Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2002, Qupperneq 28
FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 l.'W i - segir framkvæmdastjóri Norölenska Guöni Ágústsson. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra var ómyrkur í máli á þingi í gær gagnvart íslenskum útflytjendum vegna ónógra merkinga á ís- lensku lambakjöti til ESB-landanna. Hann sagði að taka yrði „harka- lega í hnakka- drambið" á þeim aðilum sem bæru ábyrgð á þessu klúðri. Skömm væri að því að þeir hefðu ítrekað farið fram gegn reglum. Ráðherra gat þess þó að sumir hefðu staðist merkingaprófið, s.s. Slát- urfélag Suðurlands. Hlutverk útflytj- endanna væri skýlaust aö hafa þessa hluti í lagi fyrir hönd bændanna. Yfir- dýralæknisembættið myndi eiga fundi með aðilum vegna málsins. Þetta kom fram þegar Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylking- arinnar, bar upp fyrirspum og lýsti áhyggjum af málinu. Hann sagði að ef handvömminni linnti ekki yrðu jafh- vel einhverjir sauðfjárbænda að bregða búi. Útlutningur kindakjöts væri helsti vaxtarbroddur sauðfjár- ræktar og hundrað milljóna króna Atlantsál: Málin í skoðun „Ég geri fastlega ráð fyrir að við munum ræða þetta mál mjög fljót- lega,“ sagði Jón Hjaltalín Magnús- son, einn eigenda Altlantsáls, sem er í tengslum við rússnesk álfyrir- tæki - þar á með- al Russian alu- minium - og sýnt hafa álverksfram- kvæmdum við Reyðarfjörð áhuga. Jón Hjaltalín og fyrir- tæki hans, Atlantsál, hafa verið að skoða möguleikana á að koma upp álveri við Eyjafjörð eða við Húsavík en telja að Reyðarfjörður sé mjög áhugaverður kostur opnist þar möguleikar. „Þetta yrði mjög stórt verkefni og við þurfum að skoða það vel hvemig best er að nálgast það. Og ekki nóg með að það sé viðamikið heldur er það líka við- kvæmt þannig að ég vil bíða með allar nánari yfirlýsingar þar til þar að kemur,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon. -BG Jón Hjaltalín Magnússon. tekjur væru i hættu. Norölenska er eitt þeirra fyrir- tækja sem hafa útflutningsleyfi til ESB-landanna og sagði Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, að menn hefðu sofið á verðinum og úr því yrði bætt. Hins vegar yrðu menn að gera sér grein fyrir aö íslensku fyrirtækin væru neydd til þessa útflutnings. Helst vildu sláturleyfishafar vera án hans. „Þetta snýst bara um þá kvöð að þurfa að flytja út 21% af öllu slátruðu dilkakjöti," sagði Sigmund- ur. Sigmundur bendir á að mikið hafi verið rætt um Evrópu- og Am- eríkumarkað en sannleikur málsins sé sá að í fyrra hafi ekki farið nema 25 tonn til Ameríku og það segi sig sjálft að ekki séu margir dilkar á bak við slíka tölu. Heildartekjur hafi ekki verið nema um 6 milljónir og kostnaður sé mikill. Því sjái hann ekki vaxtarsprotana sem menn séu að ræða um. Nær væri að peningamir sem færu í markaðs- starf erlendis færu í að efla söluna á innanlandsmarkaði. -BÞ DV4»1YND HIIMAR ÞÖR Vorlelkur Geislar vorsólarinnar hafa verið iðnir við að bræða þann litla snjó og ís sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Þessir guttar fundu þó klakahröngl í hjólreiðaferð uppi við Kermóafoss í Elliðaánum á dögunum og skemmtu sér við að kasta brotunum milli sín. Mistök ráðuneytis sem lögregla og dómstólar vissu ekki um: •• 011 amfetammmal frá júní í óvissu Sú fáheyrða staða er upp komin í réttargæslukerfinu að uppgötvast hef- ur að frá því i júní á síðasta ári hefur láðst að sérmerkja amfetamín með svokallaðri b-merkingu. Hún gefur amfetamíni sérstöðu meðal annarra lyfja á þann hátt að refsivert sé að flytja efnið inn án leyfis og í öðru skyni en til lækninga. Þetta þýðir að mikil óvissa ríkir um hvort það hafi verið löglegt af hálfu lögreglu, dómstóla og þar með talið Hæstaréttar að frelsissvipta og dæma grunað og ákært fólk sem hand- tekið var fyrir innflutning eða aðOd að amfetamínmálum frá því í júní. Sem dæmi má taka 5 kílóa amfetamín- mál sem upp kom eftir áramót en þá voru þrír aðilar hnepptir í gæsluvarð- hald og situr einn þeirra inni enn þá. .Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði héraðsdóms um að hneppa þá alla í gæsluvarðhald - teljandi í góðri trú að heilbrigðisráðuneytið hefði gætt þess að svokölluð b-merking væri á efninu. Hér er því um mannleg mistök að ræða - mistök sem hafa ekki upp- götvast fyrr en nýlega. Samkvæmt heimildum DV var það Ríkissaksóknaraembættið sem upp- götvaði að b-merkinguna vantaði viö amfetamín. í apríl á síðasta ári var gerð breyting á heildarreglugerð um ýmis lyf (nr. 233-2001), þar á meðal amfetamín. Hún var gerð þannig að efhið var b-merkt. Þann 14. júní var svo gerð smávægileg breyting á þessu og gekk hún í gildi með reglugerð nr. 490. Þá virðist hins vegar hafa láðst að b-merkja amfetamín. Þegar Stjómar- tíðindi birtu hana skömmu síðar gengu mistökin í gildi. Enginn tók eft- ir þessu fyrr en nýlega en þá var skað- inn skeður og það sem nemur tæpu ári. Á meðan hafa tollgæsla og lög- regla handtekið tugi einstaklinga fyr- ir fikniefnamál sem tengist am- fetamíninnflutningi. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fýrir að lögmenn og réttargæslu- menn þeirra sem hér hafa átt hlut að máli muni a.m.k. skoða hvort þessi mannlegu mistök, sem áttu sér stað af hálfu heilbrigðisráðuneytisins, kunni að hafa bakað ríkinu skaðabótaábyrgð gagnvart þeim sem sviptir hafa verið frelsinu vegna amfetamínmála eftir að breytingin á reglugerðinni átti sér stað í júní á síðasta ári. Hins vegar ríkir óvissa um hvaða áhrif þetta hef- ur, ekki síst í ljósi þess að með am- fetamín er eftir sem áður farið sem ávana- og fikniefhi í samræmi við al- þjóðasamning frá 1971 sem íslending- ar eru aðilar að. -Ótt Minneapolis: íslensk kona sagðist vera með sprengju íslensk kona, sem kom með þotu Flugleiða til Minneapolis á sunnu- dagskvöldið, brá fyrir sig gaman- málum við toll- verði í flugstöð- inni þar. Hún sagði í galsaskap að sprengja væri skónum sem hún var í. Sú yfirlýsing var tekin trúanleg og konunni kippt úr umferð. „Þetta er enn eitt dæmið um að fólk á að tala varlega í flugstöðvum og ekki segja svona ósmekkleg orð,“ sagði Guðjón Amgrímsson, blaðafulltrúi Flugleiöa, í samtali við DV. Hann tók þó fram að atvik þetta tengdist ekki Flugleiðum. Allar yfirlýsingar um sprengjur eru teknar alvarlega þótt áður hefði verið litið á þær sem orðagjálfur. Sam- kvæmt heimildum blaðsins mun far- þega Flugleiða í einu tilviki hafa ver- ið vísað heim með sömu vél og honum ekki hleypt inn í landið eftir hafa haft sprengjutal í flimtingum. -sbs Guðjón Arngrímsson. Erum neyddir í útflutninginn Gagnrýnir hægagang í álversmáli Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður iðnaðamefndar Alþingis, segir við- ræður og viðbrögð við óskum Norður- áls á Grundar- tanga hafa tekið allt of langan tíma og við hafi legið á tímabili sam- kvæmt hans upp- lýsingum að Norð- urál hafi ætlað að hætta viö stækk- unina vegna dræmra undirtekta. Hann er ekki til- búinn að segja að annarleg sjónarmið, s.s. ofuráhersla á Reyðarálsverkefnið, hafi ráðið þessu en ef ferlið við að bregaðst við óskum stórfyrirtækja sé orðið svona þungt, t.d. varðandi um- hverfismat og annað, þá sé kominn tími til að endurskoða það. Þetta sagði Guðjón í morgun eftir að Davíð Odds- son hafði lýst því í sjónvarpi í gær að harm teldi Valgerði Sverrisdóttur hafa sinnt starfi sínu vel og eftir að Valgerður sjálf hafði svarað þessari gagnrýni í löngu máli á heimasíðu sinni i gær. Guðjón bendir á að strax 1999 hafi fyrirtækið byrjað að viðra áhuga sinn og í september 2000 hafi komið fram formleg beiðni um raforku- kaup og ekki hafi verið skipuð við- ræðunefnd við það fyrr en í apríl 2001 og enn sé ekki komin niður- staða i málið. „Þetta finnst mér hægagangur og ákveðið fálæti sem ég skil ekki því þetta fyrirtæki hef- ur staðið sig afskaplega vel í því sem það hefur verið að gera héma,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort hann telji þennan drátt óeðlilegan í ljósi umhverfismats á raforkukost- um segir Guöjón: „Ég skil ekki af hverju þetta þarf að taka 2-3 ár. Ef það er svo þá er eitthvað mikið að í þessu ferli okkar og við verðum að breyta því. Við getum ekki sinnt mönnum svona.“ Hann tekur fram að hann telji það gagnrýniverðast hve langur tími leið frá því að form- leg beiðni um raforkukaup kom fram þangað til skipuð var viðræðu- nefnd. Sjá einnig bls. 2 -BG Guöjón Guömundsson. Brother PT-2450 merkivélin er komin Mögnu&véf sem, með þinnl hjálp, hefur hlutina í röö ogreglu. Snjöll og góð lausn á óreglunni. Rafport Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.raiport.is 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.