Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Page 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV Örn Sigurðsson er talsmaður nýs framboðs til borg- arstjórnar Reykjavíkur þar sem megináhersla verðurlögð á skipulagsmál og tengda mála- flokka. í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir hann meðal annars um stefnu- málin, skipulag höfuðborgarinnar og leiðtogadekur. einhverjum árangri þannig að höfuð- borgarbúar fari að njóta hagsældar og betra lífs við það að flugvöllurinn fari en sú aðferð að láta kjósa um hann á svo ábyrgðarlausan hátt hefði getað seinkað því um ár og áratugi. En þó meirihluti kjósenda vildi að flugvöllur- inn væri farinn úr Vatnsmýri fyrir árið 2016 hafa borgarfulltrúar beggja flokka ákveöið að völlurinn verði þar til 2024 eða lengur." Samtök um Betri byggð áttu fulltrúa í undirbúningsnefnd sem skipulagði kosninguna um flugvöllinn. Okkar hlutverk í nefndinni var að reyna að afstýra kosningunni, benda á að hún væri ekki rétt leið. Við vildum að kos- ið yrði um skipulag miðborgarbyggðar í Vatnsmýri. Við fórum fram á að fá stuðning til að sýna kjósendum hvem- ig borgin gæti litið út. Hann fékkst ekki. Og allur málflutningur og undir- búningur snerist um það eitt hvemig flugbrautir ættu að snúa. Nokkuð sem skiptir að sjálfsögðu engu máli. Það var að öllu leyti staðið illa að þessari kosningu sem var stórháskaleg að- gerð.“ Útbreiddur þrælsótti - Hvernig gengur að fá fólk til liós vió þetta nýja framboö? „Haft var samband við fjölmarga á stuttum tíma strax eftir áramótin. Það vantaði ekki að menn væm hlynntir málefninu en fáir vom tilbúnir að koma fram undir nafni að svo stöddu vegna ótta við að fórna hagsmunum sínum. Þetta er ótti venjulegs fólks við reiði og hefnd leiðtoga, flokka og yfir- manna fyrir það eitt að nota sér grund- vaUarmannréttindi sín og taka þátt i framboði af þessu tagi. Þessi þrælsótti hefur löngum verið útbreiddur meðal arkitekta, verkfræðinga og skipulags- fræðinga sem hafa varla tjáð sig um skipulagsmál opinberlega áratugum saman. Þeir byggja sinn rekstur á verkefnum frá borg og ríki.“ - Geriróu þér vonir um aó framboðið nái árangri? „Tilgangur þessa hóps er að skapa umræður um skipulagsmál í komandi kosningabaráttu og að sjálfsögðu að komast til áhrifa í Ráðhúsinu ef nokk- ur tök em á. Ef það tekst ekki þá skipt- ir það ekki öllu máli. Við munum halda áfram. Þessi hópur stefnir til dæmis að því að hafa áhrif á alþingis- kosningar árið 2003. Við ætlum að reyna að koma umræðunni á það stig að kjósendur verði meðvitaðir um það að þeir sem hafa fengið atkvæði þeirra hingað til séu ekki að vinna að þeirra hagsmunum. Ef kjósendur ætla sér að nota lýðræðislegan rétt til að bæta kjör sín þá verða þeir aö velja rétt fólk og spyija það réttra spuminga. Fyrir síð- ustu alþingiskosningar bar fréttamað- ur upp spurningu frá samtökum um Betri byggð um það hver væm sér- hagsmunamál Reykvíkinga. Enginn af fúfltrúum framboðanna gat fundið hagsmunamál sem sneri að Reykvík- ingum, þeir gáfú sig allir út fyrir að vera fulltrúar landsins alls. Þetta er vandamál sem Reykvíkingar búa við og hið nýja framboð vill reyna að leysa það.“ Orn Sigurösson arkitekt: „ Titgangur þessa hóps er að skapa umræöur um skipulagsmál í komandi kosningabaráttu og aö sjálfsögöu aö komast til áhrifa í Ráðhúsinu ef nokkur tök eru á. Ef þaö tekst ekki þá skiptir þaö ekki öllu máli. Viö munum halda áfram. Þessi hópur stefnir til dæmis aö því aö hafa áhrif á alþingiskosn- ingar áriö 2003. Við ætlum að reyna aö koma umræöunni á þaö stig aö kjósendur veröi meövitaöir um þaö aö þeir sem hafa fengiö atkvæöi þeirra hingaö tit séu ekki aö vinna aö þeirra hagsmunum." maður þeirra þegar hann ákvað að segja af sér til að gera skilin milli nýja framboðsins og samtakanna skarpari, en samtökin era algjörlega ótengd framboðinu. Hann segist hafa brenn- andi áhuga á skipulagsmálum. Hann ólst upp í Reykjavík en var í tíu ár við nám og störf í Evrópu. „Þegar ég kom heim brá mér þegar ég sá hvað borgin hafði látið mikið á sjá og síðan hefur hún verið á hraðri niðurleið. Hér á sér stað dæmigerður borgardauði. Mið- borgin er á svæði sem er í raun óbyggi- legt vegna þess að flugvöflur er í henni miðri. Þetta er hættusvæði og mengun- arsvæði og völlurinn þrengir alls stað- ar að.“ - Hver eru stœrstu mistökin í skipu- lagsmálum i Reykjavik? „Þar hefur flest eða allt farið úr- skeiðis. Þessi borg telst varla skipu- lögð og flest er tilviljanakennt. Svæðið fyrir vestan Elliðaár var að mestu fúfl- byggt fyrir tuttugu og fimm árum. Ef þetta svæði heföi verið skipuíagt eins og aðrar borgir þá væri hér rými fyrir mörg hundmð þúsund manns og það færi vel um alla. En afstaða borgaryfir- leikin „Fáir voru tilbúnir að koma fram undir nafnl“ „Þaö vantaöi ekki aö menn væru hlynntir málefninu en fáir voru tiibúnir aö koma fram undir nafni aö svo stöddu vegna ótta viö aö fórna hagsmunum sínum. Þetta er ótti venjulegs fólks viö reiöi og hefnd leiötoga, flokka ogyfirmanna fyrir þaö eitt aö nota sér grundvallarmannréttindi sín og taka þátt í framboöi af þessu tagi. “ 111 a Öm segir hugmynd um framboð hafa komið fram fyrir borgarstjómar- kosningar árið 1998 en undirbúnings- tími hafi verið of skammur og því ekk- ert orðið af framboðinu. „Þegar við sáum það aðalskipulag sem nú er ver- ið að setja í lokaafgreiðslu ákváðum við að láta til skarar skríða. Mörg okk- ar em tengd pólitísku starfi og flokk- um á einhvem hátt og við höfum rætt við ráðherra ríkisstjómarinnar, þing- menn Reykvíkinga og borgarfulltrúa beggja flokka i því skyni að breyta við- horfl þeirra til skipulagsmála. Þær við- ræður hafa ekki skUað neinum ár- angri.“ - Þú segir „við“. Hverjir eru „vió“? „Það er ekki tímabært að skýra frá því. Ég hef verið valinn talsmaður stofnhópsins fyrst um sinn. Upphaf- lega ráögerði hópurinn að birtast al- menningi í lok febrúar en ytri aöstæð- ur hafa orðið tfl þess að við teljum rétt að gera vart við okkur nú.“ Öm er flokksbundinn sjálfstæðis- maður og hyggst ekki segja sig úr Sjálf- stæðisflokknum þótt hann sé búinn að gefast upp á því í bUi að vinna málstað sínum fylgi innan flokksins. „Ég bíð eftir því að flokkurinn batni og breyt- ist tU fyrra horfs. Ég veit að innviðir flokksins em mjög lýðræðislega upp- byggðir, þar eru félög og nefndir og málefnavinna. En kerfið er ekki virkt um þessar mundir. Það er nánast eng- in skapandi umræða um málefni inn- an flokksins og lítil sem engin framtíð- arsýn.“ Er þaó Davíö Oddssyni oó kenrn? „Ég vU ekki segja það. Kerfíð sjálft hefur ekki staðist. Það virðist vera mjög veikt fyrir leiðtogum og leiðtoga- dekur er jú tUræði við lýðræðið. Slag- urinn milli leiðtoganna núna skiptir almenning litlu máli. ÖU leiðtogaefhin em að hugsa um annað en hag Reyk- vikinga: sinn eigin frama í flokknum á landsvísu. Stefnan i skipulagsmálum mun áfram verða sú sama: gegn hags- munum Reykvíkinga. Þetta er stefna sem byggist á því að flugvöUur verði hér áfram og að samgönguráðuneytið hafi tögl og hagldir í veigamiklum skipulagsmálum." Borg í skugga byggðastefnu öm er einn af stofnendum samtaka um Betri byggð og var nýkjörinn for- borg valda tU lands er sú að það sé einskis virði, það sé hægt að gefa mönnum það og þeir ráði því að mestu sjálfir hvað þeir geri við það.“ - Er munur á R- og D-lista að þessu leyti? „í grundvaUaratriðum er hann eng- inn. Báðir flokkar em tengdir inn í landsmálin og fuUtrúamir em bundn- ir flokksaga. Byggðastefnan stjómar þessari borg. Borgin hefur á síðastlið- inni hálfri öld þróast í skugga byggða- stefnunnar." - En œtlar framboóiö aó taka afstöðu til annarra mála en skipulagsmála? „Lýðræðislegt fyrirkomulag í samfé- laginu og skipulagsmál em okkar bar- áttumál og þau tengjast svo að segja öUum málaflokkum í borginni. Og stofnhópurinn hefúr mótað nýja borg- arstefnu sem á að vera tU mótvægis við Ulræmdu byggðastefnuna. Ég vU leiðrétta þann misskilning að þetta framboð snúist eingöngu um andstöðu við flugvöUinn í Vatnsmýrinni. Svo gripið sé tU líkingar snýst þetta um að teyga vinið sem er í flöskunni en fram- skflyrði þess að það sé hægt er að ná tappanum úr stútnum. FlugvöUurinn er þessi tappi. Hann hindrar okkur í þvi að njóta hins góða víns. Þetta framboð snýst fyrst og fremst um skipulag borgar sem er Ula leikin eftir seinna stríðið og áhrif þess á efnahag, heilsufar, samfélag og menningu. Þetta era eUífðarmál, ekki eins máls hugsun eins og margir sem era á móti okkur segja.“ Stórháskaleg aðgerö - En nú var kosiö um flugvallarmál- ió. Var það ekki lýórœóisleg aðferö viö aó leysa deiluna? „Kosningin var hrikaleg því þar tóku framámenn fjöregg Reykvikinga, landið í Vatnsmýrinni, og fóm með það í rússneska rúUettu. Það skiptir öUu máli hér á höfuðborgarsvæðinu hvemig skipulag verður í Vatnsmýr- inni. En þeir sem stóðu fyrir kosning- unni, aUt ágætismenn, höfðu í þessu máli ekki það innsæi sem þurfti. Þeir efhdu tfl almennrar atkvæðagreiðslu sem fór næstum því Ula. Það munaði örfáum atkvæðum að meirihluti Reyk- vUdnga hefði stutt það að flugvöUur- inn yrði áfram i Vatnsmýrinni. Nú gef ég mér það að þetta nýja framboð nái

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.