Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 24
24 Helgarblað LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 r»-v Mest hataða kona Ameríku myrt Madaleyne O’Hair kallaði sjálfa sig „mest hötuðu konu i Ameríku" og hældist af. En víst var að hún var litin illu auga af fjölmörgum og ekki að ástæðulausu. Hún var nefhilega for- maður landssamtaka trúleysingja sem berjast gegn öllum trúariðkunum. Eitt af afrekum frúarinnar var að láta stöðva með lagaboði að farið væri með bænir í skólum, enda bryti það í bága við ákvæði stjómarskrárinnar um trú- frelsi. Sem geta má nærri vakti úr- skurðurinn mikil mótmæli og sérstak- lega alls kyns strangtrúarhópa. Höfuðstöðvar samtaka trúleysingja voru í Austin í Texas og þar sat Mada- leyne og hafði með höndum eins konar framkvæmdastjóm samtakanna og umsjón með sjóðum sem myndaðir vora af írjálsum framlögum á svipað- an hátt og trúfélög era rekin í guðs eig- in landi. Hún bjó með tveim uppkomn- um bömum sínum, Jon og Robin, sem störfuðu við samtökin. Þegar hér var komið sögu var Madaleyne 77 ára göm- ul og enn í fullu fjöri að boða trúleysi. mtmmm Það var árið 1963 sem hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að hætta skyldi bænalestri í skólum en þá vann Madaleyne sinn stærsta sigur sem vakti óskipta athygli á sínum tíma. Hinn 28. ágúst 1995 hvarf Madaleyne sjónum ásamt bömum sínum tveim. Var látið í veðri vaka að þau hefðu far- ið í ferðalag og vakti hvarf þeirra litla athygli fyrst í stað. Samt var sitthvað skrýtið við brottfór þeirra, svo sem að hundar fjölskyldunnar voru skildir eft- ir í hirðuleysi og að sykursýkismeðöl Madaleyne voru á sínum stað óhreyfð og þótti með ólíkindum að hún hefði skilið þau eftir þegar hún skrapp af bæ. Brátt komst á kreik orðrómur um að ekki væri allt með felidu hvað varð- aði hvarf Madaleyne og bama hennai-, Robin, sem var þrítug, og Jons Murrays sem stóð á fertugu og var tek- inn við sem framkvæmdastjóri sam- taka trúleysingja af móður sinni en Robin starfaði einnig við stofnunina. Talað var um að digrir sjóðir væm horfnir og jafnvel að fyrrverandi starfsmenn væra viðriðnir málin. Vitað var að Ijölskyldan hafði verið í San Antonio í nokkrar vikur og haft þar samband sin á milli í farsima. Á sama tíma var Bensbíll Jons seldur bilasala í borginni. Eftir það fréttist ekkert og var jafnvel haldið að fjöl- skyldan hefði farið til Nýja-Sjálands með auð samtakanna. Fjöldagröf Þrem mánuðum eftir hvarf fjöl- skyldunnar kom í ljós hjá eftirlitsstofn- un með sjóðum sem byggðust á frjáls- um framlögum að 600 þúsund dollarar vora horfnir úr vörslu samtaka trú- leysingja. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Jon Murray hafði tekið peningana út og skipt þeim i gullmynt. Vora þau kaup rakin og samkvæmt skýrslum um farsimanotkun kom i ljós að Jon hafði einnig haft samband við gimsteinasala, ferðaskrifstofur og fleiri peningastofnanir. Þótti nú ljóst að fjölskyldan hafði hirt sjóði samtaka trúleysingja og væri farin úr landi með illa fengið fé. En í raun var ekkert sem benti til að þau væra á lífi, því ekkert þeirra hafði nokkra sinni samband við aðra ætt- ingja eða vini og hvergi örlaði yfirleitt á þeim. Það var síðan 26. janúar 2001 sem lögreglunni i San Antonio var tilkynnt um líkfund undir eikartré á afskekkt- um búgarði í Camp Wood. Þar vora grafnir upp sundurskomir líkamshlut- ar þriggja persóna og hauskúpa af hinni fjórðu. Fljótlega kom í Ijós að stálliður úr mjaðmagrind var hinn sami og settur hafði verið í Madaleyne og að tennur úr tveim kúpum vora úr bömum hennar. Staka hauskúpan var restin af smákrimma frá Florida, Danny Fry. Eftir á að hyggja þótti undarlegt að Fjölskyldan Madaleyne O’Hair og börn hennar, Jon og Robin, á góöri stundu. Aldrei stóð til að sleppa gíslunum þótt féð vœri fengið. Waters og félagar hans aflífuðu Jon eins og systur hans og móður og þar sem Fry þótti óáreið- anlegur var best að hann fengi að fara með þeim í gröfina. Likin voru limuð sundur og grafin undir eikartrénu á afskekkta bú- garðinum. Höfuð Frys fékk að fara með en það sem eftir var af honum fannst síðar á öðrum stað. lögreglan í Austin skyldi ekki hafa fyr- ir löngu síðan neglt fyrram bókara samtakanna, David Waters, 53 ára gamla misindismann sem átti sér skuggalega fortíð. Hann gekk laus í sex ár eftir hvarf fjölskyldunnar og virðist ekki einu sinni hafa verið yfirheyrður eða grunaður um að hafa átt neinn þátt í hvarfi sjóða og fólks. Hann réðst til samtaka trúleysingja 1993 og fór fljótlega að láta greipar sópa um eigur þeirra. Hann hirti dýr- an tölvubúnað og skuldabréf að and- virði 70 þúsund dollara hurfu úr vörslu sjóðsins og 8. apríl 1994 skrifaði hann út ávísanir á sjálfan sig samtals að upphæð 54 þúsund dollara. Það verk vann hann þegar Madaleyne og börn hennar vora í málarekstri i Kali- fomíu. Þegar þau urðu vör við hvað Waters hafði afrekað kærðu þau hann. En lögreglan sagði að þetta væri mál samtaka trúleysingja og að þau yrðu sjálf að fást við þijótinn. Um þetta skrifaði Madaleyne í Baráttukonan Formaður samtaka trúleysingja á velmektardögum sínum. Gröfin Þarna fundust líkin af fólki sem varia var saknað. Höfuðpaurinn David Waters er stórglæpamaður og lygalaupur. Trúleysinginn Madaleyne fékk því framgengt að bann- að er að fara með bænir í skólum. fréttabréf trúleysingja, að ef kirkjan eða fyrirtæki myndu kæra þjófhað á borð við þann sem Waters framdi hefði hann verið handtekinn þegar í stað og mál hans rannsakað og hann dæmdur fyrir þjófnað. En yfirvöldin höfðu greinilega illan bifur á trúleysingja- samtökunum, enda vora þau hötuð og fyrirlitin af ótal söfnuðum og strang- trúarfólki. Þau nutu þvi ekki laga- vemdar. Mál hans var þó tekið fyrir en frestað Qórtán sinnum. Loks var hann dæmdur en þar sem hann átti gamla dóma yfir höfði sér sáu samtökin fram á að hann myndi sitja inni áratugum saman og tóku kæra sina til baka í þeirri von að hann gæti borgað 54 þúsund dollarana til baka á næstu tíu árum. Útsmogin aðgerð En Madaleyne var skapheit og skrif- aði ljótt um Waters í fréttabréf samtak- anna. Hún taldi upp nokkra fyrri glæpi hans og meðal annars meðferð mannsins á móður sinni en árið 1977 lamdi hann hana með kústskafti, mé yfir andlit hennar og rústaði heimilið i æðiskasti. Verið getur að þessi eitur- skrif hafi innsiglað hennar eigin Bófinn Gary Karr græddi vel á glæpahneigð sinni. Blóraböggullinn Jon Murray var látinn stela frá eigin samtökum til að bj'arga lífi móður sinnar og systur. dauðadóm því Waters lagði á hana heiftúðlegt hatur. Waters lagði nú á ráðin um hefnd og peningastuld. Hann réð tvo glæpa- menn, Gary Karr og Danny Fry, til að aðstoða við aðgerðir. Þeir bókstaflega rændu flölskyldunni í Austin og óku með þau Madaleyne, Jon og Robin til San Antonio. Þeir héldu mæðgunum í gíslingu í litlu úthverfahóteli en létu Jon lausan með farsíma sinn. Honum var skipað fyrir verkum og hótað að ef hann ekki hlýddi hverri skipun eða færi tii lögreglunnar yrðu móðir hans og systir myrtar umsvifalaust. Þannig var hann neyddur til að taka út fé sam- takanna, sem hann var nú fram- kvæmdastjóri fyrir, skipta þeim í gull og panta farseðla. Því var ekki óeðli- legt að þeir sem rannsökuðu málið tryðu því að það væri forystulið og starfsfólk samtaka trúleysingja sem hirt hefði sjóðina. Aldrei stóð til að sleppa gíslunum þótt féð væri fengið. Waters og félagar hans aflífuðu Jon eins og systur hans og móður og þar sem Fry þótti óáreið- anlegur var best að hann fengi að fara með þeim í gröfma. Líkin vora limuð sundur og grafin undir eikartrénu á af- skekkta búgarðinum. Höfuð Frys fékk að fara með en það sem eftir var af honum fannst síðar á öðram stað. Rithöfundur Þeir Waters og Karr óðu nú í pen- ingum og lifðu hátt. Waters var yfir- heyrður aftur og aftur en hann var óforbetranlegur lygari og slapp lengi úr greipum réttvisinnar. Honum tókst að skrifa 200 síðna bók um samtök trú'- leysingja, Good God, Madaleyne heitir hún og var gefin út og fékk höfundur- inn drjúgar tekjur af fyrirtækinu. Munu fá önnur dæmi fmnast um að morðingi fái gefna út bók um hinn myrta á meðan hann gengur enn laus. Fátt er einfalt í þessu máli öllu en að því kom að Karr var handtekinn í Indi- ana og dæmdur fyrir fleiri glæpi og meðal annars morðin á O’Hair-íjöl- skyldunni. Böndin bárast nú enn þétt- ar að Waters sem einnig var í fangelsi og dæmdur fyrir mörg afbrot. Hann viðurkenndi að hafa tekið þátt í ráni fjölskyldunnar en kvað félaga sína hafa drepið hana. Hann samdi um að viðurkenna sitthvað varðandi ránið á fólkinu og að hafa neytt Jon til að taka út féð en hann er svo snjall lygari að hann veit varla sjálfur hvenær hann segir satt eða skrökvar og er því erfið- ur í öllum yfirheyrslum. Hvað sem því líður situr hann inni og á enga von til að sleppa nokkru sinni aftur út á með- Biggs lestarræn- ingi Örvasa gamal- menni. Lestarránið mikla enn á dagskrá Ronnie Biggs er af ýmsum talinn dáðasti stórglæpa- maður Bretlands. Hann var höfuð- paurinn í lestar- ráninu mikla þar sem ræningjarnir kræktu sér í 35 milljónir punda. Hann náðist en peningarnir ekki. Ronnie flúði úr fangelsi á ævin- —■— týralegan hátt og slapp til Brasilíu og lifði þar í vellyst- ingum í nokkra áratugi. Undir alda- mótin gaf hann sig fram við bresku lögregluna og bað um að vera fluttur heim. Þá var hann orðinn gamall og sjúkur. Gangsterinn var þegar fluttur í breskt fangelsi og afplánar þar gamla dóminn. En hann er orðinn eUiær og hrumur og hafa komið fram óskir um að honum verði sleppt þar sem engin ástæða sé til að halda karlægum og rugluðum karli í fangelsi. Yfirvöldin hafa ekki léð máls á að gefa Biggs upp sakir en deilur standa um hvort sleppa eigi honum eða ekki. í augum margra er glæpamaðurinn sveipaður eins konar hetjuljóma vegna vel heppnast ráns og síðan flótta. Það fólk viU fá eftirlætisbófann sinn laus- an. Aðrir benda á að glæpurinn hafi verið alvarlegur og að Biggs hafi not- ið ránsfengs sins og búið við ríki- dæmi í BrasUíu mikinn hluta æv- innar og eigi enga miskunn skUið. Hann hafi líka alveg eins getað búið þar áfram ef hann vildi veslast upp og deyja utan fangelsismúranna. En hann kaus að snúa heim í klefann sinn og þaðan á Biggs varla aftur- kvæmt nema í kistunni. Dauöadömur Andrea var greinilega vanheil á geði þegar hún myrti börn sín. Á myndinni er hún með manni sínum og fjórum sonum, en yngsta barn- ið sem móðirinn deyddi var ekki fætt þegar fjölskyldumyndin var tekin, en það var stúlka. Myrti fimm börn sín Andrea Yates í Texas myrti fimm börn sín í alvarlegu þunglyndiskasti. Morðin vöktu heimsathygli á sínum tíma og sló óhug á landa hennar þeg- ar skýrt var frá þeim. Saksóknarinn í Texas krafðist dauðadóms yfir kon- unni, þrátt fyrir að greinilegt væri og staðfest af sérfræðingum að hún var varla gjörða sinna ráðandi þegar hún framdi glæpinn, sem framinn var í einhvers konar örvinglunarkasti. Andstæðingar dauðadóma hafa gagnrýnt dómsmálayfirvöld harðlega fyrir að dæma móðurina tU dauða og fullyrða að dómurinn sé miklu frem- ur pólitískur en að verið sé að fuU- nægja réttlætinu. Á móti er svarað að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að kona sem drepur fimm börn sín nær samtímis verði að gjalda fyrir glæp- inn, hverjar sem orsakir hans kunna að vera. Hitt er annað mál að hægt er að draga aftökuna og fresta henni eins lengi og yfirvöldunum sýnist og er því hvergi nærri víst að Andrea Yates verði tekin af lífi þótt hún sé dæmd tU dauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.