Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 2
eriir Vmru hvar?
Stuðmenn stóðu fyrir grímuballi á Kaffi
Reykjavík um helgina og var þar margt um
manninn. Fáir þorðu þó að mæta í búningi og
er það alveg týpískt fyrir okkur Islendinga
sem erum endalaust hræddir við að gera okk
ur að fíflum. Stcmningin var þrusugóð eins
og búast má við af Stuðmönnunum og á
svæðinu mátti m.a. sjá Zorro, Cleopötru og
Bin Laden og sjónvarpskonan Vala Matt
sletti einnig vel úr klaufunum á dansgólfinu
ásamt leikkonunni Eddu Björgvins. Marg-
menni var einnig
á staðnum kvöld
ið áður og mátti
þá sjá meðat annarra golfarann og frétta-
' ,, haukinn Pál Ketilsson og listamanninn ein
- staka Sverri Stormsker.
Á Astro var nóg af fólki um helgina. Á
föstudagskvöldið fylltu starfsmenn Skjás
eins kaffihúsið þar sem þeir héldu upp á
það að stöðin væri loksins öll komin undir
eitt þak en skrifstofurnar hafa verið fluttar
fyrir ofan stúdíóið. Verða nöfn starfs-
manna ekki tíunduð frekar hér því mæt-
ingin var það góð að eigintega allir
mættu. Meðal annarra sem litu við á
staðnum um helgina voru Helgi Björns,
Björn Jörundur og Kaupfélagsstjórinn
Frikki Weiss.
Kiddi Bigfoot, Siggi Bolla og Jón Gunn-
ar Geirdal sáust einnig á svæðinu sem og
fegurðardfsin og Hagkaupsbæklingafyr-
irsætan íris Björk, Stuðmaðurinn Jakob
Frímann og fréttakonan Óiöf Rún.
Á Gauknum voru hins vegar eftirtaldir:
Villi Vill lögfræðinemi, Gummi i Sátinni,
Wilhelm Norfjörð athafnaskáld, Anna Rakel fyrrum Skjás eins-stjarna,
Lilja Nótt hjá Eskimo, Kiddi og Þór f Klakabandinu og Birgitta Haukdal
og Hanni. Steini, framkvæmdastjóri Glaumbars, leit við sem og Einar
Þráins hjá Kringlubfói, Begga hjá Nýherja, Hákon hjá kjöreign.is og
Gummi á Prikinu.
Á Fosters á Akureyri var fullt af fólki um helgina enda verið að halda
upp á vefsíðuna Akureyri.com. Meðal þeirra sem þar sáust voru: Krist-
ján Jónsson, Orri Helgason, Alli Breakbeat, Bjössi Brunahani og Arnór
Gunnarsson knattspyrnukappi. Akureyrsku plötusnúðarnir Pétur,
Doddi og Danni létu sig ekki hetdur vanta og á staðnum mátti einnig
sjá Óla Hreggviðs og Jónas , útvarpsmann á LéttFm.
fónlistarmenn fögnuðu 70 ára afmæli Félags íslenskra hljómlistar-
manna á laugardaginn og
var þar margt um tónlist-
armanninn. Meðal annars
mátti þar sjá Stuðmenn-
ina Röggu Gfsla og EgiL
Leikkonan Tinna Gunn-
laugs var einnig á svæð-
inu sem og söngkonurnar
Guðrún Gunnarsdóttir og
Eva Ásrún Albertsdóttir
en þær sáu reyndar um
veislustjórnina. Bræð-
urnir Daði og Börkur
Hrafn Birgissynir og
Samúel úr Jagúar létu
sig ekki heldur vanta á
svæðið.
Það er alltaf eitthvað að frétta af meiktilraunum íslendinga í
hinu stóra útlandi. Við fáum alltaf við og við að heyra af mikl-
um áhuga útlendinga og stórum samningum sem íslenskar
hljómsveitir og listamenn gera. En það eru ekki alltaf jólin í
þessu og hérna fáum við ágætis stöðutékk á málunum.
Skin og skúrir í meikinu
Rapparamir í Quarashi gætu
mögulega verið næsta stóra dæm-
ið í meikinu. Strákamir kynntu á
dögunum nýtt myndband við
Stick’em up sem komið er f spil-
un á MTV2 og smáskífan er
komin á útvarpsstöðvar í Banda-
ríkjunum. Á þriðjudaginn hefst
svo tveggja vikna túr hjá hljóm-
sveitinni um Bandaríkin þar sem
þeir hita upp fyrir L'ost Prophets.
Stóra platan Jinx kemur út 9.
apríl í Bandaríkjunum og sumar-
ið verður annasamt hiá strákun-
um því þá fara þeir á Warped-
túrinn í níu vikur — frá enda júnf
fram í enda ágúst.
Popp FRÁ MÚM
Aðrar jákvæðar fréttir eru að
plata Sigur Rósar er í undirbún-
ingi og á dögunum birtist heilsíða
um hljómsveitina í Newsweek.
Er stefht að útgáfu um mitt ár en
það gæti vel dregist eitthvað.
„Finally we are no one“ heitir ný
plata frá krökkunum í múm sem
kemur út annaðhvort í apríl eða
maf. Heimildir Fókuss herma að
platan sé mun poppaðri en það
sem sveitin hefur áður gert og
ætti það að opna ýmsar dyr. Þar að
auki kemur platan bæði út á ís-
lensku og ensku.
Þá eru drengimir í Leaves á
fúllu í hljóðveri við að gera fyrstu
plötu sína. Stór samningur í út-
löndum er f höfn og meikið er vel
hugsanlegt. Eins er Thule-útgáf-
an að gera góða hluti með sveitir
eins og Trabant og Apparat á sín-
um snærum. Allt hugsanlegt þar
að sögn kunnugra.
Að lokum ber að minnast á jað-
arinn en rokkaramir f Mínus eru
nýkomnir úr góðum túr um Bret-
land. Tjallinn fílaði strákana vel
sem telst gott því Bandaríkin
voru talin betri markaður fyrir þá.
Aldrei að vita hvað gerist þegar
þeir fara þangað.
SVALA OG EMILÍANA í BIÐSTÖÐU
En það em ekki bara jákvæð
tíðindi af listamönnunum okkar.
Mikið var gert úr væntanlegri
plötuútgáfu Svölu Björgvins í
Bandaríkjunum en þar var allt
stopp síðast þegar fréttist. Heil-
miklu var til kostað við gerð plöt-
unnar The real me en plötufyrir-
tækið Priority fór á hausinn og
nú er plötusamningurinn líkleg-
ast ofan f skúffu hjá einhverjum
sem keypti réttindin af fyrirtæk-
inu.
Frami Emilíönu Torrini hefur
Quarashi og múm: Jákvæðir hlutir að gerast.
Svala og Emitíana: Allt í biðstöðu.
verið í biðstöðu undanfarið. Þrátt fyrir
góða frumraun hefur henni nú verið
sagt upp af One Little Indian-plötu-
fyrirtækinu og er Emilíana nú í
London með nýjan umboðsmann sem
er að skoða hennar mál ofan í kjölinn.
Þá hefur ekkert frést af frægð og
frama hjá Elízu Newman (áður Geirs-
dóttur) sem leiddi Bellatrix hér um
árið. Hún mætti á Airwaves með
session-band í farteskinu, öll nýju
lögin voru keyrð en enn hefur ekkert
heyrst.af árangri.
Sama má segja um Land og syni.
Allir muna eftir útlenska laginu í
fyrra þar sem þeir sungu um að vera
fullir í allt sumar en síðan hefur ekk-
ert gerst. Fyrst átti sveitin að heita
Shootin’ Blanks og sagan segir að
plötusamningur hafi verið í höfn. Nú
segja heimildir Fókuss að þeir hafi
misst samninginn og séu enn að
þreifa fyrir sér. Nú heita þeir Stream-
er sem verður að teljast öllu skárra.
„Ég fór upp á Slysó síðasta föstudag
með vinkonu mína sem hafði lent í ansi
leiðinlegu en þó skoplegu atviki. Vð
vorum nefnilega í mjög skemmtilegu
partíi og vinkonan var á háhæluðum
skóm sem hún hafði keypt aðeins
nokkrum klukkutímum áður, en þeir voru
með mjög mjóum pinnahælum. Það lukkað-
ist ekki betur en svo að þegar við vorum að
dansa þá steig hún óvart ofan á sjálfa sig og
skildi eftir holu í löppinni á sér, framarlega á
vinstri ristinni.
En hún bar sig afskaplega vel og gerir enn
þótt hún sé greinilega sár eftir slysið, enda labb-
ar hún svolítið bjánalega og þarf til að mynda að
taka lyftuna í skólanum til að komast á milli
hæða.“
Maríjon Ósk Nóadóttír verslómær
Stripshow:
BannaSir f Koreu
Tískan a næstunni:
PrjónaSu þig kul
Halla Vilhjdlmsdóttij:
Gott aS vera öSruvfsi
Fræga fólkið f utlöndum:
Og fyrsta
kynlifsreynslan
Poppsfðan:
Fatboy Slim og
Johnny Cash me5 plötur
Skemmtistaðirnir:
Klósettmenningin
kortlögð
FÓkus f Lundunum:
Tekkað ó klubbunum
Skynvilla.is:
Listsköpun f vöruskemmu
Höfundar efnis
Ágúst Bogason Höskuldur Daði Magnússon ritstjom@fokus.is
Eiríkur Stefán Ásgeirsson Snæfrfður Ingadóttir auglysingar@fokus. is
Finnur Vilhjálmsson Trausti Júlíusson fokus@fokus.is
Forsíðumyndina tók
Hari af Höllu
Vilhjdlmsdóttur
2
f ó k u s 8. mars 2002