Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 7
Það er rok og skítakuldi á þriðjudegi í Lundúnum þegar útsendarar Fókuss hitta leiklistarnemann Höllu Vilhjálmsdóttur á Waterloo-brautarstöðinni. Halla hefur lagt á sig hálftíma ferðalag og sker sig óneitanlega úr innan um litlausa Breta sem eiga þann samnefnara helstan að hafa hakkað í sig egg og flesk um morguninn. Eftir göngutúr við Thames-ána, þar sem myndatakan af Höllu fór fram, var sest inn á furðulegan veitingastað sem var eiginlega undarleg blanda af Fridays og Sportkaffi. MaSur fær alltaf kredit ef maður er skrýtinn „Já, ég held ég sé frekar sátt við útkomuna. Mér fannst ég sjálf kannski jeta gert sumt betur en myndin var alla vega skemmtileg. Eg held alla vega að ég hafi tekið framförum síð- an þetta var. Þetta var mjög gott tækifæri fyrir mig svo ég sé ekki eftir neinu, nema mér fannst ég vera svo horuð!“ segir Halla Vilhjálmsdóttir sem nýverið sást í aðalhlutverki í kvik- myndinni Gemsum eftir Mikael Torfason. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Höllu því auk þess að þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu lauk hún stúdentsprófi ffá Kvennó síð- asta vor eftir einungis þriggja ára nám. I haust hóf hún svo nám í leiklist í Guildford School of Acting rétt fyrir utan London. Skemmtilecast að tala inn á Disney Það lá nokkuð beint við fyrir Höllu að skella sér út í leiklist- amám því hún segist vera búin að syngja frá þvf hún var sjö ára og leika frá þvf hún var átta ára. Halla hefur meðal ann- ars leikið og talað inn á nokkrar Disney-myndir auk þess að syngja f Bugsy Malone þegar hún var 15 ára. Þá hefur hún einnig leikið í fjölmörgum auglýsingum og ber þar helst að nefna Mjólkurdropann Dreitil sem hún lék frá 11 ára aldri þar til hún varð 17. „Maður gerði allan fjandann sem Dreitill. Það var meðal annars rapp — og Ruth Reginalds í bakrödd- um!“ segir Halla sem fannst fínt að leika f auglýsingum. Skemmtilegast fannst henni þó að tala inn á Disney-myndir. „Það er hrikalegt vesen að komast í skóla héma úti. Fyrst þarf að sækja um í nokkrum skólum, fylla út langar umsókn- ir og fara í prufur. Ef þú ert heppin færðu endurkall og þá taka fleiri pmfur við. Ég var í prufum alveg frá febrúar og fram í maí,“ segir Halla þegar hún er spurð um skólann sinn. Þar sem hún var að útskrifast úr Kvennó var dagskráin nokkuð stff og síðasta prófið tók hún daginn sem hún útskrifaðist. „Skólinn var mjög umburðarlyndur. Ég mætti í prófið um morguninn og fór svo beint niður í kirkju þar sem ég útskrif- aðist. Sem betur fer gekk þetta upp, það hefði verið frekar asnalegt ef ég hefði fallið á prófinu." Held öllum möguleikum opnum „Ég er í þriggja ára leiklistamámi sem lýkur með BA-prófi en tek samt líka aukatíma í söng og dansi því ég ætla mér að hafa sömu möguleika og þeir sem útskrifast af söngleikja- braut,“ segir Halla. Hún segist hafa mestan áhuga á að starfa við kvikmyndir og söngleiki og vill þar af leiðandi gjarnan starfa erlendis að námi loknu. Hún fær tækifæri til þess þeg- ar hún lýkur námi því þá fá nemendumir að sýna sig og sanna fyrir framan hóp umboðsmanna sem allir eru að leita að „Ég hef þann eiginleika að vera óþarflega liðug þannig að ég hef komið fram eins og skrýtna fólk- ið gerir í sirkus. Maður er auðvitað með alls konar plön í bakhöndinni en ég vil helst syngja. Þetta sirkusdæmi er samt ótríí- lega vel borgað." „Ég var ekkert partídýr heima en þegar þú eign- ast vini sem eru jafnklikk- aðir og þú breytist margt. Strákarnir hérna eru nátt- úrlega allir öfugir og reyna alltaf að finna sér tilefni til að vera málaðir. Þess vegna eru oft haidin þemapartí þar sem þeir geta dressað sig upp og það er alveg frábær upp- lifun.“ næstu stórstjömu. „Ef það gengur ekki þá fer maður bara í harkið," segir Halla sem ætlar að láta reyna á að koma sér á ffamfæri í Bretlandi. Ef það gengur ekki vill hún kannski prófa að ferðast með ensku leikfélagi, t.d. um Þýskaland. Ef allt klikkar úti endar hún líklegast með að reyna fyrir sér hér heima. SlRKUSFRÍK OC MlCHAEL JACKSON í KÚREKASTÍCVÉLUM Eins og flestir vita er dýrt að leggja stund á nám í Bret- landi. Halla segist þekkja þetta og til að endar nái saman þarf oft að leggja ýmislegt á sig. „Það eru eiginlega þrír möguleik- ar í þessu til að lifa af. I fyrsta lagi að fara á hausinn, í öðru lagi að selja ömmu sína eða bara að redda sér,“ segir Halla sem greinilega hefur tekið þá ákvörðun að redda sér. Hún segist stundum hafa gripið til þess ráðs að syngja með gítarleikurum á klúbbum, um þessar mundir syngur hún bakraddir hjá svörtum tónlistarmanni sem er nokkurs konar Michael Jackson í kúrekastígvélum og svo hefur hún prófað að koma fram sem eins konar sirkusfrík. „Já, ég hef þann eiginleika að vera óþarflega liðug þannig að ég hef komið fram eins og skrýtna fólkið gerir í sirkus. Mað- ur er auðvitað með alls konar plön í bakhöndinni en ég vil helst syngja. Þetta sirkusdæmi er samt ótrúlega vel borgað enda fær maður alltaf kredit ef maður er skrýtinn. Ég var að kenna eróbikk og Taebo í World Class en ég er eiginlega hætt að stunda það eftir að ég kom hingað út. Ég hef samt aðeins verið að kenna það í skólanum, hef séð um upp- hitanir og fleira en hef eiginlega ekki þrek í að kenna meira. Svo vill maður nú ekki breytast í vöðvatröll - kraftlyftingar og leiklist virka einhvem veginn ekki saman.“ Strákarnir allir ÖFUCIR Halla segir leiklistamámið vera strembið því hún sé oft í skólanum ffá 9-9. Þar af leiðandi umgengst hún mikið fólkið í skólanum enda leigir hún með nokkrum samnemendum sínum. Það er því lítill tími til að hitta annað fólk. Hún á þó enn kærasta heima á Islandi en vill lftið gefa upp um þau mál, það komi öðrum lítið við. Halla lætur vel af fólkinu í Lundúnum, strákarnir séu kurteisari og fólk hagi sér ein- hvem veginn betur. Það breytist þó stundum þegar haldin eru partf í skólanum. „Ég var ekkert partídýr heima en þegar þú eignast vini sem eru jafnklikkaðir og þú breytist margt. Strákamir héma em náttúrlega allir öfugir og reyna alltaf að finna sér tilefni til að vera málaðir. Þess vegna eru oft haldin þemapartf þar sem þeir geta dressað sig upp og það er alveg frábær upplifun." 8. mars 2002 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.