Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 41
49 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV _________________________________________________________________________________________________Helgarblað Að loknu heimsmeistaraeinvígi FIDE: Snerpan skiptir meira máli en revnslan Ruslan Ponomariov Átján ára heimsmeistari. Ungur skákmaður frá Úkraínu, Ruslan Ponom- ariov, varð heimsmeistari FIDE í vikunni. Hann segist ekki vera að leita að sann- leikanum í skák, heldur að keppa til að sigra. „Sannleik- urinn er fyrir eldri og úr sér gengna menn,“ segir hann enda ekki nema 18 ára! Hann þykir hafa stáltaugar og segja gárungar að ísvatn renni um æðar hans. Þetta er í fjórða skipti sem þessi keppni er haldin með núverandi reglum, ég endur- tek, Qórða skipti. í þriðja sinn ef menn vilja ekki telja með keppnina frá 1997-98 þegar Anatolíj Karpov fékk að koma inn ferskur á móti Vishy An- and sem þá tókst að synda yfir „krókódílaána" í fyrsta skipti. Sú viðureign var sögu- leg því þá var í fyrsta skipti tefldur bráðabani um titilinn og Karpov vann hraðskák þá eftir að hafa verið með gjörtapað um tíma. Svo heimsmeistaramir fjórir em: Karpov, Khalifman, Anand og núna Pono. Heimsmeistarinn, hinn „rétti“ heimsmeistari þá, Garríj Kasparov, hafði klofið sig frá FIDE og teflt einvígi á annarra vegum við Nigel Short I London 1993 og síðan við Vishy Anand (!) 1995 í Tvíburaturnunum sálugu í New York. Síðan hefur Kasparov „glatað“ titlinum sínum góða til Vladimir Kramnik áriö 2000 í London. Þeir Anatolíj Karpov og Jan Timman tefldu heimsmeist- araeinvígi 1993 i Djakarta, Indónesíu, nokkurs konar refsiein- vígi hjá FIDE, sem Karpov vann. Kasparov hefur siðan neitað að tefla við Karpov í einvígi. Ástæðan? Leiði, hræðsla, þvermóðska eða sig- urvissa. Sennilega góð blanda af þessu öllu. Blanda af skák og bíngó Alþjóðleg skákmót svokölluð eru haldin af skáksamböndum, einstak- lingum og eða fyrirtækjum. Heims- meistarakeppni í skák er slungin og ruglingsleg atburðarás. Blanda af skák og bingó eins og góður mað- ur heídur fram. Hver ætli sé ástæðan fyrir að Kasparov hélt sína leið og FIDE sina? Mín skoðun eftir að hafa fylgst þokkalega vel með málefnum og skrifum í skákheiminum undan- fama áratugi er þessi: Atburðarás þessi mun hugsanlega hafa byrjað eftir heimsmeistaraeinvigi Kasparovs og Karpovs í Sevilla 1987. Því einvígi lauk með jafntefli, 12-12, eftir að Kasparov haföi sigr- að í síðustu skákinni. Naumt var það. Hann vann síðan Karpov með 12,5-11,5 í einvígi í New York og Lyon, Frakklandi, 1990. Áður höfðu þeir „félagar", sem þekkjast betur en mörg hjón sem hafa verið gift í áratugi, teflt nokkur einvigi. Fyrsta einvígið var í Moskvu 1984-85 og átti sá er ynni fyrst sex skákir að sigra í einvíginu. Eftir 24 skákir hafði Karpov 4 vinninga for- skot og hafði ekki tapað skák! Eftir 9 skákir hafði hann náð þessu for- skoti en þá fór Kasparov að tefla af ískaldri skynsemi og tók enga áhættu. Síðan kom vinningsskák hjá Karpov í 27. skákinni. Héldu þá flestir að stutt væri í lok einvígis- ins. í 32. skákinni kom fyrsta sigur- skák Kasparovs og síðan komu 14 jafntefli í röð en þá brá svo við að Kasparov vann 47. og 48. skákina. Þá höfðu í reynd verið tefld 2 heimsmeistaraeinvígi í striklotu eftir gamla kerfinu og staðan var 25-23 Karpov i vil. Einvígið, sem hafði byrjað snemma hausts í september, hafði nú staðið í 5 mánuði og vor á næsta leiti, var nú stöðvað af Campoman- es, forseta FIDE, vegna þess að Kar- pov var orðinn lasinn og gat ekki einbeitt sér lengur. Campomanes boðaði nýtt einvigi að hausti, aftur í septembermánuði. Ákvörðun þessi var umdeild, en að mínu mati réttlætanleg. Um haustið 1985 í Moskvu varð svo Kasparov heimsmeistari með því að sigra Karpov með 13-11. Kar- pov gat með sigri í síðustu skákinni jafnað einvígið og haldið titlinum. Hann átti þó rétt á að skora á Kasparov að ári og fór þaö einvígi fram í London-Leningrad júlí-októ- ber 1986. Kasparov marði sigur, 12,5-11,5. Viöskilnaöurinn 1988 var stofnað heimssamband atvinnustórmeistara sem var að mörgu leyti gott samband og var stofnað til að auka veg þeirra fjöl- mörgu sem höfðu skákina að lifi- brauði. Heimsbikarkeppnir tvær voru tefldar með sterkustu skák- mönnunum, tvö mótanna voru m.a. í Reykjavík, 1988 og 1991. Þau sam- tök lognuðust síðan út af 1992 vegna þess að mörgum stórmeistaranum með Jan Timman í broddi fylkingar leist illa á ofríki og frekju Kasparovs. Kasparov kennir að sjálfsögðu Jan Timman og belgíska framkvæmdamanninum Bessel Kok um að hafa eyðilagt þessi sam- tök. Síðan hefst kandídatskeppnin 1992 og Kasparov sem hélt að hann myndi tefla við Karpov í enn eitt skiptið var 1 deilum við Campo- manes, forseta FIDE, eitt af fáum deilumálum Kasparovs sem ég sé glóru í, því Campomanes stjómaði FIDE eins og einræðisherra af slakri gerð. Bak við tjöldin fann Kasparov bandaríska fjármálamenn sem gátu hugsað sér að „græða“ á skák. Því ekki, Sovétið var líka að syngja sitt síðasta, pólitík er eins og skák og oftast vinna þessar systur saman. En í stað þess að Karpov yrði áskor- andi þá kom Nigel Short og sá og sigraði (Karpov). En Campomanes var á sínum stað og Kasparov ákveð- ur að reyna að láta kné fylgja kviði. Einvígið við Short fór fram í London og viðskilnaðurinn við FIDE varð staðreynd. Kasparov stofnaði sín eigin alþjóðasamtök, PCA. Á þess vegum fór einnig fram heimsmeistarakeppni samhliða keppnum FIDE og oftast með sömu keppendunum, aðalprímadonnum- ar veðjuðu hvorar á sín samtökin. Nema Anand sem tefLdi með báð- um, enda prúður mjög og e.t.v. trúr heimspeki síns heimalands. Kasparov, líkt og Bobby Fischer, hefur gott lag á að fæla frá sér fylgis- menn og hans samtök, PCA, hafa að mestu lognast út af. 1995 er svo Campomanes felldur úr forsetastóli FIDE eftir skrautlegt leikrit og við tók Kirsan Iljumshinov, forseti Kalmatíu, eins af sambandslýðveld- um Rússlands, en hann mun ekki vera vandur að meðulunum í heima- landi sinu né í FIDE. En einhvern veginn tekst honum að útvega pen- inga í kassa FIDE sem var að gjald- þroti komið 1995. Hvernig þeir pen- ingar eru fengnir er óvist, sögusagn- ir nefna peningaþvætti og ríkiskass- ann í heimalandi Iljumshinovs. Kirsan hefur stýrt FIDE eins og honum þykir best og peningar eru það meðal sem hann notar. Hann hefur stytt umhugsunartímann í skákinni, núna þarf ekki endilega að finna besta leikinn, heldur að vera útsjónarsamur í tímahraki. Skákin er að breytast yfir í ein- hvers konar skák-hlaup þar sem klukkan leikur stórt hlutverk eins og í flestum íþróttagreinum. Það verður fljótlega óhætt að hætta að líkja skák við list eða vísindi, reynslan skiptir litlu máli, snerpan meira. Skákin gæti orðið eins og margar aðrar íþróttagreinar þar sem menn um og yfir þrítugt geta lagt upp laupana í stað þess að berjast við að halda sér á toppnum. Nema að mannsheilinn sé vöðvi? Alþjóðlega Corus-skákmótiö Wijk aan Zee Rússneski stórmeistarinn Ev- geny Bareev er efstur aö tíu um- ferðum loknum með 7 vinninga. Staðan eftir 10 umferðir af 13: 1. Bareev 7 v. 2. Grischuk 6 1/2 v. 3.-5. Adams, Morozevich og Khalifman 6 v. 6. Leko 5 1/2 v. 7.-8. Gurevich og Timman 5 v. 9.-11. Gelfand, Lautier og Dreev 4 1/2 v. 12. Piket 4 v. 13. Kasimdzhanov 3 1/2 v. 14. van Wely 2 v. Við skulum skoða skák með Ev- geníj Bareev sem er efstur á mót- inu. Hann er samstarfsmaður Kramniks sem sumir kalla líka heimsmeistara. Bareev teflir ákaf- lega rólegan stöðustíl, en skákin er merkileg fyrir góðan skákskilning og þrautseigju í endatafli! Hvítt: Evgeníj Bareev (2707) Svart: Alexei Dreev (2683) Slavnesk vörn. Alþjóölega Corus-skákmótið Wijk aan Zee (10), 24.01. 2002 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Be4 7. f3 Bg6 8. Db3 Dc7 9. Bd2 Rbd7 10. Be2 Be7 11. g3 dxc4 12. Bxc4 Bh5 13. Be2 0-0 14. 0-0 c5 15. Hacl Had8 16. g4 Bg6 17. Rxg6 hxg6 18. Hfdl Db8 19. dxc5 Bxc5 20. g5 Rb6 21. Ra4 Rxa4 22. gxf6 Hd5 23. Bel Hg5+ 24. Khl Rb6 25. Bf2 De5 26. fxg7 Kxg7. Ekki er það mikið sem hvítur hef- ur haft upp úr krafsinu. Biskupa- parið. Og til þess að það geti notið sín í þessari stöðu þarf að losa sig við helsta vopn svarts, kerlinguna. Og hvitur er tilbúinn aö láta peð upp í skiptin. Mikill er skilningur- inn! 27. Dc3 Ra4 28. Dxe5+ Hxe5 29. b3 Bxe3 30. Bg3 Hc5 31. Hxc5 Rxc5 32. b4 Ra6 33. Hd3 Bb6 34. Hd7 Hc8 35. a3 Rc7 36. Be5+ Kf8 37. Bd6+ Kg8 38. Bd3 Re8 39. Be5 Bc7. Óþægilegur þrýstingur er það sem hvítur hefur. Það er hægt að komast langt með þannig meðulum. 40. Bd4 a6 41. Be4 Rd6 42. Bf6 b5 43. Kg2 Bb8 44. h4 Re8 45. Be7 Be5 46. Ha7 f5 47. Ba8 Hc2+ 48. Kfl Bd4 49. Hxa6 Rc7 Eftir næsta leik hvíts er viö ramman reip að draga. Það er frípeðið sem hvítur nær að mynda á drottningarvængn- um sem er afgerandi. 50. Hd6! Hf2+ 51. Kel Rxa8 52. Hxd4 Hxf3 53. a4 Rb6 54. axb5 Kf7 55. Bc5 e5 56. Hd8 Hb3 57. Bxb6. Svartur afræður að fórna manni. Annars er leiðin greiö fyrir b-peðið. En h- peð hvíts gerir út um skákina! 57. - Hxb4 58. Hd5 Ke6 59. Hc5 Kd6 60. Hc6+ Kd5 61. Hxg6 Hxb5 62. h5 Hb2 63. Kfl Hh2 64. Hg5 Ke4 65. Kgl Hh3 66. Ba5 Ha3 67. Bel f4 68. Kg2 Ha2+ 69. Bf2 Ha6 70. Hg6 Ha8 71. Hf6 Hg8+ 72. Hg6 Hc8 73. Hg5 Hc6 74. Bh4 He6 75. Hg6 Kf5 76. Hxe6 Kxe6 77. Kh3 KÍ5. Þessi staða er unnin á lærdóms- ríkan hátt! 78. Bd8 e4 79. Kh4 e3 80. Bb6 Ke4 81. h6 Í3 82. Kg3 f2 83. Kg2 Ivd3 84. Kfl Kd2 85. Bxe3+ Kxe3 86. h7 KÍ3 87. h8D Ke3 88. Dh3+ Ke4 89. Kxf2 Kd4 90. De3+ 1-0 Skákþing Reykjavíkur 2002 Júlíus Friðjónsson hefur eins vinnings forskot eftir 8. umferð af 11. Níunda umferð verður tefld í Fé- lagsheimili TR í Faxafeni á morgun kl. 14.00. Július, sem nú stendur á fimmtugu, hefur aldeilis látið ungu meistarana finna fyrir því aö æskan hefur ekki ávallt frumkvæðið. Stað- an: 1. Júlíus Friðjónsson 7 v. 2.-6. Björn Þorfinnsson, PáU Þórarins- son, Stefán Kristjánsson, Sigurbjörn J. Björnsson og Sævar Bjarnason 6 v. 7.-9. Bergsteinn Einarsson, Dagur Arngrímsson, Kjartan Maack 5 1/2 v. 10.-16. Arnar E. Gunnarsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Lenka Ptácniková, Guðmundur Kjartans- son, Jóhann H. Ragnarsson, Kjartan Ingvarsson og Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir 5 v.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.