Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Side 2
2
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
DV
Fréttir
Eignarhald lífeyrissjóða á verslunarfyrirtækjum:
Vandræðalegt fyrir
verkalýðsfélögin
- kaupin á Kaupási kannski ekki nógu sniðug, segir varaforseti ASÍ
Halldór Björnsson, varaforseti
ASÍ, segir eignarhald sjóða verka-
lýðsins á Kaupási vissulega vand-
ræðalegt mál fyrir verkalýðsfélög-
in. „Auðvitað hefðu menn óskað
að sjá þetta þróast öðruvísi, en
þetta er bara einn angi af þeim
fjárfestingum sem menn töldu
skynsamlegar fyrir tveim til þrem
árum.“
Halldór segir gagnrýni fjölmiðla
á fjárfestingar lífeyrissjóða verka-
lýðsfélaganna ekki alltaf maklega.
Lífeyrissjóðirnir leggi áherslu á að
tryggja afkomu sína þannig að
þeir skili launþegum góðum ellilíf-
eyri. Gríðarlegar breytingar á fjár-
málamarkaði á síðustu misserum
hafi hins vegar gert þaö að verk-
um að peningar hafi tapast við
tjárfestingar sjóðanna. Ef ekki
megi fjárfesta í atvinnufyrirtækj-
um, þá sé fátt annað eftir nema
ríkisskuldabréf og bankabækur.
Halldór Ásmundur
Björnsson. Stefánsson.
Halldór segir að í þeim sjóðum
sem hann þekki til reyni menn
samt að gæta mikillar varkárni í
íjárfestingum, ekki síst síðustu
mánuðina.
„Menn hafa reynt að fjárfesta af
bestu vitund í fyrirtækjum sem síð-
an hafa kannski ekki reynst nógu
traust. Fjárfestingar verkalýðs-
hreyfingarinnar í atvinnurekstri er
auðvitað alftaf hægt að gagnrýna."
Þetta segir Halldór í Ijósi þess aö
eignarhald lífeyr-
issjóða og Al-
þýðusambands
íslands á versl-
anakeðjunni
Kaupási í gegn-
um Eignarhalds-
félag Alþýðu-
bankans þykir
Gyifi orðiö í hæsta
Arnbjörnsson. máta vandræða-
legt. Verkalýðs-
hreyfingin hefur barist hart gegn
hvers konar verðhækkunum á
neysluvöru og á verði þjónustu.
Hún stendur nú frammi fyrir því að
nokkrar verslanir i „þeirra versl-
anakeðju" Kaupási, hafa hvað eftir
annað komið illa út í verðkönnun-
um á neysluvörum. Á sama tíma
eiga verkalýðsforingjar í orðaskaki
viö risann á íslenkum matvöru-
markaði, Baug, sem er í beinni sam-
keppni við Kaupás, en býður sam-
kvæmt könnunum oft á tíðum mun
betra verð.
Ekki bætir úr skák að núverandi
stjórnarformaður Kaupáss, Ás-
mundur Stefánsson, var áður forseti
ASÍ og situr í stjórn fyrir hönd
Eignarhaldsfélags Alþýðubankans.
Þá sat Gylfi Arnbjörnsson, núver-
andi framkvæmdastjóri ASÍ, einnig
um tíma sem stjórnarformaður í
Kaupási.
„Ef ekki má ávaxta fé lífeyrissjóð-
anna í íslenskum atvinnufyrirtækj-
um, þá er bara sú leið eftir að fara
með meira fjármagn úr landi. En þá
verðum við skammaðir fyrir það.
Kaupás er kannski eitt dæmi um
það sem ekki var alveg nógu snið-
ugt fyrir verkalýðshreyfmguna að
blanda sér inn i. Sér í lagi vegna
þess að þar var verið að tala um
fjárfestingu í mjög viðkvæmum
matvörumarkaði," segir Halldór
Björnsson, varaforseti ASÍ. -HKr.
Landssíminn tapaði milljónum dollara á @IPbell:
Auðvelt að spila lottó
með peninga annarra
- segir Pétur Blöndal og vill aö stjórnendur fjárfesti líka sjálfir
„Alltaf er hættu-
legt þegar menn
taka áhættu með
annarra fé. Þá
snertir tap þá ekki
beint og þeir verða
ekki eins varkárir
og ella. Þess vegna
er mjög mikilvægt
að menn hætti eig-
in fé samhliða,"
segir Pétur Blöndal alþingismaður um
ábyrgð stjómenda ríkisfyrirtækja og
annarra félaga þar sem þeir eiga sjálf-
ir ekki hlut.
Eins og DV hefur greint ítarlega frá
tapaði Landssiminn stórfé á fjárfest-
ingum í fyrirtækinu @IPbell sem varð
gjaldþrota aðeins ári eftir að
Landssíminn lagði fjórar milljónir
dollara í hlutafé. Aðeins sex mánuðum
eftir að fjárfestingin átti sér stað sáu
íslensku eigendumir að í óefni stefndi
og vildu þá hafa áhrif á stjóm
fyrirtækisins. Það tókst ekki og
stjómendur örfyrirtækisins sem
stefndi að heimsbyltingu í fjarskiptum
sigldu fyrirtækinu í þrot. Niðurstaðan
varð sú að eigandi Landssímans,
íslenska þjóðin, tapaði umræddum
fjármunum. Einn stjómarmanna
Landssímans benti DV á að þeir
peningar sem fóm í @IPbell hafi ekki
verið tapaðir þar sem lægri skattar
Pétur Blöndal.
Sími í klóm skýjaglópá
. ••irkHI ui.It ■ w W~ luiUWfctt 1» k~«tl • fc'.ttt T
Meðal skýjaglópa
Frétt DV sl. fimmtudag þar sem
greint var frá stórtapi Landssímans.
Landssímans til ríkissjóðs hafi komið
á móti tapinu.
Pétur segir að án þess að hann vilji
leggja dóm á það hversu ígrunduð
íjárfesting Landssímans hafi verið þá
myndi það almennt tryggja ákveðið
aðhald að tengja fjárhag stjómenda
beint við fjárfestingar þeirra.
„Þegar ráðist er í áhættufjárfestingu
er mikilvægt að menn átti sig á
áhættunni og geti því tapað með bros
á vör. Það sýnist mér að hafi átt við í
þessu tilviki og þeir hafi áttað sig á
áhættunni.
í rauninni ætti að gera kröfu til þess
að þeir einstaklingar sem taka
ákvarðanir um fjárfestingu með
annarra manna fé fjárfesti með fyrir
sjálfa sig þannig að þá muni um tapið.
Slíkt er iðulega gert þegar stjómendur
em ráðnir. Það er auðvelt að spila
lottó með annarra manna peninga,"
segir Pétur. -rt
Evrópumótiö í knattspyrnu:
Islendingar heppnir
Eignarhaldsfélag DB:
Oddi ákærir ekki
„Við viljum ekki taka þátt í þessu
máli, um það geta aðrir séð,“ sagði
Þorgeir Baldursson, forstjóri Prent-
smiðjunnar Odda. Fyrirtæki hans á
enga aðild að kæra sem ríflega 30 hlut-
hafar í Eignarhaldsfélagi Dagblaðsins
sendu á hendur Sveini R. Eyjólfssyni í
vikunni. Þorgeir segir að fyrir síðasta
aðalfund félagsins hefði prentsmiðjan
veitt Gunnari Sturlusyni hrl. umboö
til að fara með atkvæði Odda þar.
Lengra hefði umboðið ekki náð.
Sagðist Þorgeir hafa fengið þau
svör frá frá lögmanninum að vegna
mistaka væri Prentsmiðjan Oddi á
ákæraskjalinu. -sbs
Það má með sanni segja að ís-
land hafi dottið í lukkupottinn í
gær þegar dregið var í riðla í und-
ankeppni Evrópumóts landsliða í
knattspymu. ísland dróst í 5-riðil
með Þýskalandi, Skotlandi, Lit-
háen og Færeyjum.
„Þetta er dráttur sem sameinar
eiginlega allt sem maður vonar að
komi út úr þessu, hvað íþróttir
varöar er það Þýskaland sem hefur
náð hvað bestum árangri Evr-
ópuliða í HM eða EM. Síðan er
þetta iþrótta- og árangurslega mjög
vænlegur riðill hvað varðar að
hækka sig um styrkleikaflokk.
Fara úr þriðja styrkleikaflokki í
annan," sagði Eggert Magnússon,
formaöur KSl, samtali við DV-
Sport í gær og var í skýjunum meö
þessa útkomu.
Efsta sætið gefur þátttökurétt í
úrslitakeppni Evrópumótsins sem
fer fram í Portúgal sumariö 2004.
Annað sæti riðilsins gefur tvo
aukaleiki um laust sæti í úrslita-
keppninni 5-riðill. „Við köllum
þetta hjólreiðariðilinn hjá Knatt-
spymusambandinu,“ sagöi Eggert
að lokum.
íslenska landsliðið í knattspyrnu
hefur verið með mikinn meðbyr
undanfarin ár og þessi 5-riðill Evr-
ópumóts landsliða gefur væntan-
lega enn meiri byr í seglin, að
minnsta kosti hvað varðar áhorf-
endur, og þá verður einnig stutt að
fara fyrir landann á útileiki íslands.
-vbv
Blaöiö í dag
Blekking eða
búhnykkur?
lnnlent fréttaljós
—
Pípan mín
prúð
Deyjandi íþrótt
Kaupi hug-
myndir
á himnum
Itzlk Gallli
18 1 Hugmyndin erhús
n- " b Hannes
wmÆmSrfKí.. Lárusson
Víðtæk
samstaða veit
á gott
Margeir Pétursson
Allt upp úr
súru
DV-matur
VG fyrir vestan
Stofnuð var í vik-
unni félagsdeild
Vinstrihreyfingar-
innar - græns fram-
boðs i ísafjarðarbæ.
Lilja Rafney Magn-
úsdóttir á Suður-
eyri er formaður.
VG vestra hefur
hug á að láta til sín taka í sveitar-
stjómarkosningunum í vor - og
mun nýkjörin stjórn kanna hvort
lag sé.
Fimm útköll
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
fór í gær í fimm útköll í Hafnarfirði
vegna sinuelda. í öllum tilvikunum
var eldurinn minni háttar og fljót-
slökktur. Hins vegar var mikið
hringt vegna allra þessara mála og
slökkviliðið því fljótt á vettvang.
Atlanta til Afganistans
Atlanta mun á næstunni flytja
tæki, varning og lyf sem fara eiga til
hjálparstarfs í Afganistan. Með
þessu móti leggja íslendingar endur-
uppbyggingu í landinu lið. Þá verð-
ur flogið til Pakistans með 100 tonn
af lyfjum. Utanríkisráðuneytið hef-
ur yfirumsjón með þessu.
Hækkunum mótmælt
Bæjarfulltrúar
Kópavogslistans,
þar á meðal Flosi
Eiríksson, hafa sent
frá sér tilkynningu
þar sem mótmælt
er hækkun fast-
eignagjalda í bæn-
um um að meðaltali
12%. Segja þeir skjóta skökku við að
þegar fjölmargir grípi til aðgerða til
að halda niðri verðbólgu skuli
meirihlutinn auka álögur á bæjar-
búa.
Nýherji í mál
Nýherji krefst 70 millj. kr. í bæt-
ur frá ríkinu vegna niðurstöðu i út-
boöi á nýju fjárhagskerfi fyrir ríkið.
Samið var við Skýrr hf. Kærunefnd
útboðsmála hefur sagt galla hafa
verið á framkvæmd útboðsins.
Þórður Sverrisson er forstjóri Ný-
herja.
Sækja um sýslumanninn
Tíu umsækjendur eru um emb-
ætti sýslumannsins á Isafirði, þar á
meðal sýslumennirnir Jónas Guð-
mundsson í Bolungarvík og Bjarni
Stefánsson á Hólmavík. Ellefu
sækja um sýslumannsembættið á
Blönduósi, þar á meðal tveir sýslu-
menn jafnframt.
Aðför í Eyjum
Það er aðfor að Vestmannaeyjum
aö taka Herjólf úr áætlunarsigling-
um í maí án þess að gera viðeigandi
ráðstafanir til að útvega boölega
bílaferju í staðinn. Þetta segir í
ályktun sem stjórn og trúnaðarráð
stéttarfélagsins Drífanda hefur sent
frá sér.
Vistvænt á Kjalanesi
Haldið verður í dag opið þing
um vistvæna byggð á Kjalarnesi.
Þingið er ekki aðeins ætlað Kjal-
nesingum heldur er það opið öllum
þeim sem hafa áhuga á að taka þátt
í mótun hugmynda um útfærslú
vistvænnar byggðar. Borgarstjóri
ávarpar þingið.
-sbs