Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 _____________________________________________________________________________ 57
Helgarblað
:
l
.
Afmælisbörn
Paul Newman 77 ára
Sá ágæti leikari, Paul Newman, á afmæli í dag. Hann á að baki
glæsilegan feril í kvikmyndum auk þess sem honum hefur vegnað
vel í viðskiptum rekur hann frægt matvælafyrirtæki, Newman’s
Own, þar sem allur ágóði fer til góðgerðamála. Newman ákvað
snemma að gerast leikari, fór til New York þar sem hann fékk inn-
göngu í hið fræga Actors Studio. Fyrsta kvikmyndin sem hann lék
í var Silver Chalice (1954). Hann var svo óánægður með sjálfan sig að hann keypti
auglýsingu í dagblaði þar sem hann afsakaði frammistöðu sína. Newman stóð sig
mun betur í næstu mynd, Somebody There up Like Me (1956), og lagði með henni
grunninn að ferli sínum. Hann kynntist eiginkonu sinni, Joanne Woodward, í Act-
ors Studio og giftu þau sig í janúar 1958. Um langlífi hjónabandsins segir hann: „Af
hverju að vera eltast við hamborgara þegar steikin bíður manns heima.“ Paul
Newman hefur níu sinnum verið tilnefndur til óskársverðlaunanna.
Bridget Fonda 38 ára
Á morgun á Bridget Fonda afmæli. Hún er komin af einni
þekktustu leikarafjölskyldunni í Hollywood. Afi hennar var
Henry Fonda, einhver stærsta kvikmyndastjaman um miðbik
aldarinnar, faðir hennar er Peter Fonda og föðursystir hennar er
Jane Fonda. Engan þarf að undra að Bridget skuli hafa lagt fyr-
ir sig leiklist enda er móðir hennar, Susan Brewer, einnig leik-
kona. Sagt er að Bridget hafl verið með föður sínum við upptöku
myndarinnar Easy Rider en raunar mun hún ekki hafa séð mik-
ið til fóður síns í æsku en samband þeirra mun samt náið í dag.
Bridget hóf kvikmyndaleik 1982 og vakti fyrst athygli í Scandal (1987) þar sem hún
lék Mandy Rice-Davis. Bridget bjó í sjö ár með leikaranum Eric Stolz en er nú í sam-
búð með sveitasöngvaranum Dwight Yoakam. Þess má geta að Bridget Fonda var
fyrstri boðið að leika Ally McBeal.
Stjörnuspá
Gildir fyrir sunnudaginn 27. janúar og mánudaginn 28. janúar
Vatnsberinn (20. ian.-18. fshr.>:
Spá sunnudagsins:
Litir verða aðalum-
ræðuefnið í kunningja-
hópi þínum í dag,
smárifrildi verður. Annars verður
dagurinn mjög venjulegur.
Gamall vinur kemur í óvænta heim-
sókn síðari hluta dags og segir þér
heldur en ekki undarlegar fréttir.
Happatölur þínar eru 9,17 og 26.
Hrúturinn (21. mars-19. anrill:
á
Spá sunnudagsíns:
Kringumstæöurnar
eru dálitið snúnar og
[ þú veist ekki hvemig
þú átt að snúa þér í ákveðnu máli.
Ekki vera svartsýnn.
Láttu sem ekkert sé þó að einhverj-
ir séu að finna að við þig. Það er
ekkert annað en öfimd yfir vel-
gengni þinni sem býr þar að baki.
Ivíburarnir 1? 1. maí-?i. iúntú
Spá sunnudagsfns:
'Þér hættir til að vera
dálítið öfgafullur og of
fljótur að dæma aðra.
Þú þarft að temja þér meiri still-
ingu á öHum sviðum.
Vinir þínir era ekkert sérlega
skemmtilegir við þig. Það gæti
verið að þú þyrftir að vera dálítið
skemmtilegii sjálfur.
Llónið (73. júii- 22. ágústl:
Spá sunnudagsins:
J Einhver þér nátengdur
á í vanda sem ekki
_ 1 sýnist auðvelt að
ráða fram úr. Að athuguðu máli
er tU auðveld lausn.
wsmmm
Þú ferð út að skemmta þér og kynn-
ist einhverjum sérstaklega spenn-
andi. Ekki er ólíklegt að eitthvert
framhald verði á þeim kynnum.
VogLn (23. sept.-23. okt.l:
Spá sunnudagsins:
Láttu ekki glepjast af
gyUiboði sem þú færð.
Samkeppnin er hörð í
kringum þig og þér hleypur
kapp í kinn.
Usa
Þú þarft að taka afstöðu í erfiðu
máh. Ekki hika við að leita eftir að-
stoð ef þér finnst þörf vera á heni.
Vinur þinn endurgeldur þér greiða.
Bogmaðurinn m nn«-?i
pa sunnudagsins:
’Þú nærð frábærum ár-
l angri í máh sem þú vænt-
1 ir einskis af. Breytingar
eru fram undan á heimilinu. Aldraður
ættingi gleðst við að sjá þig.
Þér finnst þú hafa allt of mikið að
gera. Hvemig væri að reyna að
virkja fleiri í starfið í stað þess að
gera aUt sjálfur?
Fiskarnir (.19. fehr.-?0. marsV
■Dagurinn í dag verður
leiðinlegur og ekkert
merkilegt gerist en
í kvöld verður smáupplyfting
fil þess að þú kætist.
Spá manudagsins:
Vertu sérstaklega aðgætinn í öllu
sem varðar peninga. Þú kynnist
einhverjum sérstaklega skemmti-
legum og áhugaverðum.
Nautið (20. apríl-20. maí.):
Spá sunnudagsins:
Þú ert að undirbúa ferð
en eitthvað gerist og ferð-
in dregst á langinn. Undir
lok dagsins verður aUt í lagi með
máhð og rólegt kvöld fram undan.
Spá mánudagsins:
Hjón og pör eiga góðar stundir sam-
an og huga að sameiginlegri framtið.
Það er svo ótal margt hægt að gera
ef maður er hugmyndaríkur.
Krabbinn 122. iúní-22. íiíiíi:
Spá sunnudagsins:
| Margt hefur setið á hak-
anum hjá þér og þú ætt-
ir að fá einhvem til að
kippa því í Uðinn. Minni háttar
vandamál eyðileggur kvöldið.
Spá mamidagsins:
Þér gengur aUt í haginn og ekki
er laust við að þú ftnnir fyrir
öfund í þinn garð. Láttu sem
þú vitir ekki af því.
Mevlan (23. ágúst-22. seot.):
Spá sunnudagsins:
Þessi dagur verður sá
•besti í langan tíma
nema þú takir ranga
ákvörðun á lykilaugnabUki.
Tombóluvinningur er í sjónmáU.
Spá mánudagsíns:
Eitthvað spennandi og mjög und-
arlegt gerist í dag. Þú skalt ekki
láta áUt þitt í Ijós nema beðið
verður sérstaklega um það.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nnv.i:
Spa sunnudagsins:
Einhver sem þú þekkir
|isnýr baki við þér og
þú verður fúU. Þú
ættir að vera heima og horfa
á sjónvarpið.
Þér finnst þú dáUtið einn í heim-
inum um þessar mundir. Þetta
ástand varir ekki lengi þar sem
þú kynnist áhugaverðri persónu.
Stelngeitin 122. des.-19. ián.i:
pá sunnudagsins:
Hlutur, sem þú hélst að
þú hefðir týnt, finnst og
þú verður mjög ánægð-
ur. Kvöldið verður ánægjulegt.
HappaUtur þinn er grænn.
Nú er svo sannarlega óþarfi að
láta sér leiðast, það er svo mikið
nm að vera í kringum þig. Ferða-
lag er í undirbúningi.
Hugi Guðmundsson tónskáld
Hanrt samdi verkiö Naddakross viö textabrot úr eldfornu handriti og fléttar þaö saman viö miöaidasöng og spuna.
Frá miðöldum
til nútímans
- Naddakross hljómar í Hallgrími
Hörður Áskelsson
Hann og Matthías Hemstock spinna laglínur í kringum Naddakross Huga.
Matthías Hemstock
Matthías leikur á slagverk og framleiöir uppmögnuö hljóö afýmsu tagi og
koma fiölubogar, víngiös og málmgjöli þarviösögu.
Sunnudaginn 27. janúar, kl. 17,
verða nýstárlegir tónleikar í HaU-
grímskirkju þar sem sönghópurinn
Voces Thules, Matthías Hemstock
slagverksleikari og Hörður Áskelsson
orgeUeikari flytja íslenska tónlist frá
miðöldum, spuna með uppmögnuðum
slagverkshljóðum og nýtt tónverk eft-
ir Huga Guðmundsson.
Yfirskrift tónleikanna er fengin úr
þjóðsögunni um óvættinn Nadda sem
hélt tU í Njarðvíkurskriðum við Borg-
arfjörð eystri á 13. öld. Naddi þessi
var valdur að mörgum dauðsfóUum á
þessum slóðum og forðuðst menn að
fara skriðurnar einir eftir að tók að
rökkva. Það var svo árið 1306 að Jón
nokkur Björnsson fór skriðurnar
einn að næturlagi þrátt fyrir viðvar-
anir kunnugra og lenti í bardaga við
Nadda. Jóni tókst að verjast aUlengi
þar sem sagt var að hann hefði verið
heljarmenni mikið og haft járnstöng í
hendi sér til varnar. Leikurinn barst
að meljaðri austar í skriðunum og
varð svo harður að Jón sá tvísýnu á
lífi sinu. Gerði hann þá heit að ef
hann sigraði skyldi hann reisa minn-
ismerki um Guðs vernd. Þá brá svo
við að eldingu sló niður á miUi
þeirra. Við þetta féU Naddi í ómegin,
hrökk niður úr götunni og ofan í sjó.
Jón komst við iUan leik tU byggða en
náði sér aldrei að fullu eftir þetta.
Hann lét svo reisa kross þann er
Naddakross er kaUaður, með þeirri
áskorun að hver sem færi þar um
skyldi krjúpa og fara með bæn.
Andstæðurnar
Saga þessi er framvinda tónleik-
anna. í tveimur hlutum munu Matth-
ías og Hörður spinna í kringum
stemningar í sögunni, Hörður á orgel
kirkjunnar en Matthías á uppmagnað
slagverk sem sent verður út i gegnum
hljóðkerfí sem sett verður upp bæði
fyrir framan og aftan áheyrendur.
Undir lokin, í verki Huga, er flutt
bæn, líkt og áskorun krossins kveður
á um. Á miUi þessara þátta syngja
svo Voces Thules trúarlega tónlist frá
miðöldum sem fundist hefur í ís-
lenskum handritum.
„Það sem vakti fyrir mér var að
tpfia saman andstæðunum sem felast
í hinum einradda trúarlega miðalda-
söng og þeim náttúrulegu hljóðum
sem felast í skrölti ófreskjunnar í
grjótinu en sagan segir að heyrst hafi
gnadd í grjóti þegar Naddi réðst að
ferðamönnum. Hann var hálfur mað-
ur og hálf ófreskja," segir Hugi Guð-
mundsson tónskáld þegar hann gerir
tilraun tU þess að lýsa fyrir blaða-
manni tUurð verksins.
Hugi er í framhaldsnámi í tónsmíð-
um í Kaupmannahöfn en útskrifaðist
úr Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hann lærði talsvert á gítar áður en
hann fór að einbeita sér sérstaklega
að tónsmíðunum.
Hann segist hafa sérstakan áhuga á
fornri tónlist og kirkjutónlist eins og
þetta verkefni ber sannarlega með
sér.
„Ég er sennilega bæði íhaldssamur
og gamaldags að hluta þótt ég sé aUtaf
að leita að einhverju nýju,“ segir
Hugi sem segist vona að í þessu verki
sameinist þeir ólíku pólar sem þar er
í rauninni teflt sainan.
Maður velur ekkí
Það er undarlegt að sitja í Hall-
grímskirkju, sem íslenska þjóðin var
nærri 50 ár að byggja, og hlusta á
Hörð Áskelsson fara höndum um
stærsta orgel landsins með þeim
hætti að hinn steinsteypti helgidóm-
ur nötrar frá grunni upp í turn. ft~
Bassatónar orgelsins eru áþreifanleg-
ir eins og jarðskjálftaeffektar í dýrum
kvikmyndum og hin undarlegu kvein
sem Hemstock framleiðir með fiðu-
boga á brún symbala fyUa mann ugg.
Miðaldamennimir í Voces Thules
mæta á staðinn og tónskáldið þarf að
fara að skipta sér af æfingum manna
og um stund skrafa allir þessir tón-
listarmenn saman á máli sem þarf
áreiðanlega einhverja gráðu í tónlist
tU þess að skUja tU hlítar. Það gefst
þó tími tU að spyrja Huga hvers
vegna hann hafi valið tónsmíðar sem
aðalfag:
„Það er ekki eitthvað sem maður
velur. Maður er tónskáld,“ segir Hugi
að lokum.
Tónleikarnir hlutu 600.000 kr.
styrk úr menningarborgarsjóði. For-
sala aðgöngumiða er í 12 tónum við
Skólavörðustíg og í Hallgrímskirkju.
Miöaverð er kr. 1500 en kr. 1000 fyrir
námsmenn og eUUífeyrisþega. -PÁÁ