Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 22
u
... Á BRÚÐKAUPSSÝNINGU
Hversu oft eru haldnar brúðkaupssýn'
ingar á íslandi, hvað þá í risastóru reður-
líki? I dag hefst Brúðkaupssýningin Já og
er haldin í tengslum við samnefndan sjón-
varpsþátt á Skjá einum sem mun hefja
göngu sína affur í sumar. Þetta er vissulega
ómissandi tækifæri fyrir alla þá sem eru
giftir, trúlofaðir og ekki síst þá sem eru í
þann mund að spyrja stóru spumingarinn'
ar.
Irúdkaufs
ÍÝIMING
... í BÍÓ
Nú þegar óskarsverðlaunahátíð nálgast
óðfluga fáum við hér á skerinu yfir okkur
myndir sem hafa sópað að sér tilncfnmg-
unum. Hvort sem er geðklofa stærðffæð-
ingur, hermenn á Balkanskaga, ástfangin
saklaus Parísarstúlka, sveitadrama í Bret-
landi, ævintýraheimur Tolkiens, banda-
rískir hermenn í Sómalíu eða þroskaheftur
faðir sem berst fyrir dóttur sinni. Nú ef það
er ekki fyrir þig þá er líka hægt að sjá
Arnie í hörkugeim.
... Á LJÓSMYNDASÝNINGU
Blaðaljósmyndarafélag Islands og Ljós-
myndarafélag íslands halda hina árlegu
sýningu með bestu myndum ársins í Gerð-
arsafni, Listasafhi Kópavogs, um helgina
og stendur hún yfir út marsmánuð. Veitt
eru verðlaun í fjöldamörgum flokkum, allt
> frá landslagsmyndum til íþróttamynda
, sem og vitaskuld fyrir mynd ársins. Boðið
verður einnig upp á gestasýningu sem
nefnist „Leitin að enska sjentilmannin'
um“ og er eftir Sigurð Jökul.
Ríkið hjálpar engum. Allra síst ungum listamönnum. Þess vegna hafa
nokkrir ungir strákar tekið sig til og leigt yfir 300 fermetra vöruhúsnæði
þar sem þeir geta sinnt listsköpun sinni. Félagsskapinn kalla þeir Skyn-
villu en saman vinna þeir að gerð tónlistar, myndbanda og teiknimynda.
Örn Ingvar Ásbjörnsson er einn skynvillinganna.
Alltaf böggandi mömmu og pabba
„Þetta byrjaði þannig að ég bauð tveimur
félögum mínum að nýta aðstöðu sem ég hafði
í kjallaranum hjá foreldrum mínum svo við
gætum samnýtt eitthvað af þeim græjum sem við áttum til þess að
búa til tónlist. Það gekk ekki upp til lengdar af þvf að við vorum
með allt of mikinn hávaða og vorum hangandi þama fram á næt-
ur, síböggandi mömmu og pabba. Þannig að okkur datt bara í hug
að reyna að finna okkur eitthvert húsnæði sem við gætum notað
undir þetta. Svo þekkti maður svo mikið af fólki sem var allt að spá
í einhverja svipaða hluti, hvort sem það tengdist tónlist eða ein-
hverjum vídeópælingum þannig að við bara hóuðum saman
nokkrum félögum, stofnuðum félagið og fundum okkur húsnæði.“
Innan veggja Skynvillu fer því alls kyns sköpunartengd starf-
semi ffam. Hingað til hafa þeir að mestu verið að fást við tónlist en
einnig hafa þeir verið að gera video, teiknimyndir, alls konar 3-
víddarteikningar auk þess sem þeir halda uppi heimasíðunni skyn-
villa.is þar sem hægt er að hlusta á Villuvarpið sem er netútvarp
sem leikur tónlist meðlimanna auk nokkurra annarra.
„Villuvarpið er smá netútvarp með öllum listamönnunum sem
eru héma hjá okkur - plús nokkrir góðir félagar. Allt á þetta það þó
sameiginlegt að vera rafrænt, íslenskt og óútgefið þannig að þetta
er bara smávettvangur til þess að kynna það sem við erum að gera.
Vefurinn er í raun bara villuvarpið í dag en við erum að vinna að
skynvillur
því að stækka hann og setja þar inn gömul
myndbönd sem við höfum gert auk upplýs-
inga um tciknimyndina sem við erum að
gera,“ segir Om.
COTT CHILL
„Þessi teiknimynd er eitthvað sem okkur
datt f hug að við gætum gert í sameiningu því
menn höfðu verið að vinna dálítið mikið bara
hver í sínu homi. Við byrjuðum á því að búa
til karaktera, handrit og allan fjandann í
kring um það en svo emm við búnir að vera að
reyna að teikna þetta síðustu vikur. Að vísu er
ekki nema einn okkar sem er eitthvað góður
að teikna þannig að við hinir erum bara að
reyna að harka þetta áffam en þegar við erum komnir svona af stað
með þetta sjáum við að þetta er miklu meiri vinna en okkur grun-
aði þannig að við gerum okkur ekki neinar væntingar. Myndin er
hugsuð fyrir yngstu kynslóðina svo að þetta verði ekki of erfitt í
framkvæmd. Ef það gengur vel þá erum við með fullt af fleiri hug-
myndum fyrir þá sem eldri eru, í svona svipuðum stíl og Futurama
og Simpson’s.“
Strákamir sem að þessu standa njóta engra opinberra styrkja
enda hefur hið opinbera lítið gert í gegnum árin til að styðja við bak-
ið á ungu listafóíki. Þeir þurfa því að greiða fyrir allt sem þeir gera á
vegum Skynvillu sjálfir. Om segir það vera dýrt að standa í svona
rekstri en á meðan þeir eru níu sem að þessu standa nái endar sam-
an.
„Húsnæðið sjálft er ekki það rosalega dýrt miðað við það hvað það
er stórt og við ráðum alveg við þetta eins og er. Hins vegar erum við
„non'profit“ samtök og ætlum þess vegná að athuga hvort ein-
hverjir séu ekki tilbúnir að styrkja okkur. En fyrst og ffemst eru
þetta áhugamálin okkar og við viljum geta sinnt þeim almenni-
lega, þess vegna erum við að þessu. Svo er þetta náttúrlega gott
chill líka.“
Skap
„Skynvilla samanstendur af níu náungum
sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á alls
konar skapandi starfsemi. Sumir eru að fást
við tónlist en aðrir við tölvutengda sköpun og
alls konar myndvinnslu. Saman myndum við
hóp sem við köllum Skynvillu og aðalmark-
miðið er að halda úti húsnæði fyrir okkur þar
sem við getum unnið að þessum áhugamálum
okkar,“ segir Orn Ingvar Ásbjömsson, einn
af meðlimum Skynvillunnar.
andi
erjir ^erða hvar?
Lærdómur og Gaukur-
INN
„Á föstudagskvöldið verð
ég að vinna sem þjónn hjá
veisluþjónustunni Hraun-
holti. Á laugardaginn ætla
ég að sofa út og nota daginn
í lærdóminn. Um kvöldið
verður farið á djammið með
vinkonunum og býst ég við
að við endum á Gauknum
cins og vanalega. Sunnu-
dagurinn verður svo notaður
til þess að slappa af og í
besta falli þá horfi ég á víd-
eó um kvöldið.“
Katla Jónsdóttir, formaður
Nemendafélags Flensborgar-
skóla
SUMARBÚSTAÐUR MEÐ KON-
UNNI
„ Á föstudagskvöldið kíki ég
líklega eitthvað f bæinn og fer
líklega f bíó. Á laugardaginn
ætla ég í sumarbústað með
konunni. Við förum bara tvö
og ætlum bara að hafa það
notalegt. Við verðum þar í ró-
legheitum fram á sunnudag en
á sunnudagskvöldið býst ég við
að slappa af fyrir framan góða
vídeómynd.“
Gudmundur Ómarsson, eig-
andi Erotica Shop á Akureyri
Vantar buxur og nærföt
„Á föstudagskvöldið hitti ég
vinkonur mínar og kannski
förum við á kaffihús. Á laugar-
daginn ætla ég í verslunarleið-
angur en mig vantar bæði
buxur og nærföt. Um kvöldið
fer ég líklega á djammið en á
sunnudaginn ætla ég bara að
vera heima og gera ekki
neitt.“
Tinna Marína Jónsdóttir
söngkona