Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Síða 13
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002 DV Menning 13 Vika bókarinnar hefst í dag: Gengið um slóðir Halldórs Laxness Vika bókarinnar hefst í dag og á morgun er alþjóðadagur bókarinnar, 23. apríl. Dagskrá vikunnar er fjöl- breytt og fer fram víða: í bókasöfnum, bókabúðum, skólum og samkomustöð- um. Dagskrána er hægt að nálgast á vef Félags íslenskra bókaútgefenda, www.bokautgafa.is. Alþjóðlegur dagur bókarinnar var fyrst haldinn 23. apríl ár 1996. íslend- ingum finnst það sjálfsagður hlutur að fæðingardagur Halldórs Kiljan Laxness sé alþjóðlegur dagur bókar- innar en það er aldeilis merkileg til- viljun að aldarafmælis skáldsins á Gljúfrasteini skuli vera minnst um cillan heim á morgun. Bók vikunnar Gjafabók Viku bókarinnar kom út í dag og er aö þessu sinni smá- sagnasafn eftir íslenska höfunda fyrir böm á aldrinum 9-13 ára. Bók- ina gefa bóksalar viðskiptavinum sínum sem kaupa bækur fyrir 1.000 krónur eða meira í Viku bókarinn- Halldór Laxness. Gjafabók vikunnar Töfrataflið og fleiri sögur. ar. Bókin heitir „Töfrataflið og fleiri sögur“ og bamabókahöfundamir 11 sem eiga sögur í bókinni eru Aðal- steinn Ásberg, Andri Snær Magna- son, Auður Jónsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Guðmundur Ólafs- son, Helgi Guðmundsson, Iðunn Steinsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Sigrún Eldjám, Þórður Helgason og Yrsa Sigurðardóttir. í mörgum bókaverslunum verða bamabækur á tilboðsverði þessa viku. Halldórsganga Bókasambandið ætlar að bjóða í Halldórsgöngu að kvöldi Bókadags. Gangan hefst kl. 19 við Laugaveg 32, fæðingarstað Halldórs Laxness. Guð- jón Friðriksson rithöfundur og sagn- fræðingur leiðir okkur um slóðir Hall- dórs. Hversu víða verður farið ræðst af veðrinu. Göngunni lýkur í Félags- heimili bókagerðarmanna, Hverfis- götu 21, en þangað komu Halldór og vinir hans gjama á heimili þeirra Kristínar Guðmundardóttur og Hall- bjamar Halldórssonar. Félag bóka- gerðarmanna býður veitingar í tilefni dagsins. Til sýnis verða áritaðar frumútgáfur bóka Halldórs og skjöl tengd Halldóri og félögum hans í Mjólkurfélagi heilagra. Félag bóka- gerðarmanna mun við þetta tækifæri afhenda Landsbókasafni íslands - Há- skólabókasafni bréfasafn Hallbjarnar og Kristínar. Mikið um að vera hjá Bjarti - samningar um Gæludýrin og útgáfa Albúms Mikið er um að vera hjá bókaforlag- inu Bjarti þessa dag- ana. Réttindaskrif- stofa Bjarts hefur gengið til samstarfs við hina þekktu bresku umboðsskrif- stofu Roger, Coler- idge and White sem hefur fjölmarga heimsþekkta rithöf- unda á sínum snær- um, þeirra á meðal Ian McEwan, Raymond Carver og Kazuo Ishiguro. Á bókamessunni í London í liðnum mánuði kynnti skrif- stofan skáldsöguna Gæludýrin eftir Braga Ólafsson fyrir fjölda erlendra út- gáfufyrirtækja. Þegar hefur verið samið um danska þýðingu bókar- innar við hið virta forlag, Lindhart og Ringhof, og er stefnt að útgáfu á næsta ári. Einnig hafa útgefendur i Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, FrakklEmdi, á Ítalíu, Spáni, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sýnt bókinni áhuga og er búist við að hægt verði að ganga frá samningum um fleiri þýðingar á næstu mánuðum. Gælu- dýrin komu út hjá Bjarti haustið Bragi Olafsson Samningaviðræður standa yfir við erlend forlög. Nú þegar hefur verið samið við danska forlagið Lindhart og Ringhof. Guörún Eva Mínervudóttir Bjartur hefurgefið út nýjustu skáldsögu Guðrúnar Evu. Bókin heitir Albúm - skáldsaga og er byggð upp af 99 myndum úr lífi ungrar stúlku. 2001 og var bókin tilnefnd til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Albúm - skáldsaga Ekki er nóg með það að Bragi og Gæludýrin hans séu komin á flakk um heimsbyggðina. Bjartur hefur gefið út bókina Albúm - skáldsögu eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Sagan er byggð upp af níutíu og niu myndum úr lífi ungrar stúlku sem bregða heillandi ljósi á þá krókóttu braut sem liggur frá sakleysi æskunnar til þroska og sjálf- stæðis. Guðrún Eva Mínervudóttir er fædd árið 1976 og í hópi fremstu skálda sinnar kynslóðar. Hún hefur áður sent frá sér skáldsögur, smásagnasafn, barnabók og ljóð. Síðasta skáldsaga hennar, Fyrirlestur um hamingjuna, hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefhd til íslensku bókmenntaverð- launanna árið 2000. í þessari nýju bók leikur hún sér að skáldsagnaform- inu með snjöllum hætti en líkt og í fyrri bókum hennar einkennist frá- sögnin af þroskaðri lífssýn og ísmeygilegum húmor. Albúm - skáldsaga er fimmtánda verkið sem kemur út í Neon-bóka- flokki Bjarts. Bókin er 111 blaðsíður að lengd, kápugerð annaðist Snæ- bjöm Amgrímsson en prentun ann- aðist Prentsmiðjan Oddi. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Hálf milljón fyrir bestu söguna - tíminn er að renna út Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða veitt í sjötta sinn í haust að undangenginni árlegri sam- keppni. Frestur til að skila inn handritum er til 1. maí næstkomandi. Verðlaunin, sem nema 500.000 krónum, era veitt fyrir nýja og áðm- óbirta íslenska skáldsögu eða safn smásagna. Sam- keppnin er öllum opin og mun bókin, sem verðlaunin hlýtur, koma út hjá Vöku-Helgafelli sama dag og þau verða afhent nú í haust. Bjami Bjamason hlaut verðlaunin árið 2000 fyrir skáldsöguna Mannætukonan og maður hennar. Megintilgangur Bókmenntaverð- launa Halldórs Laxness er að efla ís- lenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endumýj- un íslenskrar frásagnarlist- ar. Bókaforlagið Vaka- Helgafell stendur að verð- laununum. Fjórir rithöf- undar hafa hlotið verðlaun- in auk Bjama. Skúli Björn Gunnarsson fékk þau fýrir smásagnasafhMs Lífsklukk- an tifar, Eyvindur P. Ei- ríksson fyrir skáldsöguna Landið handan fjarskans, en hann var einnig tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunna fyrir þá bók, og Sindri Freysson fyrir skáldsög- una Augun í bænum. Þá fékk Gyrð- ir Elíasson verðlaunin árið 2000 fyr- ir smásagnasafnið Gula húsið sem einnig hlaut íslensku bókmennta- verðlaunin. Vaka-Helgafell leggur fram verð- launaféð, sem nemur 500.000 krón- um, en við þá upphæð bætast venju- leg höfundarlaun samkvæmt rammasamningi Rithöfundasam- bands íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda.. Skilafrestur er sem fyrr segir til 1. maí. Utanáskriftin er Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Vaka-Helgafell Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík og skal handritum skilað þangað eftir þann tíma. Þau eiga að vera merkt dulnefni en rétt nafn fylgi í lokuðu umslagi. Bjarni Bjarnason. "the perfect pizza" John Baker Brckkuhús IYLÖ Tylö-sánaklefar. Sérpöntum sánaklefa eftir þínum óskum, allar stærðir og gerðir. Eigum á lager fylgihluti fyrir sánaböð. Lítið inn í Ármúlanum. 4* VATNS VIRKINN ehf Armúla 21,108 Rvk. s. 533-2020 www.vatnsvirkinn.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.