels og Sólveig ríða á vaðið. Drýsildjöflar og oröabrugg Ellefu hús verða reist í vestursal Kjar- valsstaða á sýn- ingu sem Hann- es Lárusson opnar á morgun kl. 16 og nefnir Hús í hús. Hannes notar hús sem eins konar miðil fyr- ir verk sín. Með húsasmíðunum spilar hann á hin óljósu mörk milli nytjalistar og myndlistar. Húsin eru hönnuð og smíðuð eins og hús en hafa ekkert notagildi frekar en listaverk. Hann- es notar minni úr eldri verkum, svo sem sérblandaða liti, drýsildjöfla, gerningatengt athæfl og orðabrugg, svo eitthvað sé nefnt. Kristinn Pálmason í Gallerí Sævars Karls: Uppáhaldsverk og önnur glæný Kristinn Pálmason opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti nú á laugardaginn. Þar verð- ur hann með 10-13 verk sem hann segir hafa verið „að malla“ allt frá 1998 til dagsins í dag. Nokkur „upp- áhaldsverk" og önnur glæný, eins og hann kemst að orði. Annars veg- ar er um að ræða óhlutbundin mál- verk og hins vegar tölvuunnar, svið- settar ljósmyndir. „Einhvers staðar þama á milli em svo verk sem falla undir báða miðlana," segir hann. Málverkin eru bæði unnin í olíu og akrýl en auk þess notar Kristinn loftpensil. mn pub skemmtisfaður Skemmtistaður T ■ Brvni "T "T' Laugardagur 26. janúar Hljómsveitin PLAN-B Fjögur frábær frá Siglufirði M T’ rynjar: bassi, söngur. Jóhann: gítar, söngur. Asgrímur: trommur, söngur. Ásamt Guðrúnu Helgu stórsöngkonu, hljómborð. Árshátíðir - þorrablót Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. Upplýsingar í síma 867 4069 IkS IP Lækningaminjasafnið í Nesstofu: Hillur með glösum og skrautlegar skúffur Tæki til aögeröa Aflimunarhnífur, beinasög og fleira. Fótur og hönd Hér má sjá hvernig holdsveikin fór með útlimi fólks. Fótstiginn tannlæknabor Borinn var í eigu Högna Björnsson- ar (1905-1989). Nesstofa setur svip sinn á Seltjarn- arnes þar sem hún stendur i túni. Þar er lækningaminjasafn sem er opið eft- ir samkomulagi að vetrinum. Sigur- borg Hilmarsdóttir ræður þar rikjum. Hún tekur á móti útsendurum DV og býður þeim inn í lyfjastofu Bjarna Pálssonar landlæknis. Þar blasa við bláar hillur með glösum og skrautleg- ar skúffur. Þetta var apótek alls lands- ins því þegar Bjarni var og hét voru ekki lyfjabúðir á hverju strái. Lítill gluggi á vegg inn af anddyrinu var ætlaður þeim til að guða á sem þurftu afgreiðslu að nóttu til. Þar innan við svaf „lyfjadrengurinn". Húsið var reist á árunum 1761-1763 og er eitt af elstu steinhúsum lands- ins, hlaðið úr steinum sem teknir voru úr Valhúsahæðinni. Danskur arkitekt teiknaði húsið og danskir iðnaðarmenn byggðu það en íslend- ingar komu að verkinu líka, að sögn Sigurborgar. „Þess má kannski geta til gamans að kostnaðaráætlun var 850 ríkisdalir en þegar upp var staðið kostaði húsið 2.500 þannig að það er ekki alveg nýtt að opinberar bygging- ar fari fram úr áætlun!“ segir hún kankvís. Eini læknirinn og lyfsalinn á landinu Sigurborg segir Nesstofu hafa verið byggða fyrir Bjarna Pálsson land- lækni, fyrsta íslendinginn sem lauk háskólanámi í læknisfræði og fyrsta landlækni íslands. „Bjarni flytur hingað inn 1763 með eiginkonu sína, Rannveigu Skúladóttur, dóttur Skúla fógeta, og þau búa hér í 16 ár, eða þar til Bjarni deyr 1779, sextugur að aldri. Þau hjón eignuðust hér sjö börn en ekki komust nema þrjú þeirra til full- orðinsára, þrátt fyrir lækniskunn- áttuna." Mikið hlýtur að hafa. mætt á Bjarna því fyrir utan að vera með einu lyflasöluna á landinu var hann læknir fyrir allt landið og ekki nóg með það, hann kenndi líka bæði læknanemum og ljósmæðrum. Sigurborg sýnir okkur kennslu- stofuna sem var inn af lækninga- Hrákadallur Þótti ómissandi á tímum holdsveiki og bérkla. stofunni. „Hér var hann með visi að lækna- háskóla og útskrifaði að minnsta kosti fjóra lækna. Þeir tóku síðan við sem fjórðungslæknar þannig að það létti á honum. Ljósmóður fékk hann frá Dan- mörku til að aðstoða sig við kennslu," segir hún. DV-MYNDIR E.Öl. Sigurborg safnvöröur í lyfja- afgreiöslunni. Herbergið var endurgert eftir teikn- ingum sem til voru af upprunalegu innréttingunum. Lausnarsteinar greiddu fyrir fæðingum Þjóðminjasafnið eignaðist Nesstofu rétt fyrir 1980 og er búið að endurgera hluta hennar. Lækningaminjasafnið er deild innan Þjóðminjasafnsins og Sigurborg segir það eiga orðið um 10.000 muni og einungis brot af þeim rúmist á sýningunni. Hún rekur uppruna safns- ins til 1940, þegar lækna- deild Háskólans færði sig um set og lagði til hliðar úrelt áhöld. Þá varð fyrsti vísir að lækn- ingaminjasafninu til. Elstu munir safnsins eru frá síðari hluta 18. aldar. í einum sýningarkassan- um er risastór sullur sem tekinn hafði verið innan úr manni. í kassanum sem geymir áhöld til fæð- ingarhjálpar má m.a. sjá lausnarsteina, ávala og mjúka. Þeir höfðu þá náttúru að væru þeir settir i rúm hjá konu sem var að fæða þá greiddist úr málum. Einnig eru þar túttur á pela, ein úr beini, önnur úr tré og sú þriðja úr blýi. í þriðja kassanum liggur þvag- blöðrusteinabrjótur, heilasneiðinga- hnífur og fleira heldur hrossalækn- Nesstofa Byggð á árunum 1781-1783. Þurrkað auga úr manní Öðrum megin við innganginn er herbergi sem lyfjagerð fór fram í. Þar er stórt eldstæði. „Hérna voru lyf soð- in, sum úr lækningajurtum sem voru ræktaðar hér á túninu," segir Sigur- borg og heldur áfram: „Leifar þeirrar ræktunar sjást enn því á sumrin vex hér jurt sem nefnist blóðkollur. Ef- laust hafa svo verið fengin einhver duft frá Danmörku sem sett hafa ver- ið út í suðuna. Síðasta herbergið sem heimsótt er er augndeildin. í henni ingalegt. „Það er gert svolítið út á óhugnaðinn," viðurkennir Sigurborg. Eitt herbergið er helgað holdsveik- inni og þeim vanmáttugu ráðum sem til voru við henni. Þar eru líkamsleif- ar og skýrar myndir sem sýna á slá- andi hátt hin skelfilegu einkenni sjúk- dómsins. Sigurborg útskýrir tvenns konar birtingarform holdsveikinnar og fáfræðina kringum hana. „Það upp- götvaðist seint að það væri baktería sem ylli henni og það fannst ekki lyf til að vinna á henni fyrr en um 1950.“ eru meðal annars augnlækningatæki Kristjáns Sveinssonar til sýnis. Þar má líka sjá þurrkað auga úr manni og Sigurborg segir að krökkum þyki mikið til þess koma. „Þeir trúa oft ekki að þetta sé ekta, enda svo vanir að sjá allt mögulegt úr plasti," segir hún. -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.