Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 22. APRlL 2002
x>v
Fréttir
Miklar fram-
kvæmdir hafa ein-
kennt stjórnartíð
Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar-
flokks i Reykjanes-
bæ á þessu kjör-
tímabili. Tveimur
milljörðum hefur
verið varið í ein-
setningu grunn-
skólanna og þá hef-
ur hreinsun
strandlengjunnar
kostað um hálfan
miiljarð króna.
Jafnframt hefur
ýmiss konar upp-
bygging í þágu
iþrótta átt sér stað
og fyrir vikið hef-
ur skuldsetning
bæjarins aukist
verulega á kjör-
tímabilinu. Fram-
kvæmdanefnd um
launamál sveitar-
félaga hefur gert
athugasemdir við
skuldastöðuna en í
ár er gert ráð fyrir
að skuldir verði
greiddar niður um
585 milljónir skv.
fjárhagsáætlun.
Jóhann Geirdal.
Þrír leiðtogar
Sjálfstæðismenn eiga fimm bæjar-
fulltrúa af ellefu í Reykjanesbæ og hef-
ur Ellert Eiríksson leitt lista þeirra og
starfað sem bæjarstjóri um hríð. Hann
hættir senn störfum og hefur Ámi Sig-
fússon tekið við sem leiðtogi sjáifstæð-
ismanna.
Framsóknarmenn eru með tvo bæj-
arfulltrúa í Reykjanesbæ og er Kjartan
Már Kjartansson nýr leiðtogi þeirra.
Samfýlkingin er aftur í minnihluta.
Hún hefúr 4 menn sem stendur og leið-
ir Jóhann Geirdal listann sem fyrr.
Engin önnur ffamboð hafa lýst áhuga á
þátttöku í sveitarstjómarkosningun-
um.
Ekki síður rætin barátta
Ámi Sigfússon segir að hugmynd
hans að flutningi til Reykjanesbæjar
hafi kviknað i nóvember sl. þegar sjálf-
stæðismenn þar í bæ leituðu til hans
sem bæjarstjóraefiiis og leiðtoga D-list-
ans. Hann hafi slegið til eftir umhugs-
un þar sem Reykjanesbær hafi mikla
möguleika, s.s. góðar hafnaraðstæður,
alþjóðaflugvöllinn, orkuna, mikið land-
svæði og gott fólk. Spurður um saman-
burð á pólitískri þátttöku hans í
Reykjanesbæ og í Reykjavík segir hann
að staða sjálfstæðismanna í Reykjanes-
bæ sé sterkari en þegar honum var
falið að leiða D-listann í Reykjavík. „Ég
geri þó ekki ráð fyrir að kosningabar-
áttan verði eitthvað minna rætin en i
Reykjavík," segir Ámi og getur þess að
alls staðar virðist vera til einstaklingar
sem velji slíka leið ffemur en að vinna
málefnalega. Hann vill þó ekki útskýra
Miklar framkvæmdir hafa einkennt kjörtímabilið í Reykjanesbæ en skuldir aukist:
Framsókn efast um getu
Árna sem bæjarstjóra
- finn fyrir rætni hér eins og í Reykjavík, segir Ámi - Samfylkingin óhress
nákvæmlega hvað hann á við með ræt-
inni umræðu.
Ámi flyst með fjölskylduna á næstu
dögum til bæjarins og segist hann
finna eindreginn jákvæðan anda í eig-
in garð og fjölskyldu af hálfu bæjarbúa.
„Við erum að stækka hópinn og koma
inn með nýjar hugmyndir um leið og
við styrkjum það góða starf sem sjálf-
stæðismenn hafa þegar unnið hér.“
- En hvað verður um þig ef Sjálf-
stæðisflokkurinn nær ekki meirihluta
og þú verður ekki bæjarstjóri? „Ég
verð áfram fjögurra bama faðir og
hamingjusamlega kvæntur, það skiptir
mestu máli. Ég hef yfirleitt getað valið
úr verkefnum og sé ekki vandkvæði á
því í ffamtíðinni þótt ég búi í Reykja-
nesbæ. Síður en svo.“
Helstu málin sem tekist verður á um
fyrir kosningamar em að mati Áma
hvaða menn skuli veljast til bæjar-
stjómar og bæjarstjórastarfsins. 1 öll-
um stærstu sveitarfélögum landsins sé
bæjarstjórinn pólitískt kjörinn og Ámi
telur það mikilvægt til að ná sem mest-
um árangri fyrir bæjarfélagið. Þá snú-
ist kosningamar einnig um stefhumál,
s.s. öfluga uppbyggingu í atvinnumál-
um. „Við höfúm t.d. kynnt hugmynd
um umhverfisvænan orkugarð sem
endurspeglar nýja hugsun í nýtingu
möguleika svæðisins. Þá er einnig mik-
ilvægt að auka menntun á svæðinu,"
segir Ámi og bendir á fleiri mál, s.s.
fjölskyldustefhu, áframhaldandi upp-
byggingu í íþrótta- og tómstundarmál-
um og fleira.
Efast um hæfi Árna
Kjartan Már Kjartansson, oddviti
Framsóknarflokksins, talar með ákveð-
inni varfæmi um næsta kjörtímabil og
viðurkennir að framkvæmdagleði
meirihlutans kalli á aðhald. „Það er al-
veg ljóst að áhersla næsta kjörtímabils
verður lögð á að greiða niður skuldir
hjá okkur,“ segir Kjartan.
Björn Þorláksson 'J
blaöamaöur
Fréttaljós
Hann segir að stórverkefhum, s.s.
einsetningu grunnskólanna, sé ekki
lokið fyrr en skuldimar séu greiddar
og menn séu staddir í því verkefni
miðju. „Það verður ekki jafhmikið um
að vera hjá okkur á næsta kjörtíma-
bili,“ segir Kjartan en bendir á að eftir-
litsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
hafi í síðustu viku samþykkt ffamtíðar-
áætlanir bæjarins. „Kannski má segja
að menn hafi teflt djarft en við stönd-
um þá bara og follum með því.“
Skúli Þ. Skúlason hefur verið leið-
togi framsóknarmanna um langt skeið
í Reykjanesbæ en Kjartan fer nú úr
öðm sæti í það fyrsta. Löng hefð er fyr-
ir meirihlutasamstarfi framsóknar- og
Framkvæmdagleöi
Einsetning grunnskóianna er helsta framkvæmdamál meirihluta Reykjanes-
bæjar á þessu kjörtímabili en nefnd um fjármái sveitarfétaga hefur varaö viö
skuldasöfnun. Uppskipti veröa nokkur í bæjarstjórn.
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Þess-
ir tveir flokkar hafa starfað óslitið sam-
an frá árinu 1970, ef undan er skilið eitt
kjörtímabil. Kjartan segir að samstarf-
ið á þessu kjörtímabili hafi gengið vel
þótt taugatitringur hafi gert vart við
sig í aðdraganda kosninganna. Hann
segist hafa ágæta menntun og reynslu
til bæjarstjórastarfans en sú staða sé
ekki baráttumál númer 1.
Spurður um mat Kjartans á Áma
Sigfússyni sem bæjarstjóraefhi segist
hann ekki þekkja mikið til hans. Það
sem hann hafi séð og heyrt undanfarið
bendi þó ekki sérstaklega til þess að
Ámi yrði góður bæjarstjóri.
Framsóknarflokkurinn lagði fram
stefhuská sína í gær. Á oddinum verða
fjölskyldumál, innra starf í skólum,
tnálefni eldri borgara og ungmenna,
svo nokkuð sé nefht, sem og skipulags-
mál. Reyknesingar horfa björtum aug-
um til fýrirhugaðrar röraverksmiðju í
Helguvik og segir Kjartan það mál vera
í góðum farvegi. „Það er mikil upp-
bygging og jákvætt andrúmsloft á
Reykjanesinu þessa dagana," segir odd-
viti framsóknarmanna.
Skelfileg skuldastaöa
Jóhann Geirdal, oddviti Samfýlking-
arinnar, hefur aðra sýn á störf ffarn-
sóknarmanna og sjálfstæðismanna.
„Því miður get ég ekki verið sammála
leiðtogum hinna listanna. Hér hefur
vissulega verið gert stórt átak í grunn-
skólamálum og um það hefur verið góð
samstaða í bæjarstjóm. Fleiri góðir
hlutir hafa verið gerðir en skuldastaða
bæjarins er alveg skelfileg. Allt tal um
að hlutimir séu að skána er blekkinga-
leikur," segir Jóhann.
Jóhann segir að til að bæta rekstrar-
reikning bæjarins hafi 580 milljóna
sala á hitaveitunni verið færð í bók-
hald bæjarins á vafasaman hátt og
hann telur að boginn hafi verið spennt-
ur fúllhátt. „Það er allt í lagi að auka
útgjaldaliðina ef tekjuhliðin eykst líka.
Hér vantar hins vegar byggingarlóðir
þannig að íbúafiölgun á svæðinu hefur
verið afskapalega litil.“
Ámi Sigfússon heldur þvi ffarn að
íbúafiölgun sl. tvö ár hafi verið 3% en
Jóhann bendir á að inni í þeirri tölu sé
flóttafólk. Brottfluttir séu fleiri en að-
fluttir sem sé áhyggjuefni. Hins vegar
eigi líffræðileg fiölgun sér stað.
Samfýlkingin stefnir að meirihluta-
samstarfi enda segir Jóhann að merrn
séu í pólitík til að hafa áhrif. Um helstu
stefnumál segir hann að efla verði
innra starf skólanna, aöstoða íþrótta-
hreyfinguna og vinna að skipulagsmál-
um í samvinnu við íbúana. „Við leggj-
um áherslu á menntun, atvinnumál,
velferð og lýðræðisleg vinnubrögð. Við
viljum vinna með fólki enda erum við
eini listinn sem er valinn af fólkinu,"
segir Jóhann og vísar þar til opins próf-
kjörs sem fór fram hjá framsóknar-
mönnum í Reykjanesbæ.
Tilkoma Árna virðist auka fylgi D-lista:
Vænlegt hjá sjálfstæðismönnum
- framsókn niður í einn mann, skv. nýrri skoðanakönnun
í nýlegri skoðanakönnun, sem
Talnakönnun gerði fyrir heimur.is,
kemur í ljós að sjálfstæðismenn
njóta mikils fylgis. Könnunin var
gerð að kvöldi 17. apríl og voru nið-
urstöður þannig að Framsóknar-
flokkurinn fengi 15,1%, Sjálfstæðis-
flokkurinn 60,3% og Samfylkingin
24,6%. Verði úrslitin þessu lík vinn-
ur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan
meirihluta í Reykjanesbæ.
Miðað við úrslit könnunarinnar
fengi Sjálfstæðisflokkurinn sjö
menn kjöma, Samfylkingm þrjá og
Framsókn einn. Ekki er þó langt frá
þvi aö öðrum manni Framsóknar-
flokksins takist að komast inn en
það yrði þá á kostnað annaðhvort
þriðja manns Samfylkingar eða sjö-
unda manns sjálfstæðismanna. í
báðum tilvikum væri D-listinn með
hreinan meirihluta.
Síðast féllu atkvæði svo að Fram-
sóknarflokkurinn fékk 18,2% og tvo
fulltrúa, Sjálfstæðismenn 44,9 og
fimm fulltrúa og Bæjarmálafélag
REYKJANESBÆR
- úrslit könnun apríl 2002
J n JL b
>
Br 1 / /Tj? V mi/æ
jafnréttis og félagshyggjufólks 36,9%
og fióra fulltrúa (nú Samfylkingin).
Þann fyrirvara verður að hafa á
að mjög margir voru óákveðnir eða
vildu ekki svara, eða 49%. Alls
byggist könnunin á 248 svöram.
Vikmörk eru +/-8,5%. Því er ljóst að
enn er allt of snemmt að slá ein-
hverju föstu um niðurstöðu þó
vissulega bendi könnunin eindregið
til fylgisaukningar sjálfstæðis-
manna. -BÞ
Reykjanesbær
Framboðs
listar
Framsóknar-
flokkurinn
1. Kjartan Már Kjartansson,
starfsmanna- og gæðastjóri.
2. Þorsteinn Árnason, fv. skip-
stjóri.
3. Guðný Kristjánsdóttir, leið-
beinandi og varabæjarfulltrúi.
4. Ólöf Sveinsdóttir húsmóðir.
5. Jón Marínó Sigurðsson nemi
6. Magnús Daðason málarameist-
ari.
7. Elín Gunnarsdóttir kennari.
8. Freyr Sverrisson þjálfari.
9. Sonja Sigurjónsdóttir leiðbein-
anandi.
10. Amgrímur Guðmundsson ör-
yggisfulltrúi.
VSjálfstæðis-
flokkurinn
STÆÐISFLOKK1
1. Árni Sigfússon stjómsýslu-
fræðingur.
2. Böðvar Jónsson, fasteignasali
og bæjarfulltrúi.
3. Björk Guðjónsdóttir, bæjarfull-
trúi og framkvæmdastjóri.
4. Steinþór Jónsson fram-
kvæmdastjóri.
5. Þorsteinn Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
6. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
skrifstofustjóri.
7. Garðar Vilhjálmsson fram-
kvæmdastjóri.
8. Ríkharður Ibsen viðskiptaráð-
gjafi.
9. Rósa Ingvarsdóttir skrifstofu-
kona.
10. Hermann Helgason sölumað-
ur.
Samfylkingin
1. Jóhann Geirdcd, kennari og
bæjarfulltrúi.
2. Ólafur Thordersen, fram-
kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
3. Guðbrandur Einarsson, for-
maður VS og varabæjarfulltrúi.
4. Sveindís Valdimarsdóttir,
kennari og varabæjarfulltrúi.
5. Eysteinn Eyjólfsson leiðbein-
andi.
6. Friðrik Ragnarsson húsasmið-
ur.
7. Gerður Pétursdóttir leikskóla-
stjóri.
8. Agnar Breiðfiörð Þorkelsson,
verkstjóri og varabæjarfulltrúi.
9. Andrea Gunnarsdóttir þjón-
ustustjóri.
10. Brynjar Harðarson bókavörð-
ur
Um bæinn
• Alls búa 10.942 manns í Reykja-
nesbæ.
• Útsvarshlutfall bæjarins er
12,70%.
• 5 skólar eru í bæjarfélaginu, þar
af einn fiölbrautaskóli, auk tónlist-
arskóla og nokkurra leikskóla.
• Einnig er Sportköfunarskóli ís-
lands með aðsetur í bænum.
• Gunnar Eyjólfsson leikari er bæj-
arlistarmaður Reykjanesbæjar.
• Mikil körfuboltahefð ríkir í bæn-
um en félögin tvö, Njarðvik og
Keflavík, léku einmitt til úrslita um
íslandsbikarinn i ár.
• Knattspyrna er einnig vinsæl í
bænum þótt Keflvikingar hafi ekki
hampað íslandsbikarnum siðan
1973.
• Reykjanesbær varð fyrst bæjarfé-
laga til að reisa yfirbyggt knatt-
spymuhús og hefur það reynst mik-
il lyftistöng fyrir iþróttalífið.