Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 11
11 Lr LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 Skoðun Með hverju kílóinu varð hann viðkvœmari fyrir vigtinni. Þar sem hann sat á salerninu fannst honum vigtarskrattinn horfa á sig, núllstilltu ásakandi augnaráði. Hann stóð sjálfan sig að því að halda í sér fremur en þurfa að horfast í augu við baðvogina. isráðherra landsins var sagður ástunda af kappi. Hann úðaði í sig beikoni og öðru feitmeti um nokkurra vikna skeið en komst að þvi sér til ómælds hryllings að vigtin sýndi stór- aukinn þunga. Hann hataðist við bað- vogina en tók síðan að óttast hana. Þagar hann átti leið framhjá tækinu tók hann nettan sveig framhjá henni. Ef einhver spurði hann um þyngd svaraði hann út í hött eða brást illa við. Á vinnustaðnum lærði hann að kæfa athugasemdir um holdafar í fæð- ingu með því að vera á undan að spyrja. „Er þetta bjór eða barn?“ spurði hann hnellna konu á barneign- araldri. Daginn eftir var hún komin á annálaðan megrunarkúr til að vera ekki að ósekju talin ólétt. Sjálfur hélt hann áfram að bæta á sig og með hverju kilóinu varð hann viðkvæmari fyrir vigtinni. Þar sem hann sat á sal- erninu fannst honum vigtarskrattinn horfa á sig, núllstilltu ásakandi augnaráði. Hann stóð sjálfan sig að því að halda í sér fremur en þurfa að horfast í augu við baðvogina. Við svo búið mátti ekki standa og á nokkrum dögum tókst honum að blása i sig nægum kjarki til að stíga á vogina. Niðurstaðan var hræðileg og við hon- um blasti tala sem hann hafði ekki upplifað í sinum verstu martröðum. Hann sté af voginni og síðan á hana aftur en með sömu niðurstöðu. „Þetta getur ekki verið,“ hugsaði hann og ákvað að tækið þyrfti stillingar við. Hann náði í einn lítra af mjólk og setti á vigtina. Honum varð dagljóst að skekkja var mikil og hann sneri þar til gerðum stillirofa þar til honum virtist mælingin vera rétt. Svo steig hann sjálfur á vogina aftur. AUt önnur og betrj niður- staða bíasti við. Hann var sæmi- lega sáttur og kinkaði kolli til vogarinnar. Óp í baöherbergi Skilningsrík eiginkona hans var talsvert umfangsminni en hann. Hún hafði alla tíð verið í svipuðum hold- um og hann vissi nokkuð glöggt hversu mörg kíló hann átti af eigin- konu. Að kveldi þessa dags er hann stillti vigtina heyrði hann óp úr bað- herberginu og stökk þegar til. Hann ruddist inn á baöið og sá náfóla kon- una horfa á vigtina. „Ég verð að hringja i lækni,“ sagði hún og lýsti því að eitthvað mikið væri að án þess þó að hún hefði haft af því einkenni. „Ég er komin niður í 40 kíló,“ sagði hún hálfbrostinni röddu og minnti á að 55 kíló væri hennar hefðbundna þyngd. Maðurinn hugsaði ákaft sitt ráð og tók upp mjólkurfernuna sem hann hafði skilið eftir um daginn. Ekki gat hann látið konuna leita læknis á þessum forsendum. Hann var svo sem ekkert sérstaklega vel gefinn en áttaði sig þó strax á því að stillingin á vigtinni fyrr um daginn var víðsfjarri því að geta talist löggild. Hann tók utan um konuna og sagði henni mildilega frá tilraun sinni til að leiðrétta vogina. Léttir hennar var svo mikill að hún reiddist ekki uppátæk- inu. „Verður þú ekki að gera eitthvað í þínum málum?" spurði konan. Mað- urinn beið þess að eiginkonan slengdi því fram að hún væri ekki gefin upp fyrir allan þann öxulþunga sem hon- um fylgdi en hún lét ógert að vera með slíkan kvikindisskap. Hann tók ákvörðun um að taka vigtina í varan- lega sátt og nýtt líf hófst með því að vogin var stillt eftir konunni. Samhugur Dagarnir eftir að hann hrækti konfektmolunum liðu. Hann léttist óð- íluga eftir að hafa snúið baki við sós- um, fitu, sykri, hveitibrauði og öllu öðru því sem líklegt var að festast utan á honum. Grænmeti og ávextir urðu uppistaðan í fæðu hans og kílóin fuku. Maðurinn sem áður borðaði stórgripi gerði sér tíðfórult inn í her- bergi sonarins þar sem hamsturinn bjó á bak við rimla. Hann settist gjarnan á gólfið með gulrót í hönd og horfðist í augu við skepnuna smá- vöxnu. Um tíma fannst honum dýrið vera tortryggið en svo virtist sem hann óttaðist samkeppnina um fæð- una. Órólegur skaust hamsturinn að fóðurkassa sínum en siðan að rimlun- um aftur. En svo komst á samband. Maðurinn fann til samhugar þar sem hamstur með kálblað í kjafti horfði á hann og deplaði augunum eins og hann væri að blikka góðlátlega. Þeir voru á sama plani. voru afar virkir i að kanna afstöðu kjósenda. Skoðanakannanir DV byggja því á sterkri hefð. Auk reglulegra fylgiskannana stjórn- málaflokka og stjórnmálamanna, sem blaðið er löngu þekkt fyrir, hefur DV kannað hug kjósenda til ótal málefna. Gamlar kannanir bera tíðarandanum vitni, ólikum álitamálum og afstöðu til þeirra. lit i ReykjavíkV^ __ -hstínn 4 ■ RBstmn* r kosningarnar í Reykjavík:, st næst „ J§ inum lentustig á fylgí R- og D-lísta ktttmm t>V rtti/.l «íí IíAá nunnu íirtak á I fum var hjá nimuiiitkgi, lJm IHð m hringí v*r ' h fíkk Ofi prty i uýit úrtak var tuiWW ,'ifrum aði nimnmiim t>n hrtmða i eWn umk M*v> \Uut0^infí9i Skoðanakannanir eru fráleitt gerðar til þess að hafa áhrif í eina átt eða aðra. Framkvœmd þeirra og tímasetning miða ekki að öðru en því að upp- lýsa lesendur um hug kjósenda, hvort sem það er afstaða til stjórnmála- flokka, stjómmálamanna eða málefna sem setja svip sinn á þjóðfélagsum- rœðuna hverju sinni. Aðferðafræðin er einföld en hún er árangursrík sem endurspeglast í þeirri staðreynd að skoðana- kannanir DV hafa yfirleitt verið næst úrslitum kosninga, bæði sveitarstjórnar- og alþingiskosn- inga. Haft hefur verið eftir George Gallup sjálfum, frumkvöðli skoð- anakannana, að kannanir séu góð- ar ef frávik frá niðurstöðum þeirra og kosninga er ekki meira en 2-3 prósentustig að meðaltali. Samkvæmt þessu viðmiði eru skoðanakannanir DV góðar. Nið- urstöðurnar tala einfaldlega sínu máli. Styrkur kannana DV felst ekki einasta i þessum staðreynd- um heldur og þeirri vinnureglu að niðurstöðurnar eru birtar um leið og þær liggja fyrir. DV er með púlsinn á þjóðarsálinni. Hræösla við stærðina Óli Björn i ' -i ■ Kárason aðalritstjóri Ritstjórnarbréf Umræðan um verðlag á matvöru hér á landi er á miklum og alvarlegum villigötum enda er sneitt hjá mikil- vægum skýringum á því hvers vegna íslendingar þurfa að verja meira í mat en gengur og gerist i nágrannalöndun- um. Stjórnmálamenn hafa oftar en ekki verið tilbúnir að leita að sökudólgum þegar þeir leita skýringa á því sem miður fer í þjóðfélaginu. Slíkt er auð- veldara en að lita í eigin barm og velta því fyrir sér hvort aðgerðir eða að- gerðaleysi þeirra á umliðnum árum hafi leitt til þeirra vandræða sem við er að glíma. Stjómlyndir stjórnmála- menn telja að hægt sé að beita rikinu og opinbemm aðilum sem nokkurs konar læknum á allt sem miður fer. Með opinberum afskiptum sé hægt að neyða fyrirtæki jafnt sem einstaklinga til að hegða sér skynsamlega og hvað telst skynsamlegt er skilgreint af emb- ættismönnum og stjómmálamönnun- um sjálfum hverju sinni. Andúð á stórum fyrirtækjum Ég hef áður vakið athygli á því að við séum að verða vitni að nokkm aft- urhvarfi frá þeirri grundvallarhugsjón að ríkja skuli jafnræði á milli manna - frjálsræði skuli ríkja í viðskiptum og sem minnstar hömlur á þau sett. Því miður hafa frjálslyndir menn gefið eft- ir í varðstöðu sinni fyrir frjálsræðinu um leið og þeir hafa gleymt að brýna hnífana í baráttunni gegn opinberri ofstjóm á innlendri matvælafram- leiðslu með tilheyrandi innflutnings- höftum. Andúð á stórum fyrirtækjum virð- ist vera mörgum Islendingum í blóð borin og á nokkurra ára fresti brýst þessi andúð upp á yfirborðið. Fyrir lið- lega áratug snerist umræðan um Eim- skip og tengd fyrirtæki og þar áður um Sambandið. Nú beinast spjótin að Baugi sem náð hefur miklum árangri í verslunar- rekstri - árangri sem margir kalla markaðsráðandi stöðu. Mætti ætla að stjómendur Baugs hefðu með svik- samlegum hætti náð undir sig mat- vöramarkaðinum og nýttu sér stöðu sína til að útiloka samkeppni um leið og verði á matvöm er haldið uppi. Staðreyndin er auðvitað sú að ár- angur Baugs skýrist ekki af óheiðar- leika eigenda fyrirtækisins eða óeðli- legri fyrirgreiðslu hins opinbera. Baugur hefur ekki notið sérstakrar op- inberrar verndar likt og mörg fyrir- tæki nutu á ámm ámm, þegar stór- kostlegir fjármunir voru færðir frá neytendum og skattgreiðendum til fá- mennra hópa sem mökuðu krókinn. Baugur hefur náð árangri vegna þess að fyrirtækið hefur staðið sig betur en aðrir - boðið neytendum þjónustu á hagstæðu verði. Ég fæ ekki betur séð en að með því að gera tilraun til að gera eitt fyrir- tæki - í þessu tilfelli Baug - tortryggi- legt sé verið að sneiða fram hjá því sem mestu skiptir fyrir íslenska neyt- endur; vanda íslenskra bænda, of- stjórn með tilheyrandi spillingu í land- Með því að gera eitt fyrirtæki tortryggilegt er verið að sneiða fram hjá því sem mestu skiptir fyrir íslenska neytendur. búnaðarkerfinu sem allir stjórnmála- flokkar eiga sök á. Það er miklu auð- veldara að leita að hinum stóra og sýnilega sökudólgi en ráðast i erfiðar en nauðsynlegar kerfisbreytingar. Hæfileg stærð? Margir em haldnir þeirri grillu að hægt sé að búa til mælistiku yfir „hæfilega" stærð fyrirtækja. Auðvitað er það ekki hægt enda geta hvorki stærð né möguleikar fyrirtækis til að hafa áhrif á markaðsverð verið mæli- kvarði á það hvort völd fyrirtækisins eru skaðleg almannahagsmunum eða ekki. Eins og bent var á í leiðara DV i ágúst 1999 eru hugmyndir af þessu tagi byggðar á misskilningi: „Rómantískar hugmyndir um að hægt sé að vernda millistéttina, sjálfstæða atvinnurek- andann, handverksmanninn, kaup- manninn á horninu, og aðrar svokall- aðar félagslegar ástæður hvetja tO óeðlilegrar íhlutunar hins opinbera. Þær opna möguleika á því að ríkis- valdið grípi inn í eðlilega starfsemi markaðarins og ganga þvert á þær hugsjónir sem forsætisráðherra stend- ur fyrir. Útilokað er að setja ákveðnar reglur um æskilega stærð fyrirtækja þar sem hún ræðst af tækni og efnahagslegum aðstæðum sem eru sifelldum breyting- um undirorpnar." Ég hef áður bent á að svo lengi sem stærri fyrirtæki skila hagkvæmari framleiðslu eða betri þjónustu en þau sem minni em, hljóti völd eða valda- samþjöppun fyrirtækisins að vera af hinu góða ef ekki beinlínis æskileg fyr- ir neytendur. En auðvitað hafa fyrir- tæki náð yfirburðum í skjóli annars en eigin ágætis - einmitt í skjóli hins opinbera, eins og dæmin sanna allt frá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga til íslenskra aðalverk- taka á sínum tíma. Einokun - siðferöileg ábyrgð Fyrir tveimur árum fjallaði ég nokkuð um samkeppni og valdasam- þjöppun í lítilli bók, þar sagði meðal annars: „Auðvitað er rétt að hafa áhyggjur af einokun vegna þess að hún veldur fyrst og fremst tvenns kon- ar vanda með frjálsri þjóð. í fyrsta lagi takmarkar einokun viðskipti þar sem hún fækkar þeim kostum sem almenn- ingur hefur úr að velja. Og í annan stað kemur til svokölluð siðferðileg ábyrgð þess sem einokar ... Um leið og talið er nauðsynlegt að stjórnendur stórfyrirtækja séu sið- ferðilega skuldbundnir tO þess að huga að því hvaða áhrO' ákvarðanir þeirra hafa á samfélagið öðlast þeir ótrúleg völd og fuUkomlega óeðlOeg völd, - völd sem eiga ekki að vera í höndum einstaklinga." í þessu felst hættan við umræð- una þessa dagana. Reynt er að setja siðferðOegar skyldur á herðar fyrir- tækja umfram það sem eðlilegt get- ur talist. Og um leið hefur stjórn- lyndið brotist upp á yfirborðið. Hug- myndir um að skerða frelsi ein- stakra fyrirtækja eða jafnvel ein- staklinga fá byr undir báða vængi. Gegn þeim verður að berjast. Ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til að yfírvöld skerði frelsi fyrirtækja og einstaklinga tO efna- hagslegra athafna. Þetta skUja ekki stjórnlyndir menn sem telja að hægt sé að stýra gangi viðskiptalífsins með tUskipunum og inngripum, - aðferðum sem einmitt hafa leitt okkur íslendinga á villigötur. Á meðan stjórnmálamenn, forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar og fjölmiðlunar komast upp með að beina athyglinni að stærð fyrir- tækja og frá rót vandans munu óeðlileg afskipti hins opinbera af at- vinnulifínu halda áfram - miðstýr- ing og ofstjórn matvælaframleiðsl- unnar fær að ríkja með tUheyrandi kostnaði fyrir neytendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.