Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 16
Fréttirnar sem fæstir heyra r“* Hringur kynhneigðarinnar Lesandi skrifar Um síðustu helgi fór fram mikil söfnun fyrir þá sem eiga við geðræn vandamal að stríða og ég fór að hugsa. Ég skil konur ekki. Konur skilja mig ekki. Ég ákvað þess vegna að prófa að vera gay ísmátíma en komst fljótlega að því að hommar eru meiri kerlingar en kerlingarnar sjálfar og það er eitt- hvað sem ég gat ekki tekið þátt í til lengdar. Kosturinn við að vera gay var.hins vegar sá að konurnar byrjuðu að fíla mig en það breytti þó engu um skoðun mfna á þeim. Þótt hommarnir séu að mörgu leyti „kven- legri“ en konurnar sjálfar þá er þetta meðfædda karleðli alltaf á sínum stað. Það er bara eitthvað sem þeir geta ekki breytt, sama hvað þeir reyna. - Og það sama má segja um konur. Þegar ég var hommi var t.d. miklu auðveldara að fá sér að ríða. Það segir sig náttúrlega sjálft þar sem um tvo stráka er að ræða og báðir eru þeir bara að hugsa um þetta eina skipti og ekk- ert annað. Þetta gildir auðvitað ekkert fyrir alla samkynhneigða karlmenn þvf þeir verða jú ást- fangnir eins og aðrir en engu að síður var mín reynsla á þennan veg. Þegar maður var t.d. staddur erlendis var ekkert mál að fara inn á ein- hvern gay-klúbb og spjalla við einhvern sætan strák og spyrja hann svo hvort hann vildi ekki koma með mér niður á hótel. Mér var aldrei neit að. Ég prófaði svo að beita sama trikki á konu þegar ég var ekki lengur gay. Ég var sleginn í andlitið. Ég prófaði þetta svo á konu sem hélt líklega að ég væri enn þá gay og viti menn! Hún fór með mér heim. Af hverju? Af því að í hennar augum var ég „hard to get“ og með því að sofa hjá mér var hún að sanna sig fyrir vinkonum sfnum. Hvað segir þetta okkur um karla og konur? Karlar eru einfaldar verur sem eru ekkert að flækja hlutina. Hommar eru alveg eins en þykj- ast bara vera einhverjar tilfinningaverur. Konur eru konum verstar og þær þykjast líka vera til- finningaverur. Þær hugsa hins vegar ekki um annað en stelpuna við hliðina á sér og hvernig hún lítur út. Þær eru alltaf að bera sig saman og þurfa stöðugt að gera betur en „vinkonurnar“ og til þess að það takist svífast þær einskis. Hvað segir þetta okkur um fólk? Það eru allir geðveikir á einn eða annan hátt og það er bara ágætt. Krossgátubónorð Hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður George Astling er einstaklega rómantískur eins og hann sýndi með eftirminnilegu bónorði til kærustunnar sinnar. Kærastan hans, Cindy Steinborn, er gjörsamlega krossgátuóð og þvx fékk hann blaðið Sun Times i Chicago til að birta sér- sniðna krossgátu sem innihélt bónorð til Cindy. Ekki nóg með það því eftir að hún hafði ráðið kross- gátuna þá mætti hann einnig í bankann sem hún vinn- ur í þar sem hann féll á hnén og gaf henni hring. Þokkalega sæt- ur gæi, ekki satt, stelpur! Sterk í neyðinni Það er ótrúlegt hvað maður getur framkvæmt þegar maður er í neyð. Það fékk Donna Stilweill ffá New Hampshire að reyna þegar eiginmað- ur hennar festist undir vörubíl sem hann var að gera við. Henni tókst nefhilega það ótrúlega að lyfta bíln- um sem vegur 36 sinnum meira en hún sjálf upp, þannig að eiginmaður hennar gat smokrað sér undan. Hún hefur reynt að endurtaka leikinn eft- ir þetta en ekki tekist enda segist hún hafa orðið fyrir algjöru adrena- línkikki sem gaf henni kraftana en hún vegur aðeins 50 kíló. Af eigin- manninum er það að frétta að hann hlaut nokkrar skrámur og handleggs- brotnaði. Milli L )o 1 a leiðinni í partý. Þegar í íbúðina var komið skellti maðurinn kon- unni í rúmið og rak tunguna upp í hana. Jamaíkukonan beit þá í tungu mannsins með þeim afleiðingum að stykki úr tungunni datt af. Maðurinn var færður á sjúkrahús og er ákærður fyrir nauðgun. Það er greinilegt að Jamaíkukonur láta ekki bjóða sér hvað sem er en þeir karlmenn sem vilja kynnast slíkum konum er bent á vefsíðuna www.tropicalmates.com en þar er að finna menntaðar Jamaíku- og Karíbahafskonur sem eru í giftingarhug- leiðingum. Meydómur til sölu Nýlega birtist óvenjuleg auglýsing í breska blaðinu Sunday People. Þar auglýsti stúlka að nafni Kylie Ashton frá Birming- ham meydóm sinn falan til hæstbjóð- anda. Ástæða auglýsingarinnar er sú að Kylie, sem er 24 ára, hefur alltaf borið þann draum í brjósti að opna tískuvöruverslun en til þess að sá draumur geti ræst þarf hún peninga. 1 auglýsingunni lýsir Kylie sér sem grannri og sætri þannig að meydómur- inn hlýtur að fjúka fljótt hjá stelp- Tungumálasýning á Netinu Nú geturðu kynnst heimsins ótrúlegustu tungumálum á vefsíð- unni www.language-museum.com. Þar er að finna 1200 tungu- mál sem flestir hafa líklega aldrei heyrt um. Á þessari vefsíðu eru gefin sýnishom af tungumálinu sem og upplýsingar um það hversu margir tala tungumálið og hvar. Bitur tungukoss Kona nokkur á Jamaíku kom í veg fyrir að 43 ára gamall karlmaður nauðgaði henni með því að bíta tunguna af honum. Konan hafði farið á stefhumót með manninum sem tókst að lokka hana með sér í íbúð sína undir þvf yfirskini að þau væru á Frosin frönsk lík I Frakklandi er nú komið upp all- sérstætt mál sem yfirvöld þar í landi vita ekki alveg hvemig þau eiga að fara með. Þannig er mál með ... vexti að dr. Raymond - •• Martinot og eiginkona hans létu frysta sig eftir að þau dóu í von um að hægt verði að vekja þau til lífsins aftur með tækni framtíðarinnar. Frú Martinot dó úr krabbameini árið 1984 og þá setti eiginmaður hennar hana í frystikistu í kjall- aranum. Þegar eiginmaður hennar dó svo nýlega 80 ára að aldri fékk hann pláss við hliðina á henni. Frönsk yfirvöld eru hins vegar ekki ánægð með þetta þvf samkvæmt frönskum lögum þá eru að- eins tvær leiðir til þess að losna við lík, grafa það eðabrenna. Málið er algjört einsdæmi og er óvíst hvort hjónin fái að hvfla í friði í frystikistunni eða hvort þau verði grafin í jörð eins og venja er um látið fólk. Bjór hefur hjálpað Ijótu fólki að stunda kynlíf síðan elstu menn muna. Þessir menn eru greinilega ekki að átta sig á því hvað er að gerast fyrir aftan þá. Harpa Melsted handboltakona. Diego Forlan fótboltakappi. Haukastelpan Harpa Melsted og Diego Forlan, leikmaður Manchester United, eru tvífarar vikunnar í Fókus. Og skyldi engan undra enda bæði íþróttamenn í fremstu röð með ljósu lokkana sína sem helsta einkenni. Einhver gæti þó talið að stigsmunur væri á íþróttagreinunum sem þau stunda, handbolta og fótbolta, en bæði eru þó óhemju vinsæl meðal stuðningsmanna sinna. Diego-karlinn er enn óharðnaður í boltanum en á fyrir sér glæsta framtíð með argentínska landsliðinu sem gæti gert góða hluti hjá HM í sumar og vitaskuld hjá Manchester United sem hefur unnið fáeina titlana. Sama má segja um Haukana en liðið hefur oftar en einu sinni og tvisvar hampað íslands- og/eða bikarmeistaratitli og þar fer Harpa ffemst í flokki, enda fyrirliði liðsins. Segir vinstri en bendir til hægri? Beckham-fjölskyldan með tískuna á hreinu eins og venjulega. Hvað er hægt að segja við þessu? Hið dularfulla gardínuhvarf á Sirkus við Klapparstíg: Gardínan enn ófundin Hálfúr mánuður er síðan gardínuvængur hvarf af bam- um Sirkus og hefur ekkert til hans spurst. Eins og sést á myndinni er gardínan rauð, með hvítum og bláum blómum, og vilja forsvarsmenn Sirkuss gjarnan fá gardínutjaldið aftur. Gardínan er úr flaueli, með gulu kögri að neðan, og var hún á sínum tíma keypt í Frakk- landi. Gestir Sirkuss ættu að kannast vel við gardínuna sem var orðin fastur hluti af staðn- um. Ef einhver veit hvar gard- ínan er niðurkomin þá getur sá hinn sami haft samband við Sirkus í síma 5118033. Á meðan gardínuþjófurinn leikur enn þá lausum hala beinir Fókus þeim tilmælum til fólks sem á glaðlegar gardínur að loka gluggum og læsa hurðum því enginn er óhultur. Hér sjáum við gardfnuna f sínu eðlilega umhverfi. grunað um þjófnaðinn. Fólkið á myndinni er ekki f ó k u s 8. mars 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.