Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Qupperneq 28
 Ingvar Helgason hf. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 ,1 ' Aðgerðir flugumferðarstjóra: Hætta á að Reykjavíkur- völlur lokist Reykjavíkurflugvöllur getur lokast fyrir öllu flugi nema neyö- arflugi og sjúkraflugi eftir klukk- an fjögur í dag, ef flugumferðar- stjóri sem skráð- ur er á vakt klukkan 12 á há- degi mætir ekki. Ljóst er að tafir verða á flugi frá vellinum í dag Jón Karl vegna þess hve Ólafsson. fáir flugumferð- arstjórar eru á vakt í flugtuminum vegna yfir- vinnubanns. Fram til hádegis var aðeins einn flugumferðarstjóri á vakt, í stað þriggja við hefðbundn- ar aðstæður. Á hádegi á annar að mæta til starfa, þannig að þeir verði tveir á vakt. Eftir klukkan fjögur verður aðeins einn flugum- ferðarstjóri í tuminum. Frumvarp til laga til að stöðva yfírvinnubann flugumferðarstjóra liggur í loftinu. Samningaviðræð- ur flugumferðarstjóra og ríkisins sl. þriðjudag báru engan árangur og engin lausn virðist i sjónmáli. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands, sagði 1 morgun að ekkert flug yrði til Akureyrar a.m.k. fyrri hluta dags. í staðinn yrði flogið til Húsa- víkur. Akureyrarflugvöllur yrði að hafa flugumferðarstjóra á vakt, þar sem ekki væri hægt að fljúga inn á völlinn í sjónflugi. Það væri unnt á öðrum völlum á landinu. „Þá er Reykjavíkurflugvöllur í hættu við svona aðstæöur," sagði Jón Karl. „Þar verður að vera Helgarveðrið: Norðlægar áttir QNæsta sólarhringinn er spáð NA-lægri átt, 5 til 10 sekúndumetrum og skýj- uðu á köflum. Eitthvað mun snjóa norðanlands og austan. Gaddurinn verður tvö til fimmtán stig, minnst syðst á landinu. Á laugardag verða 10 til 15 sekúndumetrar og viða snjó- koma eða éljagangur, skýjað með köfl- um suðvestanlands. Þann dag verður hitastig frá frostmarki niður í 6 stiga gadd, mest inn til landsins. Á sunnu- dag verður norðlæg átt, 8 til 13 sek- úndumetrar, skýjað með köflum en stöku él við ströndina. Frost verður víða 2 til 7 stig. vakt sem stýrir umferð inn á völl- inn og út af honum. í gær var hægt að sinna áætlunarflugi til og frá vellinum en ekki einkaflugi né kennsluflugi. Það hefur gerst tvisvar sinnum eftir að yfirvinnu- bann flugumferðarstjóra skall á að orðið hefur að takmarka blind- flug og aðflug að Reykjavíkurflug- velli. Við erum orðin langþreytt á þessu, Svona aðgerðir koma fyrst og fremst niður á flugrekendum og farþegum þeirra. Viö erum að tapa stórum fjárhæðum á þessu auk þess sem öll röskun hefur afar neikvæð áhrif. Við viljum fá lausn. -JSS Forstjóri TDC: Enn þá áhugi Henning Dyremose, forstjóri TDC í Danmörku, kveðst ekki reiðubúinn til að tjá sig um við- ræður og hugsanleg kaup fyrirtæk- isins á Símanum við DV og vill ekki svara því hvernig hann túlki yfirlýsingu einkavæðingarnefndar um að hún áskilji sér rétt til aö ræða við fleiri aöila en TDC. Vísar talsmaður Dyremose á viðtal sem við hann var haft í vikunni á Reuters og segir að það verði það eina sem hann muni segja viö fjöl- miðla um málið að sinni. Innan úr fyrirtækinu segja heimildarmenn DV hins vegar að menn telji ummæli Dyremose í Reutersfréttinni hafa verið heldur oftúlkuð og fullyrt er að TDC sé síður en svo búið að missa áhug- ann. Hins vegar sé spurningin um verðið raunveruleg og eins hafi forstjórinn verið að vísa til þess að ekki hafi legið fyrir ákvörðun um annan fund. -BG HM-veisla „Þessi samningur sýnir metnað okk- ar og vilja til að þjóna ákrifendum okk- ar,“ segir Hermann Hermannsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Norðurljósa um réttinn sem Stöð 2 ogg Sýn hafa öðlast til að sýna alla leiki HM í knattspymu í sumar. „Ég vil ekki gefa upp hvað þessi samningur kostar okkar en við teljum að hægt sé að græða á honum,“ sagði Hermann við DV i gær. Sjá DV-Sport á bls. 19 Dv-MYND HARI Gönguferð í Laugardalnum Laugardalurinn skartar sínum fegursta vetrarskrúöa þessa dagana. Þessar ungu mæöur viöruöu urigviöiö í gær um leiö og þær nutu veöurblíöunnar í Fjölskyldu- og húsdýragaröinum. Miöbær Reykjavíkur: Veitingastöðum fækkar um 24% stöðug fækkun í verslun og þjónustu Kreppir að í Kvosinni Öll töifræöi sýnir aö verutegur samdráttur er aö veröa i rekstri fyrirtækja í miöbæ Reykjavíkur. Tölur sýna að flótti verslana og þjónustufyrirtækja hefur verið nokk- uð stöðugur úr miðbæ Reykjavíkur undanfarin ár. Fjölgun veitingastaða hefur vegið þar nokkuð á móti en nú er einnig komið þar verulegt bakslag. Samkvæmt úttekt Landmats á starfseminni í miðbænum kemur fram að frá árinu 2000 til 2001 hefur veitingahúsum fækkað úr 80 í 61 eða hvorki meira né minna en um 24%. Þá er einnig samdráttur i ýmsum öðr- um greinum eins og opinberri þjón- ustu. Smásöluverslunum hefur m.a. fækkað á milli þessara ára úr 43 i 36 eða um 16% og opinber þjónusta minnkað um 9%. Svipað er upp á teningnum sam- kvæmt tölum Þróunarfélags miðborg- arinnar frá því í haust. Þar kemur fram að verslunum fækkaði stöðugt í miðborginni frá árinu 1996. í Kvos- inni hefur þeim fækkað úr 67 árið 1996 í 35 í september 2001. Á Lauga- vegi og við Bankastræti hefur versl- unum fækkað úr 191 árið 1996 í 166 árið 2001. Fjölmörgum dýrum lausnum hefur verið hrundið í framkvæmd á um- liðnum áratugum til að stemma stigu við hnignun miðborgarinnar. Sú við- leitni hefur þó enn sem komið er ekki megnað að snúa þróuninni við. Þótt vitað sé að veðurfar er einn afdrifa- rikasti þátturinn varðandi það hvort hverfi séu aðlaðandi eða ekki, þá hafa veðurfræðingar ekki verið kallaðir til varðandi hönnunarmál miðbæjarins. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir í samtali við DV að hann telji vel mögulegt að hafa áhrif á veðurfar- ið í miðborginni með hönnun bygg- inga. Undanfarin misseri hefur hann m.a. unnið að grunnhönnun nýrra hverfa með nýju veðurfarslíkani. Seg- ir hann Norðlingaholtið í raun fyrsta hverfið þar sem slíkt er reynt. - Sjá ít- arlegt Fréttaljós um málið á bls. 8 og 9 í DV í dag. -HKr. Halldór Blöndal vítir Ögmund Jónasson: Erfi þetta ekki við í umræðum um störf þingsins í gærdag gerðist það að Halldór Blöndal þing- forseti vítti Ögmund Jónasson fyrir framiköll en Ögmund- ur hafði kallað í tvígang fram í fyrir Halldóri. Eftir fyrra sinnið fór þingforseti að ræða um háttvísi þingmanna og þá kallaði Ögmundur: „Hann þekkir háttvísina.". Vítti Hall- dór þá ögmund sem er mjög sjaldgæft og var hann hvattur af mörgum þing- mönnum til að gera eitthvað í málinu. Vítur á Alþingi hafa ekki komið fram í hálfa öld, að mati þing- fróðra manna, en síðast mun það hafa verið þegar Magnús Kjart- ansson, þáver- andi varaþing- maður og síðar ráðherra, fékk vítur frá Jóni Pálmasyni þingforseta árið 1950. Ögmundur Jónasson sagðist í samtali við DV hafa orðið var við það að mörgum væri orðið umhugs- unarefni hvemig forseti Alþingis færi Ögmundur Halldór Jónasson. Blöndal. Halldór með vald sitt að undanfórnu. „En varðandi þetta tiltekna mál þá ætla ég ekki að erfa það persónulega við Hall- dór Blöndal. Ég lít svo á að honum hafi orðið á í messunni og það er hans að vinna úr því. Ef menn skoða til- drög þessa atviks þá voru engin þau ummæli viðhöfð sem kalla á þessi við- brögð frá hendi forseta þingsins," seg- ir Ögmundur. Stjómarþingmenn segja málið al- varlegt vegna þess að Ögmundur er þingflokksformaður og einn af stjóm- endum þingstarfa. Því hefði framíkall- ið verið sérstaklega óviðeigandi. Ekki náðist i Halldór Blöndal vegna máls- ins í morgun. -BG lotlier merklvéllo fyrirfagmenn ogfyrirteeki, heimili og shóla, fyrir röð og reglu, mlg RafPOrt ogþlg. » llýbýtduegi 14 • síml SS4 4443 • if.is/rafport irkidk^rkikkikk ií Gitarinn Y , -jr ~k Stórhöfða 27, Q s. 552 2125. £ |r Tilboð í gangi * idkirkikkir>r>rk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.