Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 15
amar fer þó aðeins um mannskapinn og sumar ungar stclp- ur spyrja hvað þetta eigi að fyrirstilla. Þær róast þegar þjóð- emi gestanna er upplýst og viðurkenna að mömmur þeirra haldi að þær séu heima sofandi. Tjillað í Covent Garden Aðalstaðurinn þetta kvöld er The Gardening Club í Covent Garden. Þar fær maður fyrst að kynnast hefðbund- inni klúbbamenningu og er ekki laust við að andrúmsloftinu svipi dálítið til íslenskra skemmtistaða. Staðurinn er niður- grafinn og skiptist upp í nokkra sali og er dansað í flestum þeirra. Það er farið að líða á kvöldið og Islendingarnir taka þann augljósa kost að koma sér fyrir í litlu herbergi þar sem tónlistin er ekki of hávær. Sumir geta þó ekki setið á sér og skella sér á gólfið. Þessi staður er reyndar nokkuð skemmti- legur og tónlistin sambland af nýju poppi og gömlum slög- urum. Það er þó farið að koma þreyta í mannskapinn og hót- elið bíður í hillingum. Á miðvikudeginum er öllu rólegri dagskrá. Hópurinn borðar kvöldverð í ágætis veitingastað og fer eftir það á þrælfínan klúbb við Piccadilly. Sá klúbbur er nokkuð trendí og unga fólkið sem sækir hann er klætt eftir nýjustu tísku og þekkir heitustu tónlistina. Skemmtunin stendur langt fram á kvöld enda hugurinn í mannskapnum á þeim nótum. ÍSLAND ER KANNSKI EKKI SVO SLÆMT Það er kannski dálítið erfitt að ætla að dæma næturlífið af þessum tveimur kvöldum. Allir vita að helgamar eru aðal- málið eins og hér heima en Lundúnabúar eru engu að síður duglegir að kíkja út á virkum dögum. Næturlífið þama úti er að mörgu leyti allt öðmvísi en heima. Á þeim stöðum sem voru heimsóttir var fólkið talsvert yngra en heima ogþað er heldur meira fyrir að skella sér út að dansa, annað en íslend- ingar sem fara bara á fyllerí og taka því sem kemur eftir það. Það verður líka að segja að íslenskir skemmtistaðir eiga ágæt- is hrós skilið - þótt margir bölvi þeim þegar þeir fá leiða á þeim em þeir öllu flottari og veglegri en staðimir í London. Island er kannski ekki svo slæmt eftir allt? Þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert skrýtið að bresk ungmenni.séu áhugasöm um að koma til íslands. Hvert sem þú ferð í London má sjá auglýsingar um ísland og umræðan er öll á þá leið að þetta sé heitasti staðurinn. Það viðhorf virðist ekk- ert vera að hverfa. Láki af Sportkaffi og Frikki Weiss voru í góðu stuði eins og aðrir fslendingar. Bið að heilsa íslendingum Þessi litli maður varð á vegi Fókuss í Lundúnum í síðustu viku. Hann hafði komið sér fyrir á NeaL stræti og sneri hjóli á höfði sfnu og bað fólk að gefa sér peninga. Þegar Fókus spurði hann frétta sagðist hann vera búinn að vinna sér inn 24 pund þann daginn. Aðspurður vissi hann lítið um ísland en bað kærlega að heilsa Islendingum. Vill bara fa virðingu Hér er Bob með félögum sínum frá Liverpool sem komu til London til að skella í sig nokkrum bjórum, svo vægt sé til orða tekið. Jamie McKenna, Joe Power og Bob Emer- son lengst til vinstri. Hápunktur þess að hitta þá var þegar Bob dansaði róbotann uppi á borði og hinir tveir vönguðu við YMCA. „Ég vann við að búa til þessa Smáralind og þú mátt endilega birta mynd af mér. Maður á skilið smá virðingu!“ sagði Eng- lendingurinn Bob Emerson þegar Fókus varð á vegi hans í Lundúnum á dögunum. Bob heyrði á tal íslendinga og blandaði sér í samæðumar með nokkrum íslenskum orð- um sem hann hafði pikkað upp. Hún var reyndar ekki beysin íslenskukunnátta hans miðað við tveggja ára dvöl en það er alltaf jafn fyndið að heyra útlendinga tala íslensku. Bob vann um nokkra hrfð við að hanna líkön af Smáralind en hann er grafískur hönnuður. Ástæðan fyrir komu hans til landsins var eins og hjá mörgum - íslensk kærasta. Hann viðurkennir fúslega að ffamlag hans hafi kannski ekki verið ómetanlegt en bendir á að fslensk blöð birti nú oft myndir af fólki af minna til- efni. Bob lét vel af íslensku sælgæti og nefndi Lindu buff sem eitt það besta sem hann hefur smakkað. Hann kunni eitt og eitt orð á stangli en það fyndnasta sem hann lét út úr sér var orðið „hillusam- stæða“. Sjálfúr vissi hann ekki af hverju í ósköpunum hann kunni þetta orð - það væri eins og annað með íslenskukunnáttu hans: óþarfi. Heimsmet í kokkteilþambi Sir Dai Llewellyn þambaði 36 kokkteila á klukkustund og skemmti sér nokkuð vel. Það var fjöldi manns samankominn í Covent Garden á miðvikudaginn í síð- ustu viku þegar Fókus átti þar leið um. Ástæðan var einföld því þarna átti að slá metið í gerð flestra nýrra kokkteila á einni klukkustund og auk þess var stærsta kokkteilglas í heimi úr ís sett upp á staðnum. Utsendarar Fókuss fylgd- ust með barþjóni blanda 36 kokkteila á einni klukkustund og setja þar með heimsmet. Kokkteilamir vom allir blandaðir úr íslenska vodkanum Pölstar sem hefur verið að gera góða hluti í London síðustu ár. í ofanálag var Sir Dai Llewellyn fenginn til að drekka alla kokkteilana. Myndaðist mikil stemning þegar kappinn svolgraði í sig íslenska vodkanu og lét aðalsmaðurinn vel af uppátækinu. Hann grét hreint ekki sopann. Þegar hann frétti af fslending- um á svæðinu rifjaði hann upp að hann þekkti sögu af Agli Skallagrímssyni - sú var að sjálfsögðu að hann hefði byijað að drekka fimm ára gamall. Stærsta kokkteilglas f heimi var sett upp í Covent Garden í síðustu viku • fullt af íslenskri vodkablöndu. 8. mars 2002 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.