Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002
9
DV
Tæknin trufiar
I dag er þjófavörn í mörgum bílum
sem virkar þannig aö ekki er hægt
aö ræsa bílinn nema hann sé opn-
aöur meö fjarstýringu. En ekki er
víst aö lyklar með slíkri fjarstýringu
eigi samleiö meö GSM-símanum.
Símar og fjarstýringar:
Ekki saman í
vasa eða veski
Maður hafði samband við neyt-
endasíðuna og vildi segja frá ófor-
um i sambandi við Renault Laguna-
bifreið sina. Bifreiðin, sem er af ár-
gerð 1997, er búin þjófavamabúnaði
sem virkar þannig að í lykli er fjar-
stýring sem kveikir á þjófavöminni
um leið og bifreiðinni er læst og tek-
ur hana af þegar fjarstýringin er
notuð til að opna hana. Sé fjarstýr-
ingin hins vegar ekki notuð til að
opna bifreiðina er þjófavamakerfið
enn virkt og er ekki hægt að starta
bílnum þótt réttur lykill sé notaður.
Það sem hann var ekki ánægður
með er að ekki er hægt að gera
þessa þjófavörn óvirka en bilanir í
henni hafa, á tveggja mánaða tíma-
bili, kostað hann á fimmta tug þús-
unda. Tvisvar hefur það gerst að
kona hans hefur stungið lyklinum í
vasann og þegar hún ætlar að opna
bílinn virkar fjarstýringin, og þar
með bíllinn, ekki. Þá hefur þurft að
draga bílinn af vettvangi með til-
heyrandi kostnaði og kaupa nýja
fjarstýringu sem kostar 14.800 kr.
auk vinnu við skiptin sem er seld á
5.124 kr. eða samtals 19.439 kr. Þetta
hefur hann þurft að gera tvisvar á
þeim stutta tíma sem liðinn er af ár-
inu. Hann veltir því fyrir sér hvort
það geti verið farsími konunnar
sem skemmir fjarstýringuna en
hann hefur verið í sama vasanum
og fjarstýringin í bæði skiptin sem
þær biluðu. Sé sú raunin finnst hon-
um að gott hefði verið að fá viðvör-
un þar að lútandi svo ekki kæmi til
alls aukakostnaðarins.
Sem betur fer hafa þessar fjar-
stýringar ekki verið að bila mikið
en það kemur þó alltaf fyrir,“ segir
Atli Vilhjálmsson, þjónustustjóri
hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél-
um. Aðspurður um hvað það sé sem
skemmi fjarstýringarnar segir Atli
að í lyklunum sé kóði og ef lykillinn
sé í sama vasa eða veski og GSM-
sími þá geti hann afkóðast. „Ég get
þó ekki fullyrt neitt um það því fjar-
stýringamar eiga að þola símann en
mig grunar að í einhverjum tilfell-
um geri þær það ekki.“
Væri þá ekki ráð að láta fólk vita
af því?
„Það má kannski segja að það
mætti upplýsa fólk um að þetta færi
ekki saman. En á móti kemur að
framleiðandinn segir að lyklarnir eigi
að þola nálægð við símana.“ -ÓSB
Beint samband
við neytendasíðu
Lesendur sem vilja ná sambandi
við neytendasíðu DV hafa til þess
nokkrar leiðir.
t fyrsta lagi geta þeir hringt í
beinan sima: 550 5821.
Faxnúmerið er: 550 5020 og svo
er það tölvupósturinn en póstfangið
er: osb@dv.is.
Tekið er á móti öllu því sem
neytendur vilja koma á framfæri,
hvort sem það eru kvartanir,
hrós, nýjar vörur eða þjónusta -
eða spumingar um eitt og annað
sem kemur upp á í daglegu lífi.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir
umsjónarmaður neytendasíöu.
Neytendur
í hvað fóru allir
þessir peningar?
- eða margt smátt gerir eitt stórt
Nýjustu fréttir herma að um
átta þúsund manns séu þegar bún-
ir að skila skattskýrslum sínum
þetta árið og eflaust margir sem
liggja yfir þeim þessa dagana. Þeg-
ar tekjur heimilisins eru teknar
saman rekur marga í rogastans.
Hvert fóru allir þessir peningar,
spyrja eflaust margir og af hverju
er ekkert eftir af þeim?
Undanfarin misseri hafa sést á
metsölulistum bækur sem eiga að
kenna fólki að verða ríkt. Megin-
þemað í þeim öllum er að það
skiptir ekki öllu máli hversu mik-
ið kemur inn heldur hversu mik-
ið fer út. Sem sagt maður þarf að
spara til að verða ríkur."
Einn stærsti kostnaðarliður
fjölskyldna er matarreikningur-
inn en honum má halda í skefjum
á margan hátt. Hagsýnt fólk fer
t.d. ekki svangt út í búð því þá eru
mun meiri líkur á að keyptur sé
alls kyns óþarfi, eins og snakk og
sælgæti. Eins er mikilvægt að
vera skipulagður, fara með lista
yfir það sem vantar og kaupa að-
eins það sem á honum er. Mörg-
um finnst kannski í lagi að grípa
með sér eitthvert smáræði sem
hugurinn girnist þá stundina.
Þetta kostar nú ekki nema þrjú-
hundruðkall, segja þeir. En það
eru ekki margir sem hafa lagt þaö
niður fyrir sér hversu stór póstur
svona hlutir eru þegar árið er gert
upp. Til að gefa lesendum einhverja
hugmynd um hvemig margt smátt
gerir eitt stórt skulum við skoða
fjölskyldu sem eflaust er á svipuðu
róli og margar islenskar fjölskyldur.
Gos og sælgæti
Við skulum byrja á því að skoða
gosdrykkina því neysla þeirra er
gífurleg hér á landi. Fjölskyldunni
finnst gott að fá sér gos-
drykk með matnum og
gerir það reglulega, auk
þess sem meðlimir henn-
ar fá sér stundum eitt
glas yfir sjónvarpinu.
Þannig drekkur þessi
fimm manna fjöl-
skylda um tvo lítra á
dag. Verð gosdrykkja
er afskaplega misjafht
en gera má ráð fyrir
að tveggja lítra flaska
af vinsælum gosdrykk
kosti um 240 kr. Sé
keypt ein flaska á dag
kostar það 87.600 kr. á
ári.
Laugardagskvöldum eyðir þessi
fjölskylda fyrir framan sjónvarpið
og hefur fyrir sið að
maula snakk og gott-
erí sem auðvitað
Nú sitja margir sveittir viö aö reikna út tekjur og skuldir því skattskil eru á næsta
leiti. Mörgum bregður í brún þegar þeir sjá hversu háar upphæöir fóru í neystu á
árinu sem var aö líöa en hana má minnka tötuvert meö einföldum aögeröum.
á mánuði fyrir áskriftina að Stöð 2
sem gerir 51.480 kr. á ári. Þegar þau
bæta Sýn við þá kostar áskriftin að
báðum stöðvunum 6.290 kr á mán-
uði eða 75.480 kr. á ári. Við þetta
bætist að sjálfsögðu áskriftin að
RÚV sem
kostar 27.000
á ári, en hún
er skylda ef
horfa á á sjón-
varp og því ekki reiknuð sem eitt-
hvað sem hægt er að spara hér.
Bíóferðir eru ekki oft á dagskrá
en þess í staö sér fjölskyldan nýj-
ustu myndimar þegar þær koma út
á myndböndum. Þau leigja sér spólu
tvisvar í viku á 500 kr. stykkið eða
52.000 kr. á ári.
Skyndibiti
Hjónin vinna bæði úti og kaupa
sér yfirleitt eitthvert snarl í hádeg-
inu þar sem ekki er mötuneyti á
vinnustað þeirra. Hvort um sig eyð-
ir þannig 4-600 krónum á dag, eða
að meðaltali 1000 kr. samtals. Svona
gengur þetta fyrir sig í 220 daga á
ári og því eyða þau 220.000 í sjoppur
og verslanir i nágrenni vinnunnar
árlega.
Á fóstudögum koma allir þreyttir
heim eftir vinnuvikuna og enginn
nennir að elda. Þá er pöntuð pitsa
sem kostar 1.800 kr. því þau reyna
að versla við pitsufyrirtæki sem
er í ódýrari kantin-
um. Eig-
andi
pitsustaðar-
ins er ánægður
með viðskiptin því
frá þessari einu fjöl-
skyldu fær hann 63.000
kr. í kassann árlega
þótt þau kaupi að-
eins 35 pitsur á
ári. (Aðrir
fóstudagar
voru um jól,
páska, í smn-
arfríi og öðr-
um þess háttar dögum þegar flest-
ir eru með eitthvað annað en pits-
ur í matinn).
Tæp hálf milljón í óþarfa
Þegar þessi fjölskylda gerir upp
fjármálin fyrir árið sér hún að í
þessa litlu, en ónauðsynlegu hluti,
höfðu farið 461.600 krónur sem
hefðu dugað fyrir sumarfriinu í
útlöndum sem þau langaði í en
höfðu ekki efni á. Auðvitað kæmi
kostnaður á móti ef þau hætta að
kaupa mat í hádeginu og panta
sér pitsur því fjölskyldan þarf jú
að borða. En sá kostnaður er mun
lægri ef pitsan er búin til heima og
allir taka með sér heimasmurða
samloku til að borða í hádeginu. Og
hafa ber í huga að þetta eru pening-
ar sem búið er að greiða skatta og
skyldur af. Hjónakomin þurfa þvi
að vinna sér inn talsvert hærri upp-
hæð til að eiga fyrir þessu öllu.
Ef haldið er ítarlegt heimilisbók-
hald kemur mjög fljótt í ljós í hvað
peningamir fara og hvemig hægt er
að minnka útgjöldin með því að
skera niður allt hið ónauðsynlega.
Og það skrýtna er að eftir smátima
án þessara hluta saknar maður
þeirra ekki neitt! -ÓSB
er emgongu
leyfilegt á
nammidögum. Þau
fá sér kartöfluflögur
sem kosta 350 kr., súkkulaðistykki á
200 kr. og ýmislegt annað smálegt
fyrir 200 kr. Þetta kostar 750 kr. á
viku eða 39.000 á ári.
Sjónvarp og myndbönd
Þessi fjölskylda er mikið heima
og horfir mikið á sjónvarp. Því
borga þau skyldu-
áskrift að RÚV og
eru áskrifendur
að Stöð 2. Elsta
barnið í fjölskyld-
unni og mamman
eru miklir fót-
boltaaðdáendur og
því hefur fjöl-
skyldan ákveðið
aö kaupa sér aðgang að sjónvarps-
stöðinni Sýn sem sýnir leiki í enska
boltanum. Núna borga þau 4.290 kr.
Meira rymi, meira afl,
meira útsýni, meira
öryggi, meiri gæði,
meira af þvi
sem gefur lífinu gildi...
-
og þar að auki
fjórhióladrif!
$ SUZUKI
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is