Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 18
MelGibson hættur Ástralska ofurhetjan Mel Gibson er þessa dagana að velta þvf fyrir sér hvort hann eigi að hætta kvikmyndaieik. Kall- inn segist vera orðinn leiður á þess- ari vitleysu og vill helst snúa sér eingöngu að fram- leiðslu bíómynda. Hann segist auk þess vera orðinn leiður á stjörnuhlutverki sem hann hefur þurft að gegna í fjölda ára. „Þetta er allt öðruvfsi núna þegar maður er farinn að nálgast fimm tugt heldur en þegar ég var tvítugur. Þá fannst mér allt f lagi að vera lengi frá við tökur á myndunum en núna er maður kominn með fjölskyldu og svoleiðis þannig að þetta verður ansi pirrandi á köflum. Hérna áður fyrr gat maður bara drukkið og skemmt sér en maður hefur ekki gaman af því lengur.“ í framhaldi af þvf þakkaði Mel ólfklegustu manneskju fyrir það að hann hætti að drekka. „Það var allt Tinu Turner að þakka, einn dag rétti hún mér mynd af sjálfum mér þar sem stóð: Don’t fuck this up. Ég skildi ekkert í þessu þá en seinna áttaði ég mig á þessu, ég þakka Tinu fyrir það hversu langt ég hef náð í dag,“ sagði Mel Gibson Stríðsmyndin Biack Hawk Down verður frumsýnd í Laugarásbíói í kvöld en hún segir frá misheppnaðri aðför bandarískra hermanna að tveimur helstu fyrirmönn- um sómalísks harðstjóra sem átti sér stað í afríska ríkinu árið 1993. Hermenn í vanda 120 bandarískir hermenn sem mynduðu úrvalsliðið Delta héldu inn í Mogadishu í Sómalíu með það í huga að bjarga mannslífum og hjálpa til við að stoppa borgarastríðið, hungursneyðina og eymdina sem ríkti þar í landi. Tilgangurinn var að ræna tveimur liðsforingjum sem voru undir stjóm sómalísks harðstjóra að nafni Mohamed Farrah Aidid en áður en þeir vissu af voru þeir fastir í miðri hringiðu pólitískrar ættflokkadeilu landsins. Ur verður stærsti bardagi bandaríska hersins sfðan í Víetnam- stríðinu. Þegar sendiförin byrjar virðist sem allir íbúar Mogadishu, karlmenn, konur og böm, taki sig saman og beiti vopnum á bandarísku hermennina. Og þegar tvær Black Hawk-þyrlur eru skotnar niður, sem átti að vera nærri ómögulegt, breytist sendiförin í björgunarför fyrir eftirlifandi áhöfn þyrlnanna og þá hermenn sem eru milli steins og sleggju. Klukkutíma sendiför breytist í 18 tíma marttöð. Það er Ridley Scott sem leikstýrir myndinni og annað árið í röð er hann tilnefndur til óskarsverðlaunanna í þeim flokki. Þar sem hann var svo aug- ljóslega svekktur í fyrra, þegar Steven Soderberg tók af honum verðlaun- in fyrir Traffic, hlýtur hann að teljast sigurstranglegur í ár. Þó er aldrei að vita hvað Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings, gerir. Meðal aðal- leikara myndarinnar má nefna Josh Hartnett, Ewan McGregor og Tom Sizemore. sem hugsar greinilcga ekki alveg skýrt þessa dagana. Blade2 Undir lok mánaðarins verður Blade 2 frumsýnd í Bandaríkjunum. Helstu leik- arar í myndinni eru þeir Wesley Snipes og Kris Kristofferson, líkt og í fyrri myndinni, en auk þeirra hafa bæst við þau Luke Goss, Tcheky Karyo, Norman Rccdus og Leonor Valera en leikstjóri er Guiliermo del Toro. Eina vandamálið sem fram- leiðendur kvikmyndar- innar þurfa að gltma við eru hugsanleg mála ferli en Marv nokkur Wolfman hefur kært framleið- endurna fyrir að hafa stolið Blade- hugmyndinni frá sér. Wolfman þessi heldur því fram að hann hafi skapað fullt af karakterum á áttunda áratugnum og þar á meðal Blade. Framleiðendurnir ætla engu að síður að ríða á vaðið og gefa myndina út þrátt fyrir málaferlin. Þetta gæti þýtt að ef þeir tapa málinu fyrir rétti gætu þeir þurft að afhenda all- an ágóða myndarinnar til Wolfmans. Ráðgert er að gera Blade 3 líka en við verðum að bíða og sjá hvernig þetta fer allt saman. Whoopi dissar Halle Nú styttist í að óskarsverðlaunin verði afhent og eins og venjulega hefur einhver stjarnan úr heimi lélegra grín- mynda verið fengin til að kynna herleg- heitin. Að þessu sinni verður það Whoopi Goldberg og mun hún eflaust reyta af sér slaka brandara á milli verðlauna- afhendinga. Hún kom um daginn og tilkynnti þetta og af því tilefni fengu blaðamenn að spyrja hana spjörun- um úr. Einum þeirra datt f hug að spyrja hana um hvernig henni litist á það að Halle Barry yrði á svæðinu en þær hafa oft eld Sean Penn og Michelle Pfeiffer leika aðalhlutverkin í I Am Sam sem segir frá þroskaheftum föður sem missir forræði yfir ungri dóttur sinni og færtil liðs við sig lögfræðing til að taka á kerfinu í þeirri von að fá barnið aftur. Pstin sigrar allt Sám Dawson vinnur á Starbucks-kaffihús- inu og hefur mikið dálæti á Bítlunum. Hann hefur þroska á við 7 ára barn og þegar hann eignast bam með heimilislausri konu lætur húri það eftir honum að ala það upp. Hann skírir bamið Lucy Diamond effir Bítlalaginu fræga en þegar stelpan verður sjálf 7 ára göm- ul fer ástand Sams að skapa vandamál í skóla hennar. Hún heldur viljandi aftur af sér svo hún virðist ekki líta út fyrir að vera gáfaðri en pabbi hennar. Bamayfirvöld taka hana frá Sam og í kjölfárið tekst honum að fá til liðs við sig Ritu Harrison, rándýran lögfræðing, sem tekur að sér málið Sam að kosmaðarlausu. Hefst þá löng þrautaganga þeirra að fá Sam forræðið yfir dóttur sinni aftur og um leið lær- ir Rita sitthvað um ást og hvort hún sé í raun allt sem þarf (sbr. All You Need is Love). Sean Penn er tilnefndur til óskarsverðlaun- anna fyrir leik sinn í myndinni en hann hef- ur áður verið tilnefridur fyrir Sweet and Lowdown og Dead Man Walking. Hann leggur greinilega mikinn metnað í hlutverk sín, enda talinn einn allra fremsti leikari Hollywood í dag. Mótleikari hans, Michelle Pfeiffer, er vitaskuld með skærari stjörnum heimsins og hefur leikið reglulega í myndum sem hafa vakið athygli. Leikstjóri og einn höf- unda myndarinnar, Jessie Nelson, er einung- is að leikstýra sinni þriðju mynd en einhver kann að muna eftir henni úr So 1 Married an Axe Murderer, þar sem hún lék Ralph, vin- konu aðalkvenpersónu myndarinnar. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Snorrabraut og á Akureyri. að grátt silfur í gegnum tiðina. „Mér lík ar illa við það, mér líkar líka illa við hana en ég vil benda á að það eru yfirgnæfandi líkur á því að hún muni Ifta út eins og ég einn góðan veðurdag.“ Cannes á filmu Nú er verið að gera mynd um kvik- myndahátíðina í Cannes. Þessi þekkta kvikmyndahátíð vekur alltaf heimsat- hygli enda láta fáar af skærustu stjörn- um Hollywood og annarra staða sig vanta á hátfðina. Það sem vekur ekki minni at- hygli er klámmyndahátfðin sem er yf- irleitt haldin samhliða hinni hátfðinni, glamúrpakkinu frá Hollywood til mikils ama. Nú hefur einhver snillingurinn ákveðið að gera mynd um þess- ar hátfðir og ekki er um heimildarmynd að ræða. Þetta er leikin mynd með söguþræði og öllum pakkan- um en hún er væntanleg til sýning- ar f kvikmyndahúsum í lok þessa árs og binda framleiðendurnir miklar vonir við hana; hún hefur hlotið hið frumlega heiti Festival in Cannes. Við sjáum svo hvernig gengur... The Last Castle Robert Redford er hér mættur enn á ný en The Last Castle segir frá hershöfðingja, Irwin, sem er sendur í fangelsi fyrir dæmda her- menn. Þar hittir hann fyrir ofursta nokkum sem er forstöðumaður fang- elsisins og lendir þeim illa saman þegar hann er sífellt að finna að stjómunaraðferðum fangelsisstjór- ans. Irwin er ekki lengi að fá með- fanga sína í lið með sér gegn stjóran- um harða og liggur í loftinu uppreisn fanganna í þeim tilgangi að koma honum frá. A BeautifulMind Myndin byggist á ævi Nash sem hlaut nóbelsverðlaunin fyrir stærð- ffæði árið 1994 effir að hafa barist allan sinn feril við geðklofaveiki. Ungur að árum var hann á barmi heimsfrægðar þegar hann gerði ótrú- lega uppgötvun í heimi stærðfræð- innar en veikindi hans gerðu lítið úr því öllu. Hann fékk þó uppreisn æni þegar hann hlaut nóbelsverðlaunin eins og áður segir effir ansi skraut- lega starfsævi. Oskarsverðlaunahaf- inn Russel Crowe fer með aðalhlut- verkið. The Count of Monte Cristo Ungur maður er blekktur af öf- undsjúkum vini sínum og er sendur í útlegð. Eftir nokkurra ára vist í fangelsi langt frá heimaslóðum snýr hann aftur til að leita hefrida, hann fer huldu höfði sem greifinn af Monte Cristo og sér til þess að allir þeir sem áttu hlut í samsærinu gegn honum fái á baukinn. Með aðalhlut- verk fara James Caviezel, Guy Pe- arce og Richard Harris en leikstjóri er Kevin Reynolds. No Man’s Land Ciki kemur ffá Bosníu og Nino frá Serbíu, þeir eru strandaðir í skurði mitt á milli ffemstu víglína þjóðanna og allt í kring eni jarðsprengjur. Mennimir tveir þræta um pólitík og reyna að skáka hvor öðrum á meðan sá þriðji liggur særður á jarðsprengju sem springur verði hann hreyfður. Þeir leita leiða til að leysa þetta óvenjulega ástand og njóta hjálpar hugrakks ffiðargæsluliða á meðan fjölmiðlar á staðnum fylgjast grannt með. Myndin hefur verið tilnefrid til óskarsverðlauna. 18 8. mars 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.