Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 28
-
28__________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
Hárlaus
- Eiríkur Hauksson rokksöngvari
berst við erfitt krabbamein í kjölfar
skilnaðar eftir 19 ára hjónaband
Síðustu tón!
Blaöamaður DV fylgdi Eiríki á lokatónleika norsku þungarokkssveitarinnar Artch í Noregi á dögu
„Ég vona satt að segja að ég eigi
eftir að komast heim aftur og setjast
hér að. Það er hins vegar ekki á dag-
skrá alveg á næstu árum því ég og
fjöldskyldan eigum orðið ákveðnar
rætur í Noregi sem getur verið
erfitt að slíta. Hitt er alveg öruggt
að mér flnnst miklu merkilegra að
vera íslendingur en Norðmaður.
Við erum svo miklu sjaldgæfari,"
segir Eiríkur Hauksson rokksöngv-
ari í samtali við DV fyrir tæpum
tveimur árum þegar hann var að
koma til íslands til að syngja í
Queen-skemmtun á Broadway. Þá
var kappinn eldhress að vanda og
sópaði að honum þar sem hann
gekk um garða með sitt síða rauða
hár sem löngum var hans aðals-
merki.
í viðtalinu sem hér fer á eftir
kveður nokkuð við annan tón enda
ýmsar aðstæður söngvarans geð-
þekka breyttar. Hann er nýlega skil-
inn við eiginkonu sina og bams-
móður til 19 ára, Helgu Steingríms-
dóttur, og nokkrum mánuðum eftir
að sú breyting hafði átt sér stað
greindist hann með sérlega illvíga
gerð af krabbameini í eista og hefur
þurft að ganga í gegnum þrjár
geislameðferðir vegna þess. Þar
fauk hárið rauða.
Strákur úr Vogunum
Eiríkur hefur verið búsettur í
Noregi með konu og dætrum frá
1988 og hefur starfað að mestu leyti
við tónlist þar ytra en undanfarin
ár hefur hann unnið hálfan daginn
á meðferðarheimili fyrir börn
Eiríkur fæddist árið 1959 og ólst
upp í Vogahverfinu í Reykjavík og
heillaðist snemma af rokktónlist,
sérstaklega hljómsveitum eins og
Led Zeppelin og Deep Purple sem
báðar heimsóttu fsland á unglings-
árum Eiríks.
Það var í Þórscafé árið 1975 sem
Eiríkur Hauksson stóð fyrst með
míkrófóninn í framlínunni, 16 ára
gamall með sítt rautt hár, og þandi
raddböndin. Hljómsveitin hét
Piccolo og fyrir þá sem hafa gaman
af poppsögu var hún skipuð Eiríki,
Gústaf Guðmundssyni ljósmyndara,
sem lék á trommur, Birgi Ottóssyni,
sem lék á bassa og gerir enn, Jó-
hannesi Helgasyni, gítarleikara og
flugmanni, og Sigurgeir Sigmunds-
syni sem lék á gítar og gerir svo
sannarlega enn.
Eiríkur hefur sungið með ýmsum
hljómsveitum á sínum ferli og fleiri
en hér er rúm til að telja upp en
segja má að þáttaskil hafi orðið á
ferli hans þegar hann fór að syngja
með hljómsveit sem hét Start og þar
var í forystu hinn gamalvani rokk-
jaxl Pétur Kristjánsson. Þar, eins og
oft áður, var Sigurgeir Sigmunds-
son, æskuvinur Eiríks, með gítar-
inn í höndunum og saman tryllti
bandið landsmenn upp úr skónum
og upp á borð með lögum eins og
Seinna meir og Sekur sem eflaust
margir muna eftir.
Öfugt við marga aðra rokkara
sinnti Eiríkur námsferli sínum af
alúð og lauk stúdentsprófi og út-
skrifaðist síðar úr Kennaraháskól-
anum. Hann var þá eins og nú
ástríöufullur fótboltaáhugamaður
og æfði og spilaði með Þrótti.
Fyrstur í Eurovision
Eiríkur Hauksson á heiðurinn af
því að hafa leitt fyrstu þátttöku ís-
lendinga í Eurovision-söngvakeppn-
inni 1986 en þá fór hann ásamt
Pálma Gunnarssyni og Helgu Möll-
er til Bergen og söng Gleðibankann
fyrir íslands hönd. Fyrir fram voru
margir sannfærðir um sigur og við-
skiptajöfrar töluðu alvörugefnir um
afleiðingar þess að ísland sigraði og
hvar hentugt hús fyndist og þar
fram eftir götunum. Kvöldið sem
keppnin var hefði mátt heyra saum-
nál detta á mannauðum götum borg-
arinnar og hálfgerð þjóðhátíðar-
stemning myndaðist i kjölfarið þótt
sextánda sætið væri staðreynd.
Árið 1991 steig Eirikur aftur á
svið í Eurovision en að þessu sinni
fyrir Noregs hönd. Þá var hann í
vinsælum sönghópi í Noregi sem
hét Just 4 Fun og Norömenn voru
nýbúnir að vinna keppnina með
hinu ógleymanlega lagi La det
svinge. Hann segist halda að hann
sé eini maðurinn sem hefur keppt
fyrir tvö lönd í þessari umdeildu
keppni sem allir elska að hata.
Tilboö frá Noregi
Blaðamaður DV ákvað þvi að
skreppa til Noregs og ræða við
kappann um lífið og tilveruna,
ásamt því að vera viðstaddur
lokatónleika þungarokkshljómsveit-
arinar Artch sem varð kveikjan að
flutningi Eiríks til Noregs á sínum
tíma.
„Aðdragandi þessa flutnings var
að ég hafði nýverið lokið við að gera
plötu með hljómsveitini Drýsli, en
þar sem markaðurinn á íslandi fyr-
ir þungarokkshljómsveitir var ekki
stór lagði þessi hljómsveit fljótlega
upp laupana og i kjölfarið söng ég
inn á plötu lagið Hjálpum þeim sem
var svona fyrsta samstarf margra
söngvara sem lögðu góðu málefni
lið. Ég var lítið þekktur á þessum
tíma og maður fékk tækifæri til að
syngja með mönnum eins og Bubba
og Björgvini Halldórs, þar á eftir
komu lög eins og Gaggó Vest og
Gull, sem ég söng á Borgarbrag
Gunnars Þórðar, þar má segja að
maður hafi orðið heimsfrægur á Is-
landi, og tók við mikið annríki i
poppbransanum sem var það sem ég
hafði ekki ætlað mér þegar við vor-
um með hljómsveitina Drýsil," seg-
ir Eiríkur þegar hann rifjar upp
þessa tíma sem voru að mörgu leyti
blómatíminn á ferli hans í íslenskri
popptónlist en lögin af Borgarbrag
urðu griðarlega vinsæl, sérstaklega
Gaggó Vest.
„í allri þessari vinnu var svo haft
samband við mig frá Noregi, það
voru strákarnir i Artch sem lesið
höfðu við mig viðtal í norskum
blöðum, sem var tekið í kjölfar þess
að ég hafði samið texta við norskt
lag og varð að hafa samband við
lagahöfund sem fannst þetta áhuga-
vert og kom þessu í norskt þung-
arokksblað, þar sáu strákarnir þetta
og buðu mér að koma og syngja með
sér.“
Er þetta heimsfrægóin?
„Þá tókum við hjónin þá ákvörð-
un að flytja til Noregs og freista
þess að gera eitthvað meira í þunga-
rokkinu sem ekki var hægt að gera
hér á landi, það má segja að maður
hafi flutt á hátindi frægðar sinnar
hér á landi.
Þetta er haustið 1988 og þá var
fyrsta platan að koma út. Við höfð-
um unnið hana fyrr á árinu en
samningur okkar var við plötufyrir-
tæki í Bandaríkjunum og það kom
snemma í ljós að ekki gekk að lifa á
þessu í Noregi frekar en á Islandi.
En við fengum allavega mjög góða
dóma, bæði í Bandaríkjunum og
Bretlandi, þetta leit allt saman mjög
vel út, en við gerðum reyndar okk-
ar mistök og sátum í okkar æfmga-
húsnæði og biðum eftir því að pen-
ingarnir færu að streyma inn, en
það gerðist ekki og við sáum að
þetta var ómögulegt að vera með
hljómsveit í Noregi og allt batteríið
i Bandaríkjunum. Þetta var á þeim
tíma sem Netið var ekki komið til
sögunnar og því fóru öll okkar sam-
skipti fram í síma eða á faxi, og ekk-
ert stóðst sem þeir sögðu. Við áttum
t.d. að fara í hljómleikaferð um Am-
eríku með Judas Priest, sem ekki
Eiríkur Hauksson
Þessi fyrrum hárþrúöi og rauöhæröi rokkari hefur átt mjög erfitt ár þar sem hann hefur þurft að takast á við bæöi sérlega illvíga tegund af krabbameini í eist-
um og ganga í gegnum erfiöan hjónaskilnaö eftir 19 ára hjónaband.