Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 9
Fyrsta kynlífsreynsian er eitthvað sem flestir muna ævilangt. Fræga fólkið virðist ekki vera feimið við að deila þessari reynslu með almenningi og segir gjarnan frá sínum tilraunum á kynlífssviðinu í viðtölum og í sjálfsævisögum. Fókus hefurtekið saman nokkra meydóms- og sveindómsmissa fræga fólksins. Fyrsta kynlífsreynsla stjarnanna Innií kústaskáp--------------------------- Kylie Minogue segir í ævisögu sinni „Kylie“ sem kom út síðasta haust að hún hafi misst mey- dóm sinn í rykugum kústaskáp þegar hún var 16 ára gömul. Sama ár fór hún í partf þar sem hún læddist ofan í kjallara með tveimur árum eldri gæja. Þegar þau voru komin vel í gang þar rudd- ist restin af partíinu inn á þau og öskruðu „Sur- prise“. Kylie fór að hágráta og varð brjáluð út í gæjann sem hún taldi hafa leitt sig í þessá gildru. Með fyrsta kærastanum Söngkonan Jennifer Lopez sem ólst upp í Bronx í New York byrjaði að sofa hjá 17 ára göm- ul. Fyrsta skiptið var með þáverandi kærasta hennar, Dave Cruz. Seinn fyrir Monty Python-grínistinn John Cleese byrjaði frama sinn í sjónvarpi fyrr en f rúminu. Hann var nefnilega orðinn 24 ára gamall þegar sveindóm- urinn fauk. Það gerðist á Nýja-Sjálandi á járn- brautarhóteli. Eldri og reyndari--------------------------- Leikkonan Gillian Anderson, betur þekkt sem Schully úr X-files þáttunum, var þokkalega villt á sínum yngri árum. Hún missti meydóminn þegar hún var 14 ára gömul, þá með hring í nef- inu og hanakamb. Maðurinn sem hún valdi til verksins var tónlistarmaður og sjö árum eldri en hún sjálf. VlÐ ÞRIÐJU HOLU Fyrsta kynlífsminning Alec Baldwin er frá golfvelli sem var við sömu götu og hann var al- inn upp við. Atburðurinn átti sér stað við þriðju holuna. Stelpan bjó í hverfinu og hélt hún upp á áfangann með því að æla eplavíni yfir Alec. í BARNAKOJUNNI---------------------------- Spicegirl-stelpan Mel C náði að missa mey- dóminn rétt áður en hún varð sextán ára gömul. Þetta gerðist heima hjá henni f kojunni sem hún deildi með bróður sínum þegar hún var yngri. Hún hafði átt kærasta um nokkurt skeið og einn daginn gátu þau bara ekki haldið lengur aftur af sér. Með nágrannanum Söngkonan Cher sem er orðin 55 ara gömul missti meydóminn 14 ára gömul. I ævisögu sinni, „The first time“, segir hún frá því að hún hafi verið orðin leið á kynlífstalinu í nágranna- drengnum sem hét Jeff. Einn daginn þegar hann var í heimsókn sagði hún einfaldlega: „Okei, ger- um það“ en viðurkennir að þegar allt var um garð gengið hafi hún einfaldlega hugsað: „Var þetta allt og sumt?“ Hratt líf--------------------------------- Bamastjaman Drew Barrymore bytjaði að drekka þegar hún var níu ára gömul, prófaði eit- urlyf ári seinna og reyndi að fremja sjálfsmorð 13 ára gömul. Fjórtán ára kom út ævisaga hennar, „Little girl lost“, út og sama ár hafði hún í fyrsta sinn samfarir. 17 ára var hún svo gift en Drew er 26 ára í dag. Á FRAMHALDSSKÓLAALDRINUM Það var í framhaldsskóla að Ben Affleck missti sveindóminn. Affleck segir að það sem hafi verið honum minnisstæðast við það var hræðslan við það að foreldramir kæmu óvænt heim fyrir klukkan fimm. Réttu nóturnar---------------------------- Á unglingsárunum segist Billy Joel hafa verið tældur til kynmaka af eldri konu. Hann á að hafa setið við píanóið þegar konan lét til skarar skríða og sló hún greinilega á réttar nótur því henni tókst að ná sveindómnum af tónlistarmanninum og það við píanóið. Inni í skáp Dóttir Goldie Hawn, Kate Hudson, missti meydóminn inni í fataskáp. Þetta gerðjst þegar hún var 15 ára gömul en hún er 22 ára í dag. For- eldrar gæjans sem sá um verkið voru í næsta her- bergi og því urðu þau að fara afar hljóðlega. Fimm ÁRA SKÍRLÍFI------------------------- Leikarinn Jason Alexander, betur þekktur sem George í Seinfeldþáttunum, segir að stn fyrsta kynlífsreynsla hafi verið með miklu eldri konu þegar hann var mjög ungur að árum. Eftir þá reynslu snerti hann ekki konur í fimm ár en hann segist alveg hafa vitað hverju hann var að missa af. 8. mars 2002 f ó k u s 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.