Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 4
Um þetta leyti eru hvað flest fyrirtæki og skólar landsins með árshátíðir sínar. Fókus hvetur eindregið þá sem vettlingi geta valdið að drífa sig á sína árshátíð og nýta þetta ein- staka tækifæri sem býðst á ári hverju til að sleppa af sér beislinu og láta allt flakka. Til þess er leikurinn gerður. Á árshátfðinni snú- ast öll hlutverk við. Þú getur gert grín að stjóranum undir því yfirskini að það sé til að þétta starfsmannahópinn og bæta vinnuand- ann f stað þess að eiga von á því að verða rek- inn, daðrað án þess að verða kærður fyrir kyn- ferðislega áreitini og svo tjúttað langt fram á nótt, allt í gúddí fíling. Að það skuli viðgangast að einn og hálfur Norðmaður sé í vorri ástkæru ríkisstjóm er auðvitað algjör firra. Eins og það hafi ekki verið nóg að hafa þau Siv (athugið, með vaffi) Friðleifsdóttur og Geir Hilmar Haarde f einum af æðstu valdastöðum lands- ins (en þau eru bæði norsk í aðra ættina) þá þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að bæta um bet- ur þegar Bjöm Bjarnason sagði sig úr ríkis- stjóminni og Tómas Ingi Olrich, annar hálfur Norðmaður, tók hans stað. Fyrst vildu þeir eigna sér Leif heppna, svo var það allt smugumálið og fyrst það heppnaðist ekki að gera íslensku kúna norska, þá er sér bara snúið að ríkisstjóminni. Það er greinilegt að Norðmenn sakna þeirra tfðar þegar ísland laut stjóm norsku krúnunnar, þeir eru hægt og bítandi að sölsa undir sig stjóm okkar ást- kæm fóstuijarðar. Hljómsveitin Stripshow hefur haft hægt um sig hér á iandi síðustu ár. Þess í stað hefur hún verið að hrella yfirvöld í Asíu og meðal annars ver- ið bönnuð í Kóreu. Hún hefur líka verið að spila á tónleikum með Aiice Cooper en nú er röðin komin að íslandi á nýjan leik. Bræðurnir Silli og Ingó Geirdal sögðu okkur alla söguna. Þyrnir í ougum Koreubúa í Kóreu er starfandi 4 manna siðgæðisnefhd sem fer yfir allt sem á að gefa út í landinu," segja bræðumir Silli og Ingó Geirdal sem eru báðir í hljómsveitinni Stripshow. „Þessari nefnd fannst við vera talsmenn guðlasts, kláms, kommún- isma og eiturlyfjaneyslu og setti hún okkur þess vegna í tveggja ára bann. Við vor- um hreinlega dæmdir þótt ekkert af þessu hafi komið fram á plötunni okkar.“ 2 ÁRABANN Hljómsveitin hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu ár, eða síðan hún gaf út plötuna Late Nite Cult Show árið 1996. Ári seinna kom platan út í Japan og ætlun- in var að gefa hana út í Kóreu á svipuðum tíma en yfirvöld þar í landi sáu eitthvað athugavert við þessa leðurklæddu síðhærðu lslendinga. „Ég held að við höfúm verið bannaðir af nokkrum ástæðum," seg- ir Ingó. „Það varð allt vitlaust þegar hljómsveitin Cannibal Corps gaf sitt efríi út þarna. Hún hafði sent textana sína til siðgæðis- nefndarinnar og voru þeir samþykktir þannig að hún fékk að gefa út. Seinna kom í ljós að textamir voru við lög hjá Celine Dion og einhver kærði þetta og allt varð vitlaust. Forstjóri útgáfú- fyrirtækisins var sendur í jailið og eftir þetta var tekið miklu strangar á öllu svona. Við vorum bannaðir í tvö ár en platan fékk að lokum að koma út en það má samt sem áður ekki spila okkur f út- varpi eða sjónvarpi þarna. Við erum þym- ir f augum og eyrum Kóreubúa.“ Spilað með Alice Cooper Platan virðist hafa farið vfða eftir að hún kom út á erlenda markaðinum en á ein- hvem hátt komst hún í hendur Michael Bmce sem er þekktastur fyrir að vera gít- arleikari í hljómsveit Alice Cooper. Hann varð strax ástfanginn af hljómsveit- inni og setti sig í samband við þá félaga og úr þvf varð að þeir spiluðu á minningartón- leikum um annan gítarleikara Cooper. „Við spiluðum á þess- um minningartónleikum og þá sáu hinir úr band- inu hans Alice okkur. Við fórum síðan víða um Bandaríkin og spiluðum með þeim. Ég spilaði síð- an með þeim á Whisky A Go Go í LA. The Doors spiluðu mikið þar þegar þeir voru að bytja að meika það og staðurinn er aðallega þekktur fyrir það. Þeirhöfðu ekki spilað þama síðan þeir vom að byrja í bransanum en þá hituðu þeir upp fyrir The Doors og Led Zeppelin,“ segir Ingó og Silli bætir við: „Það hafa allir spilað á þessum stað einhvern tíma, Jimi Hendrix og Guns ‘n’ Roses, svo dæmi séu tekin. Svo spiluðum við á veitinga- stað sem Alice Cooper á sjálfur í Phoenix." Satíriskir karakterar Á þriðjudagskvöld ætlar Stripshow svo að halda tónleika á Gauki á Stöng en þar verður nýr söngvari með í för. Sá heitir Kristófer Jensson og hefúr hann helst unnið sér það til frægðar að vera valinn besti söngvari Músfktilrauna árið 1994, þegar hann söng með hljómsveitinni Cyclone. Að sjálfsögðu verður trommarinn, Bjarki Magnússon, á svæðinu til að slá taktinn og rúmlega það. Einnig er nýútkomið myndband með sveitinni og í bígerð er heimildarmynd um hana en Pétur Ein- arsson, betur þekktur sem P6, stendur að gerð hennar. „Við tókum okkur dágóðan tíma í að gera þetta myndband og það hefur þegar vakið talsverða athygli, enda er það frek- ar frábmgðið því sem maður sér venju- lega. Það þarf náttúrlega ekki að taka það fram en um leið og Kóreubúamir sáu það þá bönnuðu þeir það. Þeim fannst þetta bara sick og það vom einhver atriði sem fóm fyrir brjóstið á þeim. Við sýnum þama hina. hliðina á okkur og þetta eru kannski dálftið-satfriskir karakterar sem við erum búnir éð skapa þama — það kom bara einhver púki upp f okkur.“ Þessi mynd var tekin af þeim Siila, Ingó og Alice Cooper þegar Stripshow spilaði á veitingastað þess síðastnefnda í Bandarfkjunum fyrir fáeinum árum. GOTT ÚRVAL AUKAEFNIS Dolby Dlgltal/DTS 5.1 MTK»n»M S:S55-MOO f ó k u s 4 8. mars 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.