Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V 30 ára krýningarafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar: Drottningarhjónin Margrét Þórhildur sagði aö það hefði verið ást við fyrstu sýn þegar hún hitti hinn franska Henri-Marie- Jean-André, sem nú heitir bara Hen- rik prins. Vinur þjóöarinnar Þeir sem vel þekkja til í Dan- mörku segja aö Margrét Þórhildur sé mikill vinur þjóðar sinnar. Eina gagnrýnin á hana, sem hefur verið áberandi hin síðari misseri, kem- ur til vegna mikilla reykinga hennar við öll hugsanleg tækifæri. Drottningin þykir að þessu leyti ekki góð fyrirmynd ungum Dönum og hinir svartsýnustu segja að jafnvel megi kenna henni um þá staðreynd að reykingar eru um- fangsmeira heilbrigöisvandamál í Danmörku en víðast hvar annars staðar. Engu að síður heldur drottningin reykingum sínum áfram og alls staðar þar sem hún kemur eru reglur brotnar til þess aö hennar hátign geti sinnt þess- ari fíkn sinni. Skemmst er að minnast heimsóknar hennar til ís- DV-MYND GVA Tvelr glæsilegír þjóðhöfðingjar Margrét Þórhildur og Vigdís Finnbogadóttir, Snemma byrjuö að reykja Margrét Þórhildur reykir hvar og hvenær sem hún hefur töngun til þess. ar sagt að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn - himinninn hafi bók- staflega sprungið fyrir ofan þau. Ungi Frakkinn reyndist vera greifi af Laborde de Monpezat, sex árum eldri en króhprinsessan þáver- andi. Þau trúlofuðu sig árið 1966 og giftu sig ári seinna. Henri breytti nafninu sínu í Henrik og I heimsókn á íslandi Drottningin unga situr við hlið Kristjáns Eldjárns forseta. Skyldu þau hafa rætt fornleifafræði? varpaði öllu fyrir róða til þess að kvænast konunni sem hann elskaði: starfi sínu og þjóðemi, tungumáli og trúarbrögðum. Hen- rik er menntaður í lögfræði og stjórnmálafræði og hann talar bæði kínversku og víetnömsku. Eins og eiginkona hans er hann listrænn og hefur m.a. gefið út ljóðabækur. Þau hjónin hafa líka unnið við þýðingar í sameiningu. Samband drottningarhjónanna hefur verið ákaflega farsælt og hafa þau eignast tvo syni, þá Frið- rik krónprins (f. 1968) og Jóakim prins (1969). lands þar sem slökkvilið í við- bragðsstöðu beið fyrir utan eldfim gömul hús sem Margrét Þórhildur skoðaði með sígarettuna á lofti. En allt kemur fyrir ekki. Þrátt fyrir þessa gagnrýni heldur Mar- grét Þórhildur áfram þeirri stöðu sinni að vera einn vinsælasti þjóð- höfðingi heims. Einn drottningar- aðdáandi sagði að hún væri ekki dáð fyrir fegurð og fallega bún- inga, líkt og svo margt konungbor- ið fólk, heldur fyrir greind, fjöl- breytta hæfileika og skemmtileg- heit. Hún sé fremur dáð fyrir það sem hún hefur til brunns að bera heldur en prjál og skart. -þhs drottningin Um þessar mundir eru liðin 30 ár síðan Margrét Þórhildur Dana- drottning tók við krúnunni af föð- ur sínum, Friðriki IX., sem lést í janúar árið 1972. Hún heitir fullu nafni Margrét Alexandrína Þór- hildur Ingrid og er fædd 16. apríl árið 1940. Hún er Margrét II. en samfelld röð kónga hafði ríkt í Danaveldi síðan Margrét hin fyrsta lést árið 1412. Til þess að Margrét Þórhildur gæti tekið við krúnunni þurfti að breyta lögun- um um nauðsyn þess að hafa karl- mann í hásætinu. Sagan segir að Friðrik IX., faðir hennar, hafi ver- ið á móti því - en ekki vegna þess að hann treysti ekki dóttur sinni heldur vegna þess að hann vildi hlífa henni við þyngd krúnunnar eða þeim ómannlegu kröfum sem stundum eru gerðar til kóngafólks. Erfiðustu dagarnir í lífi Mar- grétar Þórhildar voru án vafa dag- arnir eftir lát fóður hennar í byrj- un árs 1972. Þá var hún tilneydd að taka við krúnunni þó að hún væri í sorg vegna föður síns. Þeir sem sáu munu sennilega aldrei gleyma því þegar drottningin stóð á svölum hallarinnar, svo ung og svartklædd, með tárin í augunum. Farsælt samband hennar við dönsku þjóðina var hafið. Litli Ijósberinn Margrét Þórhildur á unga aldri. Margrét Þórhildur heldur sér í formi með því að stunda ballett einu sinni í viku - drottningarleg- an dans sem hún nýtur þess að dansa. Einu sinni á ári pakkar hún svo niður í tösku og fer til Noregs til vinkonu sinnar, Sonju drottningar, og þær halda saman í erfiða skíðaferð, þar sem þær sofa í kofum eða skálum og elda mat- inn sinn sjálfar. Eitt sinn fóru þær vinkonurnar saman til Grænlands I slíka ferð. Þetta sýnir að drottn- ingin er ekkert blávatn. Drottningarmaður og Ijóöskáld Þegar Margrét Þórhildur var rúmlega tvítug átti hún leið um franska sendiráðið í London. Þetta væri svo sem ekki í frásögur fær- andi ef hún hefði ekki orðið ást- fangin af sendiráðsritaranum - ungum Frakka að nafni Henri- Marie-Jean-André. Hún hefur síð- Myndskreytti Hringadróttinssögu Margrét Þórhildur er menntuð i sögu, stjórnmálafræði, hagfræði og tungumálum, en einnig hefur hún lagt mikla rækt við fornleifa- fræði sem er eitt af hennar aðal- áhugamálum. Hún hefur sagt að ef hún hefði ekki orðiö drottning þá hefði hún sennilega unnið við fornleifarannsóknir. Drottningin er einnig mjög listfeng. Á Islandi er hún einkum þekkt fyrir kirkju- list sína, en glæsilegir höklar sem Margrét Þórhildur hefur hannað eru í eigu íslensku þjóðkirkjunn- ar. Drottningin teiknar, málar, saumar út og hannar jöfnum hönd- um og er það mál manna að þar sé enginn viðvaningur á ferð. Hún heillaðist mjög af sagna- heimi J.R.R. Tolkiens og hefur sagt að hún hafi myndað sérstakt samband við texta hans. Árið 1977 kom Hringadróttinssaga út í Dan- mörku, með teikningum eftir Inga- hild Grathmer, sem seinna kom í ljós að var dulnefni drottningar. Nú hefur hún varpað dulnefninu fyrir róða og heldur ósmeyk sýn- ingar á verkum sínum heima og heiman. Syrgjandi en brosmild Nýorðin drottning eftir lát föður síns 1972. Með Sonju á skíðum Margrét Þórhildur er mjög kraftmikil kona og dugleg. Skyld- ur hennar sem drottningar eru umfangsmiklar og ef það er eitt- hvað sem hún hefur mikið yndi af þá er það að vera heima í róleg- heitum. Þær myndir sem teknar hafa verið af drottningunni utan sviðsljóssins sýna mjög afslappaða og brosmilda konu. Alltaf mun hún líka passa upp á að hafa fimmtudagssíðdegin laus undan konunglegum skyldum tO þess að hún geti sinnt hugðarefnum sín- um. Þá fer hún á myndlistarnám- skeið eða sinnir list sinni með öðr- um hætti. Ung móðir Margrét með sonum sínum, ríkisarfanum Friðriki og Jóakim prins. Listelska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.