Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2002, Blaðsíða 10
10_____ Útlönd FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 DV Kallsberg og Hoydal deila um lögmannsstarfið Ný landstjóm i Færeyjum er ekki enn komin formlega á koppinn þar sem upp er risin deila um hver eigi að gegna embætti lögmanns. Anfinn Kallsberg, sem gegnt hefur embætt- inu síðustu fjögur ár, vill sitja áfram á lögmannsstólnum en Hogni Hoydal, heisti sjálfstæðisfrömuður Færeyja, vill líka fá starfið. Hefð hefur verið fyrir því í Fær- eyjum að formaður stærsta stjómar- flokksins verði lögmaður og ef henni er fylgt á Hogni starfið. Þjóð- veldisflokkur hans fékk átta menn í kosningunum í apríllok en Fólka- flokkur Kallsbergs sjö. Fráfarandi stjómarflokkar, Þjóð- veldisflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sjálfstýrisflokkurinn, náðu í gær samkomulagi við Miðflokkinn um myndun meirihlutastjómar. Ekki verður greint frá stjómarsáttmálan- um í smáatriðum fyrr en stríðið um lögmannsembættið hefur verið út- kljáð. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 4. júní 2002, kl. 11.00, á eftirfarandi _________eignum:_________ Miðbælisbakkar, A-Eyjafjallahreppi. Þingl. eig. Steinar Kristján Óskarsson, Gerðarbeiðandi er sýslumaðurinn á Hvolsvelli. SÝSLUMADURINN Á HVOLSVELLI UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjáif- um sem hér segir: AsparfeU 12, 0402, 123,4 fm 5 herb. íbúð á 4. og 5. hæð m.m., merkt B, ásamt geymslu í kjallara, merkt B-4 (0029), Reykjavík, þingl. eig. Auðunn Arnar Stefnisson, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og Tollstjóraembætt- ið, þriðjudaginn 4. júní 2002, kl. 11.00. Blönduhlíð 23, 0301, 3ja herb. íbúð, 49,7 fm, á rishæð ásamt hlutdeild í sameign, Reykjavík, þingl. eig. Njörð- ur Lárusson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 4. júní 2002, kl. 16.00. Dalsel 14, Reykjavík, þingl. eig. Sig- ríður Sigmundsdóttir, gerðarbeiðend- ur Ingvar Helgason hf., íbúðalánasjóð- ur, Landsbanki íslands hf., aðalstöðv- ar, og Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, þriðju- daginn 4. júní 2002, kl. 10.30. Hverfisgata 74, 0201, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.v. m.m. ásamt geymslu, merkt nr. 2, í rými 0601, Reykjavík, þingl. eig. G.H.Flutningar ehf., gerðarbeið- endur íslandsbanki hf., útibú 526, og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, þriðjudag- inn 4. júní 2002, kl. 14.00. Venjubundnum skyndiárásum ísraela haldið áfram: Hefndarinnrás gerð í Nablus í morgun ísraelskar hersveitir réöust í bítið í morgun til atlögu í bænum Nablus á Vesturbakkanum, í venjubundnum morguninnrásum sínum síðan þeir drógu herlið sitt út frá herteknu svæðunum fyrr í mánuðinum, og hófst innrásin í morgun með því að flóttamannabúðir í nágrenni bæjarins voru umkringdar. Um fjörutíu skrið- og bryndrekar, studdir spúandi árásarþyrlum, tóku þátt í innrásinni og héldu þeir beint að Balata- og Askar-flóttamannabúð- unum, en höfuðstöðvar al-Aqsa-sam- takanna á svæðinu, sem lýst hafa ábyrgð á síðustu sjálfsmorðsárásum, eru innan Balata-búðanna. Sjálfsmorðsliðinn sem sprengdi sig í loft upp í verslunarmiðstöðinni í bænum Petah Tikva á mánudaginn, þar sem kona og bam létu lífið, var einmitt búsettur í Balata-búðunum og því líklegt að innrásin sé gerð í hefnd- arskyni. Áður höfðu ísraelskar hersveitir verið fluttar á brott frá Betlehem, en þar höfðu þær dvalið síðustu fjóra daga að sögn talsmanna hersins til að hindra skipulagöar sjálfsmorðsárásir á ísraelska borgara. Útgöngubann var fyrirskipað í sumum hverfum og tug- ir meintra hryðjuverkamanna hand- teknir, þar á meðal sá sem talinn er hafa skipulagt sjáifsmorðsárásina i skemmtigarðinum í bænum Rishon Rjúpufell 33, 0201, 4ra herb. íbúð, 93,1 fm á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guðný Ingigerður Péturs- dóttir, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 4. júní 2002, kl. 11,30. Snorrabraut 36, 0002, 2ja herb. íbúð í kjallara (ósamþykkt), Reykjavík, þingl. eig. Vilberg örn Normann, gerð- arbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 4. júní 2002, kl. 14.30. Stigahlíð 30,0402, 77 fm íbúð á 4. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Elín Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis, útibú, þriðjudaginn 4. júní 2002, kl. 15.00.____________ Sörlaskjól 5.0101, íbúð á 1. hæð (87,3 fm) og í risi (48,6 fm) ásamt geymslu í kjallara, helmingi af sameign hússins og bílgeymslu, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Ólafur Ingólfsson, Elísa- bet G. Ingólfsdóttir og Ríkharður Þór Ingólfsson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóðurinn Framsýn, þriðjudaginn 4. júnf 2002, kl. 13.30.____________ Vegamótastígur 4, 0101, 4 verslunar- rými, 223,6 fm á 1. hæð m.m., Reykja- vík, þingl. eig. I & R ehf., gerðarbeið- endur Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, útibú, og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 4. júní 2002, kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Þrammað inn í Nablus. Letzion 1 nágrenni Tel Aviv þann 22. maí, þar sem tveir óbreyttir borgara létu lifið. sólarhring eftir innrásina í Hebron í gærmorgun og skömmu eftir að Willi- am Burns, sendimaður Bandaríkja- stjómar, hitti Yasser Arafat á fundi tO að ræða hugsanlegt samningaferli, sem Bandaríkjamenn hafa lagt tO. Bum sagði eftir fundinn með Arafat að tími væri kominn tO að semja frið og að ofbeldinu yrði að linna. „Fólk hefur þjáðst og það er komið nóg af þessu brjálæöi. Við verðum að endurvekja vonir hjá stríðshrjáðu fólkinu," sagði Burns sem mun hitta Sharon á fundi í dag. Þá mun Javiar Solana, utanrikis- málastjóri ESB, hitta þá Sharon og Arafat á fundum um helgina, en hann hefur verið á ferð um fimm arabalönd að undanfórnu og eumig er George Tenet, yfirmaður CIA, væntanlegur á svæðið næstu daga tO viðræðna við ísraelsk og palestinsk öryggisyfirvöld. Innrásin í morgun er gerð aðeins REUTERSMYND Á leið út í geiminn Áhöfn geimskutlunnar Endeavour yfírgefur hér bækistöövar sínar á Kenndy-geimferöa- stofnuninni á Canaveral-höföa í Flórída, en ætlunin var aö þeir héldu út í geiminn til alþjóöiegu geimstöövarinnar í dag eftir aö ferö þeirra haföi veriö frestaö í gær vegna veöurs. Áhöfninni er ætlaö aö leysa afhólmi þá sem dvaliö hafa í geimstööinni und- anfarna mánuöi. UMEEmT r Ekkjan eignaðist son Mariane Pearl, ekkja bandaríska blaðamannsins Daniels Pearls sem öfgamenn í Pakist- an myrtu í janúar, eignaðist 18 marka son í París 28. maí siðastliðinn. Drengnum var gefið nafnið Adam og að sögn heOsast mæðginunum vel. FBI varar við flugskeytum Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur varað löggæslustofnanir um aUt landið viö að liðsmenn al-Qa- eda-hryöjuverkasamtakanna kunni að ráða yfir handheldum flugskeyt- um sem geta grandað flugvélum. Kosningar og ofbeldi Líklegt þykir að Þjóðfrelsisfylk- ingin, fyrrum stjómarflokkur Al- sírs, fari með sigur af hólmi í kosn- ingunum sem haldnar voru í gær. Ofbeldisverk og litil kjörsókn vörp- uðu skugga á þær. Stjómarandstað- an sat heima. Staðráönir í að hjálpa Rokkarinn Bono og Paul O’NeOl, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, luku eUefu daga ferðalagi sínu um fjögur Afrikulönd i gær, staðráðnir í að gera aUt sem í þeirra valdi stendur tU að hjálpa íbúunum. Húllumhæ fyrir drottningu Mikið verður um dýrðir í Bretaveldi næstu dagana þegar þess verður minnst að 50 ár era liðin frá þvi Elísabet drottning settist í hásætið. Blíðviðri er spáð á morgun og á sunnudag en á mánudag, þegar götuveislumar verða haldnar um aUt land, er spáð rigningu. Hiti á danska þinginu Heitar umræður urðu um útlend- ingaframvörp dönsku stjómarinnar á danska þinginu í gær. Stjómarlið- ar segja þau í samræmi við það sem gerist í Evrópu. Chirac biðlar til kjósenda Jacques Chirac Frakklandsforseti hvatti kjósendur í gær tU aö greiða mið- og hægriflokk- unum atkvæði sitt í kosningunum í júní tU að þurfa ekki að deUa völdum með sósíalistum eins og undanfarin ár. & Við Faxafen • Austurstræti • Kringlunni • Esso-stöðinni Ártúnshöfða • Esso-stöðinni Borgartúni • Spönginni Grafarvogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.