Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 8
Efnið Ég fcr aldrei svo úr húsi nema að hafa varasal- vann minn með mér, þá fyrst er ég ferðbúin hvert sem er. Svo er það stóra ástin í lffi mínu, píanóið, þar sem ég fæ alla mína útrás enda sem ég allt mitt tónlistarefni á það. Ég hætti nú að læra á það fyrir nokkrum árum en byrjaði fyrst að spila 6 ára gömul þannig að það hefur fylgt mér alla tíð. Svo gæti ég ekki komist af án Netsins þar sem ég fæ allar mínar upplýsingar, hvort sem er varðandi námið, fréttir og svo er hotmailið gjöf að ofan. Andinn Þögnin er reyndar ágæt en tónlistin hlýtur að vera ofarlega á lista hjá mér. Ég hlusta á það sem ég er í skapi fyrir hverju sinni hvort sem er klass- ísk tónlist þegar ég er að læra eða einfaldlega hið harða rokk. Svo er dagbókin mikilvægur hluti af mínu lífi enda mæli ég með því við hvem sem er að halda eina slfka. Þar set ég allt niður á blað frá einföldum pælingum til lagatexta sem ég er með í hausnum. Gott fólk er líka rosalega mikilvægt og ég tel mig vera einstaklega heppna með fjölskyldu og vini enda gott fólk ekki á hverju strái. Vedís Hervör firnadóttir söngdís •Yal Hin fimmtán ára gamla Katrín Gunnarsdóttir hlaut á dögunum ís- landsmeistaratitilinn í freestyledansi einstaklinga. Þetta er ekki fyrsta viðurkenningin sem Katrín hlýtur fyrir dans því hún átti m.a. stóran þátt í því að Hagaskóli vann hæfileikakeppni Skrekks fyrr í vetur. Sættir sig við kærasta sem ekki dansar „Sigurinn kom mér mjög á óvart því ég hafði byrjað svo seint að æfa dansinn,11 seg- ir Katrín Gunnarsdóttir, sem vann ein- staklingskeppni Tónabæjar í freestyled- ansi þetta árið. Katrín tók einnig þátt í hópakeppninni og varð þar í öðm sæti með stöllum sínum í danshópnum Andrómeda. Þetta er fjórða árið sem Katrín tekur þátt í þessari sfvinsælu danskeppni en hún hefur aldrei fyrr náð eins langt og nú. „Efri ald- urstakmörkin í þessa keppni eru 17 ár og því býst ég fastlega við því að ég taki líka þátt á næsta ári. Maður verður að nota þetta eina tækifæri sem eftir er,“ segir Katrín. Saumar dansbúnincana sjálf Katrín, sem er í 10. bekk Hagaskóla, hefur æft dans af ýmsum toga frá því hún var smástelpa en í dag æfir hún modern jazz í Kramhúsinu. „I framtíðinni vil ég vinna við eitthvað sem tengist dansi og auðvitað er íslenski dansflokkurinn draum- urinn,“ segir Katrín sem býst við að hún fari í MR á næsta ári en einnig hefur hún mikinn áhuga á förðun. Það er engin spum- ing að hæfileikar Katrínar liggja f dansin- um því fyrr í vetur varð hún þess valdandi að Hagaskóli bar sigur úr býtum í hæfi- leikakeppni Skrekks með charleston- dönsum sem Katrín samdi og glæsilegum stompatriði. „Ég fæ m.a. hugmyndir af sporum frá tónlistarmyndböndum,“ segir Katrín sem er líka liðtæk við saumavélina því hún saumar oftast eigin dansbúninga sjálf. Strippdans? Éyrir utan dansinn þá er það lærdómur- inn og nám á klarinett í Tónlistarskóla Reykjavíkur sem tekur tíma Katrínar. „Síðustu vikuna fyrir keppnina æfði ég allt að sjö klukkutíma á dag,“ upplýsir Katrín. Pabbi Katrfnar var ekkert sérlega sáttur við freestyte-áhuga dótturinnar í fyrstu enda fannst honum þetta vera hálfgerður strippdans. Viðhorf hans á áhugamáli dótturinnar hefur þó breyst með tímanum. Það hefúr þó ekki komið niður á nám- inu því hún segist bara skipuleggja sig betur þegar það er mikið að gera. Spurð að því hvað foreldrum hennar finnist um dansáhugann segir hún þau taka því betur núna en áður. „Pabbi var ekki sérlega hrifinn af þessum dansi í fyrstu, ég held honum hafi fundist þetta vera óttalegur strippdans. En mér hefur tek- ist að breyta viðhorfum þeirra og þau eru mjög sátt í dag,“ segir Katrfn. Þeg- ar Katrín er spurð út í það hvort hún eigi kærasta er svarið neitandi en drauma- prinsinn er að hennar sögn hávaxinn, dökkhærður, skemmtilegur, hress og til- finningalega opinn. „Ég myndi alveg sætta mig við kærasta sem ekki dansaði en það væri náttúrlega plús ef hann gæti dansað. Mér væri hins vegar alveg sama ef hann dansaði ekki. Ég færi þá bara ein út á dansgólfið,“ segir Katrín og hlær. ^f-égi/ærrístentttngar OFlJRHETJUlt Hvi;ksi> \<;si\s Ef ég væri ekki breskur veggur af aðalsættum heldur íslenskur veggur af Víkingslækjarætt myndi ég eflaust styðja Framsóknarflokkinn. Það er eitthvað svona eðal við þessa hreyfingu, jafnvel kynferðislegt. Ég meina, kommon, lítum bara á staðreyndir málsins. Halldór Ásgrímsson er dálítið “furry”, Guðni soldið “animalistic”... ... Siv er “biker”. Og svo Jón Kristjánsson. Jæja, ég gæti náttúrlega líka bara stutt einhver önnur líknarsamtök. f ó k u s 8 i. mars 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.