Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Síða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 ÐV Sherlock Holmes Sögurnar af hinum skarpa Sherlock og þaö hvernig hann hefur alltaf birst meö pípu í munni hafa eflaust átt sinn þátt í að skapa þá ímynd aö þaö væri gáfulegt aö reykja pípu. má sjá í því að árið 1665, þegar mikil plága fór eins og eldur í sinu um alla Evrópu, voru reykingar gerðar að skyldu í breskum heimavistarskólum og tekinn frá timi á stundaskrá svo kennarar gætu leiðbeint mönnum í þessari æðlu íþrótt. Þetta var vegna þess að menn trúðu því að með því að svæla pípu mætti forða sér frá pest- inni. Ekki er að efa að þetta skyldu- nám í reykingum hefur átt sinn þátt í að breiða reykingar út meðal breskra aðalsmanna. Skúli fógeti og rauðsokkur Á íslandi hafa menn reykt pípur frá því seint á sejrtándu öld og hafa t.d. urmull krítarpípa fundist í Viðey en Skúli landfógeti var mikill áhugamað- ur um tóbaksnautn og gerði tilraunir til að rækta tóbak í Viðey ef marka má munnmæli. Þegar fór að líða á tuttugustu öld fóru pípur að þykja heldur óflnni en t.d. vindlar og sígarettur ruddu sér mjög til rúms sérstaklega eftir stríðið. Á hippatímanum komst nokkuð í tísku meðal róttækra kvenna að reykja pípu og vildu þær með því sýna að þær væru jafhokar karlmanna og öngvir eftirbátar. í dag er sjaldséð sjón að rekast á pípureykingamann. Þeir, eins og fleiri jaðarhópar, virðast hafa hreiðrað um sig á Netinu og þar er hægt að fletta upp heimasíðu Organization of Online Smokers eða OoPs og komast í sam- band við aðra pípureykingamenn, fá góð ráð og blaða í fréttabréfi samtak- anna, Blowing Smoke. Slóðin er www.fujipub.com/ooops. í nýjasta hefti fréttabréfsins er bent á 10 leiðir til að gera pípureykingar að tómstundagamni umfram reyk- ingamar sjálfar. Þetta er gefandi stundir eins og rannsaka pípusafn sitt til hlítar, dagsetja hverja og eina, mæla þær nákvæmlega og vega. Það að hreinsa pípur, telja pípur og æfa sig í að blása reyk- hringjum er ofarlega á listanum auk þess að taka þátt í pípureykinga- keppnum og safna ösku og telja og skrásetja kvisti og ýmis mynstur í pípuhausum sem verða á vegi manns. Allt skal þetta hafa til síns ágæt- is nokkuð en rétt að minna á að lokum að tóbaksreyk- ingar drepa og pípureyk- ingar ekki síst. PÁÁ Breska fréttastofan BBC greindi ný- lega frá því að útnefndur hefði verið pípureykingamaður ársins í Bretlandi. Það er ekki laust að að gæti nokkurr- ar eftirsjár í umijöllun fréttastofunnar þegar það er rifjaö upp að sú var tíðin að forsætisráðherrar, gamanleikarar og íþróttahetjur komu til greina við út- hlutun þessarar nafnbótar. Þeir sem eru nógir gamlir til að muna eftir Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, muna ef til vili að hann sást sjaldan á myndum án þess að hafa píp- una upp í sér eða i hendinni og virðist hafa verið algerlega forfallinn pípureykingamaður. feiknlegt sem hertók undir eins athygli mína og límdi mig við götuna. Ég glápti eins og bam sem sér ho-ho i fyrsta sinn. Þetta var þá reykjarpípa sem hékk í fagurlega dregnum boga út úr munni mannsins og alla leið niður undir pallinn sem hann gekk á. Þessi sálarunaður var skreyttur með glóandi hólkum og flaksandi skúfum. Og út á milli vara þessarar virðulegu vera lagði fagurbláan stillilegan reykjareim sem flaug með enduiminning mína andartaksstund heim að hálfgleymd- um eldhúsreyk á friðsælu sumarkvöldi með jórtrandi búsmala á grænum stöðli. Pípan, hólkamir, skúfamir og tign reykjarins, gáfu manninum glæsi- leik, sem mér fannst hátt haflnn yflr allt annað, er ég nokkum tímann á ævi minni hafði séö.“ Þórbergur verður þarna fyrir sann- kallaðri vitran og fer þegar daginn eft- ir niður í verslunarbúð Tuliniusar og festir þar kaup á pípu sem nær honum niður að hné. Hann getur varla beðið eftir því að ljúka vinnu þennan dag og komast heim að reykja pípuna. „Aldrei á ævi minni hef ég hlakkað jafn hátíðlega til nokkurs skapaðs hlut- ar eins og kvöldsins þennan dag, að mega fara heim og geta byijað að reykja úr þessari risavöxnu, töfrandi pípu með feiknastórum, póleruðum mahoníkong og silfraðum hólki á og silfraðu loki kúptu yflr, leikandi á listilegum hjörum, sjö kvartéla löngum bogadregnum legg, settum saman úr mörgum styttri leggjum og hver leggur með sérstöku formi fagurlega renndu, flaksandi skúf, draumbláum. ilmandi reyk, sem vekur djúpar hugsanir, dreymandi stemmningar, upplítandi lotningu." Þórbergur flýtti sér heim og hafði fataskipti áður en hann tróð kjarn- miklu, sósuröku dósatóbaki f nýju píp- una, kveikti í og settist á rúmið. „Umhugsunarefni: Eru 2x2 undan- tekningarlaust 4? En þetta gekk ekki rétt vel. Er hún þá svona? Reykurinn kaldur og daufm' og bragðlaus. Hún skyldi þó ekki vera svikin? Skrýtið að enginn skyldi hafa keypt hana á undan mér. Kannski hún batni þegar hún fer að reykjast og sós- umar fara að setjast innan í pípumar. Ég stóð við og við upp af fletinu og reyndi að soga meiri keim í reykinn, gekk rólegum, tígulegum skrefum inn og fram gólfið og gaf nákvæman gaum að allri áferð og útliti pípunn- ar. Hangir hún í fallegum boga? Glóir hólkurinn? Flaksar skúíúr- inn. Hvort er hún fallegri á hlið eða framan frá? Er reykurinn blárri en úr litlu pípunum? Vek- ur hún virðingu?" Sambýlismenn henda mik- ið gaman að þessari óráðsíu Þórbergs og hafa allt þetta reykingastand í miklum flimtingum. Honum varð fljótlega ljóst að hann hafði orðið fyrir sáram von- brigðum með þessa dýra og glæsilegu pipu sem jók ekki þumlung við far- sæld eigandans og bætti engu við skarpskyggni hans og djúphygli. ekki í Evrópu fyrr en eftir landafund- ina en eftir að Kólumbus sigldi til Am- eríku kynntust Evrópubúar tóbaks- plöntunni og tóbaksnautn sem Indíán- ar og þjóðir Ameríku höfðu þekkt um aldir. Indiánar notuðu tvær gerðir af pípum til þess að reykja tóbak. Önnur var friðarpípan sem má segja að hafi verið hefðbundin að gerð en hafði mikla trúarlega þýðingu og var dýr- mætasta eign hvers ættbálks en hin var undarleg tvíklofin pipa þar sem tveimur leggjum var stungið upp í nas- imar til þess að soga að sér reykinn af brennandi tóbakslaufum. Einfaldar rörpípur til hversdagslegra reykinga vora algengar og hafa slíkar pípur Strompur ársins Að þessu sinni gekk titillinn Pípureykingamaður ársins frá ein- hveijum Russ Abott sem DV veit ekki frekari deili á og til manns að nafni Richard Dunhill sem er eiginlega ekki þekktur fyrir neitt annað en að vera innanhússmaður í tóbaksiðnaðinum, nánar tiltekið sonarsonur Alfreds Dun- hills sem efhaðist mjög á framleiðslu tóbaks og tækja til tóbaksneyslu. í áðumefndri umflöllun kemur fram að pípureykingamönnum hefur fækk- að verulega á Bretlandseyjum undan- farin ár og er giskað á í greininni að 250 þúsund Bretar reyki pípu í dag. Fyrir því era án efa tvær ástæður. Annars vegar sú að það er ekki eins mikið I tísku að reykja pípu eins og áður var og hin ástæðan er sú að reykingar era heilsuspillandi og banvænar eins og reyndar er skylt að taka fram í allri umfiöllun um þær samkvæmt íslensk- um lögum. Með þessari sfðustu setningu skal litið svo á að þeirri lagaskyldu sé full- nægt og skulu allir lesendur hafa f huga óhollustu tó- baks við lestur greinarinnar. í Bretlandi er starfandi félag sem heitir UK Pipe Smoking Champ- ionship og það er félagið sem stendur fýrir umræddri keppni. Forsvars- maður félagsins, Amanda Child að nafni, upplýsir að margir byijendur í pípureykingum velji sér bognar pípur líkar þeim sem Sherlock Holmes, leynilögreglumaðurinn snjalli, er oft- ast sýndur með milli varanna. Bæði samræmist það útlit hugmyndum margra um klassíska pípugerð og auk- inheldur losna menn við að lyfta hend- inni alla leið upp að munninum því pípan slútir hæfilega. Beinar eöa bognar? í meginatriðum segir Geoffrey Templer, sem starfar í Shervingtons, 140 ára gamalli tóbaksbúð í London, að pípureykingamenn skiptist í tvo hópa. Annars vegar þá sem vilja boginn legg og hins vegar þá sem kjósa beinan legg. Öfugt við það sem margir halda er alls ekki einfalt að ná lagi á þvi að reykja pipu og tekur það byijendur oft margar vikur að ná réttu lagi á að troða hæfilega miklu tóbaki í hausinn og halda síðan glóð í þvi með jöfnum og virðulegum sogum. Flestir grónir pípureykingamenn eiga margar pípur og reykja hveija þeirra ekki lengi í einu heldur hvíla þær eftir kúnstar- innar reglum. Gríðarlega mikill timi fer síðan í hreinsun og viðhaldsvinnu af ýmsu tagi. Síðan er val á píputóbaki alveg sérstakur kapítuli út af fyrir sig og þar skiptast menn í marga flokka. Geoffrey Templer segir að beinar pipur henti ekki vel þeim sem sitja við skrifborð við vinnu sina og reykja þar. Meistari Þórbergur. Hann taldi eins og fleiri aö pípureykingar gerðu menn gáfaöa en sú trú hans beiö skipbrot. Ekki svo að skilja að það sé nokkurs staðar leyfilegt nú til dags að reykja við skrifborðið. Templer segir að þegar starfsmaður með beina pipu í munni lúti yfir verk sitt sé mikil hætta á að tóbakið hrynji yfir það sem hann er að gera og það hafi bæði í fór með sér eld- hættu og að auki slokkni í pípu reyk- ingamannsins. Viila Þórbergs - eða gera reykingar mann gafaðan? Af einhveijum undarlegum ástæð- um hefur áratug- um, ef ekki öldum saman loðað við pípureykingar sú goðsagnakennda ímynd að það sé meö einhverjum hætti greindarlegra að reykja pípu en annað tóbak. Vindl- ar era tengdir við sælkera, sígarettur við töffara en pípur við gáfumenn og prófessora. Þessi lymskulega mark- aðssetning er hreint ekki ný af nálinni því í bókinni Is- lenskur aðall eftir Þórberg Þórðarson má lesa skemmti- legar lýsingar á því hvemig skáldið ánetjaðist tóbaki um borð í skútu í apr- íl árið 1908 og hann lýsir því fjálglega hvemig pípureykingar löngum stund- um knúðu fram gáfulegar hugsanir hjá honum. „En reykingamar urðu mér ekki að- eins deyfilyf til að slæva dómgreind mína fyrir ömurleika lifsins. Það urðu aðrar meginnautnir mínar að láta þær þyrla upp í sálu minni skáldlegu hug- arflugi eða leiða mig inn í djúplæg heilabrot á sviðum heimspeki og vís- inda.“ Þórbergur taldi með öðrum orðum að reykingar gerðu hann gáfaðri. „Reykingamar voru þannig ríku- lega tengdar gáfnalífi mínu. Fyrir því lagði ég alltaf töluverða rækt við að eiga tóbakspípur sem trufluðu ekki þetta háeðla samband reykinga og sál- ar ... Það skaðaði hugsunarárangur- inn, gerði reykingamar að ófrjórri stemmningavímu." Þórbergur leitaði lengi að pípu sem sameinaði það tvennt að örva hugsun- argáfuna og svala reykinganautninni. Hin fullkomna pípa stóð honum alltaf fyrir hugskotssjónum en svo sá hann hana loksins norður á Akureyri. Þar sá hann virðulegan mann ganga um á verönd, djúpt hugsi, rólegum og íhug- andi skrefum. „Þetta hlýtur að vera afskaplega vit- ur maður, hugsaði ég. Nei! Hvað er nú þetta? Fram úr munni þessa glæsilega herra hékk eitthvað óviðjafnanlega Harold Wilson Harold Wilson, fyrrverandi forsætis- ráöherra Breta, sást eiginlega aldrei opinberlega ööruvísi en meö pípuna í munni eöa höndum. Frá Ameríku til Evrópu Pípan er í sjálfu sér ekki beinlinis ný uppfinning þótt hún sæist Af sem áður var. Eitt sinn þótti þaö flott og greindarlegt að reykja pípu og menn létu gjarn- an mynda sig á Ijósmyndastofum í íhugulu reykjarskýi. Þetta er liöin tíö því nú vita allir aö tó- bak drepur. Skúli strompur Skúli fógeti í Viöey hefur áreiðanlega átt sinn þátt í aö innleiöa reykingar á íslandi en hann var ástríöufullur pípureykingamaöur og munnmæli herma aö hann hafi gert tilraun til að rækta tóbak i Viöey. fundist í rústum um alla Suður-Amer- íku, Suðaustur-Asíu og víðar. Tóbaksnautn varð ekki almenn í Evrópu fym en um 1600 en breiddist hratt út og menn töldu tóbak lengi búa yfir miklum lækningamætti en ekki vera það eitur sem síðan varð ljóst að það er. Dæmi um trú manna á lækn- ingamátt tó- baks- ins Pípan mín prúð - pípureykingar eru deyjandi íþrótt eins og þátttakendurnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.